Innlent

Kvartað yfir eftirlitsmyndavélum

Dæmi eru um að eftirlitsmyndavélar þjóni ekki hlutverki sínu vegna þess að þær eru ranglega staðsettar eða rangt stilltar. Þá eru einnig dæmi um að ekki hafi verið kveikt á eftirlitsmyndavélunum þegar á þurfti að halda. Lögreglan í Reykjavík kvartar undan þessu þar sem upplýsingar úr myndavélunum geti hraðað mjög rannsókn mála. Hún hvetur verslunareigendur til að tryggja að gæði mynda séu slík að upptökur komi að gagni en veiti ekki falskt öryggi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×