Eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar 22. september 2004 00:01 Sex Íslendingar hafa verið handteknir og sitja fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, vill á þessu stigi ekki gefa upp heildarmagn fíkniefnanna en efnin fundust í þremur sendingum sem allar komu frá Hollandi. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkurt magn af kókaíni fundust um borð í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins, í mars. Í framhaldinu hófu lögreglan og tollgæslan í Reykjavík rannsókn sem leiddi til þess að tekið var mikið magn af amfetamíni sem fannst í vörusendingu í einu skipa Eimskips í júlí. "Við greinum ekki frá því að svo komnu hversu mikið magnið er en það er verulegt. Með því mesta sem þekkst hefur," segir Ásgeir Karlsson. Fyrir rúmri viku fundust síðan tvö þúsund skammtar af LSD í póstsendingu. Vestmannaeyingur um þrítugt var handtekinn á föstudag vegna LSD-sendingarinnar. Sama dag var Íslendingur sem dvalið hefur í Hollandi um nokkra vikna skeið handtekinn í tengslum við amfetamínið sem fannst í júlí og LSD-sendinguna. Að auki voru þrír handteknir hér á landi á föstudag. Þar sem maðurinn dvaldi í Hollandi er annar Íslendingur búsettur. Við húsleit á mánudag var sá handtekinn en í íbúðinni fundust rúmt kíló af kókaíni og kannabisplöntur í ræktun. Þeir sem hafa verið handteknir eru fimm karlmenn og ein kona, öll á fertugsaldri. Konan og þrír mannanna voru handtekin á Íslandi. Þau hafa öll verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, þrjú í þrjár vikur og einn í tvær vikur. Mennirnir sem handteknir voru í Hollandi eru í haldi lögreglunnar en þar í landi getur lögreglan haldið fólki lengur án gæsluvarðhaldsúrskurðs. Fáist úrskurður um gæsluvarðhald munu yfirvöld hér á landi fara fram á að mennirnir verði framseldir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Sex Íslendingar hafa verið handteknir og sitja fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, vill á þessu stigi ekki gefa upp heildarmagn fíkniefnanna en efnin fundust í þremur sendingum sem allar komu frá Hollandi. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkurt magn af kókaíni fundust um borð í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins, í mars. Í framhaldinu hófu lögreglan og tollgæslan í Reykjavík rannsókn sem leiddi til þess að tekið var mikið magn af amfetamíni sem fannst í vörusendingu í einu skipa Eimskips í júlí. "Við greinum ekki frá því að svo komnu hversu mikið magnið er en það er verulegt. Með því mesta sem þekkst hefur," segir Ásgeir Karlsson. Fyrir rúmri viku fundust síðan tvö þúsund skammtar af LSD í póstsendingu. Vestmannaeyingur um þrítugt var handtekinn á föstudag vegna LSD-sendingarinnar. Sama dag var Íslendingur sem dvalið hefur í Hollandi um nokkra vikna skeið handtekinn í tengslum við amfetamínið sem fannst í júlí og LSD-sendinguna. Að auki voru þrír handteknir hér á landi á föstudag. Þar sem maðurinn dvaldi í Hollandi er annar Íslendingur búsettur. Við húsleit á mánudag var sá handtekinn en í íbúðinni fundust rúmt kíló af kókaíni og kannabisplöntur í ræktun. Þeir sem hafa verið handteknir eru fimm karlmenn og ein kona, öll á fertugsaldri. Konan og þrír mannanna voru handtekin á Íslandi. Þau hafa öll verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, þrjú í þrjár vikur og einn í tvær vikur. Mennirnir sem handteknir voru í Hollandi eru í haldi lögreglunnar en þar í landi getur lögreglan haldið fólki lengur án gæsluvarðhaldsúrskurðs. Fáist úrskurður um gæsluvarðhald munu yfirvöld hér á landi fara fram á að mennirnir verði framseldir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira