Erlent Segir yfir 50 manns hafa verið handtekna í tengslum við spillingu í Kína Yfir fimmtíu manns úr kínversku viðskiptalífi og stjórnkerfi landsins hafa verið handteknir eftir að upp komst um spillingu í tengslum við félagslega sjóði í borginni Shanghai. Erlent 23.10.2006 15:18 Olíuverðið lækkar á ný Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 59 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar efasemda um að einhugur sé hjá aðildarríkjum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að minnka olíuframleiðslu um rúma milljón tunnur af hráolíu á dag til að sporna gegn verðlækkunum á svarta gullinu. Viðskipti erlent 23.10.2006 15:16 Condoleezza Rice gagnrýnir súdönsk yfirvöld Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ákvörðun súdanskra yfirvalda um að reka sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna, Jan Pronk, úr landi hafi verið "ákaflega óheppileg". Erlent 23.10.2006 14:41 Lögregla skýtur á mótmælendur í Ungverjalandi Vitni segja að lögregla hafi skotið gúmmíkúlum á mótmælendur í Ungverjalandi til þess að reyna að dreifa úr hópi þeirra. Erlent 23.10.2006 14:38 Ísraelar skutu sjö til bana á Gaza Ísraelskar hersveitir skutu til bana sjö Palestínumenn í morgun, þar af þrjá bræður. Fjórtán aðrir særðust í árásinni, sem var gerð á fyrsta degi aðalhátíðar múslima, Eid al-Fitr. Erlent 23.10.2006 14:20 Yfirvöld í Íran banna umbótasinnað dagblað Yfirvöld í Íran hafa bannað umbótasinnað dagblað sem var aðeins viku gamalt. Bannið var á þeim grundvelli að blaðið væri einfaldlega nýtt nafn á öðru blaði sem hefði verið bannað í september síðastliðnum. Erlent 23.10.2006 14:02 Október blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher Októbermánuður er þegar orðinn blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher í Írak. Tíu hermenn létust um helgina og hafa því alls 85 bandarískir hermenn fallið í mánuðinum sem er níu mönnum meira en í apríl síðastliðnum. Erlent 23.10.2006 13:50 Reykingabann í Hong Kong Reykingabann á opinberum stöðum í Hong Kong mun taka gildi í Janúar á næsta ári. Erlent 23.10.2006 13:37 Sprenging í Þýskalandi hugsanlega af völdum gamallar sprengju Verkamaður lést og fimm slösuðust þegar sprenging varð við vegavinnu á hraðbraut í Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands í dag. Lögregla telur hugsanlegt að vegavinnuvél hafi verið ekið á sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 23.10.2006 13:29 Páfi að endurvekja gamlar hefðir innan kaþólsku kirkjunnar Benedikt Páfi er að velta fyrir sér að enduvekja svokallaða latneska messu í kaþólsku kirkjunni og hefur tillagan mætt andstöðu innan kirkjunnar. Erlent 23.10.2006 13:13 Tap Ford stóreykst milli ára Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði 5,8 milljarða dala tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir 400 milljörðum íslenskra króna og er 30 sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Ef kostnaður vegna uppsagna starfsmanna og önnur hagræðing er undanskilin taprekstrinum þá nemur tapið 1,2 milljörðum dala eða tæpum 83 milljörðum króna. Viðskipti erlent 23.10.2006 12:57 Átök á afmæli uppreisnarinnar í Ungverjalandi Til átaka kom í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í morgun þar sem þess var minnst að hálf öld er liðin frá uppreisninni í landinu. Nokkur fjöldi fólks hafði komið sér fyrir á torginu fyrir framan þinghúsið í borginni til að lýsa andstöðu sinni við Ferenc Gyurcsani forsætirsáðherra en þar inni fór fram athöfn í tilefni tímamótanna. Erlent 23.10.2006 12:08 Hægri-öfga flokkur gengur í ríkisstjórn Ísraels Leiðtogi hægri-öfga flokksins Yisrael Beitenu sagði í dag að flokkurinn myndi ganga í ríkisstjórn Ehuds Olmert á morgun. Erlent 23.10.2006 12:39 Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Viðskipti erlent 23.10.2006 12:26 Bretar ætla að halda ótrauðir áfram í Írak Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fullvissaði Íraka í morgun um að Bretar ætli að halda ótrauðir áfram starfi sínu í Írak. Erlent 23.10.2006 12:09 Breytinga þörf í umhverfismálum Samkvæmt yfirmanni náttúruverndarsamtakanna WWF þarf heimsbyggðin að taka sig verulega á til þess að forðast loftslagsbreytingar til hins verra Innlent 23.10.2006 11:55 Ísrael krefst aðgerða vegna stefnu Írana Forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, skoraði í dag á alþjóðasamfélagið að refsa forseta Írans, Mahmoud Ahmadinejad, fyrir að að hafa krafist eyðileggingar Ísraels Erlent 23.10.2006 11:29 Útgöngubanni komið á í Amara Yfirvöld í Írak hafa komið á útgöngubanni í bænum Amara í suðurhluta landsins vegna átaka milli andófsmanna úr röðum sjíta og lögreglu undanfarna daga. Erlent 23.10.2006 11:23 Dómur kveðinnn upp yfir Skilling vegna Enron-máls Dómur verður kveðinn upp í Houston í Bandaríkjunum í dag yfir Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóra orkurisans Enron, sem varð gjaldþrota fyrir fimm árum. Erlent 23.10.2006 11:14 Madonna í vandræðum Ættleiðing Madonnu á malavíska drengnum David Banda er farin að draga dilk á eftir sér. Í morgun kom faðir drengsins með yfirlýsingu þess efnis að hann hafi ekki vitað að hann væri að afsala sér syni sínum ævilangt Lífið 23.10.2006 10:52 Rússneskur hermaður seldur sem þræll Lögfræðingur í Rússlandi skýrði frá því í dag að hún væri með skjólstæðing sem hefði verið seldur sem þræll úr hernum. Hermaðurinn hafði verið seldur ásamt skurðgröfu á um 1.300 dollara, sem samsvarar um nítíu þúsund íslenskum krónum Erlent 23.10.2006 10:28 Ekki verði þrýst á að Írakar taki við stjórn öryggismála Bresk stjórnvöld hyggjast ekki þrýsta á um að Írakar taki á næstunni við stjórn öryggismála í Suður-Írak á fundi Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, með Barham Salih, varaforsætisráðherra Íraks, í Lundúnum í dag. Erlent 23.10.2006 10:18 Ramadan lýkur - hátíðin Eid al-Fitr hefst Stærsta hátíð múslima byrjar í dag og nefnist hún Eid al-Fitr. Hátíð þessi markar endalok Ramadan, eða föstunnar, sem er ein af fimm undirstöðum íslam. Lífið 23.10.2006 09:48 Varað við fellibylnum Páli á Kaliforníuskaga Fellibyljastofnun Bandaríkjanna hefur varað íbúa á Kaliforníuskaga við hitabeltisstorminum Páli sem í gærkvöld styrktist og varð að fellibyl. Páll hefur verið á leið upp eftir vesturströnd Mexíkós síðustu daga og fylgjast veðurfræðingar náið með ferðum hans. Erlent 23.10.2006 09:36 Dæmt í Enronmálinu Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóra bandaríska orkurisans Enrons, sem varð gjaldþrota árið 2001. Skilling var fundinn sekur um 19 brot, þar á meðal bókhalds- og innherjasvik með það fyrir augum að fela tap orkufyrirtækisins og gæti átt yfir höfði sér á milli 20 til 30 ára fangelsisdóm auk greiðslu sektar. Viðskipti erlent 23.10.2006 09:34 Kínverjar leysa einn fréttamann úr haldi, ákæra tvo aðra Kína leysti í dag, níu mánuðum fyrr, úr haldi fréttmann sem hafði verið sakfelldur fyrir fjárkúgun. Á sama tíma ákærðu þeir tvo greinahöfunda, sem birta skrif sín á internetinu, fyrir að grafa undan hinu kíverska alþýðuveldi. Erlent 23.10.2006 09:16 Sjöunda útgáfa vafrans komin út Internet Explorer, vafrinn sem fylgir Windows-stýrikerfinu, hefur verið uppfærður. Tölvurisinn Microsoft, sem gerir vafrann, lagði lokahönd á sjöundu útgáfu hans á dögunum. Þetta er fyrsta uppfærsla vafrans í meira en fimm ár. Erlent 22.10.2006 21:15 Nýnasistar eru enn á ferð í Þýskalandi Hátt í þúsund manns lýstu stuðningi sínum í Berlín um helgina við söngvara nýnasistahljómsveitar, sem situr í fangelsi fyrir að útbreiða kynþáttahatur. Leiðtogar gyðinga og margir þýskir stjórnmálamenn óttast uppgang nýnasistanna. Erlent 22.10.2006 21:15 Repúblikanar að missa fylgi meðal trúaðra mótmælenda Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum virðist vera að tapa fylgi, nú þegar aðeins tvær vikur eru til þingkosninga. Samkvæmt skoðanakönnun, sem vikuritið Newsweek birti um helgina, munar þar mestu um fylgi hvítra heittrúaðra mótmælenda, sem hingað til hafa verið ein helsta burðarstoðin í fylgi flokksins. Erlent 22.10.2006 21:15 Önnur umferð er talin óhjákvæmileg Georgi Parvanov, núverandi forseti Búlgaríu, þarf að mæta Volen Siderov í annarri umferð forsetakosninga að viku liðinni, ef marka má útgönguspár. Erlent 22.10.2006 21:15 « ‹ 247 248 249 250 251 252 253 254 255 … 334 ›
Segir yfir 50 manns hafa verið handtekna í tengslum við spillingu í Kína Yfir fimmtíu manns úr kínversku viðskiptalífi og stjórnkerfi landsins hafa verið handteknir eftir að upp komst um spillingu í tengslum við félagslega sjóði í borginni Shanghai. Erlent 23.10.2006 15:18
Olíuverðið lækkar á ný Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 59 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar efasemda um að einhugur sé hjá aðildarríkjum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að minnka olíuframleiðslu um rúma milljón tunnur af hráolíu á dag til að sporna gegn verðlækkunum á svarta gullinu. Viðskipti erlent 23.10.2006 15:16
Condoleezza Rice gagnrýnir súdönsk yfirvöld Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ákvörðun súdanskra yfirvalda um að reka sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna, Jan Pronk, úr landi hafi verið "ákaflega óheppileg". Erlent 23.10.2006 14:41
Lögregla skýtur á mótmælendur í Ungverjalandi Vitni segja að lögregla hafi skotið gúmmíkúlum á mótmælendur í Ungverjalandi til þess að reyna að dreifa úr hópi þeirra. Erlent 23.10.2006 14:38
Ísraelar skutu sjö til bana á Gaza Ísraelskar hersveitir skutu til bana sjö Palestínumenn í morgun, þar af þrjá bræður. Fjórtán aðrir særðust í árásinni, sem var gerð á fyrsta degi aðalhátíðar múslima, Eid al-Fitr. Erlent 23.10.2006 14:20
Yfirvöld í Íran banna umbótasinnað dagblað Yfirvöld í Íran hafa bannað umbótasinnað dagblað sem var aðeins viku gamalt. Bannið var á þeim grundvelli að blaðið væri einfaldlega nýtt nafn á öðru blaði sem hefði verið bannað í september síðastliðnum. Erlent 23.10.2006 14:02
Október blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher Októbermánuður er þegar orðinn blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher í Írak. Tíu hermenn létust um helgina og hafa því alls 85 bandarískir hermenn fallið í mánuðinum sem er níu mönnum meira en í apríl síðastliðnum. Erlent 23.10.2006 13:50
Reykingabann í Hong Kong Reykingabann á opinberum stöðum í Hong Kong mun taka gildi í Janúar á næsta ári. Erlent 23.10.2006 13:37
Sprenging í Þýskalandi hugsanlega af völdum gamallar sprengju Verkamaður lést og fimm slösuðust þegar sprenging varð við vegavinnu á hraðbraut í Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands í dag. Lögregla telur hugsanlegt að vegavinnuvél hafi verið ekið á sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 23.10.2006 13:29
Páfi að endurvekja gamlar hefðir innan kaþólsku kirkjunnar Benedikt Páfi er að velta fyrir sér að enduvekja svokallaða latneska messu í kaþólsku kirkjunni og hefur tillagan mætt andstöðu innan kirkjunnar. Erlent 23.10.2006 13:13
Tap Ford stóreykst milli ára Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði 5,8 milljarða dala tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir 400 milljörðum íslenskra króna og er 30 sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Ef kostnaður vegna uppsagna starfsmanna og önnur hagræðing er undanskilin taprekstrinum þá nemur tapið 1,2 milljörðum dala eða tæpum 83 milljörðum króna. Viðskipti erlent 23.10.2006 12:57
Átök á afmæli uppreisnarinnar í Ungverjalandi Til átaka kom í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í morgun þar sem þess var minnst að hálf öld er liðin frá uppreisninni í landinu. Nokkur fjöldi fólks hafði komið sér fyrir á torginu fyrir framan þinghúsið í borginni til að lýsa andstöðu sinni við Ferenc Gyurcsani forsætirsáðherra en þar inni fór fram athöfn í tilefni tímamótanna. Erlent 23.10.2006 12:08
Hægri-öfga flokkur gengur í ríkisstjórn Ísraels Leiðtogi hægri-öfga flokksins Yisrael Beitenu sagði í dag að flokkurinn myndi ganga í ríkisstjórn Ehuds Olmert á morgun. Erlent 23.10.2006 12:39
Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Viðskipti erlent 23.10.2006 12:26
Bretar ætla að halda ótrauðir áfram í Írak Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fullvissaði Íraka í morgun um að Bretar ætli að halda ótrauðir áfram starfi sínu í Írak. Erlent 23.10.2006 12:09
Breytinga þörf í umhverfismálum Samkvæmt yfirmanni náttúruverndarsamtakanna WWF þarf heimsbyggðin að taka sig verulega á til þess að forðast loftslagsbreytingar til hins verra Innlent 23.10.2006 11:55
Ísrael krefst aðgerða vegna stefnu Írana Forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, skoraði í dag á alþjóðasamfélagið að refsa forseta Írans, Mahmoud Ahmadinejad, fyrir að að hafa krafist eyðileggingar Ísraels Erlent 23.10.2006 11:29
Útgöngubanni komið á í Amara Yfirvöld í Írak hafa komið á útgöngubanni í bænum Amara í suðurhluta landsins vegna átaka milli andófsmanna úr röðum sjíta og lögreglu undanfarna daga. Erlent 23.10.2006 11:23
Dómur kveðinnn upp yfir Skilling vegna Enron-máls Dómur verður kveðinn upp í Houston í Bandaríkjunum í dag yfir Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóra orkurisans Enron, sem varð gjaldþrota fyrir fimm árum. Erlent 23.10.2006 11:14
Madonna í vandræðum Ættleiðing Madonnu á malavíska drengnum David Banda er farin að draga dilk á eftir sér. Í morgun kom faðir drengsins með yfirlýsingu þess efnis að hann hafi ekki vitað að hann væri að afsala sér syni sínum ævilangt Lífið 23.10.2006 10:52
Rússneskur hermaður seldur sem þræll Lögfræðingur í Rússlandi skýrði frá því í dag að hún væri með skjólstæðing sem hefði verið seldur sem þræll úr hernum. Hermaðurinn hafði verið seldur ásamt skurðgröfu á um 1.300 dollara, sem samsvarar um nítíu þúsund íslenskum krónum Erlent 23.10.2006 10:28
Ekki verði þrýst á að Írakar taki við stjórn öryggismála Bresk stjórnvöld hyggjast ekki þrýsta á um að Írakar taki á næstunni við stjórn öryggismála í Suður-Írak á fundi Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, með Barham Salih, varaforsætisráðherra Íraks, í Lundúnum í dag. Erlent 23.10.2006 10:18
Ramadan lýkur - hátíðin Eid al-Fitr hefst Stærsta hátíð múslima byrjar í dag og nefnist hún Eid al-Fitr. Hátíð þessi markar endalok Ramadan, eða föstunnar, sem er ein af fimm undirstöðum íslam. Lífið 23.10.2006 09:48
Varað við fellibylnum Páli á Kaliforníuskaga Fellibyljastofnun Bandaríkjanna hefur varað íbúa á Kaliforníuskaga við hitabeltisstorminum Páli sem í gærkvöld styrktist og varð að fellibyl. Páll hefur verið á leið upp eftir vesturströnd Mexíkós síðustu daga og fylgjast veðurfræðingar náið með ferðum hans. Erlent 23.10.2006 09:36
Dæmt í Enronmálinu Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóra bandaríska orkurisans Enrons, sem varð gjaldþrota árið 2001. Skilling var fundinn sekur um 19 brot, þar á meðal bókhalds- og innherjasvik með það fyrir augum að fela tap orkufyrirtækisins og gæti átt yfir höfði sér á milli 20 til 30 ára fangelsisdóm auk greiðslu sektar. Viðskipti erlent 23.10.2006 09:34
Kínverjar leysa einn fréttamann úr haldi, ákæra tvo aðra Kína leysti í dag, níu mánuðum fyrr, úr haldi fréttmann sem hafði verið sakfelldur fyrir fjárkúgun. Á sama tíma ákærðu þeir tvo greinahöfunda, sem birta skrif sín á internetinu, fyrir að grafa undan hinu kíverska alþýðuveldi. Erlent 23.10.2006 09:16
Sjöunda útgáfa vafrans komin út Internet Explorer, vafrinn sem fylgir Windows-stýrikerfinu, hefur verið uppfærður. Tölvurisinn Microsoft, sem gerir vafrann, lagði lokahönd á sjöundu útgáfu hans á dögunum. Þetta er fyrsta uppfærsla vafrans í meira en fimm ár. Erlent 22.10.2006 21:15
Nýnasistar eru enn á ferð í Þýskalandi Hátt í þúsund manns lýstu stuðningi sínum í Berlín um helgina við söngvara nýnasistahljómsveitar, sem situr í fangelsi fyrir að útbreiða kynþáttahatur. Leiðtogar gyðinga og margir þýskir stjórnmálamenn óttast uppgang nýnasistanna. Erlent 22.10.2006 21:15
Repúblikanar að missa fylgi meðal trúaðra mótmælenda Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum virðist vera að tapa fylgi, nú þegar aðeins tvær vikur eru til þingkosninga. Samkvæmt skoðanakönnun, sem vikuritið Newsweek birti um helgina, munar þar mestu um fylgi hvítra heittrúaðra mótmælenda, sem hingað til hafa verið ein helsta burðarstoðin í fylgi flokksins. Erlent 22.10.2006 21:15
Önnur umferð er talin óhjákvæmileg Georgi Parvanov, núverandi forseti Búlgaríu, þarf að mæta Volen Siderov í annarri umferð forsetakosninga að viku liðinni, ef marka má útgönguspár. Erlent 22.10.2006 21:15