Erlendar Dreymir um endurkomu í úrslitaleik meistaradeildar Boudewijn Zenden, kantmaður Liverpool hefur látið hafa eftir sér að hann dreymi um að snúa aftur úr meiðslum í úrslitaleik meistaradeildarinnar í maí á þessu ári. Sport 26.1.2006 09:51 Artest skipt fyrir Stojakovic Hörmungarsögu Indiana Pacers og Ron Artest er nú lokið, en í kvöld skipti félagið vandræðagemlingnum til Sacramento Kings og fékk í staðinn serbnesku skyttuna Peja Stojakovic. Artest hefur ekki spilað leik á árinu eftir að hafa opinberlega farið fram á að verða skipt frá Indiana, en Stojakovic hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar í vetur. Sport 26.1.2006 02:17 Manchester United í úrslitin Manchester United mætir Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir að liðið lagði Blackburn á heimavelli sínum Old Trafford í kvöld, 2-1. Það voru þeir Ruud Van Nistelrooy og Louis Saha sem skoruðu mörk heimamanna, en Steven Reid skoraði mark Blackburn. Sport 25.1.2006 21:51 Jafnt hjá United og Blackburn í hálfleik Staðan í leik Manchester United og Blackburn Rovers er 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ruud Van Nistelrooy kom heimamönnum yfir snemma leiks, en misnotaði vítaspyrnu rétt fyrir lok hálfleiksins. Það var Steven Reid sem jafnaði metin fyrir Blackburn á 32. mínútu og því stendur Blackburn ágætlega að vígi. Sport 25.1.2006 20:54 Hartson er ekki til sölu Skoska félagið Glasgow Celtic hefur neitað 1,2 milljón punda tilboði Portsmouth í framherjann John Hartson og var talsmaður skoska félagsins ósáttur við framgöngu enskra þegar þeir nálguðust leikmanninn, sem sjálfur vill ekki fara frá Celtic. Sport 25.1.2006 17:53 Manchester United - Blackburn í beinni Síðari leikur Manchester United og Blackburn í undanúrslitum enska deildarbikarsins verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar kemur í ljós hvort liðið leikur til úrslita gegn Wigan sem sló Arsenal út úr keppninni í gærkvöldi. Sport 25.1.2006 17:49 Dean Kiely til Portsmouth Portsmouth hefur keypt markvörðinn Dean Kiely frá Charlton og hefur hann þegar staðist læknisskoðun og skrifað undir 18 mánaða samning við félagið. Talið er að hann fari beint inn í byrjunarlið Portsmouth sem mætir Liverpool í bikarnum á sunnudaginn. Kiely er fyrrum landsliðsmarkvörður Íra og er 35 ára gamall. Sport 25.1.2006 16:55 Hefur augastað á Johann Vogel Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður hafa áhuga á að reyna að fá svissneska landsliðsmanninn Johann Vogel að láni frá AC Milan út leiktíðina, eftir að ljóst varð að hópur liðsins er orðinn ansi þunnur þegar kemur að miðjumönnum vegna meiðsla þeirra Paul Scholes og John O´Shea. Sport 25.1.2006 16:40 Fótboltinn þarf menn eins og Riquelme Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að fótboltinn þurfi nauðsynlega á mönnum eins og Juan Roman Riquelme að halda, en hinn snjalli leikstjórnandi Villareal á Spáni hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir á leið sinni á toppinn. Sport 25.1.2006 16:27 Honda er með bestu ökumennina í Formúlu 1 Nick Fry, stjóri Honda-liðsins í Formúlu 1, er ekki í vafa um að ökumenn liðsins muni skila liðinu fyrsta sigrinum í sjö ár á næsta tímabili. Sem kunnugt er hét lið Honda áður BAR, en Honda er nú með í Formúlu 1 í fyrsta sinn síðan 1968. Sport 25.1.2006 16:08 Mikil gleði í herbúðum Wigan Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið sitt eigi það fyllilega skilið að vera komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir frækinn sigur á Arsenal í gærkvöldi. Sport 25.1.2006 15:27 Sektin stendur Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Arsenal hafði ekki erindi sem erfiði í áfrýjun sinni vegna sektarinnar sem hann fékk fyrir að verða uppvís að því að ræða við forráðamenn Chelsea þegar hann var samningsbundinn Arsenal. Cole þarf því að sætta sig við að reiða fram 75.000 pund í sekt. Sport 25.1.2006 15:16 Federer í undanúrslit Tenniskappinn Roger Federer er kominn í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu eftir að hann vann sigur á Rússanum Nikolay Davydenko í fjórðungsúrslitum í dag 6-4, 3-6, 7-6 og 7-6. Sigurinn var ekki mjög sannfærandi hjá þessum stigahæsta tennisleikara í heimi, en hann náði að klára dæmið og verður að teljast sigurstranglegur á mótinu. Sport 25.1.2006 14:47 Garcia farinn til Þýskalands Landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia mun ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta á EM í Sviss vegna meiðsla og hefur hann því snúið aftur til Stuttgart í Þýskalandi þar sem lið hans Göppingen er við æfingar. Sport 25.1.2006 15:05 Hiddink vill taka við enska landsliðinu Hollenski knattspyrnustjórinn Guus Hiddink hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson lætur af störfum í sumar ef marka má yfirlýsingar umboðsmanns hans í dag. Hiddink er sem stendur þjálfari PSV Eindhoven og landsliðs Ástralíu. Sport 25.1.2006 14:37 Vel heppnuð endurkoma Saunders Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Sport 25.1.2006 14:23 Ætlar að leita að nýju starfi áður en HM byrjar Sven Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að bíða með að leita sér að nýju starfi þangað til eftir HM. Enska knattspyrnusambandið hefur lagt blessun sína yfir að kappinn byrji leit sína að nýrri vinnu áður en HM byrjar. Sport 25.1.2006 10:28 Clijsters of stór biti að kyngja Kim Clijsters sigraði Martinu Hingis í átta manna úrslitum á opna ástralska meistaramótinu í morgun. Batt hún þar með enda á vonir Hingis um að komast í úrslitaleik mótsins í sjöunda skipti á ferlinum. Sport 25.1.2006 10:14 Vill starf Sven Gorans Guus Hiddink, þjálfari PSV og ástralska landsliðsins hefur mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu þegar Sven Goran Eriksson hættir í sumar. Þetta staðfesti umboðsmaður kappans við enska fjölmiðla í dag. Sport 25.1.2006 09:45 Wigan í úrslit Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni eru komnir í úrslitaleik enska deildarbikarsins í ár. Liðið komst áfram á mörkum skoruðum á útivelli eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Arsenal á Highbury í kvöld eftir framlengdan leik. Sport 24.1.2006 22:21 Tap hjá Leicester City Leicester City, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar í ensku 1. deildinni tapaði í kvöld 1-0 fyrir Plymouth. Jóhannes var í liði Leicester og fékk að líta gula spjaldið. Þá var lið föður hans, Notts County í eldlínunni í 2. deildinni og gerði jafntefli við Northampton á heimavelli 2-2. Sport 24.1.2006 21:48 Framlengt á Highbury Leikur Arsenal og Wigan í enska deildarbikarnum hefur verið framlengdur eftir að staðan var 1-0 fyrir Arsenal að loknum 90 mínútum. Það var Thierry Henry sem skoraði mark Arsenal á 65. mínútu. Sport 24.1.2006 21:46 Jafnt í hálfleik hjá Arsenal og Wigan Staðan í leik Arsenal og Wigan í síðari undanúrslitaleiknum í enska deildarbikarnum er 0-0 í hálfleik. Spánverjinn Jose Antonio Reyes misnotaði vítaspyrnu á 22. mínútu leiksins, sem er í beinni útsendingu á Sýn. Wigan vann fyrri leik liðanna 1-0 og er því í ágætis málum enn sem komið er. Sport 24.1.2006 20:57 Artest skipt fyrir Stojakovic? Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru nú uppfullir af því að Indiana Pacers og Sacramento Kings séu komin á fremsta hlunn með að skipta á þeim Ron Artest og Peja Stojakovic mjög bráðlega. Sagt er að Indiana sé tilbúið að skipta strax, en að boltinn sé hjá forráðamönnum Sacramento og að þeir séu enn að hugsa málið. Sport 24.1.2006 20:45 Davids með brákaðan fót Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur orðið fyrir nokkru áfalli, því miðjumaðurinn Edgar Davids verður líklega frá í nokkrar vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Martin Jol knattspyrnustjóri er þó bjartsýnn á að Davids verði fljótur að ná sér. Sport 24.1.2006 19:50 Fótboltaveisla á Sýn í sumar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 2006 fer fram í Þýskalandi 9. júní - 9. júlí nk. Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna beint frá öllum leikjum keppninnar, 64 talsins, auk þess að sýna fjölda annarra viðburða er tengjast HM 2006 og sjónvarpsþætti, bæði innlenda sem erlenda. Sport 24.1.2006 19:39 Fílabeinsströndin sigraði Líbíu Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var á skotskónum í dag þegar Fílabeinsströndin lagði Líbíu í leik liðanna í Afríkukeppninni í dag, 2-1. Með sigrinum tryggði liðið sér farseðilinn í fjórðungsúrslit keppninnar. Sport 24.1.2006 18:22 Ítarleg rannsókn hafin varðandi leikmannakaup Richard Scudamore, yfirmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tilkynnt að forráðamenn deildarinnar hafi hleypt af stokkunum ítarlegri rannsókn á öllum leikmannakaupum sem fram fóru í deildinni á síðasta ári með það fyrir augum að útrýma orðrómi um að ólöglegar greiðslur hafi átt sér stað til að hjálpa einstaka liðum að komast yfir ákveðna leikmenn. Sport 24.1.2006 17:14 Lærisveinar Jewell tilbúnir í slaginn Paul Jewell, stjóri Wigan, hefur gefið það út að lið Arsenal megi eiga von á miklu stríði í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Highbury. Wigan vann fyrri leikinn 1-0 og nægir því jafntefli í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsendingin klukkan 19:30. Sport 24.1.2006 14:59 Ágangur fjölmiðla gerði útslagið Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir að ágangur fjölmiðla í landinu hafi verið helsta ástæða þess að hann vildi hætta að þjálfa liðið eftir HM í sumar. Þetta sagði Eriksson á blaðamannafundinum sem hann hélt í dag. Sport 24.1.2006 17:08 « ‹ 221 222 223 224 225 226 227 228 229 … 264 ›
Dreymir um endurkomu í úrslitaleik meistaradeildar Boudewijn Zenden, kantmaður Liverpool hefur látið hafa eftir sér að hann dreymi um að snúa aftur úr meiðslum í úrslitaleik meistaradeildarinnar í maí á þessu ári. Sport 26.1.2006 09:51
Artest skipt fyrir Stojakovic Hörmungarsögu Indiana Pacers og Ron Artest er nú lokið, en í kvöld skipti félagið vandræðagemlingnum til Sacramento Kings og fékk í staðinn serbnesku skyttuna Peja Stojakovic. Artest hefur ekki spilað leik á árinu eftir að hafa opinberlega farið fram á að verða skipt frá Indiana, en Stojakovic hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar í vetur. Sport 26.1.2006 02:17
Manchester United í úrslitin Manchester United mætir Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir að liðið lagði Blackburn á heimavelli sínum Old Trafford í kvöld, 2-1. Það voru þeir Ruud Van Nistelrooy og Louis Saha sem skoruðu mörk heimamanna, en Steven Reid skoraði mark Blackburn. Sport 25.1.2006 21:51
Jafnt hjá United og Blackburn í hálfleik Staðan í leik Manchester United og Blackburn Rovers er 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ruud Van Nistelrooy kom heimamönnum yfir snemma leiks, en misnotaði vítaspyrnu rétt fyrir lok hálfleiksins. Það var Steven Reid sem jafnaði metin fyrir Blackburn á 32. mínútu og því stendur Blackburn ágætlega að vígi. Sport 25.1.2006 20:54
Hartson er ekki til sölu Skoska félagið Glasgow Celtic hefur neitað 1,2 milljón punda tilboði Portsmouth í framherjann John Hartson og var talsmaður skoska félagsins ósáttur við framgöngu enskra þegar þeir nálguðust leikmanninn, sem sjálfur vill ekki fara frá Celtic. Sport 25.1.2006 17:53
Manchester United - Blackburn í beinni Síðari leikur Manchester United og Blackburn í undanúrslitum enska deildarbikarsins verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar kemur í ljós hvort liðið leikur til úrslita gegn Wigan sem sló Arsenal út úr keppninni í gærkvöldi. Sport 25.1.2006 17:49
Dean Kiely til Portsmouth Portsmouth hefur keypt markvörðinn Dean Kiely frá Charlton og hefur hann þegar staðist læknisskoðun og skrifað undir 18 mánaða samning við félagið. Talið er að hann fari beint inn í byrjunarlið Portsmouth sem mætir Liverpool í bikarnum á sunnudaginn. Kiely er fyrrum landsliðsmarkvörður Íra og er 35 ára gamall. Sport 25.1.2006 16:55
Hefur augastað á Johann Vogel Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður hafa áhuga á að reyna að fá svissneska landsliðsmanninn Johann Vogel að láni frá AC Milan út leiktíðina, eftir að ljóst varð að hópur liðsins er orðinn ansi þunnur þegar kemur að miðjumönnum vegna meiðsla þeirra Paul Scholes og John O´Shea. Sport 25.1.2006 16:40
Fótboltinn þarf menn eins og Riquelme Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að fótboltinn þurfi nauðsynlega á mönnum eins og Juan Roman Riquelme að halda, en hinn snjalli leikstjórnandi Villareal á Spáni hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir á leið sinni á toppinn. Sport 25.1.2006 16:27
Honda er með bestu ökumennina í Formúlu 1 Nick Fry, stjóri Honda-liðsins í Formúlu 1, er ekki í vafa um að ökumenn liðsins muni skila liðinu fyrsta sigrinum í sjö ár á næsta tímabili. Sem kunnugt er hét lið Honda áður BAR, en Honda er nú með í Formúlu 1 í fyrsta sinn síðan 1968. Sport 25.1.2006 16:08
Mikil gleði í herbúðum Wigan Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið sitt eigi það fyllilega skilið að vera komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir frækinn sigur á Arsenal í gærkvöldi. Sport 25.1.2006 15:27
Sektin stendur Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Arsenal hafði ekki erindi sem erfiði í áfrýjun sinni vegna sektarinnar sem hann fékk fyrir að verða uppvís að því að ræða við forráðamenn Chelsea þegar hann var samningsbundinn Arsenal. Cole þarf því að sætta sig við að reiða fram 75.000 pund í sekt. Sport 25.1.2006 15:16
Federer í undanúrslit Tenniskappinn Roger Federer er kominn í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu eftir að hann vann sigur á Rússanum Nikolay Davydenko í fjórðungsúrslitum í dag 6-4, 3-6, 7-6 og 7-6. Sigurinn var ekki mjög sannfærandi hjá þessum stigahæsta tennisleikara í heimi, en hann náði að klára dæmið og verður að teljast sigurstranglegur á mótinu. Sport 25.1.2006 14:47
Garcia farinn til Þýskalands Landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia mun ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta á EM í Sviss vegna meiðsla og hefur hann því snúið aftur til Stuttgart í Þýskalandi þar sem lið hans Göppingen er við æfingar. Sport 25.1.2006 15:05
Hiddink vill taka við enska landsliðinu Hollenski knattspyrnustjórinn Guus Hiddink hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson lætur af störfum í sumar ef marka má yfirlýsingar umboðsmanns hans í dag. Hiddink er sem stendur þjálfari PSV Eindhoven og landsliðs Ástralíu. Sport 25.1.2006 14:37
Vel heppnuð endurkoma Saunders Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Sport 25.1.2006 14:23
Ætlar að leita að nýju starfi áður en HM byrjar Sven Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að bíða með að leita sér að nýju starfi þangað til eftir HM. Enska knattspyrnusambandið hefur lagt blessun sína yfir að kappinn byrji leit sína að nýrri vinnu áður en HM byrjar. Sport 25.1.2006 10:28
Clijsters of stór biti að kyngja Kim Clijsters sigraði Martinu Hingis í átta manna úrslitum á opna ástralska meistaramótinu í morgun. Batt hún þar með enda á vonir Hingis um að komast í úrslitaleik mótsins í sjöunda skipti á ferlinum. Sport 25.1.2006 10:14
Vill starf Sven Gorans Guus Hiddink, þjálfari PSV og ástralska landsliðsins hefur mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu þegar Sven Goran Eriksson hættir í sumar. Þetta staðfesti umboðsmaður kappans við enska fjölmiðla í dag. Sport 25.1.2006 09:45
Wigan í úrslit Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni eru komnir í úrslitaleik enska deildarbikarsins í ár. Liðið komst áfram á mörkum skoruðum á útivelli eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Arsenal á Highbury í kvöld eftir framlengdan leik. Sport 24.1.2006 22:21
Tap hjá Leicester City Leicester City, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar í ensku 1. deildinni tapaði í kvöld 1-0 fyrir Plymouth. Jóhannes var í liði Leicester og fékk að líta gula spjaldið. Þá var lið föður hans, Notts County í eldlínunni í 2. deildinni og gerði jafntefli við Northampton á heimavelli 2-2. Sport 24.1.2006 21:48
Framlengt á Highbury Leikur Arsenal og Wigan í enska deildarbikarnum hefur verið framlengdur eftir að staðan var 1-0 fyrir Arsenal að loknum 90 mínútum. Það var Thierry Henry sem skoraði mark Arsenal á 65. mínútu. Sport 24.1.2006 21:46
Jafnt í hálfleik hjá Arsenal og Wigan Staðan í leik Arsenal og Wigan í síðari undanúrslitaleiknum í enska deildarbikarnum er 0-0 í hálfleik. Spánverjinn Jose Antonio Reyes misnotaði vítaspyrnu á 22. mínútu leiksins, sem er í beinni útsendingu á Sýn. Wigan vann fyrri leik liðanna 1-0 og er því í ágætis málum enn sem komið er. Sport 24.1.2006 20:57
Artest skipt fyrir Stojakovic? Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru nú uppfullir af því að Indiana Pacers og Sacramento Kings séu komin á fremsta hlunn með að skipta á þeim Ron Artest og Peja Stojakovic mjög bráðlega. Sagt er að Indiana sé tilbúið að skipta strax, en að boltinn sé hjá forráðamönnum Sacramento og að þeir séu enn að hugsa málið. Sport 24.1.2006 20:45
Davids með brákaðan fót Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur orðið fyrir nokkru áfalli, því miðjumaðurinn Edgar Davids verður líklega frá í nokkrar vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Martin Jol knattspyrnustjóri er þó bjartsýnn á að Davids verði fljótur að ná sér. Sport 24.1.2006 19:50
Fótboltaveisla á Sýn í sumar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 2006 fer fram í Þýskalandi 9. júní - 9. júlí nk. Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna beint frá öllum leikjum keppninnar, 64 talsins, auk þess að sýna fjölda annarra viðburða er tengjast HM 2006 og sjónvarpsþætti, bæði innlenda sem erlenda. Sport 24.1.2006 19:39
Fílabeinsströndin sigraði Líbíu Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var á skotskónum í dag þegar Fílabeinsströndin lagði Líbíu í leik liðanna í Afríkukeppninni í dag, 2-1. Með sigrinum tryggði liðið sér farseðilinn í fjórðungsúrslit keppninnar. Sport 24.1.2006 18:22
Ítarleg rannsókn hafin varðandi leikmannakaup Richard Scudamore, yfirmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tilkynnt að forráðamenn deildarinnar hafi hleypt af stokkunum ítarlegri rannsókn á öllum leikmannakaupum sem fram fóru í deildinni á síðasta ári með það fyrir augum að útrýma orðrómi um að ólöglegar greiðslur hafi átt sér stað til að hjálpa einstaka liðum að komast yfir ákveðna leikmenn. Sport 24.1.2006 17:14
Lærisveinar Jewell tilbúnir í slaginn Paul Jewell, stjóri Wigan, hefur gefið það út að lið Arsenal megi eiga von á miklu stríði í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Highbury. Wigan vann fyrri leikinn 1-0 og nægir því jafntefli í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsendingin klukkan 19:30. Sport 24.1.2006 14:59
Ágangur fjölmiðla gerði útslagið Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir að ágangur fjölmiðla í landinu hafi verið helsta ástæða þess að hann vildi hætta að þjálfa liðið eftir HM í sumar. Þetta sagði Eriksson á blaðamannafundinum sem hann hélt í dag. Sport 24.1.2006 17:08