Erlent

Fréttamynd

Bandarísk flugvél fékk herþotufylgd

Bandarísk flugvél, sem var á leið til Indlands, fékk leyfi til að lenda á Schiphol-flugvelli í Hollandi í gær og fékk herþotufylgd eftir að starfsfólk vélarinnar tilkynnti um undarlega hegðun nokkurra farþega um borð.

Erlent
Fréttamynd

Ítök Írana sögð fara vaxandi

Íranar hafa meiri áhrif í Írak en Bandaríkjamenn og ráðamenn í Teheran hafa fest sig í sessi sem aðalkeppinautar bandarískra stjórnvalda um ítök í Miðausturlöndum. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu virtrar rannsóknarstofnunar í Lundúnum, Chatham House.

Erlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir átta mönnum sem grunaðir eru um aðild að samsæri um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það var framlengt um sólarhring yfir tveimur öðrum og einum var sleppt án ákæru.

Erlent
Fréttamynd

Vilja í velmegunarlið með Norðurlöndum

Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, SNP, vill að Skotland verði sjálfstætt ríki sem yrði hlekkur í „velmegunarboga“ með Norðurlöndunum, frá Íslandi til Finnlands. Frá þessu er greint í blaðinu Scotland on Sun­day

Erlent
Fréttamynd

Myrti dætur sínar

Þrítugur Dani var í gær dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á tveimur dætrum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken.

Erlent
Fréttamynd

Svörtu kassarnir fundnir

Nú er talið að sambland af vondu veðri og mistökum flugmanna hafi valdið flugslysinu í Úkraínu í gær. 170 manns létu lífið í slysinu. Talið er að flugvélin hafi lent í mikilli ókyrrð, jafnvel orðið fyrir eldingu, og síðan hafi mistök flugmanns orðið til þess að vélin ofreis og hrapaði stjórnlaus til jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði um rúman dal

Hráolíuverð lækkaði talsvert síðla dags í kjölfar þess að vikulegar upplýsingar bandaríska orkumálaráðuneytisins benda til að umframbirgðir af olíu hafi aukist á milli vikna. Þá lækkaði olíuverðið fyrr í dag vegna vilja stjórnvalda í Íran til að hefja formlegar viðræður við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkuáætlun sína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Náði mynd af slysinu á farsíma

Rannsóknarmenn hafa fundið svarta kassa sem voru í rússnesku farþegaflugvélinni sem hrapaði í Úkraínu í gær. Hundrað og sextíu farþegar og tíu manna áhöfn fórust með vélinni. AP-fréttastofunni hefur borist upptaka af slysinu sem vitni tók á farsíma sinn. Þar má sjá hvar vélin hrapar og mikill reykur stígur upp frá slysstaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkar vegna viðbragða Írana

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar frétta þess efnis að stjórnvöld í Íran væru reiðubúin til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína. Íranar eiga yfir höfði sér viðskiptabann hætti þeir ekki auðgun úrans fyrir ágústlok.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Góð afkoma hjá Nestlé

Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé sklaði rúmum 4,1 milljarði svissneskra franka, jafnvirði tæpra 239 milljarða íslenskra króna, í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Aukningin nemur 11,4 prósentum sem er í takt við væntingar greiningaraðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Brýnt að aðildarríki SÞ leggi til friðargæslu

Terje Roed-Larson, sendierindreki Sameinuðu þjóðanna, varar við því að friðurinn milli Ísraels og Líbanons verði afar brothættur næstu tvo til þrjá mánuðina. Hann segir afar brýnt að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna taki sig saman í andlitinu og leggi til friðargæsluliðsins sem erfiðlega hefur gengið að manna.

Erlent
Fréttamynd

Walesa segir skilið við Samstöðu

Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, hefur sagt skilið við verkalýðsfélagið Samstöðu sem hann átti þátt í að stofna á tímum kommúnismans í heimalandi sínu á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

Upplausn ríkir víða í Mexíkó

Niðurstöður kosninga eru virtar að vettugi, jafnt af hægri- sem vinstrimönnum. Kjarabarátta barnakennara breytist í vopnaða uppreisn og setur borgaralegt samfélag á annan endann.

Erlent
Fréttamynd

Samsæri um morð og hryðjuverk

Ellefu menn, sem ákærðir eru fyrir aðild að samsæri um að sprengja í loft upp farþegaþotur á leið milli Bretlands og Bandaríkjanna, voru leiddir fyrir dómara í Lundúnum í gær. Átta sakborningar, sem sæta ákæru fyrir að leggja á ráðin um morð og hryðjuverk, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í september. Hinir þrír sem sæta minna alvarlegum ákærum, verða einnig áfram í haldi.

Erlent
Fréttamynd

Glíma um fé til EFTA

Svisslendingar vilja lækka framlag sitt til EFTA. Með því skora þeir á Íslendinga og Norðmenn í glímu um fjárframlög og staðsetningu höfuðstöðva samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Klám sýnt í fréttatíma

Gróft tékkneskt klám var sýnt í fréttatíma sænska ríkissjónvarpsins aðfaranótt sunnudagsins, samkvæmt frétt Svenska Dagbladet. Ástæðan er sú að á skjáum fyrir aftan þulinn eru sýndar erlendar fréttastöðvar.

Erlent
Fréttamynd

Einskis getið um auðgun úrans

Ari Larijani, aðaltalsmaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum, greindi frá því í gær að stjórnin væri reiðubúin að hefja alvöru samningaviðræður um kjarnorkuáætlun sína.

Erlent
Fréttamynd

Vitorðsmenn í Hamborg

Líbanskur námsmaður, sem grunaður er um að hafa átt þátt í misheppnaðri tilraun til að sprengja heimatilbúna sprengju í þýskri járnbrautalest, átti sér vitorðsmenn í Hamborg, að því er lögregla greindi frá í gær. Eins og kunnugt er voru lykilmenn í flugráns-árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 námsmenn í Hamborg.

Erlent
Fréttamynd

Biður Gdansk-búa um skilning

Þýska nóbelsskáldið Günter Grass hefur sent borgarstjóra fæðingarborgar sinnar Gdansk, sem áður hét Danzig, bréf þar sem hann útskýrir að hann hafi fyrst á elliárum fundið „réttu leiðina“ til að tala um að hann þjónaði í Waffen-SS-hersveit á síðustu mánuðum síðari heimsstyrjaldarinnar, þá á átjánda aldursári.

Erlent
Fréttamynd

Nær átta kílóa sprengja fannst

Lögreglumenn fundu sprengju í gær við fjölfarna götu í verslunarhverfi í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka. Sprengjan vó nærri átta kíló og hefði getað valdið töluverðum mannskaða.

Erlent
Fréttamynd

Grunsamlegir menn skotnir

Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana á Gaza-ströndinni aðfaranótt þriðjudags. AP hefur eftir talsmanni hersins að skothríð hafi verið gerð að mönnunum því þeir hafi talist „grunsamlegir, á göngu við landamærin með stóra poka“. Skriðdrekar skutu einnig í átt að mönnunum.

Erlent
Fréttamynd

Versta útkoma í nítján ár

Nýleg skoðanakönnun breska blaðsins Guardian og IMC hefur leitt í ljós að 72 prósent Breta telja að utanríkisstefna Tonys Blair hafi aukið hættuna á hryðjuverkaárás á Bretland. Einungis eitt prósent aðspurðra er á öndverðri skoðun og telur landið öruggara.

Erlent
Fréttamynd

Íranar reiðubúnir til viðræðna

Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð.

Erlent
Fréttamynd

Miklir eldar í Grikklandi

Einn hefur farist og tugir slasast í miklum skógareldum sem geisað hafa á Halkidiki-skaga í norðurhluta Grikklands.

Erlent
Fréttamynd

170 dóu í flugslysinu

Engar líkur eru taldar á að nokkur hafi komist lífs af þegar rússnesk farþegaþota með 170 manns innanborðs fórst skammt frá Donétsk í Úkraínu í dag. Ókyrrð í lofti er sögð orsök slyssins en hryðjuverk er útilokað.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar svartsýnir

Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niðurstöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enginn komst lífs af

Allir farþegar og áhöfn rússneskrar farþegavélar af Tupolev gerð týndu lífi þegar vélin hrapaði Austur-Úkraínu í dag. Hundrað og sextíu farþegar voru um borð og tíu manna áhöfn. Flugvélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar og hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af Donetsk.

Erlent
Fréttamynd

Íranar afhenda svar sitt

Íranar hafa í dag afhent fulltrúum vesturveldanna svar sitt við tilboði þeirra um ívilnanir í stað þess að stjórnvöld í Teheran hætti auðgun úrans.

Erlent