Innlent

Fréttamynd

Hvalurinn óætur

Skipstjórinn á Hval níu segir að kjötið af langreyðinni sem dregin var á land í morgun nýtist vart til manneldis. Hvalurinn sé of stór og ekki nógu feitur til slíkra nota.

Innlent
Fréttamynd

Spör í skipan sendiherra

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið vel rekið en barist sé við gamlan skuldahala með hagræðingu. Rúmir níu milljarðar króna renna til málaflokka ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Segja mönnum mismunað

Frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins var mismunað þegar óuppfærðum símanúmeraskrám flokksmanna var dreift til þeirra. Þetta kemur fram í nafnlausu bréfi sem hefur verið sent Kjartani Gunnarssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra flokksins, og frambjóðendum auk annarra.

Innlent
Fréttamynd

Sáttasveit lögreglu er tekin til starfa

Sérþjálfaðir lögreglumenn hafa nú fengið þann starfa að leiða gerendur og þolendur í afbrotamálum saman til sátta. Þetta fyrirkomulag er nýtt af nálinni og einkum ætlað sakhæfum ungmennum, sem ekki hafa brotaferil að baki.

Innlent
Fréttamynd

Landspítala gert að hagræða enn frekar

Aðgerðum og komum á Landspítalann hefur fjölgað mikið síðan árið 2000 en fjárframlög hins opinbera standa í stað. Fjölgun kransæðavíkkana og hjartaþræðinga eingöngu kosta spítalann hundruð milljóna á hverju ári.

Innlent
Fréttamynd

Hjartað hætti að slá í fjörutíu mínútur

Anna Bågenholm lenti í hörmulegu skíðaslysi árið 1999. Hún lá föst undir ís í 80 mínútur og þegar björgunarmenn komu á staðinn var líkamshitinn kominn niður í 13,7 gráður. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningur samþykktur

Meirihluti leikskólakennara samþykkti nýjan kjarasamning sem gerður var á milli FL og LN. Alls samþykktu um 60 prósent nýjan kjarasamning en 37 prósent voru á móti.

Innlent
Fréttamynd

Full afköst nást árið 2008

Hellisheiðarvirkjun var formlega gangsett í gær að viðstöddu fjölmenni. Full afköst nást 2008. Henni er ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni til 2025.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu ár frá uppreisninni

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður í dag ásamt öðrum þjóðarleiðtogum viðstaddur minningarathöfn í Búdapest. Minningarathöfnin er haldin til þess að minnast frelsisuppreisnarinnar í Ungverjalandi árið 1956.

Innlent
Fréttamynd

Ók yfir áttatíu manns af gáleysi

Tæplega níræður Bandaríkjamaður, sem keyrði á bíl sínum í gegnum útimarkað með þeim afleiðingum að tíu létust og yfir sjötíu slösuðust, hefur verið fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér allt að átján ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán í framboði

Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007 rann út í gær.

Innlent
Fréttamynd

Eignum komið í arðbær not

Hlutafélag um mannvirkin á Keflavíkurflugvelli verður stofnað næstkomandi þriðjudag að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Dauðaslys á fáförnum vegi

Karlmaður á sextugsaldri beið bana eftir að hafa velt bíl sínum á vegslóða af Landvegi í Hrauneyjum nálægt Trippavaði í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðleg tengsl eru mikilvæg

Mikilvægt er að rækta og þróa samband við erlenda háskóla í fremstu röð. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, við brautskráningu kandidata í gær. Alls voru 380 nemendur útskrifaðir, þar af 101 meistaranemi.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að koma höggi á Björn

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ásökun Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra Alþýðuflokksins, um að hann hefði verið hleraður alvarlega og beinast óbeint að Sjálfstæðisflokknum, sem var samstarfsflokkur Alþýðuflokksins á þeim tíma. Segir Geir að reynt sé að gera Sjálfstæðisflokkinn og forsvarsmenn hans tortryggilega. Kom þetta fram í máli Geirs á opnum fundi í Valhöll í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Kaup á vændi er þjóðarskömm

Hinn hnattvæddi klámiðnaður er staðreynd hér á Íslandi, sagði biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, í ávarpi sínu við upphaf kirkjuþings í gærmorgun. Biskup sagði ennfremur að mansal teygði anga sína hingað og að vændi væri mun útbreiddara en margan grunaði.

Innlent
Fréttamynd

Rann 50 metra niður Esjuna

Tólf ára dreng var bjargað eftir að hafa runnið eina fimmtíu metra niður hlíðar Esjunnar um klukkan fjögur í gær. Drengurinn var lemstraður og kvalinn eftir fallið, einkum á fæti, og hringdu samferðarmenn hans á aðstoð. Neyðarsveit slökkviliðsins var kölluð út ásamt 25 manna björgunarsveit.

Innlent
Fréttamynd

Sex nýir áfangastaðir hjá Iceland Express

Flugfélagið Iceland Express hefur ákveðið að fjölga áfangastöðum sínum úr átta í fjórtán en næsta sumar munu þeir bjóða flug til París, Basel, Eindhoven, Billund, Bergen og Ósló. Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante, Berlínar, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborgar og Stokkhólms.

Innlent
Fréttamynd

Hellisheiðavirkjun vígð

Hellisheiðarvirkjun var vígð í dag að viðstöddu fjölmenni. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni fram til ársins 2025.

Innlent
Fréttamynd

Ekki við Samfylkingu að sakast

Engin ástæða er til að óttast að skráningar hafi ekki borist kjörstjórn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, að mati Helenar Karlsdóttur, formanns stjórnarinnar. Í fréttum NFS í gærkvöldi gagnrýndi Benedikt Sigurðarson kjörstjórnina harðlega og sagði klúður hafa orðið í rafrænni skráningu nýrra flokksmanna. Helena sagði, í samtali við fréttastofu í dag, að fullyrðingar Benedikts væru rangar. Búið væri að rannsaka málið gaumgæfilega og að klúðrið, sem Benedikt nefnir svo, megi rekja til einstaklinganna sjálfra en ekki til heimasíðu flokksins. Helena segir að frambjóðendum hafi verið boðið að skila inn athugasemdum og nú sé búið að taka tillit til þeirra ábendinga.

Innlent
Fréttamynd

Samningur um uppbyggingu Rýmisins

Tryggingamiðstöðin og Leikfélag Akureyrar hafa gert samning um uppbyggingu nýjasta sýningarsviðs LA sem nefnt er Rýmið. Margir þekkja Rýmið betur undir nafninu Dynheimar eða Lón en það stendur við Hafnarstræti 73 á Akureyri. Síðast var húsnæðið notað undir menningarstöð ungs fólks eða þegar hún fluttist í Brekkuskóla fékk Leikfélag Akureyrar afnot af húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Rann eina 50 metra niður fjallið

Tólf ára drengur datt og rann eina fimmtíu metra niður hlíðar Esjunnar. Drengurinn slasaðist á fæti og er töluvert kvalinn en slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn eru á leið til hans sem og bráðatæknir slökkviliðsins og er gert ráð fyrir að þeir komi á slysstað innan skamms. Slysið varð utan í Þverfellshorni, í töluverðri hæð, á almennri gönguleið.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti vetrardagur í dag

Í dag er fyrsti vetrardagur og þótt lítið sé um snjó á suð-vestur horni landsins þá er ekki svo um allt land. Á vef Bæjarins besta er skemmtileg mynd af börnum að leik í snjó og á myndinni má sjá myndarlegan snjókarl en fyrsti snjórinn féll á Ísafirði fyrir rúmri viku.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt fjarskiptafyrirtæki mun reka öryggis- og neyðarþjónustu

Gengið hefur verið rá samkomulagi við 112 hf um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis. Öryggisfjarskipti ehf. sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.Uppsetning kerfisins á að vera lokið næsta vor og munu allir helstu viðbragðsaðilar lýst yfir vilja til að nota kerfið. Öryggisfjarskipti ehf. er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf á einnig hlut í því og annast rekstur þess.

Innlent
Fréttamynd

Sækja slasað barn á Esjuna

Tólf ára barn datt á Esjunni og meiddi sig á fæti og er neyðarsveit slökkviliðsins á leið á staðinn til aðstoðar barninu. Ekki er vitað hve alvarlegt slysið er en búið er að kalla út björgunarsveitir. Slysið átti sér stað utan í Þverfellshorni en þar er almenn gönguleið. Barnið er í talsverðri hæð og gerir slökkviliðið ráð fyrir því að það muni taka nokkurn tíma að koma því til hjálpar. Ekki er vitað að svo stöddu hvort barnið var í fylgd fullorðinna.

Innlent