Hjartað hætti að slá í fjörutíu mínútur 22. október 2006 08:30 Anna Bågenheim, Torvind Næsvind „Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“ Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“
Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira