Háskólinn stefnir hátt 12. janúar 2007 23:36 Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi. Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi.
Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent