Innlent Lamdi mann Karlmaður á sextugsaldri var á þriðjudag ákærður fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur. Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan mann margsinnis með hnefanum á bifreiðastæði Kjörgarðs við Hverfisgötu í júní á síðasta ári með þeim afleiðingum að fórnarlambið særðist á höku, brjóstvöðum og bringubeini. Innlent 23.11.2006 22:29 Íslendingar vinna mest allra í Evrópu Lýðræði næstmest á Íslandi. Félagsfræðiprófessor segir stjórnmálaþátttöku almennings of litla. Innlent 23.11.2006 22:29 Staða kvenna hér fjórða best Ísland er í fjórða sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um jafnrétti kynjanna eftir löndum. Öll fimm Norðurlöndin raða sér á topp tíu og er Svíþjóð efst á lista og því jafnrétti mest þar af öllum þeim 115 löndum sem könnunin náði til. Innlent 23.11.2006 22:28 Tíu milljarða aukning útgjalda Í breytingartillögum fjárlaganefndar að fjárlagafrumvarpi er lagt til að tekjuafgangur ríkissjóðs minnki um sex og hálfan milljarð frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi 2007 sem lagt var fyrir Alþingi í október. Hagfræðingum atvinnulífs og banka líst ekki á blikuna. Innlent 23.11.2006 22:29 Skaðaði sjón fórnarlambs Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás í október á síðasta ári. Það var við veitingastaðinn Hlöllabáta í Reykjavík sem maðurinn veittist að öðrum manni og sló hann hnefahögg í höfuðið með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hlaut mar á sjónhimnu, glerhlaupslos og varanlega skert sjónsvið á hægra auga. Innlent 23.11.2006 22:28 Sjö milljarða til lífeyrisþega Stjórnarandstöðuflokkarnir kynntu í gær sameiginlega breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið. Snýr hún að bættum kjörum lífeyrisþega og er í sex liðum. Innlent 23.11.2006 22:29 Ég er maður eins og þeir Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. Innlent 23.11.2006 22:29 Biðtími fatlaðra barna mun styttast Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins gera ráð fyrir að fötluð börn þurfi aðeins að bíða í nokkrar vikur eftir þjónustu en undanfarin ár hefur biðtíminn verið frá sex mánuðum til tæpra þriggja ára. Innlent 23.11.2006 22:29 Boða þögula hópstöðu á Lækjartorgi Anna Kristine Magnúsdóttir og Kristín Ingvadóttir afhentu í vikunni Bjarna Benediktssyni, formanni allsherjarnefndar Alþingis, áskorun um að setja í nefndarálit sitt hvatningu til dómstóla landsins um að nýta þann refsiramma sem á að gilda í nauðgunarmálum. Innlent 23.11.2006 22:28 Þemavika í Hjallaskóla Í síðustu viku voru haldnir sérstakir þemadagar í Hjallaskóla í Kópavogi og unnu nemendur skólans alla þá viku að margvíslegum verkefnum tengdum menningu í aldursblönduðum hópum. Innlent 23.11.2006 22:29 Launin hækka hjá hinu opinbera Launavísitalan var 300,4 stig í október og hafði hækkað um 0,5 prósent frá því í september, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra hafði hún hækkað um 0,3 prósent. Launavísitalan hefur hækkað um ellefu prósent síðustu tólf mánuði. Innlent 23.11.2006 22:29 Þá var kátt í Kauphöllinni Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni í New York í fyrsta skipti á þriðjudaginn. Geir H. Haarde forsætisráðherra hringdi út viðskiptin í kauphöllinni síðdegis. Innlent 23.11.2006 22:29 Gerviliðaaðgerðir til skoðunar Heilbrigðisráðherra ætlar að skoða gerviliðaaðgerðir sérstaklega fáist fjármagn til biðlistaaðgerða. Landspítalinn getur ekki framkvæmt aðgerðir vegna sjúklinga sem bíða eftir framhaldsúrræði. Innlent 23.11.2006 22:29 Slagsmál í flugvél Slagsmál urðu í flugvél Flugfélags Íslands á leið frá Egilsstöðum í kvöld. Átökin hófust þegar að vélin var í aðflugi. Var árásarmaðurinn tekinn höndum þegar vélin lenti og er maðurinn á slysadeild þar sem hlúð er að sárum hans. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og mun hún yfirheyra árásarmanninn í fyrramálið. Innlent 23.11.2006 22:38 Reyndi að koma syni sínum ólöglega úr landi Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Innlent 23.11.2006 21:36 Fimm ára fangelsi Rúmlega tvítugur maður var, í Hérðasdómi Reykjaness, dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Maðurinn stakk annann mann fyrir utan íbúðarhús í Hafnarfirði, fjórtanda maí, og hlaut sá lífshættulega áverka. Árásarmaðurinn kom óboðinn að húsinu en þar stóð yfir afmælisveisla þess sem var stunginn. Með árásarmanninum var átján ára piltur sá fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Afleiðingar af völdum hnífsstungunnar eru varanlegar. Ástæður árásarinnar eru óljósar. Innlent 23.11.2006 18:26 Skipulagsbreytingum laumað inn bakdyramegin Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Innlent 23.11.2006 17:23 Forsætisráðherra í Íslandi í dag Geir H. Haarde mun verða gestur í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum. Þar mun Geir meðal annars ræða um frammistöðu Árna Johnsen í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ástandið í Írak og hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á að klára áður en kjörtímabilinu lýkur. Innlent 23.11.2006 17:11 Hæstiréttur sýknar 3X af kröfu Style ehf. Hæstiréttur sýknaði í dag fyrirtækið 3X af kröfum fyrirtækisins Style ehf. og vísaði um leið frá kröfu þess á staðfestingu á lögbanni vegna sölu þess fyrrnefnda á tiltekinni vél. Innlent 23.11.2006 17:07 Sparisjóðabankanum breytt í Icebank Sparisjóðabanki Íslands hefur fengið nýtt nafn og mun eftirleiðis heita Icebank. Stefnt er að því að fá nýja hluthafa að bankanum og skrá hlutbréf hans í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 23.11.2006 14:59 Kærður fyrir að byrla konu svefnlyf og nauðga henni Rúmlega þrítug kona hefur kært karlmann fyrir nauðgun sem varð um miðjan mánuðinn. Konan telur að maðurinn hafi byrlað sér svefnlyf á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. Innlent 23.11.2006 16:52 Fimm fíkniefnamál í Reykjavík í gær og nótt Fimm karlmenn komu við sögu lögreglunnar í Reykjavík í fimm fíkniefnamálum í gær og nótt en í öllum tilfellum fundust ætluð fíkniefni eins og lögreglan kallar það. Innlent 23.11.2006 16:48 Umhverfissamtök eru æf út í Íslendinga vegna togveiða Íslendingar eru sagðir hafa unnið vondan sigur hjá Sameinuðu þjóðunum með því að koma í veg fyrir að botnvörpuveiðar verði bannaðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Sjávarútvegsráðherra segir að margar þjóðir standi með Íslendingum. Innlent 23.11.2006 16:39 Lögreglan á Blönduósi fær Umferðarljósið Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaunagripinn Umferðarljósið fyrir að hafa unnið með árangursríkum og eftirtektarverðum hætti að umferðaröryggismálum. Verðlaunin voru afhent á Umferðarþingi sem nú er haldið á Hótel Loftleiðum. Innlent 23.11.2006 16:38 Fékk þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur stúlknanna var stjúpdóttir mannsins en hin vinkona hennar. Stjúpdóttir mannsins var aðeins sex ára gömul þegar brotin hófust. Innlent 23.11.2006 16:33 Virðisaukaskattur á geisladiska lækkaður í sjö prósent Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að tillögu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að leggja til við alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7 prósent. Mun lækkunin taka gildi þann 1. mars 2007 um leið og aðrar boðaðar breytingar taka gildi á virðisaukaskattslögunum. Innlent 23.11.2006 16:27 Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Innlent 23.11.2006 15:57 Straumur-Burðarás gefur út skuldabréf Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur gefið út 200 milljóna evra skuldabréf á alþjóðlegum lánamarkaði. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að lánveitingin muni styrkja þátttöku bankans á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og sé mikilvægur áfangi í að auka enn frekar hlutdeild vaxtaberandi eigna og vaxtatekna bankans. Viðskipti innlent 23.11.2006 15:55 Gripinn þrisvar fyrir þjófnað í gær Karlmaður á fertugsaldri var tekinn þrisvar fyrir þjófnað í verslunum í borginni í gær. Fram kemur á vef lögreglunnar að maðurinn hafi fyrst farið ránshendi í verslunarmiðstöð og stolið varningi frá tveimur fyrirtækjum. Hann náðist hins vegar og var fluttur á lögreglustöð. Innlent 23.11.2006 15:34 Hafnaði kröfu ríkisins um að flugskýli yrði flutt af Akureyrarflugvelli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að eigandi flugskýlis á lóð Akureyrarflugvallar yrði borinn af lóðinni. Innlent 23.11.2006 15:25 « ‹ 142 143 144 145 146 147 148 149 150 … 334 ›
Lamdi mann Karlmaður á sextugsaldri var á þriðjudag ákærður fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur. Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan mann margsinnis með hnefanum á bifreiðastæði Kjörgarðs við Hverfisgötu í júní á síðasta ári með þeim afleiðingum að fórnarlambið særðist á höku, brjóstvöðum og bringubeini. Innlent 23.11.2006 22:29
Íslendingar vinna mest allra í Evrópu Lýðræði næstmest á Íslandi. Félagsfræðiprófessor segir stjórnmálaþátttöku almennings of litla. Innlent 23.11.2006 22:29
Staða kvenna hér fjórða best Ísland er í fjórða sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um jafnrétti kynjanna eftir löndum. Öll fimm Norðurlöndin raða sér á topp tíu og er Svíþjóð efst á lista og því jafnrétti mest þar af öllum þeim 115 löndum sem könnunin náði til. Innlent 23.11.2006 22:28
Tíu milljarða aukning útgjalda Í breytingartillögum fjárlaganefndar að fjárlagafrumvarpi er lagt til að tekjuafgangur ríkissjóðs minnki um sex og hálfan milljarð frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi 2007 sem lagt var fyrir Alþingi í október. Hagfræðingum atvinnulífs og banka líst ekki á blikuna. Innlent 23.11.2006 22:29
Skaðaði sjón fórnarlambs Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás í október á síðasta ári. Það var við veitingastaðinn Hlöllabáta í Reykjavík sem maðurinn veittist að öðrum manni og sló hann hnefahögg í höfuðið með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hlaut mar á sjónhimnu, glerhlaupslos og varanlega skert sjónsvið á hægra auga. Innlent 23.11.2006 22:28
Sjö milljarða til lífeyrisþega Stjórnarandstöðuflokkarnir kynntu í gær sameiginlega breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið. Snýr hún að bættum kjörum lífeyrisþega og er í sex liðum. Innlent 23.11.2006 22:29
Ég er maður eins og þeir Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. Innlent 23.11.2006 22:29
Biðtími fatlaðra barna mun styttast Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins gera ráð fyrir að fötluð börn þurfi aðeins að bíða í nokkrar vikur eftir þjónustu en undanfarin ár hefur biðtíminn verið frá sex mánuðum til tæpra þriggja ára. Innlent 23.11.2006 22:29
Boða þögula hópstöðu á Lækjartorgi Anna Kristine Magnúsdóttir og Kristín Ingvadóttir afhentu í vikunni Bjarna Benediktssyni, formanni allsherjarnefndar Alþingis, áskorun um að setja í nefndarálit sitt hvatningu til dómstóla landsins um að nýta þann refsiramma sem á að gilda í nauðgunarmálum. Innlent 23.11.2006 22:28
Þemavika í Hjallaskóla Í síðustu viku voru haldnir sérstakir þemadagar í Hjallaskóla í Kópavogi og unnu nemendur skólans alla þá viku að margvíslegum verkefnum tengdum menningu í aldursblönduðum hópum. Innlent 23.11.2006 22:29
Launin hækka hjá hinu opinbera Launavísitalan var 300,4 stig í október og hafði hækkað um 0,5 prósent frá því í september, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra hafði hún hækkað um 0,3 prósent. Launavísitalan hefur hækkað um ellefu prósent síðustu tólf mánuði. Innlent 23.11.2006 22:29
Þá var kátt í Kauphöllinni Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni í New York í fyrsta skipti á þriðjudaginn. Geir H. Haarde forsætisráðherra hringdi út viðskiptin í kauphöllinni síðdegis. Innlent 23.11.2006 22:29
Gerviliðaaðgerðir til skoðunar Heilbrigðisráðherra ætlar að skoða gerviliðaaðgerðir sérstaklega fáist fjármagn til biðlistaaðgerða. Landspítalinn getur ekki framkvæmt aðgerðir vegna sjúklinga sem bíða eftir framhaldsúrræði. Innlent 23.11.2006 22:29
Slagsmál í flugvél Slagsmál urðu í flugvél Flugfélags Íslands á leið frá Egilsstöðum í kvöld. Átökin hófust þegar að vélin var í aðflugi. Var árásarmaðurinn tekinn höndum þegar vélin lenti og er maðurinn á slysadeild þar sem hlúð er að sárum hans. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og mun hún yfirheyra árásarmanninn í fyrramálið. Innlent 23.11.2006 22:38
Reyndi að koma syni sínum ólöglega úr landi Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Innlent 23.11.2006 21:36
Fimm ára fangelsi Rúmlega tvítugur maður var, í Hérðasdómi Reykjaness, dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Maðurinn stakk annann mann fyrir utan íbúðarhús í Hafnarfirði, fjórtanda maí, og hlaut sá lífshættulega áverka. Árásarmaðurinn kom óboðinn að húsinu en þar stóð yfir afmælisveisla þess sem var stunginn. Með árásarmanninum var átján ára piltur sá fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Afleiðingar af völdum hnífsstungunnar eru varanlegar. Ástæður árásarinnar eru óljósar. Innlent 23.11.2006 18:26
Skipulagsbreytingum laumað inn bakdyramegin Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Innlent 23.11.2006 17:23
Forsætisráðherra í Íslandi í dag Geir H. Haarde mun verða gestur í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum. Þar mun Geir meðal annars ræða um frammistöðu Árna Johnsen í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ástandið í Írak og hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á að klára áður en kjörtímabilinu lýkur. Innlent 23.11.2006 17:11
Hæstiréttur sýknar 3X af kröfu Style ehf. Hæstiréttur sýknaði í dag fyrirtækið 3X af kröfum fyrirtækisins Style ehf. og vísaði um leið frá kröfu þess á staðfestingu á lögbanni vegna sölu þess fyrrnefnda á tiltekinni vél. Innlent 23.11.2006 17:07
Sparisjóðabankanum breytt í Icebank Sparisjóðabanki Íslands hefur fengið nýtt nafn og mun eftirleiðis heita Icebank. Stefnt er að því að fá nýja hluthafa að bankanum og skrá hlutbréf hans í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 23.11.2006 14:59
Kærður fyrir að byrla konu svefnlyf og nauðga henni Rúmlega þrítug kona hefur kært karlmann fyrir nauðgun sem varð um miðjan mánuðinn. Konan telur að maðurinn hafi byrlað sér svefnlyf á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. Innlent 23.11.2006 16:52
Fimm fíkniefnamál í Reykjavík í gær og nótt Fimm karlmenn komu við sögu lögreglunnar í Reykjavík í fimm fíkniefnamálum í gær og nótt en í öllum tilfellum fundust ætluð fíkniefni eins og lögreglan kallar það. Innlent 23.11.2006 16:48
Umhverfissamtök eru æf út í Íslendinga vegna togveiða Íslendingar eru sagðir hafa unnið vondan sigur hjá Sameinuðu þjóðunum með því að koma í veg fyrir að botnvörpuveiðar verði bannaðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Sjávarútvegsráðherra segir að margar þjóðir standi með Íslendingum. Innlent 23.11.2006 16:39
Lögreglan á Blönduósi fær Umferðarljósið Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaunagripinn Umferðarljósið fyrir að hafa unnið með árangursríkum og eftirtektarverðum hætti að umferðaröryggismálum. Verðlaunin voru afhent á Umferðarþingi sem nú er haldið á Hótel Loftleiðum. Innlent 23.11.2006 16:38
Fékk þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur stúlknanna var stjúpdóttir mannsins en hin vinkona hennar. Stjúpdóttir mannsins var aðeins sex ára gömul þegar brotin hófust. Innlent 23.11.2006 16:33
Virðisaukaskattur á geisladiska lækkaður í sjö prósent Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að tillögu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að leggja til við alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7 prósent. Mun lækkunin taka gildi þann 1. mars 2007 um leið og aðrar boðaðar breytingar taka gildi á virðisaukaskattslögunum. Innlent 23.11.2006 16:27
Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Innlent 23.11.2006 15:57
Straumur-Burðarás gefur út skuldabréf Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur gefið út 200 milljóna evra skuldabréf á alþjóðlegum lánamarkaði. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að lánveitingin muni styrkja þátttöku bankans á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og sé mikilvægur áfangi í að auka enn frekar hlutdeild vaxtaberandi eigna og vaxtatekna bankans. Viðskipti innlent 23.11.2006 15:55
Gripinn þrisvar fyrir þjófnað í gær Karlmaður á fertugsaldri var tekinn þrisvar fyrir þjófnað í verslunum í borginni í gær. Fram kemur á vef lögreglunnar að maðurinn hafi fyrst farið ránshendi í verslunarmiðstöð og stolið varningi frá tveimur fyrirtækjum. Hann náðist hins vegar og var fluttur á lögreglustöð. Innlent 23.11.2006 15:34
Hafnaði kröfu ríkisins um að flugskýli yrði flutt af Akureyrarflugvelli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að eigandi flugskýlis á lóð Akureyrarflugvallar yrði borinn af lóðinni. Innlent 23.11.2006 15:25