Innlent

Fréttamynd

Tekinn með 80 gr. af amfetamíni

Karlmaður á fimmtugsaldri var tekinn á Keflavíkurflugvelli á laugardag með hatt í 80 grómm af anfetamíni, falin innvortis. Að sögn Fréttablaðsins var hann að koma frá Kaupmannahöfn og við húsleit heima hjá honum fannst töluvert af kannabisplöntum.

Innlent
Fréttamynd

Varasamt athæfi

Brögð eru að því að ungir ökumenn séu að draga aðra unglinga og jafnvel börn á sleðum eða uppblásnum slöngum úr bíldekkjum aftan í bílum sínum. Í sumum tilvikum fari ungu ökumennirnir geyst.

Innlent
Fréttamynd

Fótbrotnaði á snjóbretti

Fjórtán ára piltur fótbrotnaði þegar hann var að renna sér á snjóbretti á Hólnum svonefnda á Selfossi í gærkvöldi. Hann var fyrst fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi en þaðan á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Kortleggja fiskdauða í Grundarfirði

Hafrannsóknar-stofnunin vinnur enn að rannsóknum í Grundarfirði eftir fiskdauða í þorskeldi þar. Grunur leikur á að mikið magn af síld í firðinum hafi orsakað súrefnisþurrð en verið er að kortleggja yfir hversu stórt svæði fiskdauðinn náði.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing með uppfærða afkomuspá Alfesca

Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfærða afkomuspá sína fyrir matvælaframleiðandann Alfesca. Spáin er gerð í ljósi upplýsinga sem ekki lágu fyrir við gerð síðustu afkomuspár í lok nóvember. Deildin ítrekar fyrra verðmat sitt og mælir með því að fjárfestar minnki við sig í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis semur við félag í eigu Róberts Wessman

Actavis gerði í dag samning við félagið Aceway Ltd., sem er í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, um sölurétt hlutabréfa Aceway, sem félag hans keypti á genginu 54 í byrjun árs. Samningurinn við Aceway er skilyrtur að því leyti að Actavis greiði bréfin á genginu 74,824 á hlut auk fjármagnskostnaðar verði Róbert í starfi hjá félaginu 1. ágúst á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Málflutningur í Baugsmáli hafinn í Hæstarétti

Málflutningur vegna sex ákæruliða í fyrra Baugsmálinu stendur nú yfir í Hæstarétti. Er þetta í fyrsta skipti sem ákæruliðirnir fá efnislega meðferð í Hæstarétti en síðast var þeim vísað aftur heim í hérað.

Innlent
Fréttamynd

Svört skýrsla um Byrgið

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur meðferðarheimilisins Byrgisins verður birt nú eftir hádegi. Búast má við svartri skýrslu ef miðað er við að Ríkisendurskoðandi þótti ástæða til að stöðva greiðslur til Byrgisins áður en rannsókn lauk.

Innlent
Fréttamynd

LÍ spáir töluverðum hækkunum á hlutabréfum

Greiningardeild Landsbankans telur að innistæða sé fyrir töluverðri hækkun á hlutabréfum á þessu ári og spáir 20-25 prósenta hækkun markaðarins á árinu. Þetta mat er meðal annars byggt á hagstæðum verðkennitölum félaga sem styði þá skoðun að markaðurinn sé sanngjarnt verðlagður í alþjóðlegum samanburði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alþingi kemur saman í dag

Alþingi kemur saman í dag að loknu jólaleyfi og er eitt mál á dagskrá, Það er frumvarpið um Ríkisútvarpið og er búist við löngum umræðum um það. Einnig er talið líklegt að farið verði fram á viðræður um stöðu krónunnar og Evruna. Þingið verður styttra en venjulega, vegna kosninganna í vor.

Innlent
Fréttamynd

Aðalmeðferð Baugsmálsins hafin

Aðalmeðferð Baugsmálsins hófst nú klukkan átta í Hæstarétti. Í málflutningum í dag verða sex af upphaflegu ákæruliðum teknir fyrir en þeir fjalla um meint brot á ársreikningum, tollalögum og skjalafalsákvæðum í almennum hegningarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Norsk-íslenska síldin umdeild

Enn ein samningalotan um skiptingu Norsk-Íslenska síldarstofnsins hefst í dag en Norðmenn vilja sífellt stærri hluta kökunnar. Líkt og í viðræðunum í desember krefjast þeir nú 70 prósenta hlutdeildar í veiðistofninum sem er talsvert hærra hlutfall en þeir höfðu á meðan samkomulag ríkti um veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Bræla á loðnumiðum

Bræla er á loðnumiðunum fyrir norðaustan land og hafa skipin því lítið getað veitt úr þeim 140 þúsund bráðabirgðakvóta, sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Engin umferðaróhöpp í nótt

Óvenju lítil umferð var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og var ekki tilkynnt um nein umferðaróhöpp. Lögregla rekur litla umferð til þæfings færðar, einkum í íbúðagötum, þar sem ljóst má vera af snjólagi á mörgum bílum að þeir hafi lítið sem ekkert verið hreyfðir um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Víða vond færð

Það er hálka og éljagangur á Reykjanesbraut og sömuleiðis á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er hálka og skafrenningur og víða þæfingur í uppsveitum.

Innlent
Fréttamynd

Skíðasvæði lokuð fyrir sunnan opin annarsstaðar

Þrátt fyrir að snjó hafi kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga verður lokað í Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Grétar Hallur Þórisson forstöðumaður skíðasvæðanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að snjórinn væri svo þurr og léttur að grjót stæði upp úr um leið og hann hreyfði vind.

Innlent
Fréttamynd

Ekki kosið um álver í Helguvík

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að ekki verði kosið um fyrirhugað álver í Helguvík, eins og samtökin Sól á Suðurnesjum hefur krafist. Árni segir í samtali við Morgunblaðið að tvær skoðanakannanir hafi verið gerðar á síðasta ári, sem sýni 77 prósent stuðning við álverið.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður vann í Mývatnssveit

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fékk örugga kosningu í fyrsta sætið á aukakjördæmisráðsþingi flokksins í Mývatnssveit. Tuttugu og tveir gáfu kost á sér í tíu fyrstu sætin. Tveir þingmenn, Dagný Jónsdóttir og Jón Kristjánsson gáfu ekki kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Biðröð af sendiferðabílum á útsölu

Það var nóg að gera hjá sendiferðabílstjórum í dag, enda voru stórútsölur hjá nokkrum húsgagnaverslunum, svosem Húsgagnahöllinni og ÍKEA, þar sem boðinn var allt að áttatíu prósenta afsláttur.

Innlent
Fréttamynd

Metár í fíkniefnaupptöku

Tollgæsla á landinu lagði árið 2006 hald á mesta magn fíkniefna sem fundist hefur á einu ári við landamæraeftirlit. Fundust 43,5 kg af amfetamíni, 8,3 kg af kókaíni og 21,6 kg af kannabisefnum auk lítils magns heróíns en það efni hefur ekki fundist áður við fíkniefnaeftirlit tollgæslu hérlendis.

Innlent
Fréttamynd

Olíubílum fækkar á Reykjanesbraut

Ferðum olíuflutningabíla um Reykjanesbraut fækkar um fimmtán á sólarhring, með því að flugvélaeldsneyti er nú sett á tanka í Helguvík, en ekki Reykjavík. Fyrsta eldsneytisflutningaskipið kom til Helguvíkur í gær, með um tuttugu þúsund tonn af eldsneyti sem notað verður á

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn lifir ekki af biðina eftir nýju húsi

Læknar efast um að Landspítalinn lifi af biðina eftir nýju sjúkrahúsi nema fundið verði bráðabirgðahúsnæði. Þeir vilja að ríkið kaupi eða leigi gömlu Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Aðstaðan núna, sé sjúklingum ekki boðleg.

Innlent
Fréttamynd

Drukknir óku á vegrið í Svínahrauni

Fólksbíll með þremur ungum karlmönnum milli tvítugs og þrítugs keyrði utan í vegriðið milli hins umdeilda tveir plús einn vegar í Svínahrauni á Hellisheiði um sjöleytið í morgun. Við þetta skemmdust sex stikur og bíllinn skemmdist líka en vegriðið varnaði því að þeir færu yfir á hinn vegarhelminginn.

Innlent
Fréttamynd

Klipptur úr bílflaki

Harður árekstur varð norðan við Munaðarnes við bæinn Grafarkot rétt fyrir klukkan fjögur í gær þegar jeppi og flutningabifreið skullu saman. Beita þurfti klippum til þess að ná ökumanni jeppans, sem var einn á ferð, út úr bifreiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja láta kjósa um álver í Helguvík

Rúmlega 50 manns sóttu opinn fund Sólar á Suðurnesjum sem haldin var í Svarta Pakkhúsinu í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Kröfðust fundarmenn þess að fallið yrði frá áformum um álver í Helguvík og virkjanir á Reykjanesskaganum þar til vilji íbúa hefur verið kannaður með kosningu.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu umferðaróhöpp

Um fimmtíu umferðaróhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Öll voru þau minniháttar, bílar að renna til í hálku. Lögregla höfuðborgarsvæðisins tekur fram að enginn ætti að vera á sumardekkjum í þessari færð sem nú er í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Háskólinn stefnir hátt

Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu.

Innlent
Fréttamynd

HA sakar menntamálaráðherra um mismunun

Formaður félags háskólakennara á Akureyri sakar menntamálaráðherra um mismunun. Á Akureyri búi skólinn við hundruð milljarða króna halla meðan smjör drjúpi af hverju strái hjá Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert ferðaveður

Færð er nú slæm um allt land og á Öxnadalsheiði er snjóþekja og stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Reykjanesbraut og öllum Suðurnesjunum er hálka og skafrenningur, sem og á Hellisheiði og Þrengslum en þar er líka éljagangur.

Innlent