Innlent Kajakræðarinn fannst látinn Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn úti fyrir Hvammsvík í Hvalfirði aðfaranótt mánudags. Innlent 27.11.2006 21:55 Játar barsmíðar í Öskjuhlíðinni Ungur piltur hefur játað að hafa ráðist á karlmann á sjötugsaldri í Öskjuhlíðinni síðastliðið föstudagskvöld. Pilturinn og þrír félagar hans veittust að manninum á Flugvallarvegi eftir að hafa komið upp að bíl mannsins og spurt hvort hann væri samkynhneigður. Innlent 27.11.2006 21:55 Hjartastopp í lögreglubíl Karlmaður gekk berserksgang á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík á laugardagskvöldið. Maðurinn, sem var gestur á hótelinu, var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Innlent 27.11.2006 21:55 Fundu fíkniefni í söluumbúðum Lögreglan í Kópavogi handtók tæplega tvítugan mann aðfaranótt föstudags. Við leit á manninum fundust fíkniefni í söluumbúðum. Í kjölfarið var gerð húsleit á heimili mannsins og fannst töluvert magn fíkniefna til viðbótar. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja efnin. Honum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Innlent 27.11.2006 21:55 Ellefu manns handteknir Lögreglan á Selfossi handtók ellefu manns í Árneshverfi á sunnudag og lagði hald á lítilræði af fíkniefnum. Innlent 27.11.2006 21:55 Ekki talinn í lífshættu Líðan mannsins sem slasaðist á Kárahnjúkavirkjun á laugardagskvöld er stöðug að sögn svæfingalæknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Innlent 27.11.2006 21:55 Á gjörgæslu eftir fallhlífarslys Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega í fallhlífarslysi við Svignaskarð í Borgarfirði rétt eftir hádegið á sunnudaginn. Innlent 27.11.2006 21:55 Óformlegar viðræður í bígerð Óformlegar viðræður um varnarsamstarf við nágrannaríkin munu fara fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fagnaðarefni að Norðmenn hafi áhuga á að liðsinna Íslendingum en gagnrýnir ríkisstjórnina um leið fyrir framtaksleysi. Innlent 27.11.2006 19:25 Latibær hreppti BAFTA-verðlaunin Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hlutu í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Innlent 27.11.2006 19:31 Skautasvell á Ingólfstorgi Skautasvell verður á Ingólfstorgi í desember og er nú unnið hörðum höndum að gerð þess. Tryggingamiðstöðin stendur að svellinu í tilefni hálfrar aldar afmælis. Innlent 27.11.2006 18:48 Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. Innlent 27.11.2006 18:15 Bati á fasteignamarkaði Greiningardeild Landsbankans segir auknar vísbendingar komið fram á síðustu vikum um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af á þessu ári. Vísbendingarnar eru þó fremur veikar. Viðskipti innlent 27.11.2006 18:27 Fyrirtæki skylduð til samráðs við starfsmenn Fyrirtækjum verður skylt að upplýsa starfsmenn um fjárhagsstöðu og horfur í atvinnumálum, ef frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. Tregðist þau við, verða þau sektuð. Innlent 27.11.2006 17:39 Utanríkisráðherra á ferð og flugi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag til Lettlands þar sem hún tekur þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á þriðjudaginn. Ráðherra heimsækir einnig íslensk fyrirtæki í Lettlandi. Að leiðtogafundi loknum fer utanríkisráðherra til Litháen og á meðal annars fund með utanríkisráðherra landsins, Petras Vaitiekunas, og opnar nýja ræðisskrifstofu í Vilníus. Innlent 27.11.2006 17:38 Sprenging í skíðaferðum Hátt í fjögur þúsund Íslendingar fljúga suður á bóginn yfir jólin og hafa líklega aldrei verið fleiri. Þá hefur sprenging orðið í sölu skíðaferða. Innlent 27.11.2006 17:17 Efnahagsbrotadeild fær frest fram á þriðjudag til að skila greinargerð Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, hefur fengið frest til 5. desember, eða fram á næsta þriðjudag til að vinna greinargerð vegna kæru fimm Baugsmanna gegn yfirmönnum deildarinnar. Innlent 27.11.2006 16:35 Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Innlent 27.11.2006 16:18 Peningafalsari á ferð í borginni Peningafalsari var á ferðinnni um helgina því tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum var framvísað í verslunum. Báðir höfðu þeir verið ljósritaðir og báru þeir sama númer. Fram kemur á vef lögreglunnar að af því megi ráða að þeir komi frá sama aðila. Innlent 27.11.2006 15:48 30 þúsund króna sekt fyrir ólöglegar veiðar Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur til greiðslu 30 þúsund króna fyrir að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa í vor veitt í tvö silungsnet í sjó sunnan við bæ sinn í Hörgárbyggð en bannað er að veiða göngusilung í sjó frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert Innlent 27.11.2006 15:38 65 umferðaróhöpp í Reykjavík um helgina Sextíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Flest þeirra voru minniháttar en í aðeins einu tilviki þurfti að flytja slasaðan með sjúkrabíl. Fram kemur á vef lögreglunnar að í átta tilfellum hafi menn stungið af frá vettvangi óhappsins. Innlent 27.11.2006 15:29 Ný flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undirrituð Forsvarsmenn almannavarna á Keflavíkurflugvelli og ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag nýja og endurskoðaða flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Áætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á Keflavíkurflugvelli eða annars staðar á Reykjanesskaga. Innlent 27.11.2006 15:03 Fékk hjartastopp á leið á lögreglustöð Karlmaður fékk hjartastopp og hætti að anda þegar verið að flytja hann á lögreglustöð eftir handtöku um helgina. Lögreglan var kölluð að hóteli í borginni aðfaranótt sunnudags en þar hafði karlmaðurinn gengið berserksgang og meðal annars kastað til húsgögnum og ráðist inn á herbergi sofandi hótelgesta. Innlent 27.11.2006 14:55 Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor. Innlent 27.11.2006 14:11 Ekki á svifdreka heldur með dráttarsegl Maðurinn sem slasaðist í Svignaskarði í Borgarfirði í gær var ekki á svifdreka heldur með nokkurs konar dráttarsegl, sem meðal annars skíðamenn og sjóskíðamenn nota til þess að draga sig áfram í góðum byr. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. Innlent 27.11.2006 13:23 Útafakstur við Selfoss vatt upp á sig Lögreglan á Selfossi handtók fjóra, yfirheyrði sex á staðnum, og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 12:29 Samtök hernaðarandstæðinga: Nýtt nafn, sama andstaðan Innlent 27.11.2006 13:01 Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Innlent 27.11.2006 12:20 Svifdrekamaður slasaðist alvarlega í Borgarfirði Svifdrekamaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slys sem varð við Svignaskarð í Borgarfirði í gær. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns brotlenti svifdreki mannsins eftir að vindhviða feykti honum á skurðbakka af miklu afli og slasaðist maðurinn illa. Innlent 27.11.2006 12:37 Vanskil aukast á þriðja ársfjórðungi Vanskilahlutfall af útlánum innlánsstofnana jókst heldur á þriðja ársfjórðungi ársins eftir að hafa verið mjög lágt undanfarin misseri, að því er fram kemur á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Í heildina námu vanskil 0,7 prósentum af útlánum, en hlutur einstaklinga var heldur hærri en hlutur fyrirtækja. Innlent 27.11.2006 12:06 Halda óbreyttum réttindum í tvö ár Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Innlent 27.11.2006 12:26 « ‹ 138 139 140 141 142 143 144 145 146 … 334 ›
Kajakræðarinn fannst látinn Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn úti fyrir Hvammsvík í Hvalfirði aðfaranótt mánudags. Innlent 27.11.2006 21:55
Játar barsmíðar í Öskjuhlíðinni Ungur piltur hefur játað að hafa ráðist á karlmann á sjötugsaldri í Öskjuhlíðinni síðastliðið föstudagskvöld. Pilturinn og þrír félagar hans veittust að manninum á Flugvallarvegi eftir að hafa komið upp að bíl mannsins og spurt hvort hann væri samkynhneigður. Innlent 27.11.2006 21:55
Hjartastopp í lögreglubíl Karlmaður gekk berserksgang á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík á laugardagskvöldið. Maðurinn, sem var gestur á hótelinu, var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Innlent 27.11.2006 21:55
Fundu fíkniefni í söluumbúðum Lögreglan í Kópavogi handtók tæplega tvítugan mann aðfaranótt föstudags. Við leit á manninum fundust fíkniefni í söluumbúðum. Í kjölfarið var gerð húsleit á heimili mannsins og fannst töluvert magn fíkniefna til viðbótar. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja efnin. Honum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Innlent 27.11.2006 21:55
Ellefu manns handteknir Lögreglan á Selfossi handtók ellefu manns í Árneshverfi á sunnudag og lagði hald á lítilræði af fíkniefnum. Innlent 27.11.2006 21:55
Ekki talinn í lífshættu Líðan mannsins sem slasaðist á Kárahnjúkavirkjun á laugardagskvöld er stöðug að sögn svæfingalæknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Innlent 27.11.2006 21:55
Á gjörgæslu eftir fallhlífarslys Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega í fallhlífarslysi við Svignaskarð í Borgarfirði rétt eftir hádegið á sunnudaginn. Innlent 27.11.2006 21:55
Óformlegar viðræður í bígerð Óformlegar viðræður um varnarsamstarf við nágrannaríkin munu fara fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fagnaðarefni að Norðmenn hafi áhuga á að liðsinna Íslendingum en gagnrýnir ríkisstjórnina um leið fyrir framtaksleysi. Innlent 27.11.2006 19:25
Latibær hreppti BAFTA-verðlaunin Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hlutu í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Innlent 27.11.2006 19:31
Skautasvell á Ingólfstorgi Skautasvell verður á Ingólfstorgi í desember og er nú unnið hörðum höndum að gerð þess. Tryggingamiðstöðin stendur að svellinu í tilefni hálfrar aldar afmælis. Innlent 27.11.2006 18:48
Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. Innlent 27.11.2006 18:15
Bati á fasteignamarkaði Greiningardeild Landsbankans segir auknar vísbendingar komið fram á síðustu vikum um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af á þessu ári. Vísbendingarnar eru þó fremur veikar. Viðskipti innlent 27.11.2006 18:27
Fyrirtæki skylduð til samráðs við starfsmenn Fyrirtækjum verður skylt að upplýsa starfsmenn um fjárhagsstöðu og horfur í atvinnumálum, ef frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. Tregðist þau við, verða þau sektuð. Innlent 27.11.2006 17:39
Utanríkisráðherra á ferð og flugi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag til Lettlands þar sem hún tekur þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á þriðjudaginn. Ráðherra heimsækir einnig íslensk fyrirtæki í Lettlandi. Að leiðtogafundi loknum fer utanríkisráðherra til Litháen og á meðal annars fund með utanríkisráðherra landsins, Petras Vaitiekunas, og opnar nýja ræðisskrifstofu í Vilníus. Innlent 27.11.2006 17:38
Sprenging í skíðaferðum Hátt í fjögur þúsund Íslendingar fljúga suður á bóginn yfir jólin og hafa líklega aldrei verið fleiri. Þá hefur sprenging orðið í sölu skíðaferða. Innlent 27.11.2006 17:17
Efnahagsbrotadeild fær frest fram á þriðjudag til að skila greinargerð Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, hefur fengið frest til 5. desember, eða fram á næsta þriðjudag til að vinna greinargerð vegna kæru fimm Baugsmanna gegn yfirmönnum deildarinnar. Innlent 27.11.2006 16:35
Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Innlent 27.11.2006 16:18
Peningafalsari á ferð í borginni Peningafalsari var á ferðinnni um helgina því tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum var framvísað í verslunum. Báðir höfðu þeir verið ljósritaðir og báru þeir sama númer. Fram kemur á vef lögreglunnar að af því megi ráða að þeir komi frá sama aðila. Innlent 27.11.2006 15:48
30 þúsund króna sekt fyrir ólöglegar veiðar Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur til greiðslu 30 þúsund króna fyrir að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa í vor veitt í tvö silungsnet í sjó sunnan við bæ sinn í Hörgárbyggð en bannað er að veiða göngusilung í sjó frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert Innlent 27.11.2006 15:38
65 umferðaróhöpp í Reykjavík um helgina Sextíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Flest þeirra voru minniháttar en í aðeins einu tilviki þurfti að flytja slasaðan með sjúkrabíl. Fram kemur á vef lögreglunnar að í átta tilfellum hafi menn stungið af frá vettvangi óhappsins. Innlent 27.11.2006 15:29
Ný flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undirrituð Forsvarsmenn almannavarna á Keflavíkurflugvelli og ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag nýja og endurskoðaða flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Áætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á Keflavíkurflugvelli eða annars staðar á Reykjanesskaga. Innlent 27.11.2006 15:03
Fékk hjartastopp á leið á lögreglustöð Karlmaður fékk hjartastopp og hætti að anda þegar verið að flytja hann á lögreglustöð eftir handtöku um helgina. Lögreglan var kölluð að hóteli í borginni aðfaranótt sunnudags en þar hafði karlmaðurinn gengið berserksgang og meðal annars kastað til húsgögnum og ráðist inn á herbergi sofandi hótelgesta. Innlent 27.11.2006 14:55
Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor. Innlent 27.11.2006 14:11
Ekki á svifdreka heldur með dráttarsegl Maðurinn sem slasaðist í Svignaskarði í Borgarfirði í gær var ekki á svifdreka heldur með nokkurs konar dráttarsegl, sem meðal annars skíðamenn og sjóskíðamenn nota til þess að draga sig áfram í góðum byr. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. Innlent 27.11.2006 13:23
Útafakstur við Selfoss vatt upp á sig Lögreglan á Selfossi handtók fjóra, yfirheyrði sex á staðnum, og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 12:29
Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Innlent 27.11.2006 12:20
Svifdrekamaður slasaðist alvarlega í Borgarfirði Svifdrekamaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slys sem varð við Svignaskarð í Borgarfirði í gær. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns brotlenti svifdreki mannsins eftir að vindhviða feykti honum á skurðbakka af miklu afli og slasaðist maðurinn illa. Innlent 27.11.2006 12:37
Vanskil aukast á þriðja ársfjórðungi Vanskilahlutfall af útlánum innlánsstofnana jókst heldur á þriðja ársfjórðungi ársins eftir að hafa verið mjög lágt undanfarin misseri, að því er fram kemur á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Í heildina námu vanskil 0,7 prósentum af útlánum, en hlutur einstaklinga var heldur hærri en hlutur fyrirtækja. Innlent 27.11.2006 12:06
Halda óbreyttum réttindum í tvö ár Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Innlent 27.11.2006 12:26