Innlent

Fréttamynd

Aðgerðir gegn vogunarsjóðum skila árangri

Aðgerðir íslenskra stjórnavalda og eftirlitsaðila gegn erlendum vogunarsjóðum, sem sakaðir eru um að hafa gert aðför að íslensku efnahagslífi, hefur skilað árangri. Þetta segir breska viðskiptablaðið Financial Times í dag og bendir á því til sönnunar að skuldatryggingarálag ríkis og bankanna hafi lækkað talsvert. Það bendi til að vogunarsjóðirnir hafi dregið sig í hlé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EES-samningurinn viðkvæmur

Varaforseti Evrópuþingsins, segir að ef Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu nú, gætu þeir verið komnir þar inn fyrir jól. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé fallinn um sjálfan sig gangi eitt þriggja EFTA ríkja í sambandið.

Erlent
Fréttamynd

Landsbankinn hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 4,34 prósent á rauðum degi í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdi SPRON, sem féll um 3,64 prósent. Landsbankinn og Eimskipafélagið voru einu félögin sem enduðu á grænu í lok dags af þeim fyrirtækjum sem mynda Úrvalsvísitöluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyjabanki hækkar í Kauphöllinni

SPRON leiddi hæga hækkun á hlutabréfum í Kauphöll Íslands í byrjun dags. SPRON, sem hafði hækkað um 0,9 prósent, hélt toppsætinu í nokkrar mínútur áður en Færeyjabanki tók það yfir með stökki upp á 2,07 prósent. Úrvalsvísitalan seig lítillega nokkrum mínútum síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varnarmálastofnun lögfest

Frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga var samþykkt á Alþingi í dag. Samkvæmt nýju lögunum fer utanríkisráðherra með yfirstjórn varnarmála. Sérstök varnarmálastofnun verður sett á laggirnar. Forstjóri hennar verður skipaður í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Exista leiddi hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 2,22 prósent af þeim félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á eftir fylgdi Landsbankinn, sem sömuleiðis hækkaði um rúm tvö prósent. Gengi annarra félaga hækkaði minna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænn litur ráðandi í upphafi dags

Gengi hlutabréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum rauk upp í byrjun dags í Kauphöll Íslands. Straumur og Eimskip eru undantekning. Gengi bréfa í Straumi féll um rúm þrjú prósent og Eimskips um 0,67 prósent. Þá lækkaði gengi Alfesca lítillega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krúnukúgarar fyrir rétt í Lundúnum

Íslendingurinn Paul Aðalsteinsson kom fyrir rétt í Bretlandi í dag ásamt félaga sínum Sean McGuigan. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr meðlim bresku konungsfjölskyldunnar.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtilegir markaðir á Indlandi og í Kína, segir Jón Ásgeir

Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Baugur Group væri að undirbúa mikið kaupæði víða um heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist lítillega

Gengi krónunnar styrkist um um 0,37 prósent við upphafi viðskiptadags á gjaldeyrismarkaði í morgun og stóð gengisvísitalan í 147 stigum. Gengið gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Gengið veiktist um 1,2 prósent í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf niður í byrjun dags

Hlutabréf SPRON, Glitnir, Existu og Straums féllu um rúm tvö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdu gengi allra banka og fjármálafyrirtækja. Samtals lækkaði gengi bréfa í ellefu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Minnsta lækkunin var á gengi bréfa í Össuri, sem fór niður um 0,54 prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan lækkar eftir stýrivaxtahækkun

Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,38 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 147,5 stigum. Vísitalan fór hæst í rúm 158 stig skömmu eftir páska og hefur hún því styrkst um rúm 6,6 prósent síðan þá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust í Folda- og Höfðahverfi

Háspennubilun varð kl. 16:50 í dag sem veldur rafmagnsbilun í Foldahverfi og stórum hluta af Höfðahverfi. Verið er að leita að biluninni og vonast til að rafmagn komist fljótt á aftur.

Innlent
Fréttamynd

Framlag Íslendinga mikilvægt

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar.

Innlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Geir Haarde skammaði Putin

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur leikið stórt hlutverk á leiðtogafundi NATO í Búkarest. Hann hefur harðlega mótmælt auknum umsvifum bandalagsins í austurátt.

Innlent
Fréttamynd

Lánshæfishofur Straums stöðugar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir Staums. Lánshæfiseinkunn fjárfestingarbankans er BBB- og langtímahorfur stöðugar. Horfur Straums eru þær einu af íslensku bönkunum sem eru stöðugar, líkt og greiningardeild Glitnis bendir á.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista leiðir hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í fjármálaþjónustu fyrirtækinu Existu rauk upp um 2,7 prósent á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Glitnir, SPRON, Kaupþing, FL Group og Straumur, sem hækkaði um 0,42 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist lítillega

Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega, um 0,4 prósent,á þeim stundarfjórðungi sem liðinn er síðan gjaldeyrisviðskipti hófust á millibankamarkaði í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Föstudagsstemning á hlutabréfamarkaðnum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi rauk upp um tæp 5,4 prósent í Kauphöll Íslands í dag og um rúm átta prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta var langmesta hækkunin í Kauphöll Íslands. Á sama tíma féll gengi Icelandic Group um tæp 10 prósent þriðja daginn í röð og hefur það hrunið um 35 prósent á jafn mörgum dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group selur allan hlut sinn í Finnair

FL Group hefur selt allan hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair fyrir 13,6 milljarða króna. FL Group átti lengi vel um 25 prósenta hlut í félaginu en seldi helminginn fyrir nokkru. Eftir stóðu 12,69 prósent sem nú voru seld. Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta fjórðungi sem nemur 1,7 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist um tæp þrjú prósent

Krónan hefur styrkt um rúm 2,6 prósent það sem af er dags. Dagurinn byrjaði á veikingu við opnun gjaldeyrisviðskipta klukkan 9:15 í morgun en hefur bætt í seglin jafnt og þétt eftir því sem á hefur liðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandic Group fellur annan daginn í röð

Gengi Icelandic Group féll um rúm 10,6 prósent í dag og hefur það því fallið um rúm 25 prósent á tveimur síðustu dögum vikunnar. Þetta var jafnframt langmesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði á sama tíma um 1,93 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista leiddi hækkun í byrjun dags

Gengi bréfa í Existu rauk upp um tæp 3,9 prósent þegar mest lét í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og þriðji dagurinn í röð sem sprettur er í Kauphöllinni eftir að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti á þriðjudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækkar Kaupþing í Svíþjóð

Gengi bréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 2,4 prósent í dag og hefur rokið upp um rúm 24 prósent síðan fyrir páska. Bréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, sem Exista, stærsti hluthafi Kaupþings, á fimmtungshlut í, hefur hækkað um tvö prósent. Þetta er nokkuð yfir meðalhækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent