Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að styrkja uppgröft á Hólum í Hjaltadal næstu þrjú árin. Uppgröftur hefur staðið yfir á Hólum í sumar, en þetta er fimmta sumarið sem grafið er þar. Uppgröfturinn hefur fram til þessa verið unnin með styrk frá Kristnihátíðarsjóði.
Það er mikil viðukenning á okkar rannsóknum að sveitarfélagið ákveður að koma að uppgreftrinum, segir Ragnheiður Traustadóttir, stjórnandi Hólarannsóknarinnar.