Lög og regla Missti stjórn á bíl undir áhrifum Ökumaður um tvítugt sem var undir áhrifum áfengis og vímuefna missti stjórn á bíl sínum á Glerárgötu á Akureyri í hádeginu í gær. Innlent 13.10.2005 18:51 Þyngstu refsingar krafist Í dag hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Ákært er fyrir manndráp af ásetningi og krafist þyngstu refsingar sem íslensk lög leyfa. Enn fremur verður gerð krafa um 22 milljónir í skaðabætur fyrir þrjú börn Sri. Innlent 13.10.2005 18:51 Hæstiréttur felldi niður refsingu Hæstiréttur felldi niður refsingu gegn manni sem hafði, að mati héraðsdóms, gerst sekur um alvarlega líkamsárás. Með þessu snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt manninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Innlent 13.10.2005 18:51 Dettifossmálið á lokastigi Rannsókn á fíkniefnasmyglinu í Dettifossi er á lokastigi að sögn yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manni um þrítugt sem handtekinn var í Hollandi í tengslum við rannsóknina var framlengt um fimm vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn var framseldur íslenskum yfirvöldum frá Hollandi. Innlent 13.10.2005 18:51 Banaslys á Snorrabraut Eldri kona lést eftir að ekið var á hana á Snorrabraut á móts við Austurbæ um klukkan hálf tíu í morgun. Konan sem var fótgangandi var úrskurðuð látin stuttu eftir komu á slysadeild. Lögreglan rannsakar málið. Innlent 13.10.2005 18:51 Hótaði lögmanni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann til tveggja mánaða fangelsisvistar eftir að sannað þótti að maðurinn hefði haft í hótunum við hæstaréttarlögmann. Innlent 13.10.2005 18:51 Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem handtekinn var í september í fyrra vegna innflutnings á tæpum átta kílóum af amfetamíni. Fíkniefnin voru falin í loftpressu sem flutt var til landsins með Dettifossi í júlí. Innlent 13.10.2005 18:51 Tvö mál til rannsóknar Tvö mál eru til meðferðar hjá lögreglunni í Reykjavík og Reykjanesbæ á ráðningu Eysteins Gunnars Guðmundssonar verktaka á Litháum sem taldir eru hafa starfað ólöglega hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:51 Banaslys á Snorrabraut Banaslys varð á Snorrabraut fyrir utan Austurbæ laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Ekið var á eldri konu sem var á leið yfir götuna og er talið að hún hafi látist nær samstundis. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Ekki var ljóst hvort ökumaður bifreiðarinnar ók yfir löglegum hámarkshraða en ökuhraði á Snorrabraut er jafnan mikill. Innlent 13.10.2005 18:51 Dæmdur fyrir líflátshótun Sjötugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta Helga Jóhannessyni lögmanni og öðrum manni lífláti. Maðurinn neitar því að í bréfi, sem hann sendi Helga, hafi falist líflátshótun heldur hafi hann ætlað að drepa Helga með orðum. Innlent 13.10.2005 18:51 Fimm handteknir með fíkniefni Lögreglan í Hafnarfirði handtók fimm pilta á aldrinum 16 til 19 ára á tíunda tímanum í gærkvöldi fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Bifreið sem piltarnir voru í var stöðvuð við venjubundið eftirlit og fannst lítið magn af amfetamíni á þeim og í bifreiðinni. Innlent 13.10.2005 18:51 VÍS sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands í gær af kröfum ungrar konu sem stefnt hafði fyrirtækinu. Henni þóttu bætur þær sem hún hlaut vegna slyss ekki nægjanlegar. Innlent 13.10.2005 18:51 Í fangelsi fyrir að lemja löggur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir árás á tvo lögregluþjóna. Lögreglumennirnir, sem voru óeinkennisklæddir, stöðvuðu bíl sem maðurinn var farþegi í við Spöngina í Reykjavík síðastliðið sumar. Hann réðst í kjölfarið á lögreglumennina. Innlent 13.10.2005 18:50 Há sekt fyrir skattsvik Tveir menn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í rúmlega níu milljóna króna sektir fyrir skattsvik. Mennirnir tveir ráku fyrirtækið Barter ehf. sem varð gjaldþrota árið 2000. Þeir stóðu ekki skil á staðgreiðslu sem var dregin af launum starfsmanna fyrirtækisins síðustu þrjú árin áður en það varð gjaldþrota, samtals rúmlega 4,5 milljónum króna. Innlent 13.10.2005 18:50 Fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær ungan mann til sex mánaða fangelsis fyrir að ráðast á tvo lögregluþjóna í janúar á síðasta ári með þeim afleiðingum að annar lögreglumaðurinn hlaut meiðsl af. Innlent 13.10.2005 18:50 Mánaðarfangelsi fyrir manndráp Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega tvítugan mann í 30 daga fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða konu í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Innlent 13.10.2005 18:50 Kvartað yfir eftirlitsmyndavélum Dæmi eru um að eftirlitsmyndavélar þjóni ekki hlutverki sínu vegna þess að þær eru ranglega staðsettar eða rangt stilltar. Þá eru einnig dæmi um að ekki hafi verið kveikt á eftirlitsmyndavélunum þegar á þurfti að halda. Innlent 13.10.2005 18:50 Manndráp af gáleysi Tvítugur maður var fundinn sekur um að hafa ollið banaslysi í maí síðastliðnum þegar hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða kona sem lést skömmu síðar af áverkum sínum. Innlent 13.10.2005 18:50 Ekki grunur um manndráp "Það er auðvitað ríkissaksóknara að taka ákvörðun um hvort framhald verður á rannsókninni en að okkar mati leikur enginn grunur á neinu misjöfnu," segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, vegna dauðaslyss þess sem þar varð í eldsvoða í desember síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 18:50 Sérfræðingar til varnar hundi Umhverfis- og heilbrigðisnefnd hefur nú til skoðunar úrskurð um að tíu ára collie-hundur skuli aflífaður. Hundurinn glefsaði í barn í annað sinn í fyrra og hefur nú lögmann, heilbrigðisvottorð og vitnisburði.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50 Rannsóknir enn í gangi "Rannsókn þessara mála er enn í fullum gangi og engar upplýsingar gefnar meðan svo er," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um rannsókn þeirra á Baugsmálinu svokallaða og meintu samráði íslensku olíufélaganna. Innlent 13.10.2005 18:50 Heimilið varð eldinum að bráð „Við fjölskyldan vorum úti að borða þegar það var hringt í mig og sagt að það væri kviknað í,“ sagði Hjálmar Diego Haðarson niðurbrotinn á meðan hann horfði á heimili sitt við Rjúpufell brenna í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 18:50 Allt brann sem brunnið gat Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Innlent 13.10.2005 18:50 Ilona Wilke til skoðunar Vinnumálastofnun og Ríkislögreglustjóraembættið hafa til skoðunar starfsemi lettnesku konunnar Ilonu Wilke hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:50 Rúðubrot í Stjórnarráði og Alþingi Þrír karlmenn um tvítugt voru handteknir undir morgun eftir að þeir höfðu brotið rúðu í Stjórnarráðinu. Um tíu mínútum áður hafði verið brotin rúða í Alþingishúsinu og segir lögregla eftir að kanna hvort sömu menn hafi verið þar að verki. Þeir gista nú fangageymslur. Innlent 13.10.2005 18:50 Fannst látinn í Sandgerðishöfn Roskinn karlmaður fannst látinn í Sandgerðishöfn í nótt. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði og Garði voru kallaðar út um miðnættið en þá voru ættingjar mannsins farnir að hafa af honum áhyggjur. Innlent 13.10.2005 18:50 Allar eigur gjörónýtar Mikill eldur kom upp í raðhús við Rjúpufell í Breiðholti í gærkvöld eins og greint var frá á Vísi í morgun. Allar eigur fjögurra manna fjölskyldu sem var nýflutt í húsið urðu eldinum að bráð. Hægt er að hlusta á viðtal við heimilisföðurinn, Hjálmar Diego Haðarson, í hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Innlent 13.10.2005 18:50 Haldið sofandi í öndunarvél Karlmaður á þrítugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa keyrt út af í Skagafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann kastaðist út úr bifreiðinni. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og fór strax í aðgerð. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 13.10.2005 18:50 Ók á hús og ljósastaur Ökumaður fólksbíls missti stjórn á honum þegar hann ók eftir Fjarðarstræti á Ísafirði eftir hádegið, með þeim afleiðingum að hann ók fyrst á íbúðarhús og síðan á ljósastaur þar sem hann nam staðar. Svo vel vildi til að enginn gangandi vegfarandi var þarna á ferð í sömu andrá. Innlent 13.10.2005 18:49 Hrina fíkniefnamála á Akureyri Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærkvöldi eftir að kannabisefni og tól til neyslu þeirra fundust í fórum þeirra. Mikil hrina hefur verið af fíkniefnamálum á Akureyri upp á síðkastið. Innlent 13.10.2005 18:49 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 120 ›
Missti stjórn á bíl undir áhrifum Ökumaður um tvítugt sem var undir áhrifum áfengis og vímuefna missti stjórn á bíl sínum á Glerárgötu á Akureyri í hádeginu í gær. Innlent 13.10.2005 18:51
Þyngstu refsingar krafist Í dag hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Ákært er fyrir manndráp af ásetningi og krafist þyngstu refsingar sem íslensk lög leyfa. Enn fremur verður gerð krafa um 22 milljónir í skaðabætur fyrir þrjú börn Sri. Innlent 13.10.2005 18:51
Hæstiréttur felldi niður refsingu Hæstiréttur felldi niður refsingu gegn manni sem hafði, að mati héraðsdóms, gerst sekur um alvarlega líkamsárás. Með þessu snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt manninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Innlent 13.10.2005 18:51
Dettifossmálið á lokastigi Rannsókn á fíkniefnasmyglinu í Dettifossi er á lokastigi að sögn yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manni um þrítugt sem handtekinn var í Hollandi í tengslum við rannsóknina var framlengt um fimm vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn var framseldur íslenskum yfirvöldum frá Hollandi. Innlent 13.10.2005 18:51
Banaslys á Snorrabraut Eldri kona lést eftir að ekið var á hana á Snorrabraut á móts við Austurbæ um klukkan hálf tíu í morgun. Konan sem var fótgangandi var úrskurðuð látin stuttu eftir komu á slysadeild. Lögreglan rannsakar málið. Innlent 13.10.2005 18:51
Hótaði lögmanni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann til tveggja mánaða fangelsisvistar eftir að sannað þótti að maðurinn hefði haft í hótunum við hæstaréttarlögmann. Innlent 13.10.2005 18:51
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem handtekinn var í september í fyrra vegna innflutnings á tæpum átta kílóum af amfetamíni. Fíkniefnin voru falin í loftpressu sem flutt var til landsins með Dettifossi í júlí. Innlent 13.10.2005 18:51
Tvö mál til rannsóknar Tvö mál eru til meðferðar hjá lögreglunni í Reykjavík og Reykjanesbæ á ráðningu Eysteins Gunnars Guðmundssonar verktaka á Litháum sem taldir eru hafa starfað ólöglega hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:51
Banaslys á Snorrabraut Banaslys varð á Snorrabraut fyrir utan Austurbæ laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Ekið var á eldri konu sem var á leið yfir götuna og er talið að hún hafi látist nær samstundis. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Ekki var ljóst hvort ökumaður bifreiðarinnar ók yfir löglegum hámarkshraða en ökuhraði á Snorrabraut er jafnan mikill. Innlent 13.10.2005 18:51
Dæmdur fyrir líflátshótun Sjötugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta Helga Jóhannessyni lögmanni og öðrum manni lífláti. Maðurinn neitar því að í bréfi, sem hann sendi Helga, hafi falist líflátshótun heldur hafi hann ætlað að drepa Helga með orðum. Innlent 13.10.2005 18:51
Fimm handteknir með fíkniefni Lögreglan í Hafnarfirði handtók fimm pilta á aldrinum 16 til 19 ára á tíunda tímanum í gærkvöldi fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Bifreið sem piltarnir voru í var stöðvuð við venjubundið eftirlit og fannst lítið magn af amfetamíni á þeim og í bifreiðinni. Innlent 13.10.2005 18:51
VÍS sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands í gær af kröfum ungrar konu sem stefnt hafði fyrirtækinu. Henni þóttu bætur þær sem hún hlaut vegna slyss ekki nægjanlegar. Innlent 13.10.2005 18:51
Í fangelsi fyrir að lemja löggur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir árás á tvo lögregluþjóna. Lögreglumennirnir, sem voru óeinkennisklæddir, stöðvuðu bíl sem maðurinn var farþegi í við Spöngina í Reykjavík síðastliðið sumar. Hann réðst í kjölfarið á lögreglumennina. Innlent 13.10.2005 18:50
Há sekt fyrir skattsvik Tveir menn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í rúmlega níu milljóna króna sektir fyrir skattsvik. Mennirnir tveir ráku fyrirtækið Barter ehf. sem varð gjaldþrota árið 2000. Þeir stóðu ekki skil á staðgreiðslu sem var dregin af launum starfsmanna fyrirtækisins síðustu þrjú árin áður en það varð gjaldþrota, samtals rúmlega 4,5 milljónum króna. Innlent 13.10.2005 18:50
Fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær ungan mann til sex mánaða fangelsis fyrir að ráðast á tvo lögregluþjóna í janúar á síðasta ári með þeim afleiðingum að annar lögreglumaðurinn hlaut meiðsl af. Innlent 13.10.2005 18:50
Mánaðarfangelsi fyrir manndráp Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega tvítugan mann í 30 daga fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða konu í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Innlent 13.10.2005 18:50
Kvartað yfir eftirlitsmyndavélum Dæmi eru um að eftirlitsmyndavélar þjóni ekki hlutverki sínu vegna þess að þær eru ranglega staðsettar eða rangt stilltar. Þá eru einnig dæmi um að ekki hafi verið kveikt á eftirlitsmyndavélunum þegar á þurfti að halda. Innlent 13.10.2005 18:50
Manndráp af gáleysi Tvítugur maður var fundinn sekur um að hafa ollið banaslysi í maí síðastliðnum þegar hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða kona sem lést skömmu síðar af áverkum sínum. Innlent 13.10.2005 18:50
Ekki grunur um manndráp "Það er auðvitað ríkissaksóknara að taka ákvörðun um hvort framhald verður á rannsókninni en að okkar mati leikur enginn grunur á neinu misjöfnu," segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, vegna dauðaslyss þess sem þar varð í eldsvoða í desember síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 18:50
Sérfræðingar til varnar hundi Umhverfis- og heilbrigðisnefnd hefur nú til skoðunar úrskurð um að tíu ára collie-hundur skuli aflífaður. Hundurinn glefsaði í barn í annað sinn í fyrra og hefur nú lögmann, heilbrigðisvottorð og vitnisburði.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50
Rannsóknir enn í gangi "Rannsókn þessara mála er enn í fullum gangi og engar upplýsingar gefnar meðan svo er," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um rannsókn þeirra á Baugsmálinu svokallaða og meintu samráði íslensku olíufélaganna. Innlent 13.10.2005 18:50
Heimilið varð eldinum að bráð „Við fjölskyldan vorum úti að borða þegar það var hringt í mig og sagt að það væri kviknað í,“ sagði Hjálmar Diego Haðarson niðurbrotinn á meðan hann horfði á heimili sitt við Rjúpufell brenna í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 18:50
Allt brann sem brunnið gat Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Innlent 13.10.2005 18:50
Ilona Wilke til skoðunar Vinnumálastofnun og Ríkislögreglustjóraembættið hafa til skoðunar starfsemi lettnesku konunnar Ilonu Wilke hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:50
Rúðubrot í Stjórnarráði og Alþingi Þrír karlmenn um tvítugt voru handteknir undir morgun eftir að þeir höfðu brotið rúðu í Stjórnarráðinu. Um tíu mínútum áður hafði verið brotin rúða í Alþingishúsinu og segir lögregla eftir að kanna hvort sömu menn hafi verið þar að verki. Þeir gista nú fangageymslur. Innlent 13.10.2005 18:50
Fannst látinn í Sandgerðishöfn Roskinn karlmaður fannst látinn í Sandgerðishöfn í nótt. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði og Garði voru kallaðar út um miðnættið en þá voru ættingjar mannsins farnir að hafa af honum áhyggjur. Innlent 13.10.2005 18:50
Allar eigur gjörónýtar Mikill eldur kom upp í raðhús við Rjúpufell í Breiðholti í gærkvöld eins og greint var frá á Vísi í morgun. Allar eigur fjögurra manna fjölskyldu sem var nýflutt í húsið urðu eldinum að bráð. Hægt er að hlusta á viðtal við heimilisföðurinn, Hjálmar Diego Haðarson, í hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Innlent 13.10.2005 18:50
Haldið sofandi í öndunarvél Karlmaður á þrítugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa keyrt út af í Skagafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann kastaðist út úr bifreiðinni. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og fór strax í aðgerð. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 13.10.2005 18:50
Ók á hús og ljósastaur Ökumaður fólksbíls missti stjórn á honum þegar hann ók eftir Fjarðarstræti á Ísafirði eftir hádegið, með þeim afleiðingum að hann ók fyrst á íbúðarhús og síðan á ljósastaur þar sem hann nam staðar. Svo vel vildi til að enginn gangandi vegfarandi var þarna á ferð í sömu andrá. Innlent 13.10.2005 18:49
Hrina fíkniefnamála á Akureyri Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærkvöldi eftir að kannabisefni og tól til neyslu þeirra fundust í fórum þeirra. Mikil hrina hefur verið af fíkniefnamálum á Akureyri upp á síðkastið. Innlent 13.10.2005 18:49