Innlent Skattkerfið hætt að jafna tekjur fólks Ríkisskattstjóri segir áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Hagfræðingur BSRB segir skattkerfið ekki virka sem skyldi. Innlent 10.8.2006 21:39 Fjárlögin ekki virt í menntamálunum Menntamálaráðherra segir mögulegt að hagræða innan ráðuneytisins, sérstaklega á háskólastiginu. Þriðjungur fjárlagaliða ráðuneytisins fór fram úr áætlunum á síðasta ári. Fjárlagagerðinni stórlega ábótavant, segir Ingibjörg Sólrún. Innlent 10.8.2006 21:39 Hærri skatta á auðmenn „Þeir sem vilja vera Íslendingar og vera í þessu landi þurfa að greiða keisaranum það sem keisarans er,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Fréttablaðið í dag. Innlent 10.8.2006 21:39 Eimskip gæti fengið milljarð króna í sekt Fyrstu niðurstöður rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á meintum ólöglegum viðskiptaháttum Eimskipafélagsins gera ráð fyrir að sekta Eimskip um milljarð króna. Málið hófst árið 2002 með kæru Samskipa. Niðurstöðu er vænst í haust. Innlent 10.8.2006 21:39 Seldu nær allan lax úr landi Helstu laxeldi landsins eru uppiskroppa með lax. Ástæðan er að aukin eftirspurn eftir eldislaxi á heimsvísu og hækkandi heimsmarkaðsverð hefur leitt til þess að nær allur íslenskur lax hefur verið seldur úr landi. Innlent 10.8.2006 21:39 Borgarráð samþykkir nýtt ráð Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu stjórnkerfisnefndar um stofnun sérstaks leikskólaráðs sem fer með málefni leikskólanna og daggæslu, en þau mál voru áður voru í höndum menntaráðs. Verði tillagan samþykkt í annað sinn á næsta fundi borgarráðs mun aðskilnaðurinn ganga í gegn og nýtt fagsvið hjá Reykjavíkurborg, leikskólasvið, vera stofnað. Innlent 10.8.2006 21:39 180 farþegar biðu í níu klukkustundir Margmenni var í Leifsstöð í gær á meðan beðið var eftir að hægt væri að fljúga til Heathrow-flugvallar. Öryggisreglur í flugi til Bandaríkjanna hafa verið hertar og er nú bannað að fara með flestan vökva í handfarangri vestur um haf. Innlent 10.8.2006 21:39 Sjálfsagt að skoða tillögur Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir viðhorf um gagnsæi orkugeirans sem fram koma í skýrslu OECD vera alþekkt. Sjálfsagt sé að taka þau til athugunar. Innlent 10.8.2006 21:39 Fleiri kennarar með réttindi Kennurum með kennsluréttindi fjölgaði úr 82 prósentum í 87 prósent á árunum 1998-2005, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Innlent 10.8.2006 21:39 Laga þarf eldvarnir „Við teljum að eldvörnum í eldri gripahúsum sé mjög víða ábótavant,“ segir Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Sambandið hefur sent umhverfisráðherra bréf þar hvatt er til þess að eftirlit með eldvörnum í gripahúsum verði eflt. Innlent 10.8.2006 21:39 Ber við vanþekkingu á reglum „Ástæðan fyrir því að ég var þarna á veiðum án veiðikorts var að ég gerði mér ekki grein fyrir að til þessara veiða þyrfti ég veiðikort,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra um lundaveiðar hans í Grímsey í Steingrímsfirði á dögunum. Innlent 10.8.2006 21:39 Hættulegar flísar valda slysum Flísar í útiklefa Salalaugar í Kópavogi hafa valdið óhöppum, þar sem viðnám er ekki nægilegt og þær verða hálar. Stefnt er að því að skipta um flísar á næstu vikum. Innlent 10.8.2006 21:39 Árás á stúlku á leið í vinnu Tvær líkamsárásir voru framdar í fyrrakvöld og -nótt. Reynt var að nauðga rúmlega tvítugri stúlku á leið til vinnu í Breiðholti. Fyrr höfðu þrír menn ráðist að öðrum á Hverfisgötu og lamið með bareflum. Innlent 10.8.2006 21:39 570 milljónir í hálfsársuppgjöri Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra nam rúmum 570 milljónum króna eftir skatta á fyrri helmingi árs. Hagnaður sparisjóðsins jókst um tæp tuttugu og fjögur prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Innlent 10.8.2006 21:39 Greinilega híbýli höfðingja Fornleifafræðingar hafa komið niður á langhús við Hrísbrú í Mosfellsdal. Húsið er rúmlega tuttugu metra langt og má ráða af stærð þess að þar hafi búið höfðingjar. Innlent 10.8.2006 21:39 Fann fólkið á leið til leitar Björgunarsveitir fóru í tvö útköll vegna týndra ferðamanna í fyrrakvöld. Fernt, þrír Frakkar og einn Japani, varð viðskila við samferðamenn sína við Heklurætur og voru um tuttugu björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar send til leitar. Björgunarsveitarmaður á leið til leitarinnar ók óvænt fram á fólkið seint um kvöldið, en ekkert amaði að því. Innlent 10.8.2006 21:39 Sex milljörðum úthlutað Barnabætur ársins 2005 hækkuðu um nítján prósent frá árinu 2004. Alls var tæpum sex milljörðum króna úthlutað til 55.500 framteljenda. Innlent 10.8.2006 21:39 Kom saklausri konu í miklar ógöngur Innlent 10.8.2006 21:39 Sprenging á Grundartanga Sprenging varð í keri í álveri Norðuráls á Grundartanga á sjötta tímanum í gær. Að sögn Slökkviliðsins á Akranesi skapaðist við það hætta en þó náðust fljótt tök á ástandinu. Engum varð meint af en kerið eyðilagðist og rafmagn fór af skálanum sem það var í. Álið úr kerinu lak í lagnastokka sem eru í kringum kerin. Innlent 10.8.2006 21:39 Húsvagnar sífellt vinsælli „Það er alltaf selt meira af húsvögnum en árið áður,“ segir Gunnlaugur Ingibergsson hjá Seglagerðinni Ægi, sem selja tjaldvagna, fellihýsi, pallhýsi, hjólhýsi og húsbíla. „Hjólhýsin hafa verið sérstaklega vinsæl, en áður fyrr voru þetta bara tjaldvagnar og fellihýsi. Við erum bara með samkomutjöld til leigu en seljum engin tjöld. Við hættum því vegna minnkandi eftirspurnar.“ Innlent 10.8.2006 21:39 Yfirvöld virði rétt borgara Innlent 10.8.2006 21:39 Styrkir uppgröft á Hólum Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að styrkja uppgröft á Hólum í Hjaltadal næstu þrjú árin. Uppgröftur hefur staðið yfir á Hólum í sumar, en þetta er fimmta sumarið sem grafið er þar. Uppgröfturinn hefur fram til þessa verið unnin með styrk frá Kristnihátíðarsjóði. Innlent 10.8.2006 21:39 Kristján tekur við Mannlífi Innlent 10.8.2006 21:39 Kýr inni um nætur Innlent 10.8.2006 21:39 Sjófuglum fækkar Sjófuglum hefur fækkað umtalsvert á Norður-Atlantshafi og hvetja Landvernd og norræn systursamtök Norðurlandaráð til að finna orsakir fækkunarinnar og koma með tillögur til úrbóta. Innlent 10.8.2006 21:39 Vilja tala um samkynhneigð Innlent 10.8.2006 21:39 Upplýsingarnar eru á átta tungumálum Reykjavíkurborg hefur nú gefið út upplýsingaefni á átta tungumálum um leikskóla og tvítyngi barna á leikskólasviði. Bæklingunum, sem eru tvenns konar, er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir upplýsingum meðal erlendra foreldra leikskólabarna, en börn af erlendum uppruna í leikskólum Reykjavíkur eru um tíu prósent leikskólabarna í borginni. Innlent 10.8.2006 21:39 Skorar á yfirvöld að lengja kennaranám Formaður Kennarasambands Íslands skorar á yfirvöld að lengja kennaranám til samræmis við nágrannalöndin til þess að bæta námsárangur í íslenskum skólum. Þá segir hann samfélagið í heild þurfa að taka á óstýrilæti og agaleysi til þess að ná sömu markmiðum. Innlent 10.8.2006 19:07 Ríkisskattstjóri kominn út fyrir sitt valdsvið Ríkisskattsjóri er kominn út fyrir valdsvið sitt þegar hann gefur í skyn að fjármálafyrirtæki hér á landi veiti ráðgjöf um skattsvik. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Innlent 10.8.2006 19:17 Ber við vanþekkingu og fákunnáttu Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Innlent 10.8.2006 18:54 « ‹ 289 290 291 292 293 294 295 296 297 … 334 ›
Skattkerfið hætt að jafna tekjur fólks Ríkisskattstjóri segir áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Hagfræðingur BSRB segir skattkerfið ekki virka sem skyldi. Innlent 10.8.2006 21:39
Fjárlögin ekki virt í menntamálunum Menntamálaráðherra segir mögulegt að hagræða innan ráðuneytisins, sérstaklega á háskólastiginu. Þriðjungur fjárlagaliða ráðuneytisins fór fram úr áætlunum á síðasta ári. Fjárlagagerðinni stórlega ábótavant, segir Ingibjörg Sólrún. Innlent 10.8.2006 21:39
Hærri skatta á auðmenn „Þeir sem vilja vera Íslendingar og vera í þessu landi þurfa að greiða keisaranum það sem keisarans er,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Fréttablaðið í dag. Innlent 10.8.2006 21:39
Eimskip gæti fengið milljarð króna í sekt Fyrstu niðurstöður rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á meintum ólöglegum viðskiptaháttum Eimskipafélagsins gera ráð fyrir að sekta Eimskip um milljarð króna. Málið hófst árið 2002 með kæru Samskipa. Niðurstöðu er vænst í haust. Innlent 10.8.2006 21:39
Seldu nær allan lax úr landi Helstu laxeldi landsins eru uppiskroppa með lax. Ástæðan er að aukin eftirspurn eftir eldislaxi á heimsvísu og hækkandi heimsmarkaðsverð hefur leitt til þess að nær allur íslenskur lax hefur verið seldur úr landi. Innlent 10.8.2006 21:39
Borgarráð samþykkir nýtt ráð Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu stjórnkerfisnefndar um stofnun sérstaks leikskólaráðs sem fer með málefni leikskólanna og daggæslu, en þau mál voru áður voru í höndum menntaráðs. Verði tillagan samþykkt í annað sinn á næsta fundi borgarráðs mun aðskilnaðurinn ganga í gegn og nýtt fagsvið hjá Reykjavíkurborg, leikskólasvið, vera stofnað. Innlent 10.8.2006 21:39
180 farþegar biðu í níu klukkustundir Margmenni var í Leifsstöð í gær á meðan beðið var eftir að hægt væri að fljúga til Heathrow-flugvallar. Öryggisreglur í flugi til Bandaríkjanna hafa verið hertar og er nú bannað að fara með flestan vökva í handfarangri vestur um haf. Innlent 10.8.2006 21:39
Sjálfsagt að skoða tillögur Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir viðhorf um gagnsæi orkugeirans sem fram koma í skýrslu OECD vera alþekkt. Sjálfsagt sé að taka þau til athugunar. Innlent 10.8.2006 21:39
Fleiri kennarar með réttindi Kennurum með kennsluréttindi fjölgaði úr 82 prósentum í 87 prósent á árunum 1998-2005, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Innlent 10.8.2006 21:39
Laga þarf eldvarnir „Við teljum að eldvörnum í eldri gripahúsum sé mjög víða ábótavant,“ segir Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Sambandið hefur sent umhverfisráðherra bréf þar hvatt er til þess að eftirlit með eldvörnum í gripahúsum verði eflt. Innlent 10.8.2006 21:39
Ber við vanþekkingu á reglum „Ástæðan fyrir því að ég var þarna á veiðum án veiðikorts var að ég gerði mér ekki grein fyrir að til þessara veiða þyrfti ég veiðikort,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra um lundaveiðar hans í Grímsey í Steingrímsfirði á dögunum. Innlent 10.8.2006 21:39
Hættulegar flísar valda slysum Flísar í útiklefa Salalaugar í Kópavogi hafa valdið óhöppum, þar sem viðnám er ekki nægilegt og þær verða hálar. Stefnt er að því að skipta um flísar á næstu vikum. Innlent 10.8.2006 21:39
Árás á stúlku á leið í vinnu Tvær líkamsárásir voru framdar í fyrrakvöld og -nótt. Reynt var að nauðga rúmlega tvítugri stúlku á leið til vinnu í Breiðholti. Fyrr höfðu þrír menn ráðist að öðrum á Hverfisgötu og lamið með bareflum. Innlent 10.8.2006 21:39
570 milljónir í hálfsársuppgjöri Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra nam rúmum 570 milljónum króna eftir skatta á fyrri helmingi árs. Hagnaður sparisjóðsins jókst um tæp tuttugu og fjögur prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Innlent 10.8.2006 21:39
Greinilega híbýli höfðingja Fornleifafræðingar hafa komið niður á langhús við Hrísbrú í Mosfellsdal. Húsið er rúmlega tuttugu metra langt og má ráða af stærð þess að þar hafi búið höfðingjar. Innlent 10.8.2006 21:39
Fann fólkið á leið til leitar Björgunarsveitir fóru í tvö útköll vegna týndra ferðamanna í fyrrakvöld. Fernt, þrír Frakkar og einn Japani, varð viðskila við samferðamenn sína við Heklurætur og voru um tuttugu björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar send til leitar. Björgunarsveitarmaður á leið til leitarinnar ók óvænt fram á fólkið seint um kvöldið, en ekkert amaði að því. Innlent 10.8.2006 21:39
Sex milljörðum úthlutað Barnabætur ársins 2005 hækkuðu um nítján prósent frá árinu 2004. Alls var tæpum sex milljörðum króna úthlutað til 55.500 framteljenda. Innlent 10.8.2006 21:39
Sprenging á Grundartanga Sprenging varð í keri í álveri Norðuráls á Grundartanga á sjötta tímanum í gær. Að sögn Slökkviliðsins á Akranesi skapaðist við það hætta en þó náðust fljótt tök á ástandinu. Engum varð meint af en kerið eyðilagðist og rafmagn fór af skálanum sem það var í. Álið úr kerinu lak í lagnastokka sem eru í kringum kerin. Innlent 10.8.2006 21:39
Húsvagnar sífellt vinsælli „Það er alltaf selt meira af húsvögnum en árið áður,“ segir Gunnlaugur Ingibergsson hjá Seglagerðinni Ægi, sem selja tjaldvagna, fellihýsi, pallhýsi, hjólhýsi og húsbíla. „Hjólhýsin hafa verið sérstaklega vinsæl, en áður fyrr voru þetta bara tjaldvagnar og fellihýsi. Við erum bara með samkomutjöld til leigu en seljum engin tjöld. Við hættum því vegna minnkandi eftirspurnar.“ Innlent 10.8.2006 21:39
Styrkir uppgröft á Hólum Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að styrkja uppgröft á Hólum í Hjaltadal næstu þrjú árin. Uppgröftur hefur staðið yfir á Hólum í sumar, en þetta er fimmta sumarið sem grafið er þar. Uppgröfturinn hefur fram til þessa verið unnin með styrk frá Kristnihátíðarsjóði. Innlent 10.8.2006 21:39
Sjófuglum fækkar Sjófuglum hefur fækkað umtalsvert á Norður-Atlantshafi og hvetja Landvernd og norræn systursamtök Norðurlandaráð til að finna orsakir fækkunarinnar og koma með tillögur til úrbóta. Innlent 10.8.2006 21:39
Upplýsingarnar eru á átta tungumálum Reykjavíkurborg hefur nú gefið út upplýsingaefni á átta tungumálum um leikskóla og tvítyngi barna á leikskólasviði. Bæklingunum, sem eru tvenns konar, er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir upplýsingum meðal erlendra foreldra leikskólabarna, en börn af erlendum uppruna í leikskólum Reykjavíkur eru um tíu prósent leikskólabarna í borginni. Innlent 10.8.2006 21:39
Skorar á yfirvöld að lengja kennaranám Formaður Kennarasambands Íslands skorar á yfirvöld að lengja kennaranám til samræmis við nágrannalöndin til þess að bæta námsárangur í íslenskum skólum. Þá segir hann samfélagið í heild þurfa að taka á óstýrilæti og agaleysi til þess að ná sömu markmiðum. Innlent 10.8.2006 19:07
Ríkisskattstjóri kominn út fyrir sitt valdsvið Ríkisskattsjóri er kominn út fyrir valdsvið sitt þegar hann gefur í skyn að fjármálafyrirtæki hér á landi veiti ráðgjöf um skattsvik. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Innlent 10.8.2006 19:17
Ber við vanþekkingu og fákunnáttu Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Innlent 10.8.2006 18:54