Innlent

Slökkvilið berst við sinubruna

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn. Vitni sá unga menn í rauðum fólksbíl kasta einhverju sem líktist flugeldi út um bílglugga og kveikti það í sinunni. Lögregla rannsakar málið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað 13 sinnum út í gær vegna sinubruna. Þar á bæ segja menn að sinubrunum hafa verið að smáfjölga síðustu daga. Þetta sé einn af hinum öruggu vorboðum og að tíðin bjóði upp á þetta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×