Erlent

Fréttamynd

8000 morðingjum sleppt úr fangelsi

Átta þúsund föngum var sleppt úr fangelsum í Rúanda, í dag, en þeir höfðu verið sakaðir um aðild að þjóðarmorðinu árið 1994. Frelsun þeirra hefur vakið mikla reiði meðal ættingja þeirra sem myrtir voru í blóðbaðinu. Fangelsi í Rúanda eru yfirfull af föngum sem hafa annaðhvort verið sakfelldir eða bíða eftir réttarhöldum.

Erlent
Fréttamynd

Enn eitt heiðursmorð í Danmörku

Danskur saksóknari hefur krafist þyngri refsingar yfir pakistanskri fjölskyldu sem myrti nítján ára gamla stúlku vegna þess að hún hafði gifst manni sem fjölskyldan sætti sig ekki við. Það var bróðir stúlkunnar sem skaut hana til bana, að skipun föðurins. Eiginmaður hennar særðist mikið, en lifði tilræðið af.

Erlent
Fréttamynd

Á svifdreka í 10 þúsund metra hæð

Þýsk kona slapp á undraverðan hátt frá svifdrekaflugi, um síðustu helgi, þar sem óveður þeytti henn i upp í tíuþúsund metra hæð. Það er sama hæð og farþegaþotur fljúga í. Í slíkri hæð er frostið um fjörutíu stig og nánast ekkert súrefni, enda missti konan meðvitund.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherra fellur vegna Önnu Nicole

Innflytjendaráðherra Bahamaeyja hefur sagt af sér vegna sögusagna um að hann hafi átt í ástarsambandi við Playboy fyrirsætuna Önnu Nicole Smith. Myndir hafa birst í blöðum af þeim saman uppi í rúmi, þar sem þau voru að vísu alklædd. Ráðherrann neitar að hafa misbeitt valdi sínu til þess að veita henni búsetuleyfi á eyjunum.

Erlent
Fréttamynd

Múhameð mógðaður aftur

Sádi-Arabía hefur krafist þess að hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders dragi til baka og biðjist biðjist afsökunar á ummælum sínum um kóraninn í síðustu viku. Þess er einnig krafist að hollenska ríkisstjórnin stöðvi frekari yfirlýsingar af þessu tagi. Menn velta því fyrir sér hvort nýtt teiknimyndamál sé í uppsiglingu.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla stækkun bandarískrar herstöðvar

Tugþúsundir manna á Ítalíu taka þátt í að mótmæla fyrirhugaðri stækkun bandarískrar herstöðvar við borgina Vicensa. Ríkisstjórn Ítalíu er klofin í málinu og mótmælendur hóta að koma í veg fyrir stækkunina með því að leggjast fyrir framan jarðýturnar.

Erlent
Fréttamynd

Airbus frestar tilkynningu um hagræðingu

Evrópsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus hafa ákveðið að fresta því að tilkynna um fyrirhuguð hagræðingaráform hjá fyrirtækinu. Ástæðan er sú að ekki hafa náðst sættir við dótturfélög Airbus víðs vegar í Evrópu. Óttast er að tugþúsund starfsmenn fyrirtækisins missi vinnuna hjá Airbus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Handtekinn vegna bréfsprengjuárása

Breska lögreglan handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um aðild að bréfasprengjuárásum víða á Bretlandseyjum fyrr í mánuðinum. Að sögn breskra miðla var maðurinn handtekinn í Cambridgeshire.

Erlent
Fréttamynd

Engin áþreifanleg niðurstaða

Engin áþreifanleg niðurstaða fékkst eftir fund leiðtoga Ísraels og Palestínumanna með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Jerúsalem í morgun. Rice segir viðræðum verða haldið áfram. Markmið fundarins var að koma friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað.

Erlent
Fréttamynd

Pólverjar og Tékkar segja já við loftvarnarkerfi

Pólland og Tékkland samþykkja líklega beiðni Bandaríkjamanna um að fá að setja upp loftvarnarkerfi á landsvæðum ríkjanna. Forsætisráðherrar landanna skýrðu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Rússar fresta byggingu kjarnorkuvers í Íran

Rússar ætla sér að fresta byggingu á kjarnorkuveri fyrir Írana. Ákveðið var að fresta henni þar sem Íranar hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna versins. Þetta sagði starfsmaður innan rússnesku kjarnorkumálastofnunarinnar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Osama bin Laden snýr aftur

Æðstu leiðtogar Al Kæda eru búnir að endurheimta að mestu leyti stjórn sína yfir hryðjuverkasamtökunum, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Blaðið hefur þetta eftir bandarískum leyniþjónustumönnum, sem segja að bæði Osama bin Laden og næstráðandi hans Ayman al-Zawahri komi nú beint að stjórn samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir hálshöggnir í Sádi-Arabíu

Fjórir menn frá Sri Lanka voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir ofbeldisfull rán. Þá hafa sextán manns verið teknir af lífi í landinu það sem af er þessu ári. Mennirnir höfðu engan myrt, en hinsvegar sært nokkra með byssuskotum, í ránum sínum. Aftökur í Saudi-Arabíu fara venjulega þannig fram að menn eru

Erlent
Fréttamynd

Eiturefnaárás í París?

Franska lögreglan hefur umkringt sendiráð Kanada í París, eftir að starfsmaður þar veiktist eftir að hafa opnað póst. Lögreglumenn í eiturefnabúningum eru þessa stundina að rýma sendiráðið.

Erlent
Fréttamynd

Mannrán nánast atvinnugrein

Þremur króatiskum starfsmönnum olíufélags var rænt í borginni Port Harcourt í Nígeríu í dag. Þá eru samtals níu útlendingar í gíslingu mismunandi hópa mannræningja í landinu. Það líður orðið ekki sú vika að útlendingum sé ekki rænt í Nígeríu og haldið gegn lausnargjaldi. Bandarískum verkfræðingi og ökumanni hans var sleppt úr haldi í dag, að greiddu lausnargjaldi.

Erlent
Fréttamynd

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði að meðaltali um 30 sent á markaði og fór í rétt tæpa 59 dali á tunnu í dag eftir að mannræningjar slepptu úr haldi bandarískum olíuverkamönnum hjá þarlendum olíufyrirtækjum í Nígeríu. Þá ákvaðu Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, sömuleiðis að mæla ekki með því á næsta fundi sínum að draga úr olíuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kjötkveðjuhátíðin hafin í Ríó

Kjötkveðjuhátíðin hófst í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Á fyrsta degi hennar var haldin mikil danskeppni en 13 sambaskólar kepptust þar um sigur. Talið er að kostnaður þeirra við þátttöku í keppninni sé nálægt 70 milljónum íslenskra króna. Í dag halda hátíðahöldin áfram með skrúðgöngum víðsvegar um borgina. Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er sú stærsta sinnar tegundar og laðar milljónir ferðamanna til Brasilíu ár hvert.

Erlent
Fréttamynd

Sex manns láta lífið í sprengingum

Sex manns létu lífið og fleiri en 50 slösuðust þegar fleiri en 30 sprengjur sprungu í suðurhluta Taílands í gær. Árásirnar voru gerðar á skemmtistaði og hótel í borgum og bæjum á svæðinu. Stjórnvöld í Taílandi halda í dag neyðarfund vegna tilræðanna. Talið er að múslimskir aðskilnaðarsinnar standi að baki árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Rice á ferðalagi um Mið-Austurlönd

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hittir í dag Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Ekki er búist við miklum árangri af þessum viðræðum. Rice sagði sjálf að þær væru óformlegar. Leiðtogarnir hafa ekki enn náð samkomulagi um hvað á að tala um á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

64 létu lífið í sprengjuárás

Að minnsta kosti 64 létu lífið í sprengjuárás á járnbrautarlest á Indlandi í gærkvöldi. Farþegar í lestinni, sem var á leið til Pakistan, sögðust hafa heyrt tvær sprengingar þegar lestin var stödd um 80 kílómetra fyrir norðan Delhi. Margir farþegar slösuðust og talið er að tala látinna gæti hækkað. Sprengjurnar tvær sprungu nær samstundis og lestarvagnarnir tveir urðu fljótt eldi að bráð.

Erlent
Fréttamynd

Umferðartollsvæði stækkað um helming

Svæðið sem borga þarf umferðartoll fyrir að keyra um í miðborg Lundúna stækkaði í morgun um helming. Svæðið var áður takmarkað við miðborg Lundúna en nú eru Notting Hill og Chelsea hverfin á meðal þeirra sem greiða þarf fyrir að keyra um í.

Erlent
Fréttamynd

Ár svínsins gengið í garð

Milljónir manna hafa verið á faraldsfæti innan Kína sem og til landsins alla þessa viku og er um að ræða eina mestu fólksflutninga á jörðinni. Ástæðan er þó ekki stríðsátök eða hungursneyð, heldur mun gleðilegri - nýja árið í kínverska tímatalinu er nefnilega gengið í garð þar í landi og nú taka við vikulöng hátíðahöld.

Erlent
Fréttamynd

Bretar áhyggjufullir vegna unglingadrykkju

Breskir læknar vilja sérstök meðferðarúrræði fyrir börn með áfengissýki. Börn allt niður í 12 ára aldur eru greind sem alkahólistar. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Independent. Vaxandi áhyggjur eru í Bretlandi vegna mikillar áfengisdrykkju. Aldrei hafa jafn margir unglingar frá tólf ára aldri þurft læknisaðstoð vegna hliðarverkana áfengisdrykkju.

Erlent
Fréttamynd

Hóta að sniðganga Palestínustjórn

Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa fallist á að sniðganga nýja þjóðstjórn Palestínumanna nema stjórnin viðurkenni Ísraelríki og láti af ofbeldisverkum gegn Ísraelum. Ekkert samstarf verði á milli Ísraela og Palestínumanna ef af þessu verði ekki. Þessu lýsti Ehud Olmert yfir í aðdraganda viðræðna milli hans og utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezzu Rice.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir Ítala mótmæltu í Vicenza

Þúsundir Ítala mótmæltu stækkun bækistöðvar Bandaríska hersins í borginni Vicenza á Ítalíu í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja meirihluta bæjarbúa mótfallna áformum bandaríska hersins. Þeir segja Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu hafa hunsað mótbárur þeirra gegn stækkuninni.

Erlent
Fréttamynd

Öldungadeild hafnar ályktun fulltrúadeildar

Öldungadeild Bandaríkjaþings neitaði í dag að samþykkja ályktun sem fordæmir ákvörðun Bush forseta um að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins með 246 atkvæðum gegn 182. Þetta er í annað skiptið á hálfum mánuði sem demókrötum í öldungadeildinni mistekst að vinna á mótstöðu repúblíkana og ná viðunandi fjölda atkvæða til að koma máli í gegn.

Erlent
Fréttamynd

Sjö létust í eldsvoða í Pennsylvaníu

Sjö manns létust, þar af sex börn, þegar kviknaði í húsi í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum. Börnin voru á aldrinum tveggja til tíu ára, en kona um tvítugt lést einnig í eldsvoðanum. Nokkrir fullorðnir komust úr húsinu þegar eldurinn kviknaði klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Ekki er enn vitað um orsök eldsins, en húsið var timburhús í Franklin rétt við Pittsburg.

Erlent
Fréttamynd

Japanir hafna hjálp frá Greenpeace

Japanir hafa neitað að þiggja hjálp frá einu skipi náttúruverndarsamtakanna Greenpeace fyrir japanskt hvalveiðiskip sem er laskað á sjó eftir eld. Yfirvöld á Nýjasjálandi óskuðu eftir að skip Greenpeace fengi að aðstoða hvalveiðiskipið Nisshin Maru í Suðurskautshafi. Þeir óttast að olía geti lekið frá skipinu og spillt stærstu heimkynnum Adelie mörgæsa rétt hjá.

Erlent