Erlent Ásakanir um spillingu drógu úr fylgi Silva Luiz Inacio Lula da Silva, hinn vinstrisinnaði forseti Brasilíu, náði ekki þeirri yfirburða kosningu nú um helgina, sem flestir höfðu reiknað með fyrirfram. Ásakanir um spillingu virðast hafa ráðið þar úrslitum. Erlent 2.10.2006 23:10 Systurnar áður orðið fyrir árás Tvær af systrunum þremur, sem myrtar voru í Ósló á sunnudagskvöld, hafa áður orðið fyrir fólskulegri árás frá manni úr fjölskyldu þeirra. Sá maður er þó ekki sá sami og bróðir þeirra, sem grunaður er um að hafa myrt þær. Erlent 2.10.2006 23:10 Forseti Sambíu endurkjörinn Levy Mwanawasa hefur verið endurkjörinn forseti Sambíu með 43% atkvæða. Kjörstjórn landsins staðfesti það í dag. Michale Sata, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og sem kom næstur forsetanum með 29% atkvæða, segir Mwanawasa hafa stolið sigrinum en hvetur stuðningsmenn sína til að sýna stillingu. Erlent 2.10.2006 23:23 3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Erlent 2.10.2006 22:17 Rússar sendir heim Fjórir Rússar, sem undanfarna daga hafa verið í haldi georgískra yfirvalda grunaðir um njósnir, voru í dag reknir úr landi. Þeir voru seldir í hendur yfirmanns ÖSE sem fylgdi þeim svo um borð í flugvél sem flaug síðan með þá til Moskvu. Um svipað leyti ákváðu rússnesk stjórnvöld að stöðva allar samgöngur og viðskipti á milli landanna tveggja. Erlent 2.10.2006 21:14 Ban Ki-Moon hafi sigur Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, er talinn líklegasti arftaki Kofis Annans í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ki-Moon hafði sigur í óformlegri atkvæðagreiðslu um hvern ætti að skipa næst í embættið. Annan lætur af störfum í lok árs. Erlent 2.10.2006 21:06 Reyndi að ráðast inn í hús forsætisráðherra Maður vopnaður hnífi reyndi í dag að ráðast inn á skrifstofu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, við Downing-stræti 10 í Lundúnum. Maðurinn var handtekinn eftir að hann hafði klifrað yfir girðingu aftan við húsið sem liggur samsíða þeirri hlið byggingarinnar sem snýr að götu sem opin er almenningi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir vopnaburð og að hafa ráðist að lögreglumanni. Erlent 2.10.2006 20:40 15 særðust í sprengingu á kaffihúsi Að minnsta kosti 15 særðust þegar sprening varð á kaffihúsi í Izmar, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag. Ekki liggur fyrir hvort sprengju var komið fyrir á kaffihúsinu eða sprengingin orðið af öðrum völdum. Í gær lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, einhliða yfir vopnahlé. Flokkurinn og Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði við Tyrki í rúma tvo áratugi. Ekki er vitað hvort Kúrdar voru að verki í Izmar í dag. Erlent 2.10.2006 17:42 Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. Erlent 2.10.2006 17:21 Skothríð í bandarískum skóla Erlent 2.10.2006 16:38 Banvæn streita Erlent 2.10.2006 16:01 Hættulegt að vitna gegn Saddam Hussein Erlent 2.10.2006 15:39 Abbas hugar að myndun neyðarstjórnar Palestínumanna Erlent 2.10.2006 15:09 Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. Erlent 2.10.2006 14:42 Saudi Arabar telja að Írak sé að liðast í sundur Erlent 2.10.2006 14:31 Þjóðarleiðtogi með tvo tvífara Erlent 2.10.2006 14:02 Kínverjar blinda bandaríska gervihnetti Erlent 2.10.2006 13:42 Rússar einangra Georgíu Erlent 2.10.2006 11:19 Danskir foreldrar mótmæla Erlent 2.10.2006 10:55 Allir um borð fórust Nú er staðfest að allir þeir hundrað fimmtíu og fimm manns sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í Amazon regnskóginum á föstudag eru látnir. Erlent 2.10.2006 09:20 Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að Nígería og Venesúela, sem eru aðildarríki samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, ákváðu að draga úr útflutningi til að bregðast við talsverðum verðlækkunum síðustu vikurnar og draga úr framboð á olíu. Viðskipti erlent 2.10.2006 09:15 Fimm fórust er brú hrundi Minnst fimm manns fórust þegar tæplega tuttugu metra langur hluti brúar á mislægum gatnamótum hrundi í Montréal í Kanada á laugardag. Sex manns liggja á sjúkrahúsi og eru tveir alvarlega slasaðir. Erlent 1.10.2006 22:06 Sýnir myndband með Atta Myndband af Mohammed Atta, sem flaug farþegavél á annan Tvíburaturnanna í New York í september 2001, var birt á vefsíðu Sunday Times í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem myndbandið er sýnt opinberlega. Erlent 1.10.2006 22:06 Alvarlegar ásakanir á Bush og stjórn hans Bandaríkjaforseti og stjórn hans fá harða útreið í bók virts blaðamanns sem gefin verður út í dag. Þar eru ríkisstjórnin og George W. Bush sökuð um að fela fyrir þegnum landsins hversu víðtæk og alvarleg upplausnin í Írak er orðin. Jafnframt kemur fram að Henry Kissinger sé orðinn einn aðalráðgjafi Bush. Erlent 1.10.2006 22:06 Fjórir handteknir í ferju Fjórir sænskir nýnasistar voru handteknir eftir að þeir sýndu ferjufarþegum, sem ekki litu út fyrir að vera norrænir, kynþáttafordóma og ofbeldi á laugardag, segir á fréttavef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Erlent 1.10.2006 22:06 Herforingi verður forsætisráðherra Hershöfðinginn fyrrverandi, Surayud Chulanont, var í gær svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands. Tvær vikur eru frá valdaráni stjórnarhersins þar í landi og völdu yfirmenn hersins Surayud í embættið þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að herinn myndi ekki sitja lengi við völd. Erlent 1.10.2006 22:06 Læknar í sjálfsmorðshug Þriðjungur lækna er í sjálfsmorðshugleiðingum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var á vinnuumhverfi starfsfólks Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Jafnmargir læknar telja sig vera útbrunna í starfi. Erlent 1.10.2006 22:06 Tattúveruðu enni morðingja Fangar í fangelsi í Indiana í Bandaríkjunum munu hafa sett húðflúr á enni barnsmorðingja nokkurs sem situr í fangelsi með þeim. Að sögn fangelsisyfirvalda, stendur nú hefnd Katiear á enni mannsins. Fanginn var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa misnotað kynferðislega og banað tíu ára gamalli telpu, Katie að nafni, í fyrra. Erlent 1.10.2006 22:06 Þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað Yfirkjörstjórn Rússlands hafnaði í liðinni viku beiðni um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar. Breytingarnar hefðu gert Vladimír Pútín kleift að bjóða sig fram til að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti. Erlent 1.10.2006 22:06 Uppnám vegna Mozartóperu Ákvörðun Þýsku óperunnar í Berlín um að hætta af öryggisástæðum við fjórar sýningar á óperu eftir Mozart hefur vakið harðar deilur þar í landi. Í einu atriði óperunnar Idomeneo átti að sýna afhöggna hausa þriggja helstu trúarhöfunda mannkyns, þeirra Jesú, Búdda og Múhameðs, ásamt höfði sjávarguðsins Poseidons. Erlent 1.10.2006 22:06 « ‹ 264 265 266 267 268 269 270 271 272 … 334 ›
Ásakanir um spillingu drógu úr fylgi Silva Luiz Inacio Lula da Silva, hinn vinstrisinnaði forseti Brasilíu, náði ekki þeirri yfirburða kosningu nú um helgina, sem flestir höfðu reiknað með fyrirfram. Ásakanir um spillingu virðast hafa ráðið þar úrslitum. Erlent 2.10.2006 23:10
Systurnar áður orðið fyrir árás Tvær af systrunum þremur, sem myrtar voru í Ósló á sunnudagskvöld, hafa áður orðið fyrir fólskulegri árás frá manni úr fjölskyldu þeirra. Sá maður er þó ekki sá sami og bróðir þeirra, sem grunaður er um að hafa myrt þær. Erlent 2.10.2006 23:10
Forseti Sambíu endurkjörinn Levy Mwanawasa hefur verið endurkjörinn forseti Sambíu með 43% atkvæða. Kjörstjórn landsins staðfesti það í dag. Michale Sata, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og sem kom næstur forsetanum með 29% atkvæða, segir Mwanawasa hafa stolið sigrinum en hvetur stuðningsmenn sína til að sýna stillingu. Erlent 2.10.2006 23:23
3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Erlent 2.10.2006 22:17
Rússar sendir heim Fjórir Rússar, sem undanfarna daga hafa verið í haldi georgískra yfirvalda grunaðir um njósnir, voru í dag reknir úr landi. Þeir voru seldir í hendur yfirmanns ÖSE sem fylgdi þeim svo um borð í flugvél sem flaug síðan með þá til Moskvu. Um svipað leyti ákváðu rússnesk stjórnvöld að stöðva allar samgöngur og viðskipti á milli landanna tveggja. Erlent 2.10.2006 21:14
Ban Ki-Moon hafi sigur Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, er talinn líklegasti arftaki Kofis Annans í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ki-Moon hafði sigur í óformlegri atkvæðagreiðslu um hvern ætti að skipa næst í embættið. Annan lætur af störfum í lok árs. Erlent 2.10.2006 21:06
Reyndi að ráðast inn í hús forsætisráðherra Maður vopnaður hnífi reyndi í dag að ráðast inn á skrifstofu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, við Downing-stræti 10 í Lundúnum. Maðurinn var handtekinn eftir að hann hafði klifrað yfir girðingu aftan við húsið sem liggur samsíða þeirri hlið byggingarinnar sem snýr að götu sem opin er almenningi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir vopnaburð og að hafa ráðist að lögreglumanni. Erlent 2.10.2006 20:40
15 særðust í sprengingu á kaffihúsi Að minnsta kosti 15 særðust þegar sprening varð á kaffihúsi í Izmar, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag. Ekki liggur fyrir hvort sprengju var komið fyrir á kaffihúsinu eða sprengingin orðið af öðrum völdum. Í gær lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, einhliða yfir vopnahlé. Flokkurinn og Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði við Tyrki í rúma tvo áratugi. Ekki er vitað hvort Kúrdar voru að verki í Izmar í dag. Erlent 2.10.2006 17:42
Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. Erlent 2.10.2006 17:21
Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. Erlent 2.10.2006 14:42
Allir um borð fórust Nú er staðfest að allir þeir hundrað fimmtíu og fimm manns sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í Amazon regnskóginum á föstudag eru látnir. Erlent 2.10.2006 09:20
Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að Nígería og Venesúela, sem eru aðildarríki samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, ákváðu að draga úr útflutningi til að bregðast við talsverðum verðlækkunum síðustu vikurnar og draga úr framboð á olíu. Viðskipti erlent 2.10.2006 09:15
Fimm fórust er brú hrundi Minnst fimm manns fórust þegar tæplega tuttugu metra langur hluti brúar á mislægum gatnamótum hrundi í Montréal í Kanada á laugardag. Sex manns liggja á sjúkrahúsi og eru tveir alvarlega slasaðir. Erlent 1.10.2006 22:06
Sýnir myndband með Atta Myndband af Mohammed Atta, sem flaug farþegavél á annan Tvíburaturnanna í New York í september 2001, var birt á vefsíðu Sunday Times í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem myndbandið er sýnt opinberlega. Erlent 1.10.2006 22:06
Alvarlegar ásakanir á Bush og stjórn hans Bandaríkjaforseti og stjórn hans fá harða útreið í bók virts blaðamanns sem gefin verður út í dag. Þar eru ríkisstjórnin og George W. Bush sökuð um að fela fyrir þegnum landsins hversu víðtæk og alvarleg upplausnin í Írak er orðin. Jafnframt kemur fram að Henry Kissinger sé orðinn einn aðalráðgjafi Bush. Erlent 1.10.2006 22:06
Fjórir handteknir í ferju Fjórir sænskir nýnasistar voru handteknir eftir að þeir sýndu ferjufarþegum, sem ekki litu út fyrir að vera norrænir, kynþáttafordóma og ofbeldi á laugardag, segir á fréttavef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Erlent 1.10.2006 22:06
Herforingi verður forsætisráðherra Hershöfðinginn fyrrverandi, Surayud Chulanont, var í gær svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands. Tvær vikur eru frá valdaráni stjórnarhersins þar í landi og völdu yfirmenn hersins Surayud í embættið þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að herinn myndi ekki sitja lengi við völd. Erlent 1.10.2006 22:06
Læknar í sjálfsmorðshug Þriðjungur lækna er í sjálfsmorðshugleiðingum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var á vinnuumhverfi starfsfólks Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Jafnmargir læknar telja sig vera útbrunna í starfi. Erlent 1.10.2006 22:06
Tattúveruðu enni morðingja Fangar í fangelsi í Indiana í Bandaríkjunum munu hafa sett húðflúr á enni barnsmorðingja nokkurs sem situr í fangelsi með þeim. Að sögn fangelsisyfirvalda, stendur nú hefnd Katiear á enni mannsins. Fanginn var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa misnotað kynferðislega og banað tíu ára gamalli telpu, Katie að nafni, í fyrra. Erlent 1.10.2006 22:06
Þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað Yfirkjörstjórn Rússlands hafnaði í liðinni viku beiðni um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar. Breytingarnar hefðu gert Vladimír Pútín kleift að bjóða sig fram til að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti. Erlent 1.10.2006 22:06
Uppnám vegna Mozartóperu Ákvörðun Þýsku óperunnar í Berlín um að hætta af öryggisástæðum við fjórar sýningar á óperu eftir Mozart hefur vakið harðar deilur þar í landi. Í einu atriði óperunnar Idomeneo átti að sýna afhöggna hausa þriggja helstu trúarhöfunda mannkyns, þeirra Jesú, Búdda og Múhameðs, ásamt höfði sjávarguðsins Poseidons. Erlent 1.10.2006 22:06
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent