Kvöldfréttir

Fréttamynd

„Stór­merki­leg niður­staða“ í nýrri könnun

Veruleg tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi við stjórnmálaflokkana, sem birt verður í kvöldfréttum Sýnar. Talsverð hreyfing virðist vera á stuðningi við flokka og breytingar frá niðurstöðum síðustu kosninga sæta tíðindum. Rætt verður við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttunum klukkan hálfsjö, sem segir helstu niðurstöðu könnunarinnar stórmerkilega.

Innlent
Fréttamynd

Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum

Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Við ræðum við móðurina sem segir úrræða- og afskiptaleysi taka við eftir átján ára aldur.

Innlent
Fréttamynd

Evrópuólga, hand­tökur eftir TikTok-myndband og lög­regla skoðar bjórsölu

Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna innflutnings á kísiljárn hefur vakið upp hörð viðbrögð. Utanríkisráðherra segir þetta mikil vonbrigði og stjórnarandstaðan vill fresta innleiðingu EES-gerða. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við þingmenn í beinni.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju mörg and­lát fíknisjúkra

Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við stjórnarformann Samtaka aðstendenda og fíknisjúkra sem segir nóg komið.

Innlent
Fréttamynd

„Kerfinu koll­varpað“, jólabókaflóð og forystusauðir

Byggingarstjóri óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar. Þær komi til með að auka kostnað. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum

Innlent
Fréttamynd

Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar

Töluverð hætta er á að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum og komi fölsuðum lyfjum í umferð. Sérfræðingur segir dæmi um að fólk hafi látið lífið neyslu slíkra lyfja sem það keypti á netinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 

Innlent
Fréttamynd

Upp­lausn á með­ferðar­heimili og fleiri fölsuð lyf

Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. 

Innlent
Fréttamynd

Víð­feðm rann­sókn, vasaþjófar og börn með bein­kröm

Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum á Sýn.

Innlent
Fréttamynd

Þjófarnir marg­földuðu upp­hæðir við milli­færslur

Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna af íslenskum bönkum nýttu kerfisvillu til að margfalda upphæðir við millifærslur. Í kvöldfréttum Sýnar verður greint frá nýjum upplýsingum í málinu og farið yfir hvernig verknaðurinn átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­menn á­kærðir fyrir upp­flettingar og hlerun

Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­stjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk

Ríkislögreglustjóri segist ekki hafa íhugað stöðu sína í kjölfar þess að háar greiðslur embættisins til ráðgjafafyrirtækis með einn starfsmann komust í hámæli. Hún viðurkennir þó að mistök hafi verið gerð í tengslum við málið. Dómsmálaráðherra hefur kallað eftir frekari gögnum um málið og getur ekki sagt berum orðum hvort hún beri traust til ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Á­hyggjur af lánaframboði og ógnarlangar bið­raðir

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur fylgt í fótspor Landsbankans og takmarkað lánaframboð. Lánastofnanir hafa haldið að sér höndum vegna nýlegs dóms Hæstaréttar. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands fara yfir stöðuna í myndveri.

Innlent
Fréttamynd

Beittur piparúða, hótað með raf­byssu og sveltur í fanga­klefa

Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, segir skjólstæðing sinn hafa verið sveltan í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur. Hann lítur málið alvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Rætt er við lögmanninn í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Nánast enginn fái að kaupa í­búð

Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvíðið starfs­fólk, hand­tökur og fornminjafundur

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir félagsfólk kvíðið vegna stöðu Norðuráls á Grundartanga. Óljóst er hve langan tíma mun taka að koma framleiðslu fyrirtækisins í fullan gang á ný og forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. Við förum á Grundartanga í kvöldfréttum og ræðum við formann Samtaka Iðnaðarins í beinni en mikið tjón gæti blasað við.

Innlent
Fréttamynd

Stórskemmtilegur innhringjandi og ó­hefð­bundin út­för

Fjölmörg samtök skora á dómsmálaráðherra að verja vændislöggjöfina og gagnrýna að konum sé refsað fyrir að auglýsa vændi. Í kvöldfréttum sjáum við nýjar tölur lögreglu um fjölda vændismála auk þess sem við ræðum við talskonu Stígamóta sem segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur.

Innlent