Erlent

Fréttamynd

Ísraelsher herðir árásir sínar

Ísraelsher herti árásir sínar í Líbanon í morgun. Að minnsta kosti fjórir létust í loftárásum á suðurhluta Beirúts og sjö létust í árásum í hafnarborginni Týrus.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir létust í árásum Ísraelshers á Gaza

Fjórir Palestínumenn létust í árásum Ísraelshers á suðurhluta Gaza í morgun. Tveir hinna látnu voru systkini á aldrinum fimmtán og sautján ára. Hundrað og sjötíu Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hefur látist frá því að Ísraelsher hóf árásir sínar í lok júní. Í dag og á morgun verður landamærastöð á landamærum Gazasvæðisins og Egyptalands opnuð svo hægt verði að koma nauðsynjum inn á Gazasvæðið en þetta er í annað sinn frá því að hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasasvæðinu hófust sem landamærastöðin er opnuð.

Erlent
Fréttamynd

Tveir grunaðir handteknir

Lögreglan í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum handtók í gær tvo menn í tengslum við raðmorð sem skelft hafa íbúa borgarinnar í meira en ár. Mennirnir eru taldir tengjast máli leyniskyttu sem kölluð er „The Serial Shooter“ en ekki öðrum fjöldamorðingja sem gengur undir nafninu Baseline-morðinginn.

Erlent
Fréttamynd

Ræða leiðir til að binda enda á átökin

Fulltrúar stórveldanna í öryggisráði SÞ héldu í gær áfram viðræðum um leiðir til að binda enda á átökin í Líbanon. Ágreiningur ríkir enn um hvort skuli koma á undan, vopnahlé eða friðargæslulið. Ísraelar héldu áfram loftárásum og sprengiflaugahríð Hizboll

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin krafin svara

Nú, þegar aðeins rúmur mánuður er til þingkosninga í Svíþjóð, kröfðust þingmenn bæði stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka þess í gær að ríkisstjórnin skýrði stefnu sína í kjarnorkumálum í kjölfar þess að slökkt hefur verið á helmingi allra kjarnaofna í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Þingmanni dæmdar bætur

Kviðdómur í Edinborg úrskurðaði í gær að dagblaðið News of the World skyldi greiða skoska stjórnmálamanninum Tommy Sheridan 200.000 sterlingspund, andvirði 26,6 milljóna króna, í miskabætur fyrir meiðyrði, en blaðið hafði flutt ítrekaðar uppsláttarfréttir af meintu kynsvalli og kókaínneyslu þingmannsins.

Erlent
Fréttamynd

Fallbyssuskot bana saklausum

Þúsundir íbúa á átakasvæðinu í norðaustur­hluta Srí Lanka, þar sem stjórnarher Srí Lanka á í höggi við skæruliða aðskilnaðarsinnaðra tamíla, voru í gær á flótta undan átökunum. Á fimmtudag dóu minnst átján manns er fallbyssukúlur lentu á þremur skólum í strandbænum Muttur, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Fleiri féllu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bjargað af fólki á baðströnd

Spænsk yfirvöld tóku 66 Afríkubúa höndum í gær í bát sem var undan ströndum Kanaríeyja. Einn bátsverja var látinn og margir voru afar illa haldnir, enda hafði báturinn verið á sjó í ellefu daga.

Erlent
Fréttamynd

Vilja víkingaskipin frá Ósló

Sveitarstjórnir fjórtán sveitarfélaga í Vestfold-sýslu við vestanverðan Óslóarfjörð hafa sameinast um að krefjast þess að frægustu víkingaskipunum sem verið hafa til sýnis á víkingaskipasafninu í Ósló í heila öld og kennd eru við Oseberg og Gauksstaði verði skilað "heim" til Vestfold, þar sem skipin fundust á sínum tíma. Gauksstaðaskipið fannst árið 1880 og Oseberg-skipið árið 1903, en þau voru bæði í grafhaugum höfðingja frá 9. öld. Sveitarstjórnarmenn á Vestfold vilja endurheimta skipin til að laða að ferðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að miðla málum á Srí Lanka

Mörg þúsund manns hafa flúið átakasvæði í norðaustur-hluta Srí Lanka á síðustu dögum. Átök uppreisnarmanna Tamíltígra og stjórnarhersins, sem blossuðu þar upp vegna deilna um vatnsból, hafa breiðst út og segja sérfræðingar að landið rambi á barmi borgarastyrjaldar þótt vopnahlé eigi enn að vera í gildi. Rauði krossinn hefur ekki getað komið hjálpargögnum til nauðstaddra þar síðustu daga og rúmlega tuttugu þúsund manns hafa hrakist frá heimilum sínum. Norræn eftirlitssveit annast friðargæslu í landinu en Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla liðsmenn sína heim fyrir næstu mánaðamót vegna deilna við Tamíltígra og verða því aðeins Norðmenn og Íslendingar eftir. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi Norðmanna, kom til Srí Lanka í dag og mun reyna að miðla málum milli deiluaðila.

Erlent
Fréttamynd

Grænfriðungar bjóða aðstoð í Líbanon

Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins.

Erlent
Fréttamynd

Hætta á kjarnorkuslysi í Svíþjóð

Sænskur kjarnorkusérfræðingur fullyrðir að legið hafi við kjarnorkuslysi í Svíþjóð í vikunni þegar bilun varð í kjarnorkuveri norður af Stokkhólmi. Sænsk yfirvöld segja litla hættu hafa verið á slysi en þrátt fyrir það komu kjarnorkumálayfirvöld saman til neyðarfundar í gær. Slökkt hefur verið á helmingi kjarnaofna í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur brenndu bandaríska og breska fánann

Hundruðir Írana komu saman á götum Tehran í dag til að stuðnings Hizbollah skæruliðunum í átökunum gegn Ísrael og til að mótmæla aðgerðaleysi Breta og Bandaríkjamanna í átökunum. Þegar föstudagsbænunum var lokið hópaðist mannfjöldinn saman á götum borgarinnar og brenndu breska, bandaríska og ísraelska fánann. Hópurinn fór því næst að breska sendiráðinu þar sem grjóti og brennandi múrsteinum var kastað að sendiráðinu.

Erlent
Fréttamynd

Íbúðablokk hrundi á Alicante

Sex slösuðust þegar íbúðablokk í Alicante á Spáni hrundi um hádegi í gær. Slökkviliðsmenn segja gashylki hafa sprungið með þessum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Þrír ísraelskir hermenn létust

Þrír ísraelskir hermenn létust og tveir særðust í eldflaugaárás Hizbolla-skæruliða í Suður-Líbanon í morgun, að sögn Al Arabiya fréttastöðvarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Tveggja ára undrabarn á sjóskíðum

Cole Marsolek er rétt tæplega tveggja ára, en er afar fær á sjóskíðum þrátt fyrir ungan aldur. Færni hans uppgötvaðist þegar fjölskylda hans var á ferð í Wisconsin í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Blóðugur dagur í Afganistan

Fjöldi óbreyttra borgara og kanadískra hermanna var drepinn í sprengjuárásum í Afganistan í dag. Dagurinn var einn sá blóðugasti í landinu í marga mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Vill sameina sundraða þjóð

Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti.

Erlent
Fréttamynd

Borgarastríð í Írak líklegt

Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Smygluðu sjaldgæfum fuglum á milli landa

Yfirvöld á Spáni hafa upprætt smyglhring þar í landi sem útvegaði áhugasömum víða um heim sjaldgæfar tegundir fugla. Sex hafa verið handteknir og húsleitir gerðar víða um Spán.

Erlent
Fréttamynd

12 óbreyttir borgarar féllu í Bagdad

Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar féllu og um þrjátíu særðust þegar sprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Sprengjan hafði verið bundin við vélhjól sem lagt var við verslanagötu.

Erlent
Fréttamynd

Janúkovítsj tilnefndur forsætisráðherra Úkraínu

Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna Viktor Janúkovítsj sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó bað landa sína um að sýna sér skilning en hann telur að með þessu sé hægt að sameina sundurleita þjóðina.

Erlent
Fréttamynd

20 létust í árásum á knattspyrnuvelli

Tuttugu manns létust og að minnsta kosti 14 særðust í tveimur sprengingum á sitt hvorum knattspyrnuvellinum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Flestir hinna látnu voru börn sem voru að leik í einu af fátækrarhverfum borgarinnar. Íbúar hverfisins eru flestir sjítar.

Erlent
Fréttamynd

Skutu 230 flugskeytum á Ísrael

Liðsmenn Hizbollah-samtakanna skutu 230 flugskeytum á Ísrael í gær. Þeir hafa ekki skotið jafn mörgum flugskeytum á einum degi síðan átökin hófust fyrir tuttugu og þremur dögum.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna hitabylgju

Neyðarástand hefur skapast í New York-borg í Bandaríkjunum þar sem hiti hefur farið upp í tæp fjörutíu stig. Þegar rakinn bætist við er erfitt að lifa. Sérstakar kælingarmiðstöðvar víðsvegar um borgina eru fjölsóttar þessa dagana.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlitsmönnum á Srí Lanka fækkar um tvo þriðju

Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka.

Erlent
Fréttamynd

190 flugskeytum skotið á Norður-Ísrael

Ísraelskar hersveitir réðust um 100 kílómetra inn í Líbanon í dag og tóku þar 5 skæruliða Hizbolla höndum í einu höfuðvígi þeirra. Hizbolla-skæruliðar svöruðu með að skjóta um 190 flugskeytum á Norður-Ísrael í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sprengingar á sparkvelli í Bagdad

Tólf manns fórust þegar tvær sprengjur sprungu á sparkvelli barna í Bagdad í Írak nú fyrir stundu. Flestir hinna látnu eru börn sem voru að leika sér í fótbolta í einu af fátækrahverfum borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Íraskar her- og lögreglusveitir munu taka við öryggisgæslu í Írak

Jalal Talabani, forseti Íraks, segir að íraskar her- og lögreglusveitir muni taka við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins, fyrir næstu áramót. Bandarískar og aðrar erlendar hersveitir gæta nú öryggis í sautján af átján héruðum Íraks. Írakar sjálfir stjórna aðeins einu héraði.

Erlent