Innlent Þétt umferð heim í gærkvöldi All nokkur umferð var um þjóðvegi landsins í gærkvöld og í nótt þegar fyrstu ferðalangarnir tóku að snúa heim af skemmtunum Verslunarmannahelgarinnar. Innlent 7.8.2006 12:03 Veittist að Árna Johnsen Þjóðhátíðargestur veittist að Árna Johnsen í brekkusöngnum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og hrifsaði af honum hljóðnemann. Litlu mátti muna að illa færi þegar flugeldur fór í tjald þar sem inni voru þrjú börn auk annarra. Innlent 7.8.2006 12:00 Íkveikja í Vogum Kveikt var í fiskikari við iðnaðarhúsnæði í Vogum á síðdegis í gær. Talsverður hiti myndaðist en eldurinn náði ekki að læsa sig í húsinu. Innlent 7.8.2006 10:06 Tekinn á ofsahraða með nýtt skírteini Ungur ökumaður, sem hefur haft ökuskírteini í ellefu daga, var stöðvaður á Reykjanesbraut í gærkvöldi eftir að bifreið hans hafði mælst á 141 kílómetra hraða, tvöfalt meira en leyfilegum 70 kílómetra hámarkshraða. Innlent 7.8.2006 10:01 Kviknaði í tjaldi í Eyjum Hátíðarhöldum á all flestum útihátíðum lauk formlega í gærkvöldi. Á Akureyri voru níu teknir með fíkniefni sem þýðir að alls hafa sextíu og fjögur fíkniefnamál komið upp þar um helgina. Í Vestmannaeyjum skall hurð nærri hælum þegar flugeldur lenti á einu tjaldanna í dalnum. Innlent 7.8.2006 10:08 Ráðist á konu og hún rænd Ráðist var á konu í Reykjavík í morgun, hún barin og rænd. Árásarmennirnir létu sig hverfa með veskið sem í voru peningar og kort. Innlent 7.8.2006 09:59 Kona lést í bílslysi Kona á fertugsaldri lést í árekstri á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um klukkan hálf eitt í nótt. Konan var undir stýri fólksbíls sem lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Innlent 7.8.2006 09:58 Skoða hvort aðgerðir lífeyrissjóðanna sé löglegar Öryrkjabandalag Íslands fundar í næstu viku með lögfræðingi til að fá úr því skorið hvort boðaðar aðgerðir lífeyrissjóðanna um niðurfellingu örorkulífeyris standist lög. Eins og fram hefur komið í fréttum fengu um 2500 öryrkjar bréf í síðustu viku þar sem þeim var tilkynnt að greiðslu örorkulífeyris til þeirra yrði hætt eða veruleg skerðing frá og með 1. nóvember næstkomandi. Innlent 6.8.2006 19:02 Segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum ólöglegar Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Innlent 6.8.2006 18:57 Ekkert lát á átökum Hizbollah og Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á átökum Hizbollah-liða og Ísraelshers. Hizbollah-skæruliðar skutu fjölda eldflauga á norðurhluta Ísreals í morgun með þeim afleyðingum að tíu manns létu lífið og níu særðust. Seinni partinn í dag lést einn maður og 30 særðust í eldflaugaárás á borgina Haifa. Erlent 6.8.2006 18:51 Rigning og ein nauðgunartilraun Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt. Innlent 6.8.2006 18:27 Drasl í Raufarhólshelli Það er draslaralegt um að litast í Raufarhólshelli í Ölfushreppi sem er fullur af rusli og drasli eftir tökur á kvikmyndinni Astrópíu. Tiltekt stóð yfir í hellinum á sjötta tímanum í dag. Ekki er hægt að segja að fyrsti spölurinn um Raufarhólshelli hafi verið mjög grýttur í dag, líkt og varað er við á skilti fyrir utan hann. Innar í hellinum tók við spýtnabrak, stálull og trégrindur, plastpokar og gosflöskur. Yfir einu opi hellisins hafði einnig verið komið fyrir trégrind. Ferðamenn hafa ekki verið par ánægðir með þessa nýju ásýnd Raufarhólshellis. Lögreglan í Árborg kannaðist ekki við að hafa fengið neinar tilkynningar um þennan slælega frágang seinni partinn í dag og vísaði á landeigendur. Hellirinn er í eigu sveitarfélagsins Ölfus. Að sögn skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss fengu kvikmyndatökumennirnir leyfi til að nota hellinn svo fremi sem þeir gengju frá eftir sig. Ástæðan fyrir draslinu var að tekið var upp atriði fyrir kvikmyndina Astrópíu í hellinum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Nú stuttu fyrir fréttir náðist í annan framleiðanda myndarinnar, Júlíus Kemp, þar sem hann var í Raufarhólshelli við tiltektir. Myndin er ævintýragrínmynd sem tekin var upp á ýmsum fallegum stöðum, þar á meðal í Heiðmörkinni og við Kleifarvatn. Búið var að ganga frá á öllum öðrum stöðum en farið var í Raufarhólshellinn í dag. Það er því hægt að róa göngumenn með því að hellirinn verður bráðum sjálfum sér líkur á ný. Myndin Astrópía verður frumsýnd á næsta ári. Innlent 6.8.2006 17:59 Þrjár leitað hjálpar eftir nauðgun Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu. Innlent 6.8.2006 18:24 Mikið hvassviðri á Tjörnesi Fellihýsi tókst á loft í miklu hvassviðri á Tjörnesi í dag. Hvort tveggja bíllinn og fellihýsið ultu og urðu minniháttar meiðsl á fólki. Lögreglan á Húsavík varar vegfarendur við hvassviðrinu og ræður fólki frá því að vera þar á ferð með hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna. Innlent 6.8.2006 15:07 Hátíðahöld ganga víðast vel fyrir sig Hátíðahöld hafa víðast hvar gengið vel fyrir sig um helgina. Nokkur erill hefur þó verið í sjúkratjöldum og á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum þar sem væta hefur sett nokkuð strik í reikninginn. Innlent 6.8.2006 11:55 Tvöfalt fleiri á sjúkrahús á Akureyri en í fyrra Mikill erill var á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í nótt og komur á bráðamóttöku tvöfalt fleiri á miðað við sama dag í fyrra. Þá kom lögreglan upp um 27 fíkniefnamál í gær og í nótt. Annars staðar á landinu fór skemmtanahald vel fram. Innlent 6.8.2006 10:17 Brúnni yfir Jökulsá á Dal lokað Loka þurfti brúnni yfir Jökulsá á Dal vegna vatnavaxta síðdegis í gær. Þetta hefur þó ekki mikil áhrif á framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu. Hvort tveggja er að vatnshæðin er ekki meiri en svo að vaða má yfir ána og svo eru menn viðbúnir vatnavöxtunum. Innlent 6.8.2006 09:55 Fjölmenni á unglingalandsmóti Milli átta og tíu þúsund manns eru samankomnir á ungmennamóti UMFÍ á Laugum í Þingeyjarsveit. Mótshaldið hefur gengið mjög vel að sögn Björns Jónssonar, forseta UMFÍ, hann segir að það eina sem hafi komið upp á hafi verið að þrír piltar sáust drekka áfengi og voru þeir þá sendir heim. Innlent 6.8.2006 09:52 Tveir teknir eftir líkamsárás Tveir menn voru handteknir eftir að þeir réðust á þann þriðja í Austurstræti í Reykjavík í nótt. Sá sem ráðist var á slasaðist nokkuð á höfði og var sendur á sjúkrahús en árásarmennirnir í fangaklefa lögreglunnar. Innlent 6.8.2006 09:37 Samkomulag sem miðar að friði Sendiherrar Frakka og Bandaríkjanna náðu samkomulagi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag um ályktanartillögu sem miðar að því að binda endi á átökin í Líbanon. Erlent 5.8.2006 18:53 Allt fullt á Akureyri nema búðarhillurnar Akureyri er vinsælasti staðurinn þessa verslunarmannahelgina en þangað hafa átján þúsund manns lagt leið sína. Öll tjaldstæði eru fullnýtt og farið að bera á vöruskorti í höfuðstað Norðurlands. Erlent 5.8.2006 18:12 Ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir á slysstað Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Innlent 5.8.2006 18:23 Búið að opna Suðurlandsveginn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju, en honum þurfti að loka vegna fjögurra bíla áreksturs sem varð við Sandskeið um klukkan hálf tvö. Hummer jeppi, sem ók eftir Suðurlandsvegi í átt til Reykjavíkur, ók inn í hliðina á Yaris smábíl sem kom á móti. Smábíllinn hentist til á veginum og við það skemmdust tveir fóksbílar. Í smábílnum voru hjón með barn, en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild eru þau ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu eru að segja af fullorðinni konu, sem keyrði annan fólksbílinn. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund sem varð til þess að langar bílalestir mynduðust og var erfiðleikum bundið að koma dráttarbílum á slysstað. Lögreglu fannst ökumenn ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að árangur af því væri sýnilegur. Innlent 5.8.2006 16:13 Fjögurra bíla árekstur Árekstur varð við Sandskeið á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu lentu fjórir bílar í árekstrinum en ekki er vitað hversu alvarleg slys á fólki eru. Erlent 5.8.2006 14:17 Allt fullt á Akureyri Akureyringar eru orðnir að minnihlutahóp í eigin heimabæ en skipuleggjendur hátíðahalda þar telja að átján þúsund manns hafi lagt leið sína í bæinn. Mikil ölvun var þar í nótt og talsvert um ryskingar. Erlent 5.8.2006 12:40 7000 manns skemmtu sér fallega í Eyjum í nótt Fjölmennt var á skemmtunum í Ásbyrgi og Galtalæk og gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum eru um sjö þúsund. Hátíðargestr fá ágætiseinkunn hjá lögreglu um land allt. Innlent 5.8.2006 12:42 Jeff Who vakti mikla lukku á Innipúkanum í gær Hátíðin Innipúkinn í Reykjavík er hafin. Innipúkinn er árleg hátíð um verslunarmannahelgi fyrir fólk sem nennir ekki að þvælast út á land og gista í leku tjaldi til að fara á góða tónleika. Innipúkinn er líka fyrir fólkið sem er fast í bænum vegna vinnu en langar samt að lyfta sér upp á kvöldin. Hátíðin er haldinn í fimmta sinn í ár og er hún á Nasa. Dr. Gunni opnaði hátíðina upp úr klukkan sex með hinu góðkunna lagi Snakk fyrir pakk. Innlent 5.8.2006 10:00 Sagði nokkurri hörku beitt Sautján manns voru handteknir eftir að hafa hlekkjað sig við vinnutæki við Desjarárstíflu við Kárahnjúka í gær. Vinna stöðvaðist við stífluna á meðan á mótmælum stóð. Innlent 4.8.2006 22:08 Ógnandi framkoma lögreglu „Mér var hótað handtöku, það voru teknar myndir af okkur í tjaldbúðunum við Snæfell, ég var krafin um að sýna ökuskírteini og það var skoðað inn í bílinn hjá mér,“ segir Hrund Ólafsdóttir sem var stödd í fjölskyldubúðum við Snæfell í grennd við virkjanasvæðið á Kárahnjúkum um síðustu helgi. „Mér er stórlega misboðið hvernig lögreglan kom þarna fram við venjulega borgara og erlenda gesti.“ Innlent 4.8.2006 22:08 Hápunktur skákhátíðar Í dag hefst IV. alþjóðlega Grænlandsmótið, Flugfélagsmótið 2006, í Tasiilaq á Grænlandi. Er mótið hápunktur skákhátíðar sem Hrókurinn ásamt stuðningsaðilum hefur staðið fyrir á Austur-Grænlandi síðan á þriðjudag. Innlent 4.8.2006 22:08 « ‹ 295 296 297 298 299 300 301 302 303 … 334 ›
Þétt umferð heim í gærkvöldi All nokkur umferð var um þjóðvegi landsins í gærkvöld og í nótt þegar fyrstu ferðalangarnir tóku að snúa heim af skemmtunum Verslunarmannahelgarinnar. Innlent 7.8.2006 12:03
Veittist að Árna Johnsen Þjóðhátíðargestur veittist að Árna Johnsen í brekkusöngnum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og hrifsaði af honum hljóðnemann. Litlu mátti muna að illa færi þegar flugeldur fór í tjald þar sem inni voru þrjú börn auk annarra. Innlent 7.8.2006 12:00
Íkveikja í Vogum Kveikt var í fiskikari við iðnaðarhúsnæði í Vogum á síðdegis í gær. Talsverður hiti myndaðist en eldurinn náði ekki að læsa sig í húsinu. Innlent 7.8.2006 10:06
Tekinn á ofsahraða með nýtt skírteini Ungur ökumaður, sem hefur haft ökuskírteini í ellefu daga, var stöðvaður á Reykjanesbraut í gærkvöldi eftir að bifreið hans hafði mælst á 141 kílómetra hraða, tvöfalt meira en leyfilegum 70 kílómetra hámarkshraða. Innlent 7.8.2006 10:01
Kviknaði í tjaldi í Eyjum Hátíðarhöldum á all flestum útihátíðum lauk formlega í gærkvöldi. Á Akureyri voru níu teknir með fíkniefni sem þýðir að alls hafa sextíu og fjögur fíkniefnamál komið upp þar um helgina. Í Vestmannaeyjum skall hurð nærri hælum þegar flugeldur lenti á einu tjaldanna í dalnum. Innlent 7.8.2006 10:08
Ráðist á konu og hún rænd Ráðist var á konu í Reykjavík í morgun, hún barin og rænd. Árásarmennirnir létu sig hverfa með veskið sem í voru peningar og kort. Innlent 7.8.2006 09:59
Kona lést í bílslysi Kona á fertugsaldri lést í árekstri á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um klukkan hálf eitt í nótt. Konan var undir stýri fólksbíls sem lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Innlent 7.8.2006 09:58
Skoða hvort aðgerðir lífeyrissjóðanna sé löglegar Öryrkjabandalag Íslands fundar í næstu viku með lögfræðingi til að fá úr því skorið hvort boðaðar aðgerðir lífeyrissjóðanna um niðurfellingu örorkulífeyris standist lög. Eins og fram hefur komið í fréttum fengu um 2500 öryrkjar bréf í síðustu viku þar sem þeim var tilkynnt að greiðslu örorkulífeyris til þeirra yrði hætt eða veruleg skerðing frá og með 1. nóvember næstkomandi. Innlent 6.8.2006 19:02
Segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum ólöglegar Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Innlent 6.8.2006 18:57
Ekkert lát á átökum Hizbollah og Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á átökum Hizbollah-liða og Ísraelshers. Hizbollah-skæruliðar skutu fjölda eldflauga á norðurhluta Ísreals í morgun með þeim afleyðingum að tíu manns létu lífið og níu særðust. Seinni partinn í dag lést einn maður og 30 særðust í eldflaugaárás á borgina Haifa. Erlent 6.8.2006 18:51
Rigning og ein nauðgunartilraun Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt. Innlent 6.8.2006 18:27
Drasl í Raufarhólshelli Það er draslaralegt um að litast í Raufarhólshelli í Ölfushreppi sem er fullur af rusli og drasli eftir tökur á kvikmyndinni Astrópíu. Tiltekt stóð yfir í hellinum á sjötta tímanum í dag. Ekki er hægt að segja að fyrsti spölurinn um Raufarhólshelli hafi verið mjög grýttur í dag, líkt og varað er við á skilti fyrir utan hann. Innar í hellinum tók við spýtnabrak, stálull og trégrindur, plastpokar og gosflöskur. Yfir einu opi hellisins hafði einnig verið komið fyrir trégrind. Ferðamenn hafa ekki verið par ánægðir með þessa nýju ásýnd Raufarhólshellis. Lögreglan í Árborg kannaðist ekki við að hafa fengið neinar tilkynningar um þennan slælega frágang seinni partinn í dag og vísaði á landeigendur. Hellirinn er í eigu sveitarfélagsins Ölfus. Að sögn skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss fengu kvikmyndatökumennirnir leyfi til að nota hellinn svo fremi sem þeir gengju frá eftir sig. Ástæðan fyrir draslinu var að tekið var upp atriði fyrir kvikmyndina Astrópíu í hellinum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Nú stuttu fyrir fréttir náðist í annan framleiðanda myndarinnar, Júlíus Kemp, þar sem hann var í Raufarhólshelli við tiltektir. Myndin er ævintýragrínmynd sem tekin var upp á ýmsum fallegum stöðum, þar á meðal í Heiðmörkinni og við Kleifarvatn. Búið var að ganga frá á öllum öðrum stöðum en farið var í Raufarhólshellinn í dag. Það er því hægt að róa göngumenn með því að hellirinn verður bráðum sjálfum sér líkur á ný. Myndin Astrópía verður frumsýnd á næsta ári. Innlent 6.8.2006 17:59
Þrjár leitað hjálpar eftir nauðgun Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu. Innlent 6.8.2006 18:24
Mikið hvassviðri á Tjörnesi Fellihýsi tókst á loft í miklu hvassviðri á Tjörnesi í dag. Hvort tveggja bíllinn og fellihýsið ultu og urðu minniháttar meiðsl á fólki. Lögreglan á Húsavík varar vegfarendur við hvassviðrinu og ræður fólki frá því að vera þar á ferð með hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna. Innlent 6.8.2006 15:07
Hátíðahöld ganga víðast vel fyrir sig Hátíðahöld hafa víðast hvar gengið vel fyrir sig um helgina. Nokkur erill hefur þó verið í sjúkratjöldum og á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum þar sem væta hefur sett nokkuð strik í reikninginn. Innlent 6.8.2006 11:55
Tvöfalt fleiri á sjúkrahús á Akureyri en í fyrra Mikill erill var á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í nótt og komur á bráðamóttöku tvöfalt fleiri á miðað við sama dag í fyrra. Þá kom lögreglan upp um 27 fíkniefnamál í gær og í nótt. Annars staðar á landinu fór skemmtanahald vel fram. Innlent 6.8.2006 10:17
Brúnni yfir Jökulsá á Dal lokað Loka þurfti brúnni yfir Jökulsá á Dal vegna vatnavaxta síðdegis í gær. Þetta hefur þó ekki mikil áhrif á framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu. Hvort tveggja er að vatnshæðin er ekki meiri en svo að vaða má yfir ána og svo eru menn viðbúnir vatnavöxtunum. Innlent 6.8.2006 09:55
Fjölmenni á unglingalandsmóti Milli átta og tíu þúsund manns eru samankomnir á ungmennamóti UMFÍ á Laugum í Þingeyjarsveit. Mótshaldið hefur gengið mjög vel að sögn Björns Jónssonar, forseta UMFÍ, hann segir að það eina sem hafi komið upp á hafi verið að þrír piltar sáust drekka áfengi og voru þeir þá sendir heim. Innlent 6.8.2006 09:52
Tveir teknir eftir líkamsárás Tveir menn voru handteknir eftir að þeir réðust á þann þriðja í Austurstræti í Reykjavík í nótt. Sá sem ráðist var á slasaðist nokkuð á höfði og var sendur á sjúkrahús en árásarmennirnir í fangaklefa lögreglunnar. Innlent 6.8.2006 09:37
Samkomulag sem miðar að friði Sendiherrar Frakka og Bandaríkjanna náðu samkomulagi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag um ályktanartillögu sem miðar að því að binda endi á átökin í Líbanon. Erlent 5.8.2006 18:53
Allt fullt á Akureyri nema búðarhillurnar Akureyri er vinsælasti staðurinn þessa verslunarmannahelgina en þangað hafa átján þúsund manns lagt leið sína. Öll tjaldstæði eru fullnýtt og farið að bera á vöruskorti í höfuðstað Norðurlands. Erlent 5.8.2006 18:12
Ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir á slysstað Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Innlent 5.8.2006 18:23
Búið að opna Suðurlandsveginn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju, en honum þurfti að loka vegna fjögurra bíla áreksturs sem varð við Sandskeið um klukkan hálf tvö. Hummer jeppi, sem ók eftir Suðurlandsvegi í átt til Reykjavíkur, ók inn í hliðina á Yaris smábíl sem kom á móti. Smábíllinn hentist til á veginum og við það skemmdust tveir fóksbílar. Í smábílnum voru hjón með barn, en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild eru þau ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu eru að segja af fullorðinni konu, sem keyrði annan fólksbílinn. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund sem varð til þess að langar bílalestir mynduðust og var erfiðleikum bundið að koma dráttarbílum á slysstað. Lögreglu fannst ökumenn ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að árangur af því væri sýnilegur. Innlent 5.8.2006 16:13
Fjögurra bíla árekstur Árekstur varð við Sandskeið á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu lentu fjórir bílar í árekstrinum en ekki er vitað hversu alvarleg slys á fólki eru. Erlent 5.8.2006 14:17
Allt fullt á Akureyri Akureyringar eru orðnir að minnihlutahóp í eigin heimabæ en skipuleggjendur hátíðahalda þar telja að átján þúsund manns hafi lagt leið sína í bæinn. Mikil ölvun var þar í nótt og talsvert um ryskingar. Erlent 5.8.2006 12:40
7000 manns skemmtu sér fallega í Eyjum í nótt Fjölmennt var á skemmtunum í Ásbyrgi og Galtalæk og gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum eru um sjö þúsund. Hátíðargestr fá ágætiseinkunn hjá lögreglu um land allt. Innlent 5.8.2006 12:42
Jeff Who vakti mikla lukku á Innipúkanum í gær Hátíðin Innipúkinn í Reykjavík er hafin. Innipúkinn er árleg hátíð um verslunarmannahelgi fyrir fólk sem nennir ekki að þvælast út á land og gista í leku tjaldi til að fara á góða tónleika. Innipúkinn er líka fyrir fólkið sem er fast í bænum vegna vinnu en langar samt að lyfta sér upp á kvöldin. Hátíðin er haldinn í fimmta sinn í ár og er hún á Nasa. Dr. Gunni opnaði hátíðina upp úr klukkan sex með hinu góðkunna lagi Snakk fyrir pakk. Innlent 5.8.2006 10:00
Sagði nokkurri hörku beitt Sautján manns voru handteknir eftir að hafa hlekkjað sig við vinnutæki við Desjarárstíflu við Kárahnjúka í gær. Vinna stöðvaðist við stífluna á meðan á mótmælum stóð. Innlent 4.8.2006 22:08
Ógnandi framkoma lögreglu „Mér var hótað handtöku, það voru teknar myndir af okkur í tjaldbúðunum við Snæfell, ég var krafin um að sýna ökuskírteini og það var skoðað inn í bílinn hjá mér,“ segir Hrund Ólafsdóttir sem var stödd í fjölskyldubúðum við Snæfell í grennd við virkjanasvæðið á Kárahnjúkum um síðustu helgi. „Mér er stórlega misboðið hvernig lögreglan kom þarna fram við venjulega borgara og erlenda gesti.“ Innlent 4.8.2006 22:08
Hápunktur skákhátíðar Í dag hefst IV. alþjóðlega Grænlandsmótið, Flugfélagsmótið 2006, í Tasiilaq á Grænlandi. Er mótið hápunktur skákhátíðar sem Hrókurinn ásamt stuðningsaðilum hefur staðið fyrir á Austur-Grænlandi síðan á þriðjudag. Innlent 4.8.2006 22:08