Innlent Gæslan fylgist með olíuskipi í vonskuveðri Landhelgisgæslan hefur sent varðskip í áttina að 50 þúsund tonna olíuskipi, NS Pride, sem er í vonskuveðri suður af landinu á leiðinni frá Murmansk til New York með 25 þúsund tonna bensínfarm. Skipið kom inn í AIS eftirlitskerfi Vaktstöðvar siglinga þegar það nálgaðist suð-austurland seint í gærkvöldi. Innlent 10.11.2006 17:27 Skóladansleik FS aflýst á Selfossi Forrráðamenn Fjölbrauta Suðurlands ásamt stjórn nemendaráðs, hafa ákveðið að fella niður skóladansleik, sem fram átti að fara í klukkan 22 í kvöld í Ölfushöllinni, vegna veðurs og óhagstæðrar veðurspár. Innlent 10.11.2006 17:12 Heildarútlán Íbúðalánsjóðs jukust um 82 prósent Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 6,2 milljörðum króna í október sem er 82 prósenta aukning á milli mánaða. Aukningin skýrist að hluta til vegna umtalsverðra aukningu í leiguíbúðalánum sem námu 2,2 milljörðum króna í mánuðinum. Almenn útlán sjóðsins námu um 4,0 milljörðum króna í október sem er tæplega 23 prósenta aukning frá fyrramánuði. Viðskipti innlent 10.11.2006 17:04 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag. Verður athugað með flug í fyrramálið. Á þetta við um bæði Flugfélag Íslands og flugfélagið Landsflug. Innlent 10.11.2006 16:58 Vegur um Óshlíð opnaður á ný Vegagerðin vill koma því á framfæri að búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og snjóþekja og éljagangur er á Fróðárheiði. Innlent 10.11.2006 16:48 Íbúðalán banka jukust um 20 prósent Íbúðalán bankastofnana námu 3,8 milljörðum króna í síðasta mánuði en þetta er 20 prósenta aukning á milli mánaða. Útlánaaukningin helst í hendur við aukna veltu á fasteignamarkaði í október en alls voru 388 íbúðalán veitt í mánuðinum og var meðallánsupphæð 9,8 milljónir króna. Viðskipti innlent 10.11.2006 16:43 Náttúrufræðistofnun hefur óskað eftir rannsókn á hvarfi gripa í eigu stofnunarinnar Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið óskað eftir opinberri rannsókn á hvarfi á náttúrurannsóknargögnum og náttúrugripum í eigu íslenska ríkisins sem varðveittir voru í frystigeymslu sem stofnunin hafði á leigu. Innlent 10.11.2006 16:39 Hagnaður Vinnslustöðvarinnar minnkar um 82 prósent Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dróst saman um 82 prósent á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 87 milljónum króna en nam 480 milljónum króna á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 10.11.2006 16:35 26 umferðaróhöpp í vikunni Í síðastliðinni viku var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp til lögreglunnar og telst það óvenju mikið. Í tveimur þeirra kvörtuðu ökumenn um minni háttar eymsli, en öll teljast þau slysalaus. Innlent 10.11.2006 16:28 Vatnajökulsþjóðgarður verður að veruleika Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. Innlent 10.11.2006 16:17 Eimskip rekur stærstu kæligeymslu í Kína Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. Viðskipti innlent 10.11.2006 15:33 Slysahættan mest á heimleið eftir Miklubrautinni Höfuðborgarbúar eru í mestri hættu á að lenda í umferðarslysi á leiðinni heim úr vinnu síðdegis, að því er kemur fram í samantekt Forvarnahúss Sjóvár fyrir árið 2005. Hins vegar slasast flestir í hádegisumferðinni. Innlent 10.11.2006 14:05 Innheimtumiðstöð frestar opnun Sýslumaðurinn á Blönduósi hefur ákveðið að fresta opnun innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar, sem átti að fara fram á morgun. Fyrirhugað var að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði miðstöðina með formlegum hætti. Innlent 10.11.2006 13:19 Fjármálastjóri Avion Group lætur af störfum Steingrímur Pétursson, fjármálastjóri Avion Group, hefur ákveðið að láta af starfi sínu og hefur hann samið um starfslok sín hjá félaginu. Steingrimur hefur verið fjármálastjóri Avion Group frá því að félagið keypti Eimskip í júní í fyrra, en áður hafði hann starfað hjá Eimskip frá árinu 2004. Viðskipti innlent 10.11.2006 12:41 Framkvæmdastjóraskipti hjá Icelandic Group Icelandic Group og Dr. Norbert Engberg framkvæmdastjóri dótturfélaganna Pickenpack H&H og Pickenpack Gelmer SAS, hafa gert með sér samkomulag um að Dr. Engberg láti af störfum. Við starfi hans taka Finnbogi Baldvinsson framkvæmdastjóri Icelandic Europe og Wolfgang Kohls framkvæmdastjóri Pickenpack H&H. Viðskipti innlent 10.11.2006 12:36 Páfagaukar í Húsdýragarðinum Innlent 10.11.2006 10:44 Viðbygging vígð við Hlíð á Akureyri Viðbygging við hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð, á Akureyri, var vígð í gær. Innlent 10.11.2006 10:31 Sparisjóðir Keflavíkur og Ólafsvíkur sameinast Stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Ólafsvíkur hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna sem miðast reikningslega við 1. júlí 2006. Fréttablaðið greindi frá þessu í blaðinu í dag þar sem segir að stefnt sé að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda. Viðskipti innlent 10.11.2006 10:17 Pabbar læra að flétta hár dætra sinna Vefurinn pabbar.is ásamt hárgreiðslustofunni Salarvegi 2, ætla að bjóða öllum feðrum uppá ókeypis námskeið í að flétta hár á dætrum sínum, á morgun, laugardag. Innlent 10.11.2006 10:05 Mátu alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi Skýrsla nefndar forsætisráðherra um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði hefur nú verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Ennfremur eru þar reifuð þau tækifæri sem slík starfsemi skapar og fjallað um þann ávinning sem kann að hljótast af henni fyrir efnahag og atvinnulíf í landinu. Innlent 10.11.2006 10:17 Hætt að moka vegna snjóflóðahættu Innlent 10.11.2006 09:41 Verðbólga mælist 7,3% Vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,04% frá síðasta mánuði og jafngildir það 7,3% verðbólgu á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er í takt við spár greiningardeilda bankanna, sem spáðu því að verðbólga myndi mælast á bilinu 7,2 til 7,4%. Innlent 10.11.2006 09:00 Aukin samkeppni við Icelandair Breska leiguflugfélagið Astraeus, sem flýgur frá Gatwick, ætlar á næstunni að sækja um leyfi til íslenskra stjórnvalda fyrir flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þetta verður gert í samvinnu við lággjaldaflugfélagið Iceland Express sem hefur kynnt áform sín um flug til Boston og New York frá og með næsta vori, í beinni samkeppni við Icelandair. Innlent 9.11.2006 21:47 Öllu millilandaflugi frestað Icelandair og Iceland Express frestuðu öllu millilandaflugi sínu í morgun vegna spár um fárviðri. Gert var ráð fyrir að flug myndi hefjast upp úr níu hjá Iceland Express og um hádegi hjá Icelandair miðað við upplýsingar í gærkvöld. Ekki var búið að gera neinar ráðstafanir varðandi frestun á innanlandsflugi á Reykjavíkurflugvelli. Innlent 9.11.2006 21:47 Ríkisstjórnin fordæmir árásir Ísraela Valgerður Sverrisdóttir ætlar að fordæma árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara Gaza-svæðisins á fundi með sendiherra Ísraelsríkis, sem kemur til landsins í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, impraði á því í gær að það mætti taka til athugunar hvort Íslendingum væri stætt á því að halda stjórnmálasambandi við ríki sem fremji fjöldaaftökur á saklausu fólki. Innlent 9.11.2006 21:47 Smitandi veirusýking gýs upp Upp á síðkastið hafa nokkrir sjúklingar verið lagðir inn á Landspítalann með noro-veirusýkingu, en hún er árlegur fjandi landsmanna. Einkenni pestarinnar eru meðal annars mikill niðurgangur og uppköst. Innlent 9.11.2006 21:47 Tekur yfir Sparisjóð Ólafsvíkur Gengið hefur verið frá yfirtöku Sparisjóðsins í Keflavík á Sparisjóði Ólafsvíkur. Stefnt er að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót, eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda. Innlent 9.11.2006 21:47 Aukið fé til aldraðra á fjárlögum Aðstandendur og baráttufólk um bættan hag aldraðra munu halda baráttufund laugardaginn 25. nóvember í Háskólabíói. Þar verður skorað á Alþingi og ríkisstjórn að í fjárlögum sem gengið verður frá fyrir áramót verði umtalsvert fjármagn lagt í málaflokk aldraðra. Innlent 9.11.2006 21:47 Gervihnattadiskur veldur harðri deilu Borgin afturkallar leyfi fyrir gervihnattadiski sem innflytjandi frá Kosovo setti upp utan á tíu hæða blokk á Boðagranda. Tveir íbúðareigendur hótuðu málaferlum. Útlendingahatur, segir diskeigandinn sem gengur illa að fá húsfund. Innlent 9.11.2006 21:48 Bjóða aftur 90 prósenta lán SPRON býður viðskiptavinum sínum, sem skrá sig í nýja þjónustu undir nafninu DMK, sem stendur fyrir debet með kredit, nú kostur á að taka níutíu prósenta íbúðalán. Markhópur þeirrar þjónustu er ungt fólk sem er að fara út í lífið. Innlent 9.11.2006 21:47 « ‹ 162 163 164 165 166 167 168 169 170 … 334 ›
Gæslan fylgist með olíuskipi í vonskuveðri Landhelgisgæslan hefur sent varðskip í áttina að 50 þúsund tonna olíuskipi, NS Pride, sem er í vonskuveðri suður af landinu á leiðinni frá Murmansk til New York með 25 þúsund tonna bensínfarm. Skipið kom inn í AIS eftirlitskerfi Vaktstöðvar siglinga þegar það nálgaðist suð-austurland seint í gærkvöldi. Innlent 10.11.2006 17:27
Skóladansleik FS aflýst á Selfossi Forrráðamenn Fjölbrauta Suðurlands ásamt stjórn nemendaráðs, hafa ákveðið að fella niður skóladansleik, sem fram átti að fara í klukkan 22 í kvöld í Ölfushöllinni, vegna veðurs og óhagstæðrar veðurspár. Innlent 10.11.2006 17:12
Heildarútlán Íbúðalánsjóðs jukust um 82 prósent Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 6,2 milljörðum króna í október sem er 82 prósenta aukning á milli mánaða. Aukningin skýrist að hluta til vegna umtalsverðra aukningu í leiguíbúðalánum sem námu 2,2 milljörðum króna í mánuðinum. Almenn útlán sjóðsins námu um 4,0 milljörðum króna í október sem er tæplega 23 prósenta aukning frá fyrramánuði. Viðskipti innlent 10.11.2006 17:04
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag. Verður athugað með flug í fyrramálið. Á þetta við um bæði Flugfélag Íslands og flugfélagið Landsflug. Innlent 10.11.2006 16:58
Vegur um Óshlíð opnaður á ný Vegagerðin vill koma því á framfæri að búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og snjóþekja og éljagangur er á Fróðárheiði. Innlent 10.11.2006 16:48
Íbúðalán banka jukust um 20 prósent Íbúðalán bankastofnana námu 3,8 milljörðum króna í síðasta mánuði en þetta er 20 prósenta aukning á milli mánaða. Útlánaaukningin helst í hendur við aukna veltu á fasteignamarkaði í október en alls voru 388 íbúðalán veitt í mánuðinum og var meðallánsupphæð 9,8 milljónir króna. Viðskipti innlent 10.11.2006 16:43
Náttúrufræðistofnun hefur óskað eftir rannsókn á hvarfi gripa í eigu stofnunarinnar Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið óskað eftir opinberri rannsókn á hvarfi á náttúrurannsóknargögnum og náttúrugripum í eigu íslenska ríkisins sem varðveittir voru í frystigeymslu sem stofnunin hafði á leigu. Innlent 10.11.2006 16:39
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar minnkar um 82 prósent Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dróst saman um 82 prósent á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 87 milljónum króna en nam 480 milljónum króna á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 10.11.2006 16:35
26 umferðaróhöpp í vikunni Í síðastliðinni viku var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp til lögreglunnar og telst það óvenju mikið. Í tveimur þeirra kvörtuðu ökumenn um minni háttar eymsli, en öll teljast þau slysalaus. Innlent 10.11.2006 16:28
Vatnajökulsþjóðgarður verður að veruleika Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. Innlent 10.11.2006 16:17
Eimskip rekur stærstu kæligeymslu í Kína Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. Viðskipti innlent 10.11.2006 15:33
Slysahættan mest á heimleið eftir Miklubrautinni Höfuðborgarbúar eru í mestri hættu á að lenda í umferðarslysi á leiðinni heim úr vinnu síðdegis, að því er kemur fram í samantekt Forvarnahúss Sjóvár fyrir árið 2005. Hins vegar slasast flestir í hádegisumferðinni. Innlent 10.11.2006 14:05
Innheimtumiðstöð frestar opnun Sýslumaðurinn á Blönduósi hefur ákveðið að fresta opnun innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar, sem átti að fara fram á morgun. Fyrirhugað var að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði miðstöðina með formlegum hætti. Innlent 10.11.2006 13:19
Fjármálastjóri Avion Group lætur af störfum Steingrímur Pétursson, fjármálastjóri Avion Group, hefur ákveðið að láta af starfi sínu og hefur hann samið um starfslok sín hjá félaginu. Steingrimur hefur verið fjármálastjóri Avion Group frá því að félagið keypti Eimskip í júní í fyrra, en áður hafði hann starfað hjá Eimskip frá árinu 2004. Viðskipti innlent 10.11.2006 12:41
Framkvæmdastjóraskipti hjá Icelandic Group Icelandic Group og Dr. Norbert Engberg framkvæmdastjóri dótturfélaganna Pickenpack H&H og Pickenpack Gelmer SAS, hafa gert með sér samkomulag um að Dr. Engberg láti af störfum. Við starfi hans taka Finnbogi Baldvinsson framkvæmdastjóri Icelandic Europe og Wolfgang Kohls framkvæmdastjóri Pickenpack H&H. Viðskipti innlent 10.11.2006 12:36
Viðbygging vígð við Hlíð á Akureyri Viðbygging við hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð, á Akureyri, var vígð í gær. Innlent 10.11.2006 10:31
Sparisjóðir Keflavíkur og Ólafsvíkur sameinast Stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Ólafsvíkur hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna sem miðast reikningslega við 1. júlí 2006. Fréttablaðið greindi frá þessu í blaðinu í dag þar sem segir að stefnt sé að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda. Viðskipti innlent 10.11.2006 10:17
Pabbar læra að flétta hár dætra sinna Vefurinn pabbar.is ásamt hárgreiðslustofunni Salarvegi 2, ætla að bjóða öllum feðrum uppá ókeypis námskeið í að flétta hár á dætrum sínum, á morgun, laugardag. Innlent 10.11.2006 10:05
Mátu alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi Skýrsla nefndar forsætisráðherra um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði hefur nú verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Ennfremur eru þar reifuð þau tækifæri sem slík starfsemi skapar og fjallað um þann ávinning sem kann að hljótast af henni fyrir efnahag og atvinnulíf í landinu. Innlent 10.11.2006 10:17
Verðbólga mælist 7,3% Vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,04% frá síðasta mánuði og jafngildir það 7,3% verðbólgu á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er í takt við spár greiningardeilda bankanna, sem spáðu því að verðbólga myndi mælast á bilinu 7,2 til 7,4%. Innlent 10.11.2006 09:00
Aukin samkeppni við Icelandair Breska leiguflugfélagið Astraeus, sem flýgur frá Gatwick, ætlar á næstunni að sækja um leyfi til íslenskra stjórnvalda fyrir flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þetta verður gert í samvinnu við lággjaldaflugfélagið Iceland Express sem hefur kynnt áform sín um flug til Boston og New York frá og með næsta vori, í beinni samkeppni við Icelandair. Innlent 9.11.2006 21:47
Öllu millilandaflugi frestað Icelandair og Iceland Express frestuðu öllu millilandaflugi sínu í morgun vegna spár um fárviðri. Gert var ráð fyrir að flug myndi hefjast upp úr níu hjá Iceland Express og um hádegi hjá Icelandair miðað við upplýsingar í gærkvöld. Ekki var búið að gera neinar ráðstafanir varðandi frestun á innanlandsflugi á Reykjavíkurflugvelli. Innlent 9.11.2006 21:47
Ríkisstjórnin fordæmir árásir Ísraela Valgerður Sverrisdóttir ætlar að fordæma árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara Gaza-svæðisins á fundi með sendiherra Ísraelsríkis, sem kemur til landsins í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, impraði á því í gær að það mætti taka til athugunar hvort Íslendingum væri stætt á því að halda stjórnmálasambandi við ríki sem fremji fjöldaaftökur á saklausu fólki. Innlent 9.11.2006 21:47
Smitandi veirusýking gýs upp Upp á síðkastið hafa nokkrir sjúklingar verið lagðir inn á Landspítalann með noro-veirusýkingu, en hún er árlegur fjandi landsmanna. Einkenni pestarinnar eru meðal annars mikill niðurgangur og uppköst. Innlent 9.11.2006 21:47
Tekur yfir Sparisjóð Ólafsvíkur Gengið hefur verið frá yfirtöku Sparisjóðsins í Keflavík á Sparisjóði Ólafsvíkur. Stefnt er að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót, eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda. Innlent 9.11.2006 21:47
Aukið fé til aldraðra á fjárlögum Aðstandendur og baráttufólk um bættan hag aldraðra munu halda baráttufund laugardaginn 25. nóvember í Háskólabíói. Þar verður skorað á Alþingi og ríkisstjórn að í fjárlögum sem gengið verður frá fyrir áramót verði umtalsvert fjármagn lagt í málaflokk aldraðra. Innlent 9.11.2006 21:47
Gervihnattadiskur veldur harðri deilu Borgin afturkallar leyfi fyrir gervihnattadiski sem innflytjandi frá Kosovo setti upp utan á tíu hæða blokk á Boðagranda. Tveir íbúðareigendur hótuðu málaferlum. Útlendingahatur, segir diskeigandinn sem gengur illa að fá húsfund. Innlent 9.11.2006 21:48
Bjóða aftur 90 prósenta lán SPRON býður viðskiptavinum sínum, sem skrá sig í nýja þjónustu undir nafninu DMK, sem stendur fyrir debet með kredit, nú kostur á að taka níutíu prósenta íbúðalán. Markhópur þeirrar þjónustu er ungt fólk sem er að fara út í lífið. Innlent 9.11.2006 21:47