Lög og regla

Fréttamynd

Franski faðirinn fékk sex mánuði

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan franskan mann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa numið tveggja ára dóttur sína brott af heimili sínu í Reykjavík og farið með hana til Frakklands. Refsingin er öll skilorðsbundin en verjandi mannsins reiknar með að áfrýja dóminum til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á vopnalögum. Hann gekk berserksgang í samkvæmi í heimahúsi á Ísafirði í ágúst árið 2003, sló þar mann þannig að talsvert sá á honum og neitaði að leggja frá sér hættulegan hníf þegar lögregla skipaði honum að gera það.

Innlent
Fréttamynd

Sextán fíkniefnamál í miðbænum

Sextán fíkniefnamál komu upp á tæplega þremur klukkutímum í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir málafjöldann staðfesta að mikil fíkniefnaneysla sé samfara skemmtanalífinu í miðborginni. Mest fannst af kókaíni og amfetamíni en þó eitthvað af kannabis.

Innlent
Fréttamynd

Rólegt um allt land

Nóttin fór að mestu leyti vel fram um land allt þrátt fyrir hefðbundið mánaðamótafyllirí eins og einn lögreglumaður orðaði það í samtali við fréttastofu. Lögreglan á Selfossi vill beina þeim tilmælum til ökumanna að taka tillit til aðstæðna en víða eru hálkublettir.

Innlent
Fréttamynd

Fimm á sjúkrahús eftir ofsaakstur

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir ofsaakstur í nótt. Lögreglan í Reykjavík mældi ökumann á 190 kílómetrahraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú og náðist hraðaksturinn á myndband lögreglunnar. Ökumaðurinn stöðvaði ekki bílinn þegar hann mætti laganna vörðum heldur hélt áfram ferðinni og hafnaði aftan á bifreið sem var að taka af stað við umferðarljósin á mótum Miklubrautar og Grensásvegar.

Innlent
Fréttamynd

Mikil mildi að ekki varð stórslys

Mikil mildi þykir að ekki hlaust af stórslys þegar ökumaður, sem ekið hafði á tæplega 200 kílómetra hraða eftir Miklubraut, ók aftan á kyrrstæða bifreið sem í voru fjórir farþegar.

Innlent
Fréttamynd

Aðferð veigameiri en verknaður

Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í öryggisgæslu á Sogni

Móðirin sem varð ellefu ára dóttur sinni að bana og særði son sinn á Hagamel í lok maí í fyrra er gert að sæta áfram öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni. Hún er ekki talin sakhæf og segir í áliti geðlæknis að hún hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar hún framdi verknaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Svik upp á sjötta tug milljóna

Fjórmenningarnir sem hlutu dóm í Landssímamálinu svokallaða hafa, ásamt fimmta manni, verið ákærðir fyrir að svíkja undan skatti á sjötta tug milljóna króna með brotum á lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda.

Innlent
Fréttamynd

Enginn játaði sök

Í morgun var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra gegn fimm mönnum fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Fjórir mannanna voru sakfelldir á sínum tíma fyrir stórfelldan fjárdrátt frá Landssíma Íslands og hlutu dóma fyrir. Enginn mannanna játaði sök í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Borgin í mál við olíufélögin

Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki sakhæf í Hagamelsmálinu

Kona, sem í fyrra varð 11 ára dóttur sinni að bana í Vesturbæ og særði unglingsson sinn, skal sæta öryggisgæslu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þar að lútandi fyrir nokkrum mínútum. Þetta þýðir á mannamáli að rétturinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki sakhæf og verður hún því áfram vistuð að réttargeðdeildinni að Sogni.

Innlent
Fréttamynd

Skilorðsbundið fangelsi fyrir káf

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun sjötugan mann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað káfað á barnabarni eiginkonu sinnar. Barnið var tólf ára þegar athæfið átti sér stað. 

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort ríkið höfði mál

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um það hvort ríkið höfði skaðabótamál gegn olíufélögunum vegna samráðs þeirra. Fjármálaráðherra segir að réttarstaða ríkisins verði skoðuð.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði húsráðanda með hnífi

Lögreglumenn úr Reykjavík höfðu í gær hendur í hári karlmanns á þrítugsaldri sem hafði skömmu áður ógnað húsráðanda í raðhúsi í Fossvogi með hnífi. Hann elti húsráðandann um íbúðina en honum tókst samt að hringja á lögreglu og óska eftir hjálp.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

Maður um sjötugt var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dótturdóttur eiginkonu sinnar. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þótti rétt að fresta fullnustu refsingarinnar í þrjú ár haldi maðurinn skilorð vegna veikinda hans, aldurs og iðrunar sem hann sýndi í dómssal.

Innlent
Fréttamynd

Barði mann með flösku

Ákæra á hendur tvítugum manni var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás eftir að hafa slegið annan mann í höfuðið með flösku.

Innlent
Fréttamynd

Tíu rúður á mánuði

Færri skemmdarverk eru unnin á strætóskýlum á Íslandi en annars staðar í heiminum. Að meðaltali eru tíu rúður brotnar á mánuði, sem þykir lítið. Hver rúða kostar 20 þúsund krónur. Tryggingafélögin vilja ekki tryggja skýlin. Einkaspæjarar vakta strætóskýlin í Árósum í Danmörku, þar sem 50 til 60 rúður eru brotnar um hverja helgi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hagnast þrátt fyrir sektir

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestir sakir olíufélaganna

Guðmundur Sigurðsson, hjá Samkeppnisstofnun, segir áfrýjunarnefndina samkeppnismála staðfesta ólögmætt samráð olíufélaganna. Áfrýjunarnefndin lækkar sektir félaganna um rúman milljarð króna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Beiðni ekki enn borist

Beiðni um aðstoð íslensku lögreglunnar við rannsókn á fíkniefnamáli sem tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi út af, hefur ekki enn borist íslenskum yfirvöldum. Að sögn Roberts Dütsch, upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Hamborg, er beiðnin enn í þýska kerfinu hafi hún ekki borist til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarhagsmunir í hættu

Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis.

Innlent
Fréttamynd

Lögin valda óvissu

Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir lög valda óvissu í rannsókn olíumálsins. Ekki er útilokað að olíufélögin sæti ákæru eftir rannsókn lögreglu. Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Veðurguðirnir voru hliðhollir

"Það má segja að það hafi allt verið okkur til láns í þessu óláni að missa stýrið," sagði Halldór Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Dettifossi, en skipið rak stjórnlaust undan veðri og vindum undan suðausturströndinni frá laugardegi til sunnudags. Að sögn Halldórs skipstjóra fóru vindhviður í 33 metra á sekúndu og haugasjór var.

Innlent
Fréttamynd

Borgin ætlar í mál

Á fundi borgarráðs á fimmtudag mun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri leggja fram tillögu um að hafin verði undirbúningur að skaðabótamáli gegn olíufélögunum, vegna ólöglegs samráðs við útboð Reykjavíkurborgar í olíuviðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Fegurðardrottning í forstjórastól

 "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir Hildar Dungal sem í dag tekur formlega við sem forstjóri Útlendingastofnunar. Hún bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Dettifoss fer til Rotterdam

Þýskt dráttarskip sem mun draga Dettifoss til Rotterdam er væntanlegt til hafnar á Eskifirði á morgun. Að sögn Höskuldar H. Ólafssonar, aðstoðarforstjóra Eimskips, var skipið pantað á sunnudag þar sem ljóst var að draga þyrfti skipið utan til viðgerðar.

Innlent
Fréttamynd

Megnið af þýfinu komst til skila

"Þegar síminn hringir um miðja nótt veit ég að búið er að brjótast inn," segir Carl Bergmann eigandi úra- og skartgripaverslunar á Laugavegi. Brotist var inn í verslunina í tvígang, í desember og janúar, og hefur lögreglan upplýst innbrotin. Níu menn voru handteknir.

Innlent
Fréttamynd

Heppni að björgun tókst

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að varðskipunum skyldi takast að koma Dettifossi að landi. Ef vindur hefði verið úr annarri átt hefði björgun ekki tekist. </font /></b />

Innlent