Innlent

Fréttamynd

Framlagið hátt í tveir milljarðar

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir fullyrðingar Björgvins G. Sigurðssonar í Fréttablaðinu í gær að Framsóknarflokkurinn hafi blekkt þúsundir Íslendinga með fyrirheitum sínum um milljarð til baráttunnar gegn fíkniefnum vera rangar.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins fyrir eignafólk

Landssamband eldri borgara hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna greinar í Fréttablaðinu í gær um afnotarétt leiguíbúða hjá Hrafnistu í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Óveður og flughált á Kjalarnesi

Tilkynning var að berast frá Vegagerðinni rétt í þessu og segir hún að það sé óveður og flughált á Kjalarnesi. Eru vegfarendur því beðnir um að aka þar með fyllstu gát.

Innlent
Fréttamynd

Sægreifinn nær alþjóðlegri frægð

Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði nýlega um Ísland á vefsíðu sinni. Greinin fjallaði um humarsúpuna sem er á boðstólum á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík og var henni lýst sem þeirri bestu sem blaðamaðurinn hafði bragðað.

Innlent
Fréttamynd

Vitlaust veður á Skagaströnd

Vitlaust veður er á Skagaströnd núna og er búist við skemmdum á skemmu þar í bæ. Einnig hafa stillasar fokið og bátar slitnað upp. Björgunarsveitarmenn eru að störfum á svæðinu og segja þeir að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum.

Innlent
Fréttamynd

Slæmt færi víða um land

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Óveður er á Holtavörðuheiði, Kolgrafafirði og í Staðarsveit. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði er þæfingur og stórhríð, hálka er á vegum í Strandasýslu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðsmenn hafa náð yfirhöndinni

Slökkvilið Reykjavíkur sendi alla tiltæka slökkvibíla niður á Laugaveg 84 rúmlega hálfsjö í kvöld. Í húsnæðinu er verslun og íbúðarhús. Slökkviliðsmenn eru á þessari stundu komnir fyrir eldinn og byrjaðir að reykræsta húsið.

Innlent
Fréttamynd

Eldsvoði á Laugavegi

Slökkvilið Reykjavíkur hefur sent alla tiltæka slökkvibíla niður á Laugaveg 84 en tilkynning barst um eldsvoða þar rétt í þessu. Í húsnæðinu er verslun og íbúðarhús. Sem stendur er ekki vitað meira um ástandið.

Innlent
Fréttamynd

180 milljónir í verkefni í Malaví

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur ákveðið að leggja 180 milljónir króna til umfangsmikils vatns- og hreinlætisverkefnis í suðurhluta Malaví. Verkefnið er til fjögurra ára og unnið í samvinnu við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnina á Monkey Bay-svæðinu - en þar verður verkið unnið.

Innlent
Fréttamynd

Kortanúmer birtast á kassastrimlum

Kassastrimlar eru ekki mikilvægir pappírar í augum margra en í nokkrum verslunum á Íslandi er þó ráð að gæta þeirra eins og sjáaldurs augna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Pfaff-Borgarljós verður Pfaff

Fyrirtækið Pfaff-Borgarljós hefur skipt um nafn og mun frá deginum í dag starfa undir nafninu Pfaff. Pfaff var stofnað árið 1929 og er eitt af elstu fyrirtækjum landsins og hefur nú tekið upp sig upprunalega nafn. Pfaff tekur jafnframt upp nýtt merki og slagorðið „heimili gæðanna“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áfram vonskuveður víða um land

Áfram er búist við stormi víða á landinu í kvöld og fram eftir nóttu. "Já veðurspáin er slæm. Það má búast við mikilli ofankomu á Norður og Austurlandi í kvöld og nótt samfara sterkum vindi eða 15-23 m/s" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu NFS.

Innlent
Fréttamynd

Jóhannes í Bónus yfirheyrður vegna skattamála

Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson.

Innlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar lækkaði

Gengi krónunnar veiktist um 2 prósent í dag og stóð vísitalan í 121,8 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings segir að svo virðist sem nokkur taugatitringur hafi verið til staðar á markaðnum í dag sem gæti verið hægt að rekja til áréttingu Fitch á lánshæfismati Íslands með neikvæðum horfum sem birt var fyrir helgi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

IEA spáir hærra olíuverði

International Energy Agency (IEA), alþjóðleg ráðgjafarstofnun í orkumálum, spáir hærra olíuverði á næsta ári. Þetta kemur í kjölfar þess að OPEC hefur tilkynnt að samtökin ráðgeri að draga frekar úr framleiðslu á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skipstjóri á Sancy dæmdur fyrir ólöglegar veiðar

Skipstjóri á færeyska togaranum Sancy var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ólölegar veiðar innan íslenskrar efnahagslögsögu, þann 18. júní síðastliðinn, og að hafa meinað skipverjum á Óðni, skipi Landhelgisgæslunnar, aðgang að togaranum. Hann þarf jafnframt að greiða 600.000 króna sekt.

Innlent
Fréttamynd

Við handalögmálum lá hjá farþegum

Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn.

Innlent
Fréttamynd

Brottkast á þorski jókst

Brottkast þorsks var talsvert meira á síðasta ári en þrjú árin á undan. Brottkast þorsks á árinu 2005 var 2.594 tonn eða 1,27% af lönduðum afla. Brottkast á ýsu árið 2005 var 4.874 tonn eða 5,24% af lönduðum afla en það er svipað hlutfall og árin 2002 og 2003.

Innlent
Fréttamynd

Hefja vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví

Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að hefja umfangsmikið vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví. Verkefnið á að vinna í samstarfi við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnir á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Verkefnið nær til fjögurra ára og hefst fyrir áramót en lýkur í árslok 2010.

Innlent
Fréttamynd

Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón

Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Bárujárnsplötur fjúka

Bárujárnsplötur fjúka nú í norðan verðum Svínadal í Dölum og eru vegfarendur sem eiga þar leið um beðnir um að fara með gát. Hvassviðri og ófærð er víða um land. Ófært og stórhríð er á Víkurskarði.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi við upphaf þingfundar í dag vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Alþingis. Nefndinni barst á föstudaginn beiðni um að samþykkja 120 milljarða króna lántöku ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu

Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Dagur Kári verðlaunaður

Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson hlýtur í næstu viku stærstu kvikmyndaverðlaun Dana Peter Emil Refn verðlaunin. Dagur Kári er fimmti leikstjórinn sem fær verðlaunin en þeim fylgja rúm ein milljón íslenskra króna. Þeir sem hlotið hafa verðlaunin eru Lars von Trier, Lukas Moodysson, Nicolas Winding Refn og Natasha Arthy.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin skoðar framkvæmdirnar við Reykjanesbraut

Vegagerðin er nú að fara yfir framkvæmdirnar við Reykjanesbraut þar sem banaslys varð um helgina. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, segir að verið sé að fara yfir þátt verktakans og eftirlit Vegagerðarinnar með framkvæmdunum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Hellisheiði

Flytja þurfti tvo á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Hellisheiði. Ekki er talið að þeir séu alvarlega slasaðir. Slysið var rétt hjá Skíðaskálanum í Hveradölum. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan hálf eitt og eru lögreglumenn enn að störfum á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðaðir í farbann eftir banaslys

Mennirnir tveir sem komust af úr bílslysinu á Reykjanesbrautinni um helgina hafa verið úrskurðaðir í farbann. Þriðji maðurinn sem var bílnum lést í slysinu. Ekki var ljóst eftir slysið hver ók bifreiðinni og voru þeir sem lifðu slysið af handteknir og vistaðir í fangaklefa eftir skoðun á sjúkrahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Víða stórhríð og ófærð

Björgunarsveit var kölluð út í Ólafsvík á ellefta tímanum til að hemja járnplötur, sem voru farnar að fjúka af gistiheimilinu þar. Víða um land er hvassviðri, stórhríð og ófærð.

Innlent
Fréttamynd

Jóhannes í Bónus boðaður í yfirheyrslu

Jóhannes í Bónus verður yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í dag vegna meintra skattalagabrota í rekstri fjárfestingafélagsins Gaums. Yfirheyrslan er sú fyrsta sem Jóhannes mætir í vegna rannsóknar í kjölfar tveggja ára gamallar kæru frá skattrannsóknarstjóra.

Innlent