Innlent

Geir Haarde skammaði Putin

Óli Tynes skrifar

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur leikið stórt hlutverk á leiðtogafundi NATO í Búkarest. Hann hefur harðlega mótmælt auknum umsvifum bandalagsins í austurátt.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra sneri umræðunni í norður og fjallaði um stóraukið flug rússneskra herflugvéla í grennd við Ísland.

Geir sagði að það vekti nokkra furðu að Íslendingar hefðu ekki fengið neinar skýringar á þessu flugi þótt eftir því hafi verið leitað.

Þónokkrar flugsveitir rússneskra sprengjuflugvéla hafa flogið í grennd við Ísland undanfarin misser.

Þær hafa aldrei farið inn í íslenska lofthelgi. Það hefur hinsvegar aldrei verið tilkynnt um flug þeirra fyrirfram.

Það er ekki í bága við alþjóðalög, en hinsvegar venja hjá flugherjum á friðartímum, til þess að hægt sé að gera ráðstafanir vegna farþegaflugs.

Rússnesku fulltrúarnir hlýddu á orð Geirs en brugðust ekki við þeim, enda leiðtogafundurinn kominn af umræðustigi þegar íslenski forsætisráðherrann tók til máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×