Erlent

Fréttamynd

Olíuverðið lækkar á ný

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 59 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar efasemda um að einhugur sé hjá aðildarríkjum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að minnka olíuframleiðslu um rúma milljón tunnur af hráolíu á dag til að sporna gegn verðlækkunum á svarta gullinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Condoleezza Rice gagnrýnir súdönsk yfirvöld

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ákvörðun súdanskra yfirvalda um að reka sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna, Jan Pronk, úr landi hafi verið "ákaflega óheppileg".

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar skutu sjö til bana á Gaza

Ísraelskar hersveitir skutu til bana sjö Palestínumenn í morgun, þar af þrjá bræður. Fjórtán aðrir særðust í árásinni, sem var gerð á fyrsta degi aðalhátíðar múslima, Eid al-Fitr.

Erlent
Fréttamynd

Yfirvöld í Íran banna umbótasinnað dagblað

Yfirvöld í Íran hafa bannað umbótasinnað dagblað sem var aðeins viku gamalt. Bannið var á þeim grundvelli að blaðið væri einfaldlega nýtt nafn á öðru blaði sem hefði verið bannað í september síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Október blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher

Októbermánuður er þegar orðinn blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher í Írak. Tíu hermenn létust um helgina og hafa því alls 85 bandarískir hermenn fallið í mánuðinum sem er níu mönnum meira en í apríl síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Tap Ford stóreykst milli ára

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði 5,8 milljarða dala tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir 400 milljörðum íslenskra króna og er 30 sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Ef kostnaður vegna uppsagna starfsmanna og önnur hagræðing er undanskilin taprekstrinum þá nemur tapið 1,2 milljörðum dala eða tæpum 83 milljörðum króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Átök á afmæli uppreisnarinnar í Ungverjalandi

Til átaka kom í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í morgun þar sem þess var minnst að hálf öld er liðin frá uppreisninni í landinu. Nokkur fjöldi fólks hafði komið sér fyrir á torginu fyrir framan þinghúsið í borginni til að lýsa andstöðu sinni við Ferenc Gyurcsani forsætirsáðherra en þar inni fór fram athöfn í tilefni tímamótanna.

Erlent
Fréttamynd

Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Breytinga þörf í umhverfismálum

Samkvæmt yfirmanni náttúruverndarsamtakanna WWF þarf heimsbyggðin að taka sig verulega á til þess að forðast loftslagsbreytingar til hins verra

Innlent
Fréttamynd

Útgöngubanni komið á í Amara

Yfirvöld í Írak hafa komið á útgöngubanni í bænum Amara í suðurhluta landsins vegna átaka milli andófsmanna úr röðum sjíta og lögreglu undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Madonna í vandræðum

Ættleiðing Madonnu á malavíska drengnum David Banda er farin að draga dilk á eftir sér. Í morgun kom faðir drengsins með yfirlýsingu þess efnis að hann hafi ekki vitað að hann væri að afsala sér syni sínum ævilangt

Lífið
Fréttamynd

Rússneskur hermaður seldur sem þræll

Lögfræðingur í Rússlandi skýrði frá því í dag að hún væri með skjólstæðing sem hefði verið seldur sem þræll úr hernum. Hermaðurinn hafði verið seldur ásamt skurðgröfu á um 1.300 dollara, sem samsvarar um nítíu þúsund íslenskum krónum

Erlent
Fréttamynd

Varað við fellibylnum Páli á Kaliforníuskaga

Fellibyljastofnun Bandaríkjanna hefur varað íbúa á Kaliforníuskaga við hitabeltisstorminum Páli sem í gærkvöld styrktist og varð að fellibyl. Páll hefur verið á leið upp eftir vesturströnd Mexíkós síðustu daga og fylgjast veðurfræðingar náið með ferðum hans.

Erlent
Fréttamynd

Dæmt í Enronmálinu

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóra bandaríska orkurisans Enrons, sem varð gjaldþrota árið 2001. Skilling var fundinn sekur um 19 brot, þar á meðal bókhalds- og innherjasvik með það fyrir augum að fela tap orkufyrirtækisins og gæti átt yfir höfði sér á milli 20 til 30 ára fangelsisdóm auk greiðslu sektar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjöunda útgáfa vafrans komin út

Internet Explorer, vafrinn sem fylgir Windows-stýrikerfinu, hefur verið uppfærður. Tölvurisinn Microsoft, sem gerir vafrann, lagði lokahönd á sjöundu útgáfu hans á dögunum. Þetta er fyrsta uppfærsla vafrans í meira en fimm ár.

Erlent
Fréttamynd

Nýnasistar eru enn á ferð í Þýskalandi

Hátt í þúsund manns lýstu stuðningi sínum í Berlín um helgina við söngvara nýnasistahljómsveitar, sem situr í fangelsi fyrir að útbreiða kynþáttahatur. Leiðtogar gyðinga og margir þýskir stjórnmálamenn óttast uppgang nýnasistanna.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar að missa fylgi meðal trúaðra mótmælenda

Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum virðist vera að tapa fylgi, nú þegar aðeins tvær vikur eru til þingkosninga. Samkvæmt skoðanakönnun, sem vikuritið Newsweek birti um helgina, munar þar mestu um fylgi hvítra heittrúaðra mótmælenda, sem hingað til hafa verið ein helsta burðarstoðin í fylgi flokksins.

Erlent