Erlendar

Fréttamynd

Jafnt hjá Blackburn og United

Blackburn og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli á Ewood Park í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Louis Saha skoraði mark United á 30. mínútu en Norðmaðurinn magnaði Morten Gamst Pedersen jafnaði fyrir Blackburn aðeins fimm mínútum síðar. Liðin mætast aftur eftir hálfan mánuð.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Ewood Park

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Blackburn og Manchester United á Ewood Park, en þetta er fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Louis Saha kom United yfir á 30. mínútu, en Morten Gamst Pedersen jafnaði leikinn fyrir Blackburn skömmu síðar.

Sport
Fréttamynd

Blackburn - Manchester United í kvöld

Fyrri undanúrslitaviðureign Blackburn og Manchester United í enska deildarbikarnum verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:45. Wigan lagði Arsenal í fyrri leik hinnar undanúrslitaviðureignarinnar í gærkvöld.

Sport
Fréttamynd

Gravesen fer ekki til Manchester United

Umboðsmaður danska miðjumannsins Thomas Gravesen segir að þó vel geti verið að hann fari frá Real Madrid í janúar, verði það ekki til Manchester United eins og fregnir hermdu í dag. Forráðamenn United hafa einnig vísað þessum fregnum á bug.

Sport
Fréttamynd

Erum að landa Pandiani

Forseti spænska úrvalsdeildarliðsins Espanyol í Barcelona segir að félagið sé nánast búið að landa sóknarmanninum Walter Pandiani frá Birmingham. Talið er að kaupverðið sé um ein milljón punda, en Pandiani hefur ekki náð sér á strik síðan hann var keyptur til enska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Gravesen orðaður við Manchester United

Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen er nú sterklega orðaður við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, en hann lýsti því yfir í gær að hann vildi fara frá Real Madrid á Spáni, þar sem hann hefur fá tækifæri fengið í vetur.

Sport
Fréttamynd

Nýju reglurnar henta Ferrari

Nýji ökumaður Ferrari, Felipe Massa, segir að nýjar reglur varðandi hjólbarðanotkun muni verða Ferrari til tekna á næsta tímabili, en Ferrari þótti líða fyrir reglur sem settar voru fyrir síðasta tímabil og kröfðust þess að liðin kepptu á sömu hjólbörðunum í heila keppni.

Sport
Fréttamynd

Liverpool að landa Agger?

Umboðsmaður danska landsliðsmannsins Daniel Agger hjá Bröndby í Danmörku segir að leikmaðurinn sé nú staddur í Liverpool þar sem hann sé í samningaviðræðum við félagið. Forráðamenn Bröndby hafa lítið viljað tjá sig um málið, en breskir fjölmiðlar vilja meina að Tottenham hafi einni g sýnt hinum 21 árs gamla varnarmanni áhuga.

Sport
Fréttamynd

Peterhansel fyrstur þrátt fyrir að tapa tíma

Frakkinn Stephane Peterhansel er enn í fyrsta sæti í París-Dakar rallinu sem nú stendur yfir í Malí. Peterhansel gekk þó ekki vel á 11. leiðinni í dag og tapaði yfir 20 mínútum, en hefur þó enn um 25 mínútna forskot á næsta mann. Suður-Afríkumaðurinn Giniel de Villiers sigraði á 11. leiðinni í dag og Luc Alphand, sem er í öðru sæti í heildarkeppninni, varð þriðji.

Sport
Fréttamynd

Mayweather vill berjast við Hatton á árinu

Þjálfari hnefaleikarans Floyd Mayweather segir að bardagi milli Mayweather og Ricky Hatton á árinu sé nú mjög raunhæfur möguleiki, ekki síst eftir að Zab Judah tapaði óvænt fyrir Carlos Baldomir á dögunum. Hatton hefur lengið viljað berjast í Bandaríkjunum til að verða sér út um meiri peninga og hróður á heimsvísu og nú lítur út fyrir að sá draumur gæti orðið að veruleika fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Clijsters tæp fyrir opna ástralska

Belgíska tenniskonan Kim Clijsters gæti þurft að sleppa þátttöku á opna ástralska meistaramótinu um helgina eftir að hún hætti keppni á öðru móti sem fram fer í Sidney um þessar mundir. Clijsters er meidd á mjöðm og mun gangast undir frekari rannsóknir á morgun. "Ég finn mikið til og á erfitt með að ganga upp tröppur. Þetta er mikið áfall fyrir mig," sagði Clijsters.

Sport
Fréttamynd

Skoðar grískan framherja

Úrvalsdeildarlið Arsenal hefur sýnt gríska framherjanum Georgios Samaras hjá Hereenveen í Hollandi. Forráðamenn félagsins vilja þó ekki kannast við að hann verði seldur fyrr en í sumar í fyrsta lagi, en hafa staðfest að Arsenal sé aðeins eitt af mörgum liðum sem sýnt hafa áhuga sinn á framherjanum efnilega, sem er aðeins tvítugur.

Sport
Fréttamynd

Southgate verður frá í þrjá mánuði

Varnarmaðurinn Gareth Southgate verður líklega frá keppni í þrjá mánuði eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í ökkla. Þetta eru enn ein sorgartíðindin fyrir lið Boro, sem þegar hefur misst þá Franck Quedrue og George Boateng í meiðsli í um tvo mánuði og nú þykir líklegt að Steve McClaren muni hætta við að selja Ugo Ehiogu til West Brom eins og til stóð.

Sport
Fréttamynd

Aftur tapar Phoenix í þriðju framlengingu

Denver Nuggets lagði Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt 139-137 eftir þrjár framlengingar. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Phoenix lendir í þremur framlengingum og tapar. Carmelo Anthony skoraði 43 stig fyrir Denver og þar á meðal sigurkörfuna í lokin. Raja Bell var stigahæstur hjá Phoenix með 30 stig.

Sport
Fréttamynd

Del Piero markahæsti leikmaður Juventus

Framherjinn Allesandro del Piero varð í gærkvöld markahæsti leikmaður í sögu Juventus þegar hann skoraði þrennu í auðveldum 4-1 sigri liðsins á Fiorentina í bikarkeppninni.

Sport
Fréttamynd

Sainz sigraði á 10. leiðinni

Spænski ökuþórinn Carlos Sainz sigraði á 10. leiðinni í París Dakar rallinu í gær þegar keppendur eru nú komnir inn í Malí. Nani Roma varð í öðru sæti í áfanganum, en forystusauðurinn í rallinu, Stephane Peterhansel, varð þriðji.

Sport
Fréttamynd

Wigan lagði Arsenal

Wigan vann góðan sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins á heimavelli sínum í gærkvöld 1-0 með marki frá varamanninum Paul Scharner skömmu fyrir leikslok. Nokkrar tafir urðu á leiknum vegna bilunar í flóðljósum á vellinum, en Paul Jewell stjóri Wigan var sáttur við frammistöðu sinna manna í leiknum.

Sport
Fréttamynd

McGrady meiddur

Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets, mun missa af í það minnsta tveimur leikjum með liði sínu eftir að hann var fluttur á sjúkrahús með mikla bakverki eftir leik Houston og Denver á sunnudagskvöldið. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Houston sem er einnig án Yao Ming vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Nash og James leikmenn vikunnar

Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns og Mike James hjá Toronto Raptors voru hafa verið útnefndir leikmenn vikunnar í Vestur- og Austurdeildinni í NBA. James stýrði liði Toronto til þriggja sigra í fjórum leikjum og skoraði 25 að meðaltali í leik og gaf sjö stoðsendingar. Nash skoraði 21 stig að meðaltali í leik og gaf 14,3 stoðsendingar í þremur sigrum Phoenix í fjórum leikjum.

Sport
Fréttamynd

Schwarzer til Portsmouth?

Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer er sagður muni ganga til liðs við Portsmouth frá Middlesbrough í dag fyrir um tvær milljónir punda. Í síðustu viku fór Schwarzer fram á að verða seldur frá Boro þrátt fyrir að vera nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Arsenal hefur áhuga á Zigic

Nú hefur Arsenal bæst í hóp þeirra úrvalsdeildarliða sem áhuga hafa á að fá serbneska framherjann Nikola Zigic hjá Rauðu Stjörnunni í Belgrad, en áður höfðu Liverpool og West Ham sýnt hinum hávaxna framherja áhuga. West Ham er sagt hafa boðið 7 milljónir punda í leikmanninn, en tilboðinu var neitað og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar segja að hann sé ekki til sölu fyrr en í fyrsta lagi í sumar.

Sport
Fréttamynd

Skoðar Nicolas Anelka

Breska slúðurpressan heldur því fram í dag að David Moyes, stjóri Everton, sé nú á höttunum eftir franska framherjanum Nicolas Anelka hjá Fenerbache. Anelka hefur spilað með Arsenal, Liverpool og Manchester City á Englandi, en hefur verið mjög duglegur að koma sér í ónáð hjá knattspyrnustjórum sínum í gegn um tíðina.

Sport
Fréttamynd

Búist við fáum áhorfendum á JJB-vellinum

Forráðamenn Wigan búast við að ekki mikið fleiri en 11.00 manns mæti á leik liðsins við Arsenal í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld og segja nokkrar ástæður liggja þar að baki, meðal annars gríðarlegum fjölda leikja yfir hátíðarnar og svo þá staðreynd að leikurinn sé sýndur í beint í sjónvarpinu.

Sport
Fréttamynd

Dæmdur í þriggja leikja bann

David Sommeil hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandinu fyrir ljóta tæklingu hans á Lee Young-Pyo, leikmann Tottenham í viðureign liðanna á dögunum. Sommeil áfrýjaði kæru sambandsins fyrir stuttu, en því var hafnað og því þar hann að sætta sig við þriggja leikja bann.

Sport
Fréttamynd

Sutton mun gera fína hluti hjá Birmingham

Framherjinn Emile Heskey hjá Birmingham segist þess fullviss að fyrrum landsliðsmaðurinn Chris Sutton eigi eftir að smella vel inn í liðið eftir að hann var keyptur frá Glasgow Celtic og segir að kaupin á Sutton sýni að félagið ætli sér stóra hluti í framtíðinni.

Sport
Fréttamynd

Evra búinn að skrifa undir

Manchester United hefur nú gengið formlega frá þriggja og hálfs árs samningi við franska varnarmanninn Patrice Evra frá Mónakó. Evra stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag og talið er að hinn 24 ára gamli leikmaður hafi kostað United um fimm milljónir punda. "Hann er enn að bæta sig og þannig menn viljum við hafa í liðinu," sagði Ferguson um Frakkann unga.

Sport
Fréttamynd

Nadal verður ekki með á opna ástralska

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal hefur dregið sig úr keppni á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Sydney í vikunni vegna meiðsla. Nadal hefur átt við meiðsli að stríða á fæti síðan á Mastersmótinu í Madrid í haust. "Ég er langt frá mínu besta vegna meiðslanna og því er líklega betra að ég reyni að hvíla núna," sagði Nadal í samtali við Marca.

Sport
Fréttamynd

Tek stig í deildinni fram yfir sigur í bikarnum

Paul Jewell segir að fyrir sér sé það miklu mikilvægara að hala inn stig í deildarkeppninni í ensku úrvalsdeildinni en að vinna bikarkeppni, en lið hans tekur á móti Arsenal í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30.

Sport
Fréttamynd

Niemi kominn til Fulham

Fulham hefur landað markverðinum Antti Niemi frá Southampton eftir að sá finnski stóðst læknisskoðun hjá félaginu og kostaði hann um eina milljón punda. Fastlega er búist við að Niemi fari beint inn í byrjunarlið Fulham, en hann hefur nú undirritað tveggja og hálfs árs samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Gæti snúið aftur til Ítalíu í sumar

Framherjinn sterki, Hernan Crespo, hefur látið í veðri vaka að hann vilji snúa aftur til Ítalíu eftir að tímabilinu lýkur á Englandi í vor og segist sakna ítalska lífsstílsins.

Sport