Tekjur hækkað um 100 milljarða króna 5. ágúst 2006 09:00 Skattskyldar tekjur einstaklinga hækkuðu um rúmlega hundrað milljarða frá 2004 til 2005. Um helmings hlutfall hækkunarinnar má rekja til mikillar hækkunar á fjármagnstekjum. Þær hækkuðu um tæplega 61 prósent frá 2004 til 2005 og námu samtals 45 milljörðum árið 2005. Tekjur hafa hækkað umtalsvert undanfarin ár, sé miðað við skattskyldar tekjur, eða næstum 64 prósent frá árinu 2000. Rekja má helming allra fjármagnstekna til sölu á hlutabréfum. Fimm prósent allra framteljenda hlutu slíkan hagnað. Samtals jukust skattskyldar tekjur um tæplega sautján prósent frá 2004 til 2005, samanborið við tæplega tíu prósent árið á undan. Páll Kolbeins, verkefnisstjóri tölfræðilegra útreikninga hjá ríkisskattstjóra, segir hækkunina á fjármagnstekjunum vera umtalsverða miðað við árið á undan. "Launatekjurnar voru í samræmi við það sem við héldum en hækkunin á fjármagnstekjunum er umtalsverð, og athyglisverð. Þetta er mikil hækkun, en í sögulegu samhengi þá hafa fjármagnstekjur hækkað mikið á síðustu árum og því virðist þessi hækkun vera liður í þeirri þróun." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að einstaklingar og fyrirtæki fari vel með velgengnina, en laun hækkuðu mikið árið 2005. "Ég fagna því mjög ef menn eru með góð laun og skila miklu til samfélagsins með skattgreiðslum. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið og þá samneyslu sem við þurfum að standa undir. Þótt það sé ánægjulegt að fólk sé á góðum launum, þá fylgir því samfélagsleg ábyrgð að fara vel með velgengnina og þá hugsjón þurfa fyrirtæki og einstaklingar að hafa að leiðarljósi." Samkvæmt útreikningum Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors er ójöfnuður á Íslandi orðinn einn sá mesti í Evrópu. Ísland hefur færst fjær nágrannalöndum sínum á síðustu árum. Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Skattskyldar tekjur einstaklinga hækkuðu um rúmlega hundrað milljarða frá 2004 til 2005. Um helmings hlutfall hækkunarinnar má rekja til mikillar hækkunar á fjármagnstekjum. Þær hækkuðu um tæplega 61 prósent frá 2004 til 2005 og námu samtals 45 milljörðum árið 2005. Tekjur hafa hækkað umtalsvert undanfarin ár, sé miðað við skattskyldar tekjur, eða næstum 64 prósent frá árinu 2000. Rekja má helming allra fjármagnstekna til sölu á hlutabréfum. Fimm prósent allra framteljenda hlutu slíkan hagnað. Samtals jukust skattskyldar tekjur um tæplega sautján prósent frá 2004 til 2005, samanborið við tæplega tíu prósent árið á undan. Páll Kolbeins, verkefnisstjóri tölfræðilegra útreikninga hjá ríkisskattstjóra, segir hækkunina á fjármagnstekjunum vera umtalsverða miðað við árið á undan. "Launatekjurnar voru í samræmi við það sem við héldum en hækkunin á fjármagnstekjunum er umtalsverð, og athyglisverð. Þetta er mikil hækkun, en í sögulegu samhengi þá hafa fjármagnstekjur hækkað mikið á síðustu árum og því virðist þessi hækkun vera liður í þeirri þróun." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að einstaklingar og fyrirtæki fari vel með velgengnina, en laun hækkuðu mikið árið 2005. "Ég fagna því mjög ef menn eru með góð laun og skila miklu til samfélagsins með skattgreiðslum. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið og þá samneyslu sem við þurfum að standa undir. Þótt það sé ánægjulegt að fólk sé á góðum launum, þá fylgir því samfélagsleg ábyrgð að fara vel með velgengnina og þá hugsjón þurfa fyrirtæki og einstaklingar að hafa að leiðarljósi." Samkvæmt útreikningum Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors er ójöfnuður á Íslandi orðinn einn sá mesti í Evrópu. Ísland hefur færst fjær nágrannalöndum sínum á síðustu árum.
Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira