180 farþegar biðu í níu klukkustundir 11. ágúst 2006 07:00 biðin langa Þreyta sótti á suma flugfarþega á meðan þeir biðu eftir því að komast um borð í vél til London. Þessi mynd var tekin skömmu fyrir hádegi og átti fólk þá eftir að bíða dágóða nokkra stund enn. Mynd/víkurfréttir Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu. Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu.
Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira