Innlent

Alþjóðleg tengsl eru mikilvæg

Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ
Úskrifaði 380 stúdenta í gærdag.
Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ Úskrifaði 380 stúdenta í gærdag.

Mikilvægt er að rækta og þróa samband við erlenda háskóla í fremstu röð. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, við brautskráningu kandidata í gær. Alls voru 380 nemendur útskrifaðir, þar af 101 meistaranemi.

Kristín nefndi einnig að um 15 prósent doktorsnema við háskólann væru frá útlöndum. Hún sagði það mikinn gæðastimpil fyrir doktorsnám skólans að þangað sæktu efnilegir erlendir námsmenn. Flestir þeirra myndu snúa til síns heima að námi loknu og þar með yrðu þeir hluti af alþjóðlegu tengslaneti Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×