Hagnast þrátt fyrir sektir 1. febrúar 2005 00:01 Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira