Erlent Yfirmaður tyrkneska hersins vill aðgerðir í Írak Yfirmaður tyrkneska hersins, Yasar Buyukanit, sagði í sjónvarpsviðtali í morgun að hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum Kúrda í norðurhluta Írak gætu haft góðar afleiðingar. Talið er að uppreisnarmenn Kúrda, PPK, hafi aðsetur þar og geri þaðan árásir á tyrknesk landsvæði. Írösk yfirvöld hafa varað Tyrki við því að ráðast inn í Írak. Erlent 27.6.2007 08:42 Áhrifa flóðanna gætir enn Samgöngur eru enn í ólagi í Englandi og Wales eftir flóðin þar í gær og fyrradag. Áfram er spáð rigningu en þó ekki jafn miklu úrhelli og var á mánudag. Fjórir hafa látist í flóðunum og síðast fannst mannslík í bíl í Worcestershire sem hafði færst í kaf í flóðinu. Erlent 27.6.2007 08:42 Múmía Hatshepsut fundin? Búist er við því að fornleifafræðingar í Egyptalandi segi frá einum mikilvægasta fundi þar í landi síðan múmía Tútankamons fannst þar árið 1922. Um múmíu drottningarinnar Hatshepsut er að ræða. Erlent 27.6.2007 07:58 CIA ætlaði að ráða Kastró af dögum CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, létti í gær leynd af gömlum leyniskjölum stofnunarinnar. Í þeim kom meðal annars fram að á sjöunda áratugnum hefði hún unnið með frægum mafíósum í þeim tilgangi að ráða Fídel Kastró, forseta Kúbu, af dögum. Erlent 27.6.2007 07:47 Eldar loga enn í Kaliforníu Skógareldar í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sótt í sig veðrið undanfarna daga. Slökkviliðsmenn höfðu búið til varnarlínu sem átti að hindra útbreiðslu eldsins en hann komst yfir hana og neyddi hundruð til þess að flýja heimili sín. Erlent 27.6.2007 07:06 Norður-Kórea heimilar eftirlit með afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í morgun að þau myndu leyfa eftirlitsaðilum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar að fylgjast með þegar slökkt verður á aðalkjarnaofni þeirra. Nefnd frá stofnuninni er þegar komin til landsins og hefur verið í viðræðum við þarlend stjórnvöld. Stofnuninni var úthýst frá Norður-Kóreu árið 2002 þegar landið hóf vinnu við kjarnorkuáætlun sína. Erlent 27.6.2007 07:03 Allir létust í flugslysi í Kambódíu Flak flugvélarinnar sem leitað var að í Kambódíu er fundið. Það voru flugmenn í leitarþyrlu sem komu auka á flakið á fjallinu Bukor í Kampot héraði. Erlent 27.6.2007 07:03 Brown kominn í Downingstræti Gordon Brown kominn í Downingstræti frá Buckingham höll þar sem hann var skipaður forsætisráðherra. Hann fór á fund Elísabetar annarrar, Englandsdrottningar, núna eftir hádegið og þáði starfið formlega úr hendi hennar. Erlent 27.6.2007 06:55 Mótmæli í Íran vegna eldsneytisskömmtunar Kveikt var í að minnsta kosti einni bensínstöð í höfuðborg Íran, Tehran, eftir að stjórnvöld tilkynntu um eldsneytisskömmtun í landinu. Erlent 27.6.2007 06:54 Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. Viðskipti erlent 26.6.2007 23:08 Hitabylgja í Evrópu kostar 31 mannslíf Að minnsta kosti 31 hefur látið lífið síðustu daga vegna hitabylgju sem gengið hefur yfir í suðausturhluta Evrópu. Hitinn mældist víða 45 gráður í Grikklandi í dag þar sem almenningsþjónustu og fyrirtækjum var víða lokað. Hitinn var það mikill að eldur kviknaði í rafmagnslínum og olli rafmagnsleysi. Erlent 26.6.2007 18:05 Minni væntingar nú en áður Væntingar Bandaríkjamanna lækkuðu um 4,6 stig og standa í 103,9 stigum í þessum mánuði samanborið við 108,5 stig í maí. Þetta er meiri lækkun á væntingum manna vestanhafs en gert hafði verið ráð fyrir. Niðurstaðan mun líklega skila sér í óbreyttum stýrivöxtum bandaríska seðlabankans. Viðskipti erlent 26.6.2007 16:21 Saksóknari í máli Milosevic ósátt við lát hans Carla Del Ponto, saksóknari Sameinuðu Þjóðanna segir að dauði Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu, ásæki sig. Hún lýsir því hversu ósátt hún sé við að hann hafi dáið áður en dómur féll yfir honum fyrir stríðsglæpi í stjórnartíð hans. Erlent 26.6.2007 16:20 Uppbyggingu lengstu brúar í heimi lokið Uppbyggingu lengstu brúar í heimi var formlega lokið í dag. Brúin, sem er í Kína, er 36 kílómetra löng verður þó ekki tekin í notkun fyrr en á næsta ári. Brúin mun verða sexbreið og heildarkostnaður við hana verður í kringum 97 milljarða króna. Erlent 26.6.2007 15:00 Hjúkrunarfræðingar í Póllandi í hungurverfall Hjúkrunarfræðingar í Póllandi hafa gripið til þess ráðs að fara í hungurverkfall til að krefjast hærri launa. Hungurverkfallið hófst í dag og kemur í kjölfar mótmælagangna og vinnustopps. Hundruðir sjúkrahúsa hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Erlent 26.6.2007 14:11 Þrír látnir eftir flóð í Bretlandi Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Erlent 26.6.2007 12:59 Samkynhneigður koss ritskoðaður Skólastjórn gagnfræðiskóla í New Jersey segist sjá eftir að hafa ritskoðað myndir sem áttu að birtast í árbók skólans. Skólinn lét afmá myndir af 18 ára karlkyns nemanda kyssa kærasta sinn úr bókinni. Stjórn skólans segist hafa beðið nemandann afsökunnar. Erlent 26.6.2007 12:45 Sven-Göran til Manchester City Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hefur tekið við framkvæmdastjórastöðunni hjá Manchester City. Fréttastofan Sky News skýrði frá þessu fyrir stundu. Eriksson, sem er 59 ára Svíi, hefur verið atvinnulaus eftir Heimsmeistarakeppnina sem fór fram síðasta sumar. Manchester City er við að taka yfirtökutilboði taílenska auðkýfingsins Thaksin Shinawatra. Erlent 26.6.2007 11:26 Dæmdur til dauða í Kína Kínverskur réttarstóll dæmdi í morgun mann frá Taívan, Chung Wan-yi til dauða. Maðurinn var dæmdur fyrir að stjórna eiturlyfjahring í Kína. Í gær var annar taívanskur maður líflátinn fyrir svipaðar sakir. Erlent 26.6.2007 11:25 Fellibylur í Pakistan Fellibylur reið yfir strendur Pakistan í morgun, aðeins einum degi eftir að flóð banaði yfir 200 manns í Karachi borg.Yfirvöld í Pakistan hafa flutt þúsundir manna á brott af lágum landsvæðum. Erlent 26.6.2007 10:44 Evrópusambandið ræðir við Tyrki Evrópusambandið stækkaði í dag viðræðugrundvöll við Tyrkland þegar hafist var handa að ræða um hagtölur og fjármálastjórn í landinu. Enn var þó horft fram hjá tveimur mikilvægustu punktunum í aðildaviðræðunum, efnahags- og gjaldmiðilsmálum. Erlent 26.6.2007 10:40 Sjö farast í kolanámu í Rússlandi Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í metansprengingu í kolanámu í Rússlandi í gær. Kolanáman er í eigu stálsmiðjunni Severstal í Vorkuta. Þriggja manna er enn saknað og er þeirra leitað. Erlent 26.6.2007 10:19 400 kílóa Hatton Vísindamenn reyndu á dögunum að mæla höggþunga hnefaleikamannsins Ricky Hatton. Hnefahögg Hattons braut hins vegar mælitækin. Sport 26.6.2007 09:56 Flugvél í Kambódíu ófundin Yfir 2000 hermenn höfðu gengið í gegnum skóg Kambódíu í morgun í mikilli rigningu, í von um að finna flugvél sem hrapaði í gær. Einum sólarhring eftir að flugvélin hvarf af ratsjám hefur ekkert fundist. Um borð í flugvélinni voru 22 manns. Erlent 26.6.2007 09:32 Candover býður í Stork Breski fjárfestingasjóðurinn Candover hefur gert formlegt yfirtökutilboð upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna, í hollensku samsteypuna Stork. Hollenska félagið LME Holding, sem er í eigu Eyris Invest, Marel og Landsbankans, á 11 prósent í félaginu. Viðskipti erlent 26.6.2007 09:29 Óttast að stífla muni bresta Hundruð íbúa í Suður-Jórvíkurskíri í Englandi flýja nú heimili sín af ótta við að stífla á svæðinu eigi eftir að bresta eftir gríðarlega rigningu undanfarna daga. Verkfræðingar eru að störfum við að reyna að styrkja stífluna. Sprungur byrjuðu að myndast í stíflunni þegar í nótt. Miklar rigningar hafa leitt til flóða víðs vegar um landið. Ástandið fer þó batnandi. Erlent 26.6.2007 08:49 Stéttarfélög hætta þátttöku í verkfalli Stéttarfélög í Höfðaborg, sem eru meðlimir í COSATU, samtökum stéttarfélaga í Suður Afríku, hafa ákveðið að hætta þátttöku í verkfalli sem lamað hefur landið undanfarnar vikur. Um 160 þúsund meðlimir stéttarfélaga munu því mæta aftur til vinnu í dag og á morgun. Viðræður við COSATU munu halda áfram á morgun. Erlent 26.6.2007 08:28 NATO og Rússland að funda Aðalritari NATO, Jaap de Hoop Scheffer, mun funda með forseta Rússlands, Vladimir Putin, og utanríkisráðherra landsins, Sergei Lavrov, á næstunni til þess að ræða eldflaugavarnarkerfið sem Bandaríkjamenn vilja koma upp í Austur-Evrópu. Samskipti NATO og Rússa hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið og hafa Rússar hótað því að beina eldflaugum sínum að evrópskum skotmörkum ef eldflaugakerfið verður reist. Erlent 26.6.2007 08:01 Ópíumframleiðsla eykst í Afganistan Ópíum framleiðsla í Afganistan hefur aukist gríðarlega undanfarið samkvæmt árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyf en hún kom út í dag. Aukningin á sér stað þrátt fyrir viðveru 30 þúsund hermanna í landinu. Erlent 26.6.2007 07:59 Paris Hilton laus úr steininum Paris Hilton var sleppt úr fangelsi undir morgun að íslenskum tíma eftir þriggja vikna dvöl í kvennafangelsi í Lynwood í Kaliforníu. Gífurleg mergð ljósmyndara beið þess að Hilton gengi út úr fangelsinu. Hún sat inni fyrir að rjúfa skilorð vegna umferðarlagabrots. Erlent 26.6.2007 07:19 « ‹ 85 86 87 88 89 90 91 92 93 … 334 ›
Yfirmaður tyrkneska hersins vill aðgerðir í Írak Yfirmaður tyrkneska hersins, Yasar Buyukanit, sagði í sjónvarpsviðtali í morgun að hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum Kúrda í norðurhluta Írak gætu haft góðar afleiðingar. Talið er að uppreisnarmenn Kúrda, PPK, hafi aðsetur þar og geri þaðan árásir á tyrknesk landsvæði. Írösk yfirvöld hafa varað Tyrki við því að ráðast inn í Írak. Erlent 27.6.2007 08:42
Áhrifa flóðanna gætir enn Samgöngur eru enn í ólagi í Englandi og Wales eftir flóðin þar í gær og fyrradag. Áfram er spáð rigningu en þó ekki jafn miklu úrhelli og var á mánudag. Fjórir hafa látist í flóðunum og síðast fannst mannslík í bíl í Worcestershire sem hafði færst í kaf í flóðinu. Erlent 27.6.2007 08:42
Múmía Hatshepsut fundin? Búist er við því að fornleifafræðingar í Egyptalandi segi frá einum mikilvægasta fundi þar í landi síðan múmía Tútankamons fannst þar árið 1922. Um múmíu drottningarinnar Hatshepsut er að ræða. Erlent 27.6.2007 07:58
CIA ætlaði að ráða Kastró af dögum CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, létti í gær leynd af gömlum leyniskjölum stofnunarinnar. Í þeim kom meðal annars fram að á sjöunda áratugnum hefði hún unnið með frægum mafíósum í þeim tilgangi að ráða Fídel Kastró, forseta Kúbu, af dögum. Erlent 27.6.2007 07:47
Eldar loga enn í Kaliforníu Skógareldar í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sótt í sig veðrið undanfarna daga. Slökkviliðsmenn höfðu búið til varnarlínu sem átti að hindra útbreiðslu eldsins en hann komst yfir hana og neyddi hundruð til þess að flýja heimili sín. Erlent 27.6.2007 07:06
Norður-Kórea heimilar eftirlit með afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í morgun að þau myndu leyfa eftirlitsaðilum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar að fylgjast með þegar slökkt verður á aðalkjarnaofni þeirra. Nefnd frá stofnuninni er þegar komin til landsins og hefur verið í viðræðum við þarlend stjórnvöld. Stofnuninni var úthýst frá Norður-Kóreu árið 2002 þegar landið hóf vinnu við kjarnorkuáætlun sína. Erlent 27.6.2007 07:03
Allir létust í flugslysi í Kambódíu Flak flugvélarinnar sem leitað var að í Kambódíu er fundið. Það voru flugmenn í leitarþyrlu sem komu auka á flakið á fjallinu Bukor í Kampot héraði. Erlent 27.6.2007 07:03
Brown kominn í Downingstræti Gordon Brown kominn í Downingstræti frá Buckingham höll þar sem hann var skipaður forsætisráðherra. Hann fór á fund Elísabetar annarrar, Englandsdrottningar, núna eftir hádegið og þáði starfið formlega úr hendi hennar. Erlent 27.6.2007 06:55
Mótmæli í Íran vegna eldsneytisskömmtunar Kveikt var í að minnsta kosti einni bensínstöð í höfuðborg Íran, Tehran, eftir að stjórnvöld tilkynntu um eldsneytisskömmtun í landinu. Erlent 27.6.2007 06:54
Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. Viðskipti erlent 26.6.2007 23:08
Hitabylgja í Evrópu kostar 31 mannslíf Að minnsta kosti 31 hefur látið lífið síðustu daga vegna hitabylgju sem gengið hefur yfir í suðausturhluta Evrópu. Hitinn mældist víða 45 gráður í Grikklandi í dag þar sem almenningsþjónustu og fyrirtækjum var víða lokað. Hitinn var það mikill að eldur kviknaði í rafmagnslínum og olli rafmagnsleysi. Erlent 26.6.2007 18:05
Minni væntingar nú en áður Væntingar Bandaríkjamanna lækkuðu um 4,6 stig og standa í 103,9 stigum í þessum mánuði samanborið við 108,5 stig í maí. Þetta er meiri lækkun á væntingum manna vestanhafs en gert hafði verið ráð fyrir. Niðurstaðan mun líklega skila sér í óbreyttum stýrivöxtum bandaríska seðlabankans. Viðskipti erlent 26.6.2007 16:21
Saksóknari í máli Milosevic ósátt við lát hans Carla Del Ponto, saksóknari Sameinuðu Þjóðanna segir að dauði Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu, ásæki sig. Hún lýsir því hversu ósátt hún sé við að hann hafi dáið áður en dómur féll yfir honum fyrir stríðsglæpi í stjórnartíð hans. Erlent 26.6.2007 16:20
Uppbyggingu lengstu brúar í heimi lokið Uppbyggingu lengstu brúar í heimi var formlega lokið í dag. Brúin, sem er í Kína, er 36 kílómetra löng verður þó ekki tekin í notkun fyrr en á næsta ári. Brúin mun verða sexbreið og heildarkostnaður við hana verður í kringum 97 milljarða króna. Erlent 26.6.2007 15:00
Hjúkrunarfræðingar í Póllandi í hungurverfall Hjúkrunarfræðingar í Póllandi hafa gripið til þess ráðs að fara í hungurverkfall til að krefjast hærri launa. Hungurverkfallið hófst í dag og kemur í kjölfar mótmælagangna og vinnustopps. Hundruðir sjúkrahúsa hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Erlent 26.6.2007 14:11
Þrír látnir eftir flóð í Bretlandi Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Erlent 26.6.2007 12:59
Samkynhneigður koss ritskoðaður Skólastjórn gagnfræðiskóla í New Jersey segist sjá eftir að hafa ritskoðað myndir sem áttu að birtast í árbók skólans. Skólinn lét afmá myndir af 18 ára karlkyns nemanda kyssa kærasta sinn úr bókinni. Stjórn skólans segist hafa beðið nemandann afsökunnar. Erlent 26.6.2007 12:45
Sven-Göran til Manchester City Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hefur tekið við framkvæmdastjórastöðunni hjá Manchester City. Fréttastofan Sky News skýrði frá þessu fyrir stundu. Eriksson, sem er 59 ára Svíi, hefur verið atvinnulaus eftir Heimsmeistarakeppnina sem fór fram síðasta sumar. Manchester City er við að taka yfirtökutilboði taílenska auðkýfingsins Thaksin Shinawatra. Erlent 26.6.2007 11:26
Dæmdur til dauða í Kína Kínverskur réttarstóll dæmdi í morgun mann frá Taívan, Chung Wan-yi til dauða. Maðurinn var dæmdur fyrir að stjórna eiturlyfjahring í Kína. Í gær var annar taívanskur maður líflátinn fyrir svipaðar sakir. Erlent 26.6.2007 11:25
Fellibylur í Pakistan Fellibylur reið yfir strendur Pakistan í morgun, aðeins einum degi eftir að flóð banaði yfir 200 manns í Karachi borg.Yfirvöld í Pakistan hafa flutt þúsundir manna á brott af lágum landsvæðum. Erlent 26.6.2007 10:44
Evrópusambandið ræðir við Tyrki Evrópusambandið stækkaði í dag viðræðugrundvöll við Tyrkland þegar hafist var handa að ræða um hagtölur og fjármálastjórn í landinu. Enn var þó horft fram hjá tveimur mikilvægustu punktunum í aðildaviðræðunum, efnahags- og gjaldmiðilsmálum. Erlent 26.6.2007 10:40
Sjö farast í kolanámu í Rússlandi Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í metansprengingu í kolanámu í Rússlandi í gær. Kolanáman er í eigu stálsmiðjunni Severstal í Vorkuta. Þriggja manna er enn saknað og er þeirra leitað. Erlent 26.6.2007 10:19
400 kílóa Hatton Vísindamenn reyndu á dögunum að mæla höggþunga hnefaleikamannsins Ricky Hatton. Hnefahögg Hattons braut hins vegar mælitækin. Sport 26.6.2007 09:56
Flugvél í Kambódíu ófundin Yfir 2000 hermenn höfðu gengið í gegnum skóg Kambódíu í morgun í mikilli rigningu, í von um að finna flugvél sem hrapaði í gær. Einum sólarhring eftir að flugvélin hvarf af ratsjám hefur ekkert fundist. Um borð í flugvélinni voru 22 manns. Erlent 26.6.2007 09:32
Candover býður í Stork Breski fjárfestingasjóðurinn Candover hefur gert formlegt yfirtökutilboð upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna, í hollensku samsteypuna Stork. Hollenska félagið LME Holding, sem er í eigu Eyris Invest, Marel og Landsbankans, á 11 prósent í félaginu. Viðskipti erlent 26.6.2007 09:29
Óttast að stífla muni bresta Hundruð íbúa í Suður-Jórvíkurskíri í Englandi flýja nú heimili sín af ótta við að stífla á svæðinu eigi eftir að bresta eftir gríðarlega rigningu undanfarna daga. Verkfræðingar eru að störfum við að reyna að styrkja stífluna. Sprungur byrjuðu að myndast í stíflunni þegar í nótt. Miklar rigningar hafa leitt til flóða víðs vegar um landið. Ástandið fer þó batnandi. Erlent 26.6.2007 08:49
Stéttarfélög hætta þátttöku í verkfalli Stéttarfélög í Höfðaborg, sem eru meðlimir í COSATU, samtökum stéttarfélaga í Suður Afríku, hafa ákveðið að hætta þátttöku í verkfalli sem lamað hefur landið undanfarnar vikur. Um 160 þúsund meðlimir stéttarfélaga munu því mæta aftur til vinnu í dag og á morgun. Viðræður við COSATU munu halda áfram á morgun. Erlent 26.6.2007 08:28
NATO og Rússland að funda Aðalritari NATO, Jaap de Hoop Scheffer, mun funda með forseta Rússlands, Vladimir Putin, og utanríkisráðherra landsins, Sergei Lavrov, á næstunni til þess að ræða eldflaugavarnarkerfið sem Bandaríkjamenn vilja koma upp í Austur-Evrópu. Samskipti NATO og Rússa hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið og hafa Rússar hótað því að beina eldflaugum sínum að evrópskum skotmörkum ef eldflaugakerfið verður reist. Erlent 26.6.2007 08:01
Ópíumframleiðsla eykst í Afganistan Ópíum framleiðsla í Afganistan hefur aukist gríðarlega undanfarið samkvæmt árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyf en hún kom út í dag. Aukningin á sér stað þrátt fyrir viðveru 30 þúsund hermanna í landinu. Erlent 26.6.2007 07:59
Paris Hilton laus úr steininum Paris Hilton var sleppt úr fangelsi undir morgun að íslenskum tíma eftir þriggja vikna dvöl í kvennafangelsi í Lynwood í Kaliforníu. Gífurleg mergð ljósmyndara beið þess að Hilton gengi út úr fangelsinu. Hún sat inni fyrir að rjúfa skilorð vegna umferðarlagabrots. Erlent 26.6.2007 07:19