Innlent

Tvö mál til rannsóknar

Tvö mál eru til meðferðar hjá lögreglunni í Reykjavík og Reykjanesbæ á ráðningu Eysteins Gunnars Guðmundssonar verktaka á Litháum sem taldir eru hafa starfað ólöglega hér á landi. Í Reykjanesbæ hefur Eysteinn Gunnar verið ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga 2002-2003. Hann er talinn hafa ráðið til starfa fyrir hönd SK smáverka ehf. og Perlunnar ehf. sex Litháa til starfa í byggingavinnu á vegum Húsaness þó að enginn þeirra væri með atvinnuleyfi hér á landi. Málið var þingfest í janúar og hætti Eysteinn Gunnar fyrir dóm í vikunni en málinu hefur verið frestað nokkrum sinnum. Ljóst er að einn manna hafði atvinnuleyfi í Danmörku og er beðið upplýsinga frá danska Útlendingaeftirlitinu en vísbendingar eru um að hinir mennirnir hafi haft það líka. Þá hefur lögreglan í Reykjavík verið að rannsaka ráðningu nokkurra Litháa til Perlunnar í haust, meðal annars samkvæmt ábendingu stéttarfélagsins Eflingar. Vonast er til að það skýrist eftir nokkrar vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×