Lög og regla Margir teknir fyrir ölvunarakstur Óvenju margir ölvaðir ökumenn voru á ferðinni í gærkvöldi og í nótt. Einn var tekinn í Reykjavík, annar í Kópavogi, sá þriðji í Keflavík, þrír á Akureyri frá því síðdegis í gær og fram á nótt og einn í Hveragerði. Á Akureyri olli einn þeirra árekstri með því að virða ekki biðskyldu og aka í veg fyrir bíl á aðalbraut en engin slys hlutust af. Innlent 13.10.2005 18:55 Hákon Eydal hyggst áfrýja dómi Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi. Eins var honum gert að greiða þremur börnum Sri nærri 22 milljónir króna í bætur. Hákon lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að hann ætlaði að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 18:56 Smyglaði kókaíni undir hárkollu Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Innlent 13.10.2005 18:56 Faldi kókaín í hárkollunni "Þetta er ein djarfasta og ósvífnasta smygltilraun sem við höfum orðið vitni að," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en 12. mars síðastliðinn var 64 ára gömul kona handtekin þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam. Innlent 13.10.2005 18:56 Tíu bíla árekstur á Hellisheiði Hellisheiðinni hefur verið lokað vegna áreksturs tíu bíla í Hveradalabrekku. Sjúkrabílar og lögreglubílar frá Selfossi og Reykjavík eru á leið á staðinn en ekki er vitað með slys á fólki. Færð á Hellisheiði er mjög slæm á þessari stundu að sögn lögreglu á Selfossi. Innlent 13.10.2005 18:55 Refsing þyngd í Hæstarétti Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu síbrotamanns sem dæmdur hafði verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi í október síðastliðnum fyrir margvísleg brot. Var það mat dómsins að vegna fyrri sakaferils væri rétt að bæta sex mánuðum við dóm héraðsdóms. Innlent 13.10.2005 18:55 Dæmdur fyrir líkamsárás Maður var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti í desember 2003. Gekk hann þar í skrokk á viðskiptavini með þeim afleiðingum að sá hlaut ökklabrot af. Innlent 13.10.2005 18:55 Dæmdur í 14 mánaða fangelsi Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hafa stolið tæplega 30 bifreiðum, skemmt sumar þeirra og stolið úr þeim. Maðurinn hefur hlotið dóma áður og rauf skilorð með þessu. Innlent 13.10.2005 18:55 Ástþór ákærður fyrir eignaspjöll Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi með meiru, hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll. Honum er gefið að sök að hafa í september síðastliðnum tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist. Innlent 13.10.2005 18:55 Beðið eftir krufningarskýrslum Málsgögn vegna manndrápsmálanna í Keflavík og Mosfellsbæ frá síðasta ári hafa ekki enn verið send ríkissaksóknara. Beðið er eftir krufningarskýrslu í báðum málunum en búist er við að málsgögn verði send ríkissaksóknara í næsta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:55 Dæmdur fyrir 30 brot Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum. Innlent 13.10.2005 18:55 Þriggja mánaða fangelsi Maður var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot og þjófnað og enn fremur brot á vopna- og fíkniefnalögum en viðkomandi á að baki langan brotaferil. Þóttu því ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Innlent 13.10.2005 18:55 Gerðu þrettán tölvur upptækar Þrettán tölvur sem innihalda barnaklám voru teknar í leit í húsum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri í gær. Lögregluembættin samræmdu aðgerðir sínar og hófu leit á sama tíma en upplýsingar þessa efnis höfðu borist frá finnsku lögreglunni í lok febrúar. Innlent 13.10.2005 18:55 Rannsakar fjársvik á Ebay "Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay. Innlent 13.10.2005 18:55 Frávísun hafnað fyrir héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja manna sem stefnt hafði verið til greiðslu skaðabóta af hálfu auglýsingastofunnar Gott fólk var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verður málinu því fram haldið enda taldi dómurinn það nægilega reifað af hálfu stefnanda en Gott fólk fer fram á greiðslu 200 milljóna króna af mönnunum þremur. Innlent 13.10.2005 18:55 Fjórir teknir með barnaklám Fjórir menn voru handteknir í fyrrakvöld eftir að lögregla í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri fann talsvert magn barnakláms við húsleitir sem gerðar voru eftir ábendingu frá lögreglunni í Finnlandi. Voru ellefu tölvur gerðar upptækar og er verið að fara yfir það efni sem í þeim vélum er. Innlent 13.10.2005 18:55 Stolnum skóm dreift við leikskóla Skór lágu á víð og dreif við leikskólann Stakkaborg í Reykjavík í morgun. Höfðu óprúttnir menn brotist inn í bíl, stolið þaðan skóm og dreift þeim á lóðina. Innlent 13.10.2005 18:54 Fundu barnaklám í áhlaupi Barnakláms var leitað í sjö húsum í gær í samræmdum aðgerðum lögregluembætta í Reykjavík, í Kópavogi og á Akureyri. Þrír menn voru handteknir. Böndin bárust til Íslands við rannsókn finnsku lögreglunnar á barnaklámsmáli þar í landi. Innlent 13.10.2005 18:54 Slökkvilið berst við sinubruna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn. Innlent 13.10.2005 18:54 Íbúð stórskemmdist í bruna Kjallaraíbúð nálægt miðbæ Reykjavíkur stórskemmdist í bruna skömmu fyrir klukkan sex í gær en engin slys urðu á fólki. "Ég fann mikinn reykfnyk og hélt fyrst að þetta væri hjá mér en þegar ég fór niður var allt fullt af reyk í kjallaraíbúðinni," sagði Sigurður Ómar Ásgrímsson sem var staddur í íbúð á efri hæðinni. "Ég fór upp að hringja á slökkviliðið og þegar ég kom niður aftur var eldur út um allt," bætti hann við. </font /> Innlent 13.10.2005 18:54 Fá undanþágu til uppskiptingar Samkeppnisstofnun hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu frá samkeppnislögum til þess að skipta upp bensínstöðvum sem félögin ráku saman úti á landi. Innlent 13.10.2005 18:54 Umferðartafir vegna tónleika Miklar umferðartafir urðu við Egilshöll í gærkvöld þegar þúsundir manna streymdu þangað til að hlýða á tónleika spænska tenórsins Placido Domingo. Þegar verst lét lá bílaröð frá höllinni og niður undir Ártúnsbrekku. Að sögn lögreglu gekk umferðin þó áfallalaust fyrir sig en seinkun varð á tónleikunum af þessum sökum. Innlent 13.10.2005 18:54 Árs fangelsi fyrir mörg innbrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á fertugsaldri í eins árs fangelsi fyrir að stela lyfjum, matvöru, bókum og armbandsúrum í fjölmörgum innbrotum og fyrir að stinga af frá ógreiddum reikningi í leigubíl. Maðurinn hefur frá árinu 1995 gengist undir tvær sáttir vegna fíkniefnabrota og hlotið tíu dóma vegna fíkniefna- og hegningarlagabrota, aðallega þjófnaðarbrota. Innlent 13.10.2005 18:54 Rann í hálku en fær ekki bætur Kínverska kjötbollugerðin ehf., sem rak veitingahúsið Kaffi Nauthól í Nauthólsvík, var í dag sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum konu sem rann á trépalli utan við veitingastaðinn í desember árið 2002 og axlarbrotnaði. Innlent 13.10.2005 18:54 Handtekinn með meint afmfetamín Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. Innlent 13.10.2005 18:54 Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Innlent 13.10.2005 18:54 Lenti í átökum við lögreglu Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt eftir að hafa lent í átökum við lögreglu. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna mannsins sem hafði verið með hótanir í miðbænum. Innlent 13.10.2005 18:54 Á slysadeild eftir líkamsárás Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu. Innlent 13.10.2005 18:54 Drukkin með barn í bílnum Lögreglumenn á Selfossi prísa sig sæla að hafa stöðvar för konu á ferð um bæinn í gær eftir að í ljós kom að hún var bæði drukkin og undir áhrifum lyfja undir stýri með barn í bílnum. Innlent 13.10.2005 18:54 15 ára piltar í gæsluvarðhaldi Tveir fimmtán ára piltar sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um á annan tug innbrota á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar piltanna hefur áður setið í gæsluvarðhaldi. Innlent 13.10.2005 18:54 « ‹ 80 81 82 83 84 85 86 87 88 … 120 ›
Margir teknir fyrir ölvunarakstur Óvenju margir ölvaðir ökumenn voru á ferðinni í gærkvöldi og í nótt. Einn var tekinn í Reykjavík, annar í Kópavogi, sá þriðji í Keflavík, þrír á Akureyri frá því síðdegis í gær og fram á nótt og einn í Hveragerði. Á Akureyri olli einn þeirra árekstri með því að virða ekki biðskyldu og aka í veg fyrir bíl á aðalbraut en engin slys hlutust af. Innlent 13.10.2005 18:55
Hákon Eydal hyggst áfrýja dómi Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi. Eins var honum gert að greiða þremur börnum Sri nærri 22 milljónir króna í bætur. Hákon lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að hann ætlaði að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 18:56
Smyglaði kókaíni undir hárkollu Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Innlent 13.10.2005 18:56
Faldi kókaín í hárkollunni "Þetta er ein djarfasta og ósvífnasta smygltilraun sem við höfum orðið vitni að," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en 12. mars síðastliðinn var 64 ára gömul kona handtekin þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam. Innlent 13.10.2005 18:56
Tíu bíla árekstur á Hellisheiði Hellisheiðinni hefur verið lokað vegna áreksturs tíu bíla í Hveradalabrekku. Sjúkrabílar og lögreglubílar frá Selfossi og Reykjavík eru á leið á staðinn en ekki er vitað með slys á fólki. Færð á Hellisheiði er mjög slæm á þessari stundu að sögn lögreglu á Selfossi. Innlent 13.10.2005 18:55
Refsing þyngd í Hæstarétti Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu síbrotamanns sem dæmdur hafði verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi í október síðastliðnum fyrir margvísleg brot. Var það mat dómsins að vegna fyrri sakaferils væri rétt að bæta sex mánuðum við dóm héraðsdóms. Innlent 13.10.2005 18:55
Dæmdur fyrir líkamsárás Maður var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti í desember 2003. Gekk hann þar í skrokk á viðskiptavini með þeim afleiðingum að sá hlaut ökklabrot af. Innlent 13.10.2005 18:55
Dæmdur í 14 mánaða fangelsi Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hafa stolið tæplega 30 bifreiðum, skemmt sumar þeirra og stolið úr þeim. Maðurinn hefur hlotið dóma áður og rauf skilorð með þessu. Innlent 13.10.2005 18:55
Ástþór ákærður fyrir eignaspjöll Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi með meiru, hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll. Honum er gefið að sök að hafa í september síðastliðnum tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist. Innlent 13.10.2005 18:55
Beðið eftir krufningarskýrslum Málsgögn vegna manndrápsmálanna í Keflavík og Mosfellsbæ frá síðasta ári hafa ekki enn verið send ríkissaksóknara. Beðið er eftir krufningarskýrslu í báðum málunum en búist er við að málsgögn verði send ríkissaksóknara í næsta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:55
Dæmdur fyrir 30 brot Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum. Innlent 13.10.2005 18:55
Þriggja mánaða fangelsi Maður var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot og þjófnað og enn fremur brot á vopna- og fíkniefnalögum en viðkomandi á að baki langan brotaferil. Þóttu því ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Innlent 13.10.2005 18:55
Gerðu þrettán tölvur upptækar Þrettán tölvur sem innihalda barnaklám voru teknar í leit í húsum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri í gær. Lögregluembættin samræmdu aðgerðir sínar og hófu leit á sama tíma en upplýsingar þessa efnis höfðu borist frá finnsku lögreglunni í lok febrúar. Innlent 13.10.2005 18:55
Rannsakar fjársvik á Ebay "Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay. Innlent 13.10.2005 18:55
Frávísun hafnað fyrir héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja manna sem stefnt hafði verið til greiðslu skaðabóta af hálfu auglýsingastofunnar Gott fólk var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verður málinu því fram haldið enda taldi dómurinn það nægilega reifað af hálfu stefnanda en Gott fólk fer fram á greiðslu 200 milljóna króna af mönnunum þremur. Innlent 13.10.2005 18:55
Fjórir teknir með barnaklám Fjórir menn voru handteknir í fyrrakvöld eftir að lögregla í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri fann talsvert magn barnakláms við húsleitir sem gerðar voru eftir ábendingu frá lögreglunni í Finnlandi. Voru ellefu tölvur gerðar upptækar og er verið að fara yfir það efni sem í þeim vélum er. Innlent 13.10.2005 18:55
Stolnum skóm dreift við leikskóla Skór lágu á víð og dreif við leikskólann Stakkaborg í Reykjavík í morgun. Höfðu óprúttnir menn brotist inn í bíl, stolið þaðan skóm og dreift þeim á lóðina. Innlent 13.10.2005 18:54
Fundu barnaklám í áhlaupi Barnakláms var leitað í sjö húsum í gær í samræmdum aðgerðum lögregluembætta í Reykjavík, í Kópavogi og á Akureyri. Þrír menn voru handteknir. Böndin bárust til Íslands við rannsókn finnsku lögreglunnar á barnaklámsmáli þar í landi. Innlent 13.10.2005 18:54
Slökkvilið berst við sinubruna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn. Innlent 13.10.2005 18:54
Íbúð stórskemmdist í bruna Kjallaraíbúð nálægt miðbæ Reykjavíkur stórskemmdist í bruna skömmu fyrir klukkan sex í gær en engin slys urðu á fólki. "Ég fann mikinn reykfnyk og hélt fyrst að þetta væri hjá mér en þegar ég fór niður var allt fullt af reyk í kjallaraíbúðinni," sagði Sigurður Ómar Ásgrímsson sem var staddur í íbúð á efri hæðinni. "Ég fór upp að hringja á slökkviliðið og þegar ég kom niður aftur var eldur út um allt," bætti hann við. </font /> Innlent 13.10.2005 18:54
Fá undanþágu til uppskiptingar Samkeppnisstofnun hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu frá samkeppnislögum til þess að skipta upp bensínstöðvum sem félögin ráku saman úti á landi. Innlent 13.10.2005 18:54
Umferðartafir vegna tónleika Miklar umferðartafir urðu við Egilshöll í gærkvöld þegar þúsundir manna streymdu þangað til að hlýða á tónleika spænska tenórsins Placido Domingo. Þegar verst lét lá bílaröð frá höllinni og niður undir Ártúnsbrekku. Að sögn lögreglu gekk umferðin þó áfallalaust fyrir sig en seinkun varð á tónleikunum af þessum sökum. Innlent 13.10.2005 18:54
Árs fangelsi fyrir mörg innbrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á fertugsaldri í eins árs fangelsi fyrir að stela lyfjum, matvöru, bókum og armbandsúrum í fjölmörgum innbrotum og fyrir að stinga af frá ógreiddum reikningi í leigubíl. Maðurinn hefur frá árinu 1995 gengist undir tvær sáttir vegna fíkniefnabrota og hlotið tíu dóma vegna fíkniefna- og hegningarlagabrota, aðallega þjófnaðarbrota. Innlent 13.10.2005 18:54
Rann í hálku en fær ekki bætur Kínverska kjötbollugerðin ehf., sem rak veitingahúsið Kaffi Nauthól í Nauthólsvík, var í dag sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum konu sem rann á trépalli utan við veitingastaðinn í desember árið 2002 og axlarbrotnaði. Innlent 13.10.2005 18:54
Handtekinn með meint afmfetamín Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. Innlent 13.10.2005 18:54
Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Innlent 13.10.2005 18:54
Lenti í átökum við lögreglu Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt eftir að hafa lent í átökum við lögreglu. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna mannsins sem hafði verið með hótanir í miðbænum. Innlent 13.10.2005 18:54
Á slysadeild eftir líkamsárás Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu. Innlent 13.10.2005 18:54
Drukkin með barn í bílnum Lögreglumenn á Selfossi prísa sig sæla að hafa stöðvar för konu á ferð um bæinn í gær eftir að í ljós kom að hún var bæði drukkin og undir áhrifum lyfja undir stýri með barn í bílnum. Innlent 13.10.2005 18:54
15 ára piltar í gæsluvarðhaldi Tveir fimmtán ára piltar sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um á annan tug innbrota á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar piltanna hefur áður setið í gæsluvarðhaldi. Innlent 13.10.2005 18:54