Lög og regla

Fréttamynd

Amfetamínið 150 milljóna virði

Smásöluandvirði amfetamínsins, sem lögreglan og tollgæslan hafa gert upptækt við rannsókn fíkniefnamálsins sem greint var frá í gær, hefði numið allt að 150 milljónum króna miðað við að efnið hafi komið óblandað til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Framseldur frá Hollandi?

Fíkniefnadeild lögreglunnar óskar að öllum líkindum eftir að Íslendingur, sem býr í Hollandi, verði framseldur í tengslum við rannsókn á fíkniefnasmyglinu sem greint var frá í gær. Það ræðst endanlega á fundi sem nú stendur yfir og fari svo verða fimm menn í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna rannsóknarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fangaflótti í Svíþjóð

Tveir hættulegir fangar brutust út úr sænsku fangelsi í grennd við Stokkhólm í gærkvöldi með því að taka fangavörð í gíslingu og hóta að skera hann á háls, ef ekki yrði opnað fyrir þeim. Gríðarleg leit er nú gerð að föngunum og gíslinum en annar fanginn er morðingi og hinn stórtækur fíkniefnasmyglari.

Innlent
Fréttamynd

Vanaafbrotamaður í steininn á ný

Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til fangelsisvistar í tvö ár og sex mánuði fyrir ítrekuð afbrot, þ.á m. þjófnað, húsbrot og fíkniefnabrot. Í niðurstöðum réttarins segir að brotaferill mannsins, sem rauf reynslulausn með þeim afbrotum sem til umfjöllunar voru, hafi staðið samfellt frá því í nóvember árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að halda fyrrum sambýliskonu sinni nauðugri í íbúð hennar og nauðga henni þrívegis auk þess að skemma ýmsar eignir hennar. Þá á hann að greiða konunni 1,4 milljónir króna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Tólf hundruð fíkniefnabrot

Tæplega tólfhundruð ætluð brot á fíkniefnalöggjöfinni hafa komið á borð lögreglu frá áramótum, að því er fram kemur í frétt frá embætti Ríkislögreglustjóra. Allt síðasta ár voru skráð 1.385 fíkniefnabrot en þau eru nú orðin 1.185 það sem af er árinu.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst að Jón Steinar verji Gunnar

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Gunnars Arnar Kristjánssonar fyrrverandi forstjóra SÍF, óskaði eftir annarri fyrirtöku í málinu gegn Gunnari fyrstu vikuna í október þegar fyrir liggur hver verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Þá verður ljóst hvort Jón Steinar verji sjálfur Gunnar Örn en hann er einn umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara.

Innlent
Fréttamynd

Eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar

Sex Íslendingar hafa verið handteknir og fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Mikið magn af amfetamíni, kókaíni og LSD fannst í þremur sendingum frá Hollandi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Stálu og skemmdu

Brotist var inn í félagsmiðstöðina Tópas í Bolungarvík um síðustu helgi en í sama húsi er heilsdagsskóli grunnskólans.

Innlent
Fréttamynd

Gremja í garð Jóns Steinars

Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sjúkraskýrslur frá Litháen

Beiðni verjenda í líkfundarmálinu í Neskaupstað um að ákæruvaldið aflaði sjúkraskýrslna frá Litháen um hugsanleg veikindi Vaidasar Jucevicius, var hafnað af dómara Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Verjendurnir óskuðu eftir úrskurði í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hundur gerði húsráðanda viðvart

Bruni varð í einbýlishúsi á Tálknafirði í fyrrinótt og mátti litlu muna að húsið yrði alelda. Heimilishundur lét húsráðanda vita um eldinn.

Innlent