Smyglaði kókaíni undir hárkollu 18. mars 2005 00:01 Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira