Innlent Einn og hálfan tíma tók að rétta vörubílinn af Búið er ná vörubíl aftur á hjólin eftir að hann valt við verslun í Lágmúla í dag. Vörubíllinn var að hífa gifsplötur við verslunina á tólfta tímanum í dag þegar ein af undirstöðum bílsins gaf sig og hann valt á hliðina. Hvorki bílstjóra né vegfarendur sakaði. Innlent 14.11.2006 13:36 Heimdallur gagnrýnir fjölmiðlafrumvarpið Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að falla frá hugmyndum um hámarkseignarhlutdeild, sem fram koma í svonefndu fjölmiðlafrumvarpi. Innlent 14.11.2006 12:28 Rannsakað sem manndráp af gáleysi Banaslysið á Reykjanesbraut á laugardagskvöld er rannsakað sem manndráp af gáleysi. Mennirnir tveir sem komust lífs af úr slysinu hafa verið úrskurðaðir í farbann til nóvemberloka og hafa réttarstöðu sakborninga. Innlent 14.11.2006 12:25 Skipið á leið til Reyðarfjarðar Erlent flutningaskip, sem lenti í háska í roki og stórsjó rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu þegar aðalvél þess bilaði í nótt, siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar. Hættan er talin liðin hjá. Innlent 14.11.2006 12:16 Öxnadalsheiðin er ófær Ófært er um Öxnadalsheiði en þar er stórhríð. Stórhríð er einnig á Þverárfjalli og á leiðinni í Fljótin. Verið er að opna milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Færð er víðast hvar þung. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Innlent 14.11.2006 11:36 Óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- og AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 14.11.2006 11:04 Kærir kynþáttafordóma Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás og kynþáttafordóma. Hann er ættaður frá Portúgal en hefur búið hér um skeið ásamt eiginkonu sinni og barni. Hann segir piltana hafa gengið í skrokk á sér. Innlent 13.11.2006 22:04 Endurkoma Árna einstök í sögunni Forsætisráðherra segir flokksforystu Sjálfstæðisflokksins treysta Árna Johnsen. Er tilbúinn til þess að láta til mín taka, segir Árni Johnsen. Endurkoma Árna er einstök í íslenskri stjórnmálasögu, segir Gunnar Helgi Kristinsson. Innlent 13.11.2006 22:04 Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir flugfélögin: Eru samstiga í verðhækkunum Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10–12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Innlent 13.11.2006 22:04 Innflytjendur lýsa áhyggjum og kvíða Talsvert er um að innflytjendur sem búa hér hringi í Alþjóðahús til að lýsa áhyggjum og kvíða vegna þeirrar umræðu sem nú á sér stað hér á landi um innflytjendamál. Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu. Innlent 13.11.2006 22:04 Björn Ingi talar óviturlega Björn Ingi Hrafnsson virðist hvorki hafa kynnt sér starfsemi né þau lög sem mannanafnanefnd starfar eftir, segir Baldur Sigurðsson, dósent og einn nefndarmanna. Innlent 13.11.2006 22:03 Framlög hafa aukist en ekki nógu mikið Framlög ríkissjóðs til meðferðarmála hafa aukist um 139,6 milljónir króna frá aldamótum. Enn vantar þó 120 milljónir í rekstur SÁÁ vegna launahækkana og nýrra lyfja. Þórarinn Tyrfingsson segir Íslendinga nægilega ríka til að geta gert betur. Innlent 13.11.2006 22:04 Nógu rík til að eyða meira í þetta "Það er alveg klárt að við mættum setja meiri peninga í meðferðarúrræðin,," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. "Við erum alveg nógu rík til þess. Við eigum að hafa þetta í meiri forgangi. Síðast þegar vandamálabylgja skall á okkur upp úr aldamótum þá áttu sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar. Ný efni voru að koma inn auk þess sem umgjörðin utan um ungt fólk var oft á tíðum dálítið léleg vegna fólksflutninga á Reykjavíkursvæðið. Innlent 13.11.2006 22:03 Álitamál hvað eigi að gera Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir það alltaf vera álitamál hvað eigi að gera og hvað mönnum þyki nóg. „Þarna er þó þessi aukning og það er alltaf þannig með þetta meðferðarstarf að það er mjög sveiflukennd þörf frá ári til árs og menn reyna að bregðast við því eftir föngum. Hins vegar eru menn alltaf að skoða hvaða aðferðir eru bestar í þessu. Meðal annars með tilliti til þess að nýta sem best fjármagnið, enda hefur verið þróun í því á þessum tíma. Innlent 13.11.2006 22:03 Vill að fólk taki ábyrgð á eigin lífi 70 prósent þeirra sem heyra raddir hafa lent í áföllum segir Ron Coleman, fyrirlesari á ráðstefnu Rauða krossins um geðklofa. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur var ein þeirra sjötíu sem sóttu ráðstefnuna og var hún mjög hrifin af nálgun Rons Coleman á heimi þeirra sem heyra raddir. Innlent 13.11.2006 22:03 Vilja bætur vegna sólarleysis Íbúar í Túnunum í Reykjavík eru afar ósáttir við fyrirhugaða háhýsabyggð á svokölluðum Höfðatorgsreit. Innlent 13.11.2006 22:03 Ókeypis lóðir á Skagaströnd Fram til áramóta verður hægt að fá byggingalóðir á Skagaströnd án þess að greiða gatnagerðargjöld. Um er að ræða lóðir við götur sem eru þegar tilbúnar. Að því er segir á heimasíðu Höfðahrepps er um að ræða fjórar lóðir undir íbúðarhús. Innlent 13.11.2006 22:03 Vestmannaeyjavöllur 60 ára Haldið var upp á sextíu ára afmæli Vestmannaeyjaflugvallar með pomp og prakt á laugardaginn. Afmælið var haldið á vellinum sjálfum að viðstöddu nokkru fjölmenni, þrátt fyrir að mörg fyrirmenni úr flugheiminum á Íslandi gætu ekki mætt vegna þess að ekki var byrjað að fljúga milli lands og eyja þegar athöfnin hófst. Innlent 13.11.2006 22:02 Um eitt prósent atvinnuleysi Vinnumarkaður Ástand á vinnumarkaði er gott. Skráð atvinnuleysi var eitt prósent í október eins og september, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Vísbendingar eru um að ástandið muni versna á næstunni, eftir því sem fram kemur á vef ASÍ. Innlent 13.11.2006 22:02 Brottkast eykst Brottkast þorsks, ýsu, ufsa og gullkarfa tvöfaldaðist á milli áranna 2004 og 2005, samkvæmt nýrri skýrslu, sem birt er á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar. Innlent 13.11.2006 22:03 Tálmar úr plasti komi í stað steypuklumpanna Markaðsstjóri Borgarplasts, Tryggvi Sveinbjörnsson, gagnrýnir áhugaleysi á vegatálmum úr plasti sem hann segir myndu stórminnka slysahættu og skemmdir á bílum. Innlent 13.11.2006 22:03 Hvassviðri og hríð röskuðu umferð „Það er búið að vera stormur og krapahríð í allan dag,“ sagði Jón Ingólfsson, bóndi og veðurathugunarmaður á Skjaldþingsstöðum, í gærkvöld. Þar mældist langmest úrkoma í gær á landinu, 51 millimetri. Vonskuveður var víða um land í gær. Innlent 13.11.2006 22:03 Styrkja bágstödd börn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri opnaði í gær, ásamt borgarstjórn, fyrir sölu á rauðum nefjum. Við formlega opnun sölunnar keyptu Vilhjálmur og borgarstjórnin rauð nef til að leggja sitt af mörkum. Innlent 13.11.2006 22:02 Markaðssettir erlendis Erlend alþjóðafyrirtæki vilja ekkert frekar en að geta borgað á einum stað í lífeyrissjóðakerfi sem hentar öllum starfsmönnum sínum. Þarna er tækifæri fyrir íslenska sjóði, sem eru með þróað kerfi sem hentar vel breyttum aðstæðum á alþjóðlegum lífeyrismarkaði, en þær stafa af því að fólk lifir lengur og fer fyrr á eftirlaun. Þetta sagði Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor við Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 13.11.2006 22:02 Minna verðmæti en í fyrra Fiskafli í október var 87.230 tonn sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Botnfiskaflinn í október var 40.943 tonn sem er 838 tonnum minna en í október í fyrra. Þorsk- og ýsuafli var rúmlega þrjú þúsund tonnum minni í ár. Á móti samdrætti í botnfiskafla vó meiri afli í ufsa og karfa í ár. Innlent 13.11.2006 22:03 Lögreglufréttir Bifreið valt við Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi síðdegis í gær. Sex erlendir ferðamenn voru í bílnum og voru fjórir þeirra fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Meiðsl þeirra reyndust minni háttar en bifreiðin sem þeir óku er afar illa farin. Talið er að ökumanni hennar hafi fipast vegna hálku með fyrrgreindum afleiðingum. Innlent 13.11.2006 22:02 Spurður út í starfsemi Gaums Jóhannes Jónsson var yfirheyrður í gær af starfsmönnum embættis Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum er tengjast starfsemi Fjárfestingafélagsins Gaums. Jóhannes er stjórnarformaður í félaginu. Innlent 13.11.2006 22:03 Ekkert eiturefni í e-töflunum Niðurstaða efnarannsóknar á fimmtán e-töflum sem lögreglan í Reykjavík gerði upptækar hjá rúmlega þrítugum karlmanni hinn 7. nóvember liggur nú fyrir. Ekkert kom fram sem benti til þess að þær innihéldu eitur. Innlent 13.11.2006 22:03 Karlmaður dæmdur í eins árs fangelsi Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Innlent 13.11.2006 22:03 Harma fordóma í garð flokksins Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að umræða um málefni innflytjenda sé hafin í samfélaginu. Miðstjórnin harmar einnig „að verið sé að ala á fordómum gagnvart flokknum fyrir að vekja athygli á og hefja umræðu um þessi mál“. Innlent 13.11.2006 22:03 « ‹ 157 158 159 160 161 162 163 164 165 … 334 ›
Einn og hálfan tíma tók að rétta vörubílinn af Búið er ná vörubíl aftur á hjólin eftir að hann valt við verslun í Lágmúla í dag. Vörubíllinn var að hífa gifsplötur við verslunina á tólfta tímanum í dag þegar ein af undirstöðum bílsins gaf sig og hann valt á hliðina. Hvorki bílstjóra né vegfarendur sakaði. Innlent 14.11.2006 13:36
Heimdallur gagnrýnir fjölmiðlafrumvarpið Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að falla frá hugmyndum um hámarkseignarhlutdeild, sem fram koma í svonefndu fjölmiðlafrumvarpi. Innlent 14.11.2006 12:28
Rannsakað sem manndráp af gáleysi Banaslysið á Reykjanesbraut á laugardagskvöld er rannsakað sem manndráp af gáleysi. Mennirnir tveir sem komust lífs af úr slysinu hafa verið úrskurðaðir í farbann til nóvemberloka og hafa réttarstöðu sakborninga. Innlent 14.11.2006 12:25
Skipið á leið til Reyðarfjarðar Erlent flutningaskip, sem lenti í háska í roki og stórsjó rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu þegar aðalvél þess bilaði í nótt, siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar. Hættan er talin liðin hjá. Innlent 14.11.2006 12:16
Öxnadalsheiðin er ófær Ófært er um Öxnadalsheiði en þar er stórhríð. Stórhríð er einnig á Þverárfjalli og á leiðinni í Fljótin. Verið er að opna milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Færð er víðast hvar þung. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Innlent 14.11.2006 11:36
Óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- og AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 14.11.2006 11:04
Kærir kynþáttafordóma Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás og kynþáttafordóma. Hann er ættaður frá Portúgal en hefur búið hér um skeið ásamt eiginkonu sinni og barni. Hann segir piltana hafa gengið í skrokk á sér. Innlent 13.11.2006 22:04
Endurkoma Árna einstök í sögunni Forsætisráðherra segir flokksforystu Sjálfstæðisflokksins treysta Árna Johnsen. Er tilbúinn til þess að láta til mín taka, segir Árni Johnsen. Endurkoma Árna er einstök í íslenskri stjórnmálasögu, segir Gunnar Helgi Kristinsson. Innlent 13.11.2006 22:04
Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir flugfélögin: Eru samstiga í verðhækkunum Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10–12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Innlent 13.11.2006 22:04
Innflytjendur lýsa áhyggjum og kvíða Talsvert er um að innflytjendur sem búa hér hringi í Alþjóðahús til að lýsa áhyggjum og kvíða vegna þeirrar umræðu sem nú á sér stað hér á landi um innflytjendamál. Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu. Innlent 13.11.2006 22:04
Björn Ingi talar óviturlega Björn Ingi Hrafnsson virðist hvorki hafa kynnt sér starfsemi né þau lög sem mannanafnanefnd starfar eftir, segir Baldur Sigurðsson, dósent og einn nefndarmanna. Innlent 13.11.2006 22:03
Framlög hafa aukist en ekki nógu mikið Framlög ríkissjóðs til meðferðarmála hafa aukist um 139,6 milljónir króna frá aldamótum. Enn vantar þó 120 milljónir í rekstur SÁÁ vegna launahækkana og nýrra lyfja. Þórarinn Tyrfingsson segir Íslendinga nægilega ríka til að geta gert betur. Innlent 13.11.2006 22:04
Nógu rík til að eyða meira í þetta "Það er alveg klárt að við mættum setja meiri peninga í meðferðarúrræðin,," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. "Við erum alveg nógu rík til þess. Við eigum að hafa þetta í meiri forgangi. Síðast þegar vandamálabylgja skall á okkur upp úr aldamótum þá áttu sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar. Ný efni voru að koma inn auk þess sem umgjörðin utan um ungt fólk var oft á tíðum dálítið léleg vegna fólksflutninga á Reykjavíkursvæðið. Innlent 13.11.2006 22:03
Álitamál hvað eigi að gera Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir það alltaf vera álitamál hvað eigi að gera og hvað mönnum þyki nóg. „Þarna er þó þessi aukning og það er alltaf þannig með þetta meðferðarstarf að það er mjög sveiflukennd þörf frá ári til árs og menn reyna að bregðast við því eftir föngum. Hins vegar eru menn alltaf að skoða hvaða aðferðir eru bestar í þessu. Meðal annars með tilliti til þess að nýta sem best fjármagnið, enda hefur verið þróun í því á þessum tíma. Innlent 13.11.2006 22:03
Vill að fólk taki ábyrgð á eigin lífi 70 prósent þeirra sem heyra raddir hafa lent í áföllum segir Ron Coleman, fyrirlesari á ráðstefnu Rauða krossins um geðklofa. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur var ein þeirra sjötíu sem sóttu ráðstefnuna og var hún mjög hrifin af nálgun Rons Coleman á heimi þeirra sem heyra raddir. Innlent 13.11.2006 22:03
Vilja bætur vegna sólarleysis Íbúar í Túnunum í Reykjavík eru afar ósáttir við fyrirhugaða háhýsabyggð á svokölluðum Höfðatorgsreit. Innlent 13.11.2006 22:03
Ókeypis lóðir á Skagaströnd Fram til áramóta verður hægt að fá byggingalóðir á Skagaströnd án þess að greiða gatnagerðargjöld. Um er að ræða lóðir við götur sem eru þegar tilbúnar. Að því er segir á heimasíðu Höfðahrepps er um að ræða fjórar lóðir undir íbúðarhús. Innlent 13.11.2006 22:03
Vestmannaeyjavöllur 60 ára Haldið var upp á sextíu ára afmæli Vestmannaeyjaflugvallar með pomp og prakt á laugardaginn. Afmælið var haldið á vellinum sjálfum að viðstöddu nokkru fjölmenni, þrátt fyrir að mörg fyrirmenni úr flugheiminum á Íslandi gætu ekki mætt vegna þess að ekki var byrjað að fljúga milli lands og eyja þegar athöfnin hófst. Innlent 13.11.2006 22:02
Um eitt prósent atvinnuleysi Vinnumarkaður Ástand á vinnumarkaði er gott. Skráð atvinnuleysi var eitt prósent í október eins og september, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Vísbendingar eru um að ástandið muni versna á næstunni, eftir því sem fram kemur á vef ASÍ. Innlent 13.11.2006 22:02
Brottkast eykst Brottkast þorsks, ýsu, ufsa og gullkarfa tvöfaldaðist á milli áranna 2004 og 2005, samkvæmt nýrri skýrslu, sem birt er á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar. Innlent 13.11.2006 22:03
Tálmar úr plasti komi í stað steypuklumpanna Markaðsstjóri Borgarplasts, Tryggvi Sveinbjörnsson, gagnrýnir áhugaleysi á vegatálmum úr plasti sem hann segir myndu stórminnka slysahættu og skemmdir á bílum. Innlent 13.11.2006 22:03
Hvassviðri og hríð röskuðu umferð „Það er búið að vera stormur og krapahríð í allan dag,“ sagði Jón Ingólfsson, bóndi og veðurathugunarmaður á Skjaldþingsstöðum, í gærkvöld. Þar mældist langmest úrkoma í gær á landinu, 51 millimetri. Vonskuveður var víða um land í gær. Innlent 13.11.2006 22:03
Styrkja bágstödd börn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri opnaði í gær, ásamt borgarstjórn, fyrir sölu á rauðum nefjum. Við formlega opnun sölunnar keyptu Vilhjálmur og borgarstjórnin rauð nef til að leggja sitt af mörkum. Innlent 13.11.2006 22:02
Markaðssettir erlendis Erlend alþjóðafyrirtæki vilja ekkert frekar en að geta borgað á einum stað í lífeyrissjóðakerfi sem hentar öllum starfsmönnum sínum. Þarna er tækifæri fyrir íslenska sjóði, sem eru með þróað kerfi sem hentar vel breyttum aðstæðum á alþjóðlegum lífeyrismarkaði, en þær stafa af því að fólk lifir lengur og fer fyrr á eftirlaun. Þetta sagði Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor við Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 13.11.2006 22:02
Minna verðmæti en í fyrra Fiskafli í október var 87.230 tonn sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Botnfiskaflinn í október var 40.943 tonn sem er 838 tonnum minna en í október í fyrra. Þorsk- og ýsuafli var rúmlega þrjú þúsund tonnum minni í ár. Á móti samdrætti í botnfiskafla vó meiri afli í ufsa og karfa í ár. Innlent 13.11.2006 22:03
Lögreglufréttir Bifreið valt við Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi síðdegis í gær. Sex erlendir ferðamenn voru í bílnum og voru fjórir þeirra fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Meiðsl þeirra reyndust minni háttar en bifreiðin sem þeir óku er afar illa farin. Talið er að ökumanni hennar hafi fipast vegna hálku með fyrrgreindum afleiðingum. Innlent 13.11.2006 22:02
Spurður út í starfsemi Gaums Jóhannes Jónsson var yfirheyrður í gær af starfsmönnum embættis Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum er tengjast starfsemi Fjárfestingafélagsins Gaums. Jóhannes er stjórnarformaður í félaginu. Innlent 13.11.2006 22:03
Ekkert eiturefni í e-töflunum Niðurstaða efnarannsóknar á fimmtán e-töflum sem lögreglan í Reykjavík gerði upptækar hjá rúmlega þrítugum karlmanni hinn 7. nóvember liggur nú fyrir. Ekkert kom fram sem benti til þess að þær innihéldu eitur. Innlent 13.11.2006 22:03
Karlmaður dæmdur í eins árs fangelsi Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Innlent 13.11.2006 22:03
Harma fordóma í garð flokksins Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að umræða um málefni innflytjenda sé hafin í samfélaginu. Miðstjórnin harmar einnig „að verið sé að ala á fordómum gagnvart flokknum fyrir að vekja athygli á og hefja umræðu um þessi mál“. Innlent 13.11.2006 22:03