Innlent Brotist inn í Breiðagerðisskóla Brotist var inn í Breiðagerðisskóla í nótt og þaðan stolið skjávarpa. Enn er ekki vitað hvort að þjófurinn hafi haft önnur verðmæti á brott með sér. Þjófurinn spennti upp hurð til að komast inn í skólann. Hann komst síðan óséður út og er enn ófundinn. Innlent 21.2.2007 07:08 Sjö ökuþórar teknir í nótt Sjö ökumenn voru teknir fyrir of hraðann akstur í Reykjavík í nótt, sem er óvenju mikill fjöldi að næturlagi. Sá sem hraðast ók, mældist á 120 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80. Þá voru þrír ölvaðir ökumenn teknir úr umferð, sem líka er óvenju mikið í miðri viku. Innlent 21.2.2007 07:06 Fá betra verð í Noregi Norsk loðnuskip, sem nýverið kláruðu kvóta sinn hér við land, fegnu mun hærra verð fyrir afla sinn í Noregi, en íslensk skip fá fyrir samskonar loðnu hér á landi. Skip.is greinir frá því að meðalverð fyrir tonnið til bræðslu eða frystingar í Noregi hafi verið röskar 25 þúsund krónur, en síðast þegar Fréttastofa Stöðvar tvö kannaði hráefnisverðið hér, greiddu íslenskar verksmiðjur 13 til 14 þúsund krónur fyrir tonnið. Innlent 21.2.2007 07:03 Matvöruverð oftast lægst á Íslandi Verð á matvöru á Norðurlöndunum var oftast lægst á Íslandi í nýrri skoðanakönnun félags íslenskra stórkaupmanna. Af tíu vörum sem athugaðar voru í lágvöruverðsverslunum var verðið sjö sinnum lægst á Íslandi. Í stórmarkaðsverslunum var verðið þrisvar sinnum lægst hér á landi. Innlent 21.2.2007 06:58 Besta afkoman í sögu Icelandair Group Icelandic Group skilaði ríflega 2,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Félagið skilaði hins vegar 555 milljóna króna tapi á fjórða og síðasta rekstrarfjórðungi síðasta árs. Þetta er besta afkoman í sögu félagsins, sem var skráð í Kauphöll Íslands undir lok síðasta árs. Viðskipti innlent 20.2.2007 16:37 Yfir 100 sýnendur á Tækni og vit 2007 Yfir 100 sýnendur hafa skráð sig til þátttöku á stórsýningunni Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8.-11. mars næstkomandi. Mikil gróska er í tækni- og þekkingariðnaði og verður sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Viðskipti innlent 20.2.2007 15:33 Icelandic Glacial með víðtæka dreifingu í N-Ameríku Íslenska fyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað vatn á flöskum undir vörumerkinu Icelandic Glacial í Þorlákshöfn, hefur gert samning við kanadíska fyrirtækið Leading Brands um dreifingu á vatninu í Kanada og í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun meðal annars selja vatnið í verslanakeðjunum Shoppers Drug Mart, Whole Foods Markets og í Wal-Mart auk annarra verslana. Viðskipti innlent 20.2.2007 15:31 Friðrik Már Baldursson prófessor með fulltingi Kaupþings Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að dr. Friðrik Már Baldursson, gegni stöðu prófessors með fulltingi Kaupþings. Þetta er í samræmi við sambning sem HÍ og Kaupþing gerðu undir lok síðasta árs um ótímabundna kostun á stöðu prófessors í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 20.2.2007 11:44 Erlendir fjölmiðlar fjalla um andstöðu við klámsamkomu Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt fréttir af andstöðu íslenskra ráðamanna við samkomu aðila úr klámiðnaði en hún á að fara fram áttunda til tíunda mars næstkomandi. Innlent 20.2.2007 10:03 Bíl stolið fyrir utan 11-11 í Garðabæ í gærkvöldi Ökumaður, sem lagði bíl sínum fyrir utan 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi til að skjótast inn eftir einhverju smálegu, greip í tómt þegar hann kom út aftur. Bíllinn var þá horfinn , en eigandinn hafði skilið hann eftir í gangi. Grunur leikur á að piltur og stúlka, bæði án ökuréttinda, hafi stolið bílnum og hafa hvorki þau né bíllinn fundist í nótt, þrátt fyrir talsverða leit. Innlent 20.2.2007 07:21 Skógræktarfélag Reykjavíkur samþykkir drög að kæru Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í gærkvöldi, drög að kæru á hendur Kópavogsbæ og verktakafyrirtækinu Klæðningar fyrir jarðrask og spjöll í Heiðmörk vegna lagningar vatnsleiðslu. Að teknu tilliti til ábendinga á fundinum í gærkvöldi verður gengið frá kærunni í dag og hún send lögreglu til meðferðar. Innlent 20.2.2007 07:17 Ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur Ökumaður var tekinn úr umferð í nótt vegna ölvunaraksturs, sem vart er í frásögu færandi, ef vandi hans hefði ekki enn vaxið þegar lögregla hugðist aka honum heim eftir skýrslutöku. Hófst þá mikil togstreyta í huga mannsins, því hann reyndist eiga tvær unnustur og börn með báðum, án þess að þær viti hvor um aðra. Innlent 20.2.2007 07:19 Olíuflekkur fannst skammt frá Wilson Muuga Olíuflekkur fannst síðdegis í gær í þanghrönn skammt þar frá sem flutningaskipið Wilson Muuga, stendur á strandstað. Náttúrufræðingar slá þó engu föstu um það hvort þar sé kominn skýringin á olíumengun í fuglum út af Gaðrskaga, en tveir olíumengaðir fuglar náðust í gær og verður olían úr fiðri þeirra efnagreind. Innlent 20.2.2007 07:14 Vinna hafin við útfærslu öryggismála Embættismenn Íslands og Noregs ákváðu á örðum fundi sínum um samstarf í öryggismálum, sem haldinn var í Osló í gær, að hefja vinnu við nánari útfærslu þess. Það varðar meðal annars heræfingar, samvinnu á vettvangi NATO og þyrlukaup til björgunar- og strandgæslu. Innlent 20.2.2007 07:03 Samstarf við Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur og fulltrúar Afríkuríkisins Djíbútí undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðslu í Djíbútí. Forseti Djíbútí og stjórnarformaður Orkuveitunnar segja þetta mikilvægan samning sem vonandi tryggi orku í sem flest hús í landinu. Innlent 19.2.2007 18:30 Alfesca kaupir franskan skelfiskframleiðanda Matvælaframleiðandinn Alfesca hefur keypt franska skelfiskframleiðandann Adrimex fyrir um 1,9 milljarða krónur. Adrimex er leiðandi í framleiðslu og sölu úrvalsskelfisks. Viðskipti innlent 19.2.2007 15:57 Hagnaður Stoða rúmlega fimmfaldast Fasteignafélagið Stoðir hf. skilaði tæplega 11,4 milljarða króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæplega 2,1 milljarðs króna hagnaðar ári fyrr. Viðskipti innlent 19.2.2007 09:55 Fjölmennt á tónleikunum Lifi Álafoss Færri komust að en vildu á tónleikana Lifi Álafoss, sem haldnir voru til styrktar Varmársamtökunum í Héðinshúsinu í Reykjavík í gærkvöldi. Margir listamenn komu þar fram sem allir eiga það sameiginlegt að hafa tekið upp tónlist í hljóðveri Sigurrósar í Álafosskvosinni. Nær öll tónlistin var ó-rafmögnuð, sem gaf tónleikunum óvenjulegan blæ. Innlent 19.2.2007 08:03 Grunaður um íkveikju Húsráðandi í íbúð í fjölbýlishúsi vestarlega á Hringbraut í Reykjavík, er í haldi lögreglu, grunaður um íkveikju í íbúð sinni. Vegfarendur tilkynntu um reyk út um glugga á íbúðinni seint í gærkvöldi, og þegar slökkvilið kom á vettvang logaði talsverður eldur innandyra og er þar allt stór skemmt eða ónýtt af völdum reyks og hita. Þá barst reykur inn í aðra íbúð í húsinu. Innlent 19.2.2007 08:06 Hjörvar Steinn Norðurlandameistari Hjörvar Steinn Grétarsson varð Norðurlandameistari í c- flokki í skólaskák í gær. Svíar urðu hlutskarpastir og hlutu þrjá Norðurlandameistaratitla, Íslendingar og Danir sitthvorn. Danir hlutu hinsvegar fleiri undirtitla og höfnuðu Íslendingar í fjórða til fimmta sæti á mótinu. Innlent 19.2.2007 08:14 VG kynnir lista í Norðvesturkjördæmi Jón Bjarnason alþingismaður skipar efsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Noðrvesturkjördæmi, sem samþykktur var í gær. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir íþróttafræðingur skipar annað sætið, Björg Gunnarsdóttir landfærðingur það þriðja og Ásmundur Daðason bóndi, fjórða sætið. Innlent 19.2.2007 08:02 Olíumengaðir sjófuglar finnast Enn er óljóst hvað veldur því að talsvert er um olíumengaðan sjófugl á svæðinu frá Garðskaga og alveg inn á Njarðvíkurfitjar. Ekki fannst þó dauður fugl af völdum oíumengunar, en hundruð fulga sáust olíusmitaðir. Innlent 19.2.2007 07:34 Skógræktarfélagið ætlar að kæra Kópavogsbæ Allt að tólf metra há tré, sem rifin voru upp með rótum í Heiðmörk vegna vatnsveituframkvæmda Kópavogsbæjar, hafa verið flutt í afgirt einkaland í Hafnarfjarðarhrauni,samkvæmt heimildum Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Innlent 19.2.2007 07:27 Skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð Suðurstrandarsvegur er skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð, segir útgerðarmaður á Suðurlandi. Bæjarstjóri Ölfuss segir ekki hægt að búa við slík svik. Innlent 18.2.2007 18:44 Upp í kok af álkjaftæði Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Innlent 18.2.2007 18:17 Eldur í bíl á Grettisgötu Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu á Grettisgötu laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en bifreiðin er líklega ónýt. Svæðinu var lokað á meðan rannsókn fór fram, en grunur er um að kveikt hafi verið í bílnum. Innlent 18.2.2007 12:38 Þjónustuhöfn fyrir Austur Grænland á Ísafirði Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnir að auknum umsvifum og þjónustu Ísafjarðarhafnar, meðal annars með því að efla höfnina sem þjónustumiðstöð fyrir Austur Grænland. Samþykkt hefur verið að atvinnumálanefnd og hafnarstjórn bæjarins vinni tillögur sem fyrst um málið. Innlent 18.2.2007 13:32 Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Á einum sólarhring í vikunni mældust 152 ökumenn á of miklum hraða í Hvalfjarðargöngunum. Einn þeirra mældist á 120 km hraða hámarkshraði er 70 km. Um er að ræða tímabilið frá háegi á þriðjudag til hádegis á miðvikudegi, og voru 11 ökumannanna á yfir 90 km hraða. Allir 152 eiga von á sekt en þeir voru festir á filmu hraðamyndavélar í göngunum. Innlent 18.2.2007 13:00 Til hamingju konur! Konudagurinn er í dag og í dag hefst líka góan, fimmti mánuður ársins samkvæmt norrænu tímatali. Flestir eiginmenn gleðja eiginkonur sínar með ýmsum hætti. Mikið er að gera í blómaverslunum, en blómin eru líklega klassískasta gjöf eiginmannanna á þessum degi. Innlent 18.2.2007 12:48 Vill ekki í stríð við unga fólkið Skotárás á bíl lögreglumanns á Blönduósi í lok desember er óupplýst en í síðustu viku játuðu hins vegar tveir ungir menn að hafa sprengt heimatilbúna sprengju við heimili annars lögreglumanns sem býr á Skagaströnd. Sýslumaðurinn á Blönduósi vill vinna með unga fólkinu á staðnum en ekki fara í stríð við það. Innlent 18.2.2007 12:30 « ‹ 108 109 110 111 112 113 114 115 116 … 334 ›
Brotist inn í Breiðagerðisskóla Brotist var inn í Breiðagerðisskóla í nótt og þaðan stolið skjávarpa. Enn er ekki vitað hvort að þjófurinn hafi haft önnur verðmæti á brott með sér. Þjófurinn spennti upp hurð til að komast inn í skólann. Hann komst síðan óséður út og er enn ófundinn. Innlent 21.2.2007 07:08
Sjö ökuþórar teknir í nótt Sjö ökumenn voru teknir fyrir of hraðann akstur í Reykjavík í nótt, sem er óvenju mikill fjöldi að næturlagi. Sá sem hraðast ók, mældist á 120 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80. Þá voru þrír ölvaðir ökumenn teknir úr umferð, sem líka er óvenju mikið í miðri viku. Innlent 21.2.2007 07:06
Fá betra verð í Noregi Norsk loðnuskip, sem nýverið kláruðu kvóta sinn hér við land, fegnu mun hærra verð fyrir afla sinn í Noregi, en íslensk skip fá fyrir samskonar loðnu hér á landi. Skip.is greinir frá því að meðalverð fyrir tonnið til bræðslu eða frystingar í Noregi hafi verið röskar 25 þúsund krónur, en síðast þegar Fréttastofa Stöðvar tvö kannaði hráefnisverðið hér, greiddu íslenskar verksmiðjur 13 til 14 þúsund krónur fyrir tonnið. Innlent 21.2.2007 07:03
Matvöruverð oftast lægst á Íslandi Verð á matvöru á Norðurlöndunum var oftast lægst á Íslandi í nýrri skoðanakönnun félags íslenskra stórkaupmanna. Af tíu vörum sem athugaðar voru í lágvöruverðsverslunum var verðið sjö sinnum lægst á Íslandi. Í stórmarkaðsverslunum var verðið þrisvar sinnum lægst hér á landi. Innlent 21.2.2007 06:58
Besta afkoman í sögu Icelandair Group Icelandic Group skilaði ríflega 2,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Félagið skilaði hins vegar 555 milljóna króna tapi á fjórða og síðasta rekstrarfjórðungi síðasta árs. Þetta er besta afkoman í sögu félagsins, sem var skráð í Kauphöll Íslands undir lok síðasta árs. Viðskipti innlent 20.2.2007 16:37
Yfir 100 sýnendur á Tækni og vit 2007 Yfir 100 sýnendur hafa skráð sig til þátttöku á stórsýningunni Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8.-11. mars næstkomandi. Mikil gróska er í tækni- og þekkingariðnaði og verður sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Viðskipti innlent 20.2.2007 15:33
Icelandic Glacial með víðtæka dreifingu í N-Ameríku Íslenska fyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað vatn á flöskum undir vörumerkinu Icelandic Glacial í Þorlákshöfn, hefur gert samning við kanadíska fyrirtækið Leading Brands um dreifingu á vatninu í Kanada og í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun meðal annars selja vatnið í verslanakeðjunum Shoppers Drug Mart, Whole Foods Markets og í Wal-Mart auk annarra verslana. Viðskipti innlent 20.2.2007 15:31
Friðrik Már Baldursson prófessor með fulltingi Kaupþings Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að dr. Friðrik Már Baldursson, gegni stöðu prófessors með fulltingi Kaupþings. Þetta er í samræmi við sambning sem HÍ og Kaupþing gerðu undir lok síðasta árs um ótímabundna kostun á stöðu prófessors í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 20.2.2007 11:44
Erlendir fjölmiðlar fjalla um andstöðu við klámsamkomu Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt fréttir af andstöðu íslenskra ráðamanna við samkomu aðila úr klámiðnaði en hún á að fara fram áttunda til tíunda mars næstkomandi. Innlent 20.2.2007 10:03
Bíl stolið fyrir utan 11-11 í Garðabæ í gærkvöldi Ökumaður, sem lagði bíl sínum fyrir utan 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi til að skjótast inn eftir einhverju smálegu, greip í tómt þegar hann kom út aftur. Bíllinn var þá horfinn , en eigandinn hafði skilið hann eftir í gangi. Grunur leikur á að piltur og stúlka, bæði án ökuréttinda, hafi stolið bílnum og hafa hvorki þau né bíllinn fundist í nótt, þrátt fyrir talsverða leit. Innlent 20.2.2007 07:21
Skógræktarfélag Reykjavíkur samþykkir drög að kæru Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í gærkvöldi, drög að kæru á hendur Kópavogsbæ og verktakafyrirtækinu Klæðningar fyrir jarðrask og spjöll í Heiðmörk vegna lagningar vatnsleiðslu. Að teknu tilliti til ábendinga á fundinum í gærkvöldi verður gengið frá kærunni í dag og hún send lögreglu til meðferðar. Innlent 20.2.2007 07:17
Ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur Ökumaður var tekinn úr umferð í nótt vegna ölvunaraksturs, sem vart er í frásögu færandi, ef vandi hans hefði ekki enn vaxið þegar lögregla hugðist aka honum heim eftir skýrslutöku. Hófst þá mikil togstreyta í huga mannsins, því hann reyndist eiga tvær unnustur og börn með báðum, án þess að þær viti hvor um aðra. Innlent 20.2.2007 07:19
Olíuflekkur fannst skammt frá Wilson Muuga Olíuflekkur fannst síðdegis í gær í þanghrönn skammt þar frá sem flutningaskipið Wilson Muuga, stendur á strandstað. Náttúrufræðingar slá þó engu föstu um það hvort þar sé kominn skýringin á olíumengun í fuglum út af Gaðrskaga, en tveir olíumengaðir fuglar náðust í gær og verður olían úr fiðri þeirra efnagreind. Innlent 20.2.2007 07:14
Vinna hafin við útfærslu öryggismála Embættismenn Íslands og Noregs ákváðu á örðum fundi sínum um samstarf í öryggismálum, sem haldinn var í Osló í gær, að hefja vinnu við nánari útfærslu þess. Það varðar meðal annars heræfingar, samvinnu á vettvangi NATO og þyrlukaup til björgunar- og strandgæslu. Innlent 20.2.2007 07:03
Samstarf við Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur og fulltrúar Afríkuríkisins Djíbútí undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðslu í Djíbútí. Forseti Djíbútí og stjórnarformaður Orkuveitunnar segja þetta mikilvægan samning sem vonandi tryggi orku í sem flest hús í landinu. Innlent 19.2.2007 18:30
Alfesca kaupir franskan skelfiskframleiðanda Matvælaframleiðandinn Alfesca hefur keypt franska skelfiskframleiðandann Adrimex fyrir um 1,9 milljarða krónur. Adrimex er leiðandi í framleiðslu og sölu úrvalsskelfisks. Viðskipti innlent 19.2.2007 15:57
Hagnaður Stoða rúmlega fimmfaldast Fasteignafélagið Stoðir hf. skilaði tæplega 11,4 milljarða króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæplega 2,1 milljarðs króna hagnaðar ári fyrr. Viðskipti innlent 19.2.2007 09:55
Fjölmennt á tónleikunum Lifi Álafoss Færri komust að en vildu á tónleikana Lifi Álafoss, sem haldnir voru til styrktar Varmársamtökunum í Héðinshúsinu í Reykjavík í gærkvöldi. Margir listamenn komu þar fram sem allir eiga það sameiginlegt að hafa tekið upp tónlist í hljóðveri Sigurrósar í Álafosskvosinni. Nær öll tónlistin var ó-rafmögnuð, sem gaf tónleikunum óvenjulegan blæ. Innlent 19.2.2007 08:03
Grunaður um íkveikju Húsráðandi í íbúð í fjölbýlishúsi vestarlega á Hringbraut í Reykjavík, er í haldi lögreglu, grunaður um íkveikju í íbúð sinni. Vegfarendur tilkynntu um reyk út um glugga á íbúðinni seint í gærkvöldi, og þegar slökkvilið kom á vettvang logaði talsverður eldur innandyra og er þar allt stór skemmt eða ónýtt af völdum reyks og hita. Þá barst reykur inn í aðra íbúð í húsinu. Innlent 19.2.2007 08:06
Hjörvar Steinn Norðurlandameistari Hjörvar Steinn Grétarsson varð Norðurlandameistari í c- flokki í skólaskák í gær. Svíar urðu hlutskarpastir og hlutu þrjá Norðurlandameistaratitla, Íslendingar og Danir sitthvorn. Danir hlutu hinsvegar fleiri undirtitla og höfnuðu Íslendingar í fjórða til fimmta sæti á mótinu. Innlent 19.2.2007 08:14
VG kynnir lista í Norðvesturkjördæmi Jón Bjarnason alþingismaður skipar efsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Noðrvesturkjördæmi, sem samþykktur var í gær. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir íþróttafræðingur skipar annað sætið, Björg Gunnarsdóttir landfærðingur það þriðja og Ásmundur Daðason bóndi, fjórða sætið. Innlent 19.2.2007 08:02
Olíumengaðir sjófuglar finnast Enn er óljóst hvað veldur því að talsvert er um olíumengaðan sjófugl á svæðinu frá Garðskaga og alveg inn á Njarðvíkurfitjar. Ekki fannst þó dauður fugl af völdum oíumengunar, en hundruð fulga sáust olíusmitaðir. Innlent 19.2.2007 07:34
Skógræktarfélagið ætlar að kæra Kópavogsbæ Allt að tólf metra há tré, sem rifin voru upp með rótum í Heiðmörk vegna vatnsveituframkvæmda Kópavogsbæjar, hafa verið flutt í afgirt einkaland í Hafnarfjarðarhrauni,samkvæmt heimildum Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Innlent 19.2.2007 07:27
Skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð Suðurstrandarsvegur er skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð, segir útgerðarmaður á Suðurlandi. Bæjarstjóri Ölfuss segir ekki hægt að búa við slík svik. Innlent 18.2.2007 18:44
Upp í kok af álkjaftæði Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Innlent 18.2.2007 18:17
Eldur í bíl á Grettisgötu Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu á Grettisgötu laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en bifreiðin er líklega ónýt. Svæðinu var lokað á meðan rannsókn fór fram, en grunur er um að kveikt hafi verið í bílnum. Innlent 18.2.2007 12:38
Þjónustuhöfn fyrir Austur Grænland á Ísafirði Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnir að auknum umsvifum og þjónustu Ísafjarðarhafnar, meðal annars með því að efla höfnina sem þjónustumiðstöð fyrir Austur Grænland. Samþykkt hefur verið að atvinnumálanefnd og hafnarstjórn bæjarins vinni tillögur sem fyrst um málið. Innlent 18.2.2007 13:32
Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Á einum sólarhring í vikunni mældust 152 ökumenn á of miklum hraða í Hvalfjarðargöngunum. Einn þeirra mældist á 120 km hraða hámarkshraði er 70 km. Um er að ræða tímabilið frá háegi á þriðjudag til hádegis á miðvikudegi, og voru 11 ökumannanna á yfir 90 km hraða. Allir 152 eiga von á sekt en þeir voru festir á filmu hraðamyndavélar í göngunum. Innlent 18.2.2007 13:00
Til hamingju konur! Konudagurinn er í dag og í dag hefst líka góan, fimmti mánuður ársins samkvæmt norrænu tímatali. Flestir eiginmenn gleðja eiginkonur sínar með ýmsum hætti. Mikið er að gera í blómaverslunum, en blómin eru líklega klassískasta gjöf eiginmannanna á þessum degi. Innlent 18.2.2007 12:48
Vill ekki í stríð við unga fólkið Skotárás á bíl lögreglumanns á Blönduósi í lok desember er óupplýst en í síðustu viku játuðu hins vegar tveir ungir menn að hafa sprengt heimatilbúna sprengju við heimili annars lögreglumanns sem býr á Skagaströnd. Sýslumaðurinn á Blönduósi vill vinna með unga fólkinu á staðnum en ekki fara í stríð við það. Innlent 18.2.2007 12:30