Innlent

Fá betra verð í Noregi

Norðmenn borga allt að tvisvar sinnum meira fyrir tonnið af loðnu.
Norðmenn borga allt að tvisvar sinnum meira fyrir tonnið af loðnu. MYND/Vísir
Norsk loðnuskip, sem nýverið kláruðu kvóta sinn hér við land, fegnu mun hærra verð fyrir afla sinn í Noregi, en íslensk skip fá fyrir samskonar loðnu hér á landi. Skip.is greinir frá því að meðalverð fyrir tonnið til bræðslu eða frystingar í Noregi hafi verið röskar 25 þúsund krónur, en síðast þegar Fréttastofa Stöðvar tvö kannaði hráefnisverðið hér, greiddu íslenskar verksmiðjur 13 til 14 þúsund krónur fyrir tonnið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×