Erlent Saddam Hússein dæmdur til dauða Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var í morgun dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samkvæmt dómsorði verður hann hengdur. Sjíar fagna dómnum en Súnníar fordæma hann. Mannréttindasamtök segja málsmeðferðina gallaða. Málinu verður áfrýjað. Erlent 5.11.2006 11:43 Dauðadómur kveðinn upp yfir Saddam Hússein Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var í morgun dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samkvæmt dómsorði verður hann hengdur. Dómurinn í morgun var kveðinn upp í fyrsta kærumálinu gegn forsetanum en hann var ákærður fyrir aðild að morðum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Erlent 5.11.2006 09:26 Afríkuríki fá umdeilda hjálp Stjórn Kína heitir því að tvöfalda fjárframlög sín til Afríkuríkja. Þetta kom fram í setningarræðu Ju Jintaos, forseta Kína, á Afríkuráðstefnu sem haldin var í Kína um helgina. Þeir leiðtogar Afríkuríkja sem voru viðstaddir sögðust taka stuðningi Kína með opnum örmum. Erlent 4.11.2006 21:04 Hvattir til að taka fósturbörn Borgaryfirvöld í Vínarborg ætla á næstunni að hefja herferð þar sem samkynhneigð pör eru hvött til þess að taka börn í fóstur. Samkynhneigðir hafa árum saman haft heimild til þess að taka börn í fóstur, en um þessar mundir er mikill skortur á fósturforeldrum í Austurríki. Erlent 4.11.2006 21:04 Óttast óspektir vegna úrskurðar Írösk yfirvöld hafa fyrirskipað útgöngubann í Bagdad og tveimur aðliggjandi héruðum frá og með deginum í dag. Þetta er gert til að koma í veg fyrir uppþot þegar dómur verður kveðinn upp í einu máli af mörgum gegn fyrrverandi forseta landsins, Saddam Hussein. Endalok útgöngubannsins hafa ekki verið ákveðin. Erlent 4.11.2006 21:04 Þúsundir í mótmælagöngu Allt að sex þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu í borginni Kaohsiung í Taívan í gær, gegn forseta landsins Chen Shui-bian. Eiginkona hans, ásamt þremur stuðningsmönnum forsetans, hefur verið ásökuð um að hafa dregið að sér 450.000 dollara úr diplómatasjóði á árabilinu 2002–2006. Erlent 4.11.2006 21:04 Ísraelar halda árásum sínum á Gaza áfram Ísraelskar leyniskyttur skutu tvo Palestínumenn til bana í dag og var annar þeirra tólf ára stelpa. Sex í viðbót létust í árásum Ísraela á Gazasvæðið og er talið að fjórir þeirra hafi verið vígamenn. Erlent 4.11.2006 22:25 Kúbverjar undirbúa 50 ára afmæli byltingarinnar Hermenn marseruðu á götum úti í Kúbu í dag á meðan orrustuflugvélar þutu um loftin. Verið er að undirbúa hátíðarhöld fyrir 2. desember næstkomandi vegna 50 ára byltingarafmælis Kúbumanna og um leið er það 80 ára afmæli Fídels Kastró sem haldið verður upp á. Erlent 4.11.2006 22:09 "Aríabörn" nasista hittast opinberlega í fyrsta sinn Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar settu nasistar eitt metnaðarfyllsta verkefni sitt í gang. Að skapa hinn fullkomna "Aría" þjóðflokk. Erlent 4.11.2006 21:40 Haukar snúa baki við Bush Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak. Erlent 4.11.2006 19:00 Umhverfisverndarsinnar mótmæltu víða um heim Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum. Mótmælendur komu einnig saman í Brussel í Belgíu í dag og í Ástralíu í morgun. Erlent 4.11.2006 18:01 Forsætisráðherra íraks vonar að Saddam verði fundinn sekur Forsætisráðherra íraks, Nouri al-Maliki, sagði í dag að hann vonaðist til þess að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti íraks fengi það sem hann ætti skilið. Erlent 4.11.2006 17:48 Kosningabaráttan í Bandaríkjunum harðnar George W. Bush varaði við því í dag að demókratar myndu hækka skatta í ræðu sem hann hélt í dag. Lokaumferð kosningabaráttunnar fyrir þingkosningar, sem fara fram þann 7. nóvember þar í landi, er nú í hámarki. Erlent 4.11.2006 17:23 Umhverfisverndar- sinnar mótmæla í Lundúnum Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum. Erlent 4.11.2006 16:24 Framtíð Kosovo óráðin enn um sinn Ákvörðun um sjálfstæði Kosovo frá Serbíu gæti frestast um heilt ár vegna nýafstaðinnar þjóðaratkvæðagreiðslu í Serbíu sem samþykkti að Kosovo væri órjúfanlegur hluti Serbíu. Erlent 4.11.2006 15:30 Fóstureyðingar eftir 20. viku meðgöngu jafnvel leyfðar á ný í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í næstu viku fyrir bann við fóstureyðingum eftir 20. viku meðgöngu. Talið er að þetta verði í fyrsta sinn sem reyni á þá stefnu sem að George W. Bush vill marka í fóstureyðingum. Erlent 4.11.2006 14:08 Yfirvöld í Líbíu fresta dómi í HIV máli Yfirvöld í Líbíu hafa frestað dómi í máli erlendra lækna, sem sakaðir eru um að sýkja 426 börn af HIV veirunni, fram til 19. desember næstkomandi. Erlent 4.11.2006 13:00 NATO í átökum í nágrenni Kabúl Hersveitir NATO í Afganistan lentu í morgun í átökum við íslamska uppreisnarmenn í 70 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Er þetta fyrsti bardaginn svo nálægt Kabúl síðan stjórn Talibana var komið frá völdum. Erlent 4.11.2006 12:50 Útbreiðsla kjarnorku hugsanleg í Mið-Austurlöndum Sex Arabaríki tilkynntu í gær að þau ætluðu að verða sér úti um kjarnorkutækni. Löndin eru Alsír, Egyptaland, Marokkó, Túnis, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og Sádi Arabía. Fréttavefur breska dagblaðsins Times skýrir frá þessu í morgun. Erlent 4.11.2006 11:58 Hóta því að slíta friðarviðræðum Frelsissamtök Baska, ETA, hótaði því í morgun að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld á Spáni skili þær ekki árangri fljótlega. Baskneska dagblaðið Gara greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Liðsmenn samtakanna segja spænsk stjórnvöld ofsækja stuðningsmenn ETA þrátt fyrir tilkynningu Zapatero, forseta, frá því í sumar um að hann ætlaði að hefja friðarviðræður við forvígismenn samtakanna. Erlent 4.11.2006 10:29 4 týndu lífi í troðningi Að minnsta kosti fjórir týndu lífi og átján slösuðust í troðningi sem varð fyrir utan hof Hindúa í Orissa-héraði í Austur-Indlandi í morgun. Mörg þúsund hindúar höfðu safnast saman fyrir utan hofið við upphaf hátíðarhalda. Erlent 4.11.2006 10:27 Kínverjar styðja Afríkuríki Kínverjar hafa heitið því að tvöfalda fjárstuðning sinn við Afríkuríki með því að útvega þeim lán sem nemi jafnvirði tæplega 350 milljarða íslenskra króna til næstu þriggja ára. Hu Jintao, forseti Kína, tilkynnti þetta við upphaf ráðstefnu í Peking, en hana sækja leiðtogar og ráðherrar flestra Afríkuríkja. Erlent 4.11.2006 10:05 Óvissa þegar dómur fellur Á morgun er reiknað með því að dómur verði kveðinn upp í fyrstu réttarhöldunum yfir Saddam Hussein. Dauðadómur gæti hrint af stað uppþotum. Erlent 3.11.2006 21:40 Vilja sýna hernaðarmátt sinn Yfirmenn íranska hersins skýrðu frá því í gær að tilraunir hefðu verið gerðar á fimmtudaginn með þrjár nýjar tegundir af flugskeytum við Persaflóa og þær tilraunir hafi tekist mjög vel. Erlent 3.11.2006 21:40 Veiran þolir lyf miklu betur Nýtt afbrigði af fuglaflensuveirunni H5N1 hefur náð mikilli útbreiðslu og þolir lyf miklu betur þannig að erfiðara hefur reynst að ráða niðurlögum flensunnar. Erlent 3.11.2006 21:40 Panama fær sæti í ráðinu Ráðamenn í Venesúela og Gvatemala hafa fallist á að Panama fái sæti Suður-Ameríku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bæði Gvatemala og Venesúela sóttust eftir þessu sæti, en hvorugt ríkið hefur náð tilskildum meirihluta í atkvæðagreiðslum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Erlent 3.11.2006 21:41 Hækkaði um þrjár gráður Meðalhitinn í Norðursjó var þremur gráðum hærri í október en í meðalári. "Við höfum miklar áhyggjur af þessu," hefur fréttavefur Politiken eftir Tore Johannessen hjá Hafrannsóknastofnun Danmerkur. Erlent 3.11.2006 21:41 Molnuðu í höndunum á viðskiptavinum Um 1500 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu vikur ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum. Svo virðist sem seðlarnir hafi komist í tæri við sýru. Erlent 3.11.2006 18:17 Hestum bjargað af hól Rúmlega hundrað hestum var bjargað í dag ofan af litlum hól í Hollandi þar sem þeir sátu fastir. Hestarnir urðu innlyksa þegar flæddi yfir friðlýst svæði á þriðjudaginn en þar hafði hestunum verið sleppt lausum. 18 hestar drukknuðu en 20 var bjargað þegar á miðvikudag, áður en veður versnaði á ný. Erlent 3.11.2006 18:21 Sýndi ódæðið á netinu Kanadíska lögreglan hefur handtekið mann sem misnotaði barnunga stúlku kynferðislega í beinni útsendingu á netinu. Lögreglumaður hafði áunnið sér traust ódæðismannsins á spjallrás á netinu og fékk aðgang að útsendingunni. Maðurinn var handtekinn tveimur klukkustundum síðar. Erlent 3.11.2006 18:14 « ‹ 235 236 237 238 239 240 241 242 243 … 334 ›
Saddam Hússein dæmdur til dauða Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var í morgun dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samkvæmt dómsorði verður hann hengdur. Sjíar fagna dómnum en Súnníar fordæma hann. Mannréttindasamtök segja málsmeðferðina gallaða. Málinu verður áfrýjað. Erlent 5.11.2006 11:43
Dauðadómur kveðinn upp yfir Saddam Hússein Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var í morgun dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samkvæmt dómsorði verður hann hengdur. Dómurinn í morgun var kveðinn upp í fyrsta kærumálinu gegn forsetanum en hann var ákærður fyrir aðild að morðum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Erlent 5.11.2006 09:26
Afríkuríki fá umdeilda hjálp Stjórn Kína heitir því að tvöfalda fjárframlög sín til Afríkuríkja. Þetta kom fram í setningarræðu Ju Jintaos, forseta Kína, á Afríkuráðstefnu sem haldin var í Kína um helgina. Þeir leiðtogar Afríkuríkja sem voru viðstaddir sögðust taka stuðningi Kína með opnum örmum. Erlent 4.11.2006 21:04
Hvattir til að taka fósturbörn Borgaryfirvöld í Vínarborg ætla á næstunni að hefja herferð þar sem samkynhneigð pör eru hvött til þess að taka börn í fóstur. Samkynhneigðir hafa árum saman haft heimild til þess að taka börn í fóstur, en um þessar mundir er mikill skortur á fósturforeldrum í Austurríki. Erlent 4.11.2006 21:04
Óttast óspektir vegna úrskurðar Írösk yfirvöld hafa fyrirskipað útgöngubann í Bagdad og tveimur aðliggjandi héruðum frá og með deginum í dag. Þetta er gert til að koma í veg fyrir uppþot þegar dómur verður kveðinn upp í einu máli af mörgum gegn fyrrverandi forseta landsins, Saddam Hussein. Endalok útgöngubannsins hafa ekki verið ákveðin. Erlent 4.11.2006 21:04
Þúsundir í mótmælagöngu Allt að sex þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu í borginni Kaohsiung í Taívan í gær, gegn forseta landsins Chen Shui-bian. Eiginkona hans, ásamt þremur stuðningsmönnum forsetans, hefur verið ásökuð um að hafa dregið að sér 450.000 dollara úr diplómatasjóði á árabilinu 2002–2006. Erlent 4.11.2006 21:04
Ísraelar halda árásum sínum á Gaza áfram Ísraelskar leyniskyttur skutu tvo Palestínumenn til bana í dag og var annar þeirra tólf ára stelpa. Sex í viðbót létust í árásum Ísraela á Gazasvæðið og er talið að fjórir þeirra hafi verið vígamenn. Erlent 4.11.2006 22:25
Kúbverjar undirbúa 50 ára afmæli byltingarinnar Hermenn marseruðu á götum úti í Kúbu í dag á meðan orrustuflugvélar þutu um loftin. Verið er að undirbúa hátíðarhöld fyrir 2. desember næstkomandi vegna 50 ára byltingarafmælis Kúbumanna og um leið er það 80 ára afmæli Fídels Kastró sem haldið verður upp á. Erlent 4.11.2006 22:09
"Aríabörn" nasista hittast opinberlega í fyrsta sinn Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar settu nasistar eitt metnaðarfyllsta verkefni sitt í gang. Að skapa hinn fullkomna "Aría" þjóðflokk. Erlent 4.11.2006 21:40
Haukar snúa baki við Bush Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak. Erlent 4.11.2006 19:00
Umhverfisverndarsinnar mótmæltu víða um heim Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum. Mótmælendur komu einnig saman í Brussel í Belgíu í dag og í Ástralíu í morgun. Erlent 4.11.2006 18:01
Forsætisráðherra íraks vonar að Saddam verði fundinn sekur Forsætisráðherra íraks, Nouri al-Maliki, sagði í dag að hann vonaðist til þess að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti íraks fengi það sem hann ætti skilið. Erlent 4.11.2006 17:48
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum harðnar George W. Bush varaði við því í dag að demókratar myndu hækka skatta í ræðu sem hann hélt í dag. Lokaumferð kosningabaráttunnar fyrir þingkosningar, sem fara fram þann 7. nóvember þar í landi, er nú í hámarki. Erlent 4.11.2006 17:23
Umhverfisverndar- sinnar mótmæla í Lundúnum Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum. Erlent 4.11.2006 16:24
Framtíð Kosovo óráðin enn um sinn Ákvörðun um sjálfstæði Kosovo frá Serbíu gæti frestast um heilt ár vegna nýafstaðinnar þjóðaratkvæðagreiðslu í Serbíu sem samþykkti að Kosovo væri órjúfanlegur hluti Serbíu. Erlent 4.11.2006 15:30
Fóstureyðingar eftir 20. viku meðgöngu jafnvel leyfðar á ný í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í næstu viku fyrir bann við fóstureyðingum eftir 20. viku meðgöngu. Talið er að þetta verði í fyrsta sinn sem reyni á þá stefnu sem að George W. Bush vill marka í fóstureyðingum. Erlent 4.11.2006 14:08
Yfirvöld í Líbíu fresta dómi í HIV máli Yfirvöld í Líbíu hafa frestað dómi í máli erlendra lækna, sem sakaðir eru um að sýkja 426 börn af HIV veirunni, fram til 19. desember næstkomandi. Erlent 4.11.2006 13:00
NATO í átökum í nágrenni Kabúl Hersveitir NATO í Afganistan lentu í morgun í átökum við íslamska uppreisnarmenn í 70 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Er þetta fyrsti bardaginn svo nálægt Kabúl síðan stjórn Talibana var komið frá völdum. Erlent 4.11.2006 12:50
Útbreiðsla kjarnorku hugsanleg í Mið-Austurlöndum Sex Arabaríki tilkynntu í gær að þau ætluðu að verða sér úti um kjarnorkutækni. Löndin eru Alsír, Egyptaland, Marokkó, Túnis, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og Sádi Arabía. Fréttavefur breska dagblaðsins Times skýrir frá þessu í morgun. Erlent 4.11.2006 11:58
Hóta því að slíta friðarviðræðum Frelsissamtök Baska, ETA, hótaði því í morgun að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld á Spáni skili þær ekki árangri fljótlega. Baskneska dagblaðið Gara greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Liðsmenn samtakanna segja spænsk stjórnvöld ofsækja stuðningsmenn ETA þrátt fyrir tilkynningu Zapatero, forseta, frá því í sumar um að hann ætlaði að hefja friðarviðræður við forvígismenn samtakanna. Erlent 4.11.2006 10:29
4 týndu lífi í troðningi Að minnsta kosti fjórir týndu lífi og átján slösuðust í troðningi sem varð fyrir utan hof Hindúa í Orissa-héraði í Austur-Indlandi í morgun. Mörg þúsund hindúar höfðu safnast saman fyrir utan hofið við upphaf hátíðarhalda. Erlent 4.11.2006 10:27
Kínverjar styðja Afríkuríki Kínverjar hafa heitið því að tvöfalda fjárstuðning sinn við Afríkuríki með því að útvega þeim lán sem nemi jafnvirði tæplega 350 milljarða íslenskra króna til næstu þriggja ára. Hu Jintao, forseti Kína, tilkynnti þetta við upphaf ráðstefnu í Peking, en hana sækja leiðtogar og ráðherrar flestra Afríkuríkja. Erlent 4.11.2006 10:05
Óvissa þegar dómur fellur Á morgun er reiknað með því að dómur verði kveðinn upp í fyrstu réttarhöldunum yfir Saddam Hussein. Dauðadómur gæti hrint af stað uppþotum. Erlent 3.11.2006 21:40
Vilja sýna hernaðarmátt sinn Yfirmenn íranska hersins skýrðu frá því í gær að tilraunir hefðu verið gerðar á fimmtudaginn með þrjár nýjar tegundir af flugskeytum við Persaflóa og þær tilraunir hafi tekist mjög vel. Erlent 3.11.2006 21:40
Veiran þolir lyf miklu betur Nýtt afbrigði af fuglaflensuveirunni H5N1 hefur náð mikilli útbreiðslu og þolir lyf miklu betur þannig að erfiðara hefur reynst að ráða niðurlögum flensunnar. Erlent 3.11.2006 21:40
Panama fær sæti í ráðinu Ráðamenn í Venesúela og Gvatemala hafa fallist á að Panama fái sæti Suður-Ameríku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bæði Gvatemala og Venesúela sóttust eftir þessu sæti, en hvorugt ríkið hefur náð tilskildum meirihluta í atkvæðagreiðslum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Erlent 3.11.2006 21:41
Hækkaði um þrjár gráður Meðalhitinn í Norðursjó var þremur gráðum hærri í október en í meðalári. "Við höfum miklar áhyggjur af þessu," hefur fréttavefur Politiken eftir Tore Johannessen hjá Hafrannsóknastofnun Danmerkur. Erlent 3.11.2006 21:41
Molnuðu í höndunum á viðskiptavinum Um 1500 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu vikur ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum. Svo virðist sem seðlarnir hafi komist í tæri við sýru. Erlent 3.11.2006 18:17
Hestum bjargað af hól Rúmlega hundrað hestum var bjargað í dag ofan af litlum hól í Hollandi þar sem þeir sátu fastir. Hestarnir urðu innlyksa þegar flæddi yfir friðlýst svæði á þriðjudaginn en þar hafði hestunum verið sleppt lausum. 18 hestar drukknuðu en 20 var bjargað þegar á miðvikudag, áður en veður versnaði á ný. Erlent 3.11.2006 18:21
Sýndi ódæðið á netinu Kanadíska lögreglan hefur handtekið mann sem misnotaði barnunga stúlku kynferðislega í beinni útsendingu á netinu. Lögreglumaður hafði áunnið sér traust ódæðismannsins á spjallrás á netinu og fékk aðgang að útsendingunni. Maðurinn var handtekinn tveimur klukkustundum síðar. Erlent 3.11.2006 18:14