Erlent

Fréttamynd

Vændishúsum lokað í Osló

Noregur Norska lögreglan lokaði í gær vændishúsum og gerði húsleit í fjölmörgum eignum 51 árs gamals Norðmanns, sem allar eru í Osló. Að sögn lögreglu voru vændishús rekin í að minnsta kosti tveimur þeirra, kemur fram í frétt Aftenposten af málinu.

Erlent
Fréttamynd

25 þjóðir mótmæla veiðum

Tuttugu og fimm þjóðir og framkvæmdanefnd Evrópusambandsins sameinast í dag í skipulögðum mótmælum gegn hvalveiðum Íslendinga. Að sögn talsmanns franska utanríkisráðuneytisins verða mótmælin send utanríkis- og sjávarútvegsráðuneyti Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Þrír þýskir hermenn játa

Þjóðverjar eru miður sín þessa dagana yfir afar ósmekklegum myndum af þýskum hermönnum í Afganistan, þar sem þeir stilla sér upp með höfuðkúpur sem þeir fundu skammt frá Kabúl.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki sjá fleiri konur

Þingmenn á færeyska lögþinginu brugðust ókvæða við þegar tillaga kom fram um að bæta stöðu kvenna á þinginu í nokkra daga. Tillagan kom frá jafnréttisnefnd Færeyja, sem er óháð nefnd skipuð af landsstjórninni, og hugmyndin var sú að karlar á þingi myndu víkja í nokkra daga og kvenkyns varamenn tækju sæti þeirra á meðan.

Erlent
Fréttamynd

Sex ríkja viðræður byrja á ný

George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnaði því í gær að samkomulag hefði náðst um að Norður-Kóreumenn sneru aftur að samningaborði sex ríkja um takmörkun kjarnorkuvopna. Bush sagði Kínverja eiga stærstan þátt í því að samkomulag um þetta hefði tekist.

Erlent
Fréttamynd

Vill gera samstarfið sýnilegra

Forsætisráðherrar Norðurlandanna komu sér í gær saman um að Halldór Ásgrímsson yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, er Svíinn Per Unckel lætur af því embætti um áramótin.

Erlent
Fréttamynd

Stoppaði í tíu daga samfleytt

Bretland Golfstraumurinn stoppaði í tíu daga í nóvember 2004, að sögn vísindamanna sem starfa við National Oceanography Centre í Southampton á Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld snúa vörn í sókn

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, með Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í fararbroddi, ætlar að vinna markvisst að því að bæta álit almennings á ráðuneytinu og boðar ný vinnubrögð sem felast í því að „bregðast við með hraði“ hvenær sem gagnrýnisraddir varpa neikvæðu ljósi á starfsemi ráðuneytisins.

Erlent
Fréttamynd

Herinn hugsanlega sendur til Napólí

Stjórnvöld á Ítalíu ræða nú þann mögleika að senda herlið til Napólí til þess stilla til friðar í borginni. Ofbeldisglæpum hefur fjölgað þar á síðastliðnum dögum og vilja ráðamenn grípa í taumana fyrr en síðar.

Erlent
Fréttamynd

Bjargað með gervifrjóvgun

Kóalabirnir, sem urðu til með gervifrjóvgun, voru kynntir í dýragarði í Queensland í Ástralíu í gær. Birnirnir eru átta en þrír þeirra voru sýndir almenningi. Þeir eru á bilinu 10 til 12 mánaða. Vísindamenn vilja fara þessa leið til að tryggja viðhald stofnsins.

Erlent
Fréttamynd

Aftur að samningaborðinu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ákveðið að setjast aftur að samningaborðinu og reyna að finna lausn á kjarnorkudeilu sinni við nágrannaríki sín og Vesturveldin. Þetta var ákveðið á óformlegum fundi embættismanna frá Bandaríkjunum, Kína og Norður-Kóreu í dag. Viðræðurnar sigldu í strand fyrir um ári.

Erlent
Fréttamynd

Bretar vilja samkomulag til framtíðar

Bresk stjórnvöld leggja áherslu á að nýr samningur um losun gróðurhúsalofttegunda verði tilbúinn eigi síðar en árið 2008. Kyoto-bókunin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gildi aðeins til ársins 2012.

Erlent
Fréttamynd

Danskt herlið eins lengi og Írakar vilja

Danskt herlið verður eins lengi í Írak og ríkisstjórn Íraka fer fram á og Sameinuðu þjóðirnar samþykkja. Andres Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkru sagði þetta á blaðamannafundi í gær í Kaupmannahöfn. Írakar hafa óskað eftir því að vera herliðsbandamanna í landinu verði framlengd um ár.

Erlent
Fréttamynd

Samráð um verð á vinnsluminnum

Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort suður-kóreska hátækniframleiðandinn Samsung og bandaríska fyrirtækið Cypress Semiconductor hafi haft með sér samráð um verðlagningu á vinnsluminnum af gerðinni SRAM, sem þau seldu Sony á síðasta ári. Talsmenn Sony segja að fyrirtækið muni vinna með yfirvöldum að lausn málsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

40 Írökum rænt

Meira en 40 Írökum hefur verið rænt í árás á strætisvagna sem voru á leið til Bagdad um hádegisbil í dag samkvæmt fregnum frá lögreglunni í Tíkrít.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan í Kasakstan sammála Borat

Stjórnarandstöðuleiðtoginn í Kasakstan sagði í morgun að Sacha Baron Cohen, sá sem leikur vitleysinginn Borat, hefði ekki valið Kasakstan sem bakgrunn fyrir brandara sína í nýrri bíómynd ef ástand mála þar í landi væri betra.

Erlent
Fréttamynd

Smygla fólki yfir Eyrarsundsbrúna

Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið sjö manns í tengslum við það sem talið er umfangsmikið smygl á fólki til landsins. Fram kemur á vef Nyhedsavisen að lögregla hafi stöðvað fjórar smygltilraunir frá því á föstudag en í öll skiptin var reynt að smygla fólki frá Danmörku og yfir Eyrarsundsbrúna.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan í Marseille handtekur fimm ungmenni

Lögreglan í Marseille í Frakklandi handtók í morgun fimm ungmenni vegna gruns um að þau hafi tekið þátt í árás á strætisvagn fyrr í vikunni, en ung kona hlaut brunasár á 70% líkama síns í árásinni.

Erlent