Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Samrunatillögur bankanna og sjó­veikur sund­kappi

Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggj.a Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja fer yfir málið í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Ást­hildur Lóa í beinni og Sósíal­istar á rangri braut

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra, sem á að vísa úr landi í byrjun júní, segir fullyrðingar Útlendingastofnunar um að hann hafi hlotið efnislega meðferð rangar. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Mögu­leg íkveikja til rann­sóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager

Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­að­stoð í gíslingu, ó­vænt á­kvörðun og ærandi spenna

Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina og hitinn víða yfir tuttugu stig. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir veðrið í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Njósnari sér að sér og synt í kring um Ís­land

Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins.

Innlent
Fréttamynd

Víð­feðm rann­sókn, baunað á skólaþorp á bíla­stæði og stór­virki

Nefnd um eftirlit með lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun á gagnaþjófnaði frá sérstökum saksóknara. Málið er nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar einnig að taka það fyrir. Við ræðum við formann eftirlitsnefndar með störfum lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Nýr páfi, svik við al­menning og loðnasti starfs­maður Rima­skóla

Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar og ræðum við mann sem var hleraður og íhugar að leita réttar síns.

Innlent
Fréttamynd

Páfaspenna, drykkju­læti og um­deildur út­burður

Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja í Kasmír í Pakistan í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. Við sjáum myndir frá svæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sérfræðingur í varnarmálum mætir í myndver til þess að fara yfir mögulega þróun.

Innlent
Fréttamynd

Líflátshótanir í kjöl­far veð­mála og ótta­slegin eftir út­burð

Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki sem hann hefur spilað. Nú síðast í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á tveimur vítum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við körfuboltamanninn og við sýnum frá skilaboðum sem honum hafa borist.

Innlent
Fréttamynd

Kári Stefáns­son í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar

Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að við fyrstu sýn hafi mátt lýsa aðferðum við uppsögn hans sem fantabrögðum. Það hafi hins vegar verið lygasaga sem olli brottrekstrinum. Við ræðum málið við Kára Stefánsson í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin bætir við sig og sauð­burður á fullu

Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Um­töluð frelsissvipting og stór­slösuð sjónvarpsstjarna

Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Verjandi mannsins segja ekki forsendur fyrir gæsluvarðhaldi. Hann eigi að vista á viðeigandi stofnun en maðurinn er með þroskaskerðingu.

Innlent
Fréttamynd

Segir lög­reglu­mann sem njósnaði hafa gert mis­tök

Formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar, lögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna njósna, sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna.

Innlent
Fréttamynd

Hræði­legt að missa sam­skipti við um­heiminn og veiðigjöldin

Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi.

Innlent