Innlent

Ekkert eiturefni í e-töflunum

Niðurstaða efnarannsóknar á fimmtán e-töflum sem lögreglan í Reykjavík gerði upptækar hjá rúmlega þrítugum karlmanni hinn 7. nóvember liggur nú fyrir. Ekkert kom fram sem benti til þess að þær innihéldu eitur.

Rannsóknin fór fram í ljósi þess að skammt er síðan að stúlka lést eftir inntöku e-töflu og tveir unglingspiltar urðu fárveikir og voru fluttir á sjúkrahús um sömu helgi. Grunur vaknaði um að á markaðinum væru baneitraðar e-töflur. Því var efnið sem tekið var af manninum sent til rannsóknar í flýtimeðferð. Maðurinn sem hafði töflurnar í fórum sínum reyndist einnig vera með um 30 grömm af amfetamíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×