Tálmar úr plasti komi í stað steypuklumpanna 14. nóvember 2006 04:00 tálmar úr plasti og steypu Mun betra er að sjá vegatálma úr rauða og hvita plastinu en steyputálmana sem falla nánast inn í umhverfið. mynd/borgarplast „Það vantar bara að taka ákvörðun,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, markaðsstjóri Borgarplasts, sem gagnrýnir áhugaleysi yfirvalda og verktaka á plast-vegatálmum sem fyrirtækið framleiðir. Tveir Pólverjar hafa nú verið úrskurðaðir í farbann. Þeir höfðu stöðu sakbornings við yfirheyrslur í kjölfar þess að landi þeirra lést eftir að bíl þeirra var á laugardagskvöld ekið á vegatálma úr steypu á Reykjanesbraut. Áhöld eru um það hver mannanna ók bílnum og hvort ökumaðurinn hafi verið drukkinn og ekið of greitt. Telja má sennilegt að betur hefði farið hefði vegatálminn verið úr plasti en ekki steypu. Tryggvi hjá Borgarplasti segir að frá árinu 2003 hafi fyrirtækið boðið upp á vegatálma úr plasti sem fylltir eru með vatni til þyngingar. Hann segir að erlendis tíðkist ekki að nota steypta tálma nema á átakasvæðum. Að sögn Tryggva voru tálmar Borgarplasts upphaflega hannaðir í samráði við Vegagerðina, lögreglu og umferðarráð. Áhuginn fyrir framleiðslunni hafi hins vegar reynst lítill þegar á reyndi. „Plasttálmarnir hafa ekki náð fótfestu. Skýringin er annars vegar sú að það skortir að setja reglur um vegatálma og hins vegar að framkvæmdaaðilar eru að skiptast á þessum steyputálmum sem dúkka upp á hverjum staðnum eftir annan,“ segir Tryggvi. Að áliti Tryggva er brýnt að búa þannig um hnútana að plasttálmar séu notaðir miklu meira en nú sé gert. Þótt þeir séu ef til vill dýrari í upphafi þá borgi þeir sig á endanum. Plasttálmarnir séu miklu sýnilegri en steyputálmarnir. Einnig skemmast bílar ekki eins mikið við að lenda á þeim og það stórminnki slysahættu. „Við höfum keypt svolítið af þessum plasttálmum og erum meðmæltir þeim enda studdum við þetta framtak á sínum tíma,“ segir Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni. Björn segir að hins vegar séu menn gjarnan að rugla saman merkingum við vinnustaði og girðingum sem ætlaðar séu til að verja þá menn sem eru að störfum á svæðinu. Plasttálmarnir séu góðir en eigi kannski ekki alls staðar við: „Það er ekki gott ef menn keyra beint í gegnum þetta og á mannskap sem er bak við. Það verður að horfa á þetta í réttu samhengi." Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Það vantar bara að taka ákvörðun,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, markaðsstjóri Borgarplasts, sem gagnrýnir áhugaleysi yfirvalda og verktaka á plast-vegatálmum sem fyrirtækið framleiðir. Tveir Pólverjar hafa nú verið úrskurðaðir í farbann. Þeir höfðu stöðu sakbornings við yfirheyrslur í kjölfar þess að landi þeirra lést eftir að bíl þeirra var á laugardagskvöld ekið á vegatálma úr steypu á Reykjanesbraut. Áhöld eru um það hver mannanna ók bílnum og hvort ökumaðurinn hafi verið drukkinn og ekið of greitt. Telja má sennilegt að betur hefði farið hefði vegatálminn verið úr plasti en ekki steypu. Tryggvi hjá Borgarplasti segir að frá árinu 2003 hafi fyrirtækið boðið upp á vegatálma úr plasti sem fylltir eru með vatni til þyngingar. Hann segir að erlendis tíðkist ekki að nota steypta tálma nema á átakasvæðum. Að sögn Tryggva voru tálmar Borgarplasts upphaflega hannaðir í samráði við Vegagerðina, lögreglu og umferðarráð. Áhuginn fyrir framleiðslunni hafi hins vegar reynst lítill þegar á reyndi. „Plasttálmarnir hafa ekki náð fótfestu. Skýringin er annars vegar sú að það skortir að setja reglur um vegatálma og hins vegar að framkvæmdaaðilar eru að skiptast á þessum steyputálmum sem dúkka upp á hverjum staðnum eftir annan,“ segir Tryggvi. Að áliti Tryggva er brýnt að búa þannig um hnútana að plasttálmar séu notaðir miklu meira en nú sé gert. Þótt þeir séu ef til vill dýrari í upphafi þá borgi þeir sig á endanum. Plasttálmarnir séu miklu sýnilegri en steyputálmarnir. Einnig skemmast bílar ekki eins mikið við að lenda á þeim og það stórminnki slysahættu. „Við höfum keypt svolítið af þessum plasttálmum og erum meðmæltir þeim enda studdum við þetta framtak á sínum tíma,“ segir Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni. Björn segir að hins vegar séu menn gjarnan að rugla saman merkingum við vinnustaði og girðingum sem ætlaðar séu til að verja þá menn sem eru að störfum á svæðinu. Plasttálmarnir séu góðir en eigi kannski ekki alls staðar við: „Það er ekki gott ef menn keyra beint í gegnum þetta og á mannskap sem er bak við. Það verður að horfa á þetta í réttu samhengi."
Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira