Erlendar Jafnt í hálfleik hjá Rússum og Dönum Staðan í leik Dana og Rússa er jöfn 13-13 í hálfleik, en þetta er lokaleikurinn í milliriðli okkar Íslendinga. Íslenska liðið þarf að treysta á að Rússar vinni leikinn með 4-5 mörkum til að eiga möguleika á að fá að spila um fimmta sætið í keppninni. Sport 2.2.2006 20:09 Gæti fengið tvöfalt bann Framherjinn skapmikli hjá Everton, Duncan Ferguson, gæti nú átt yfir höfði sér lengra bann en það sem hann fær fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leik Everton og Wigan á þriðjdagskvöldið. Sport 2.2.2006 19:29 Frakkar í undanúrslitin Frakkar tryggðu sér í kvöld farseðilinn í undanúrslitin á EM í Sviss með öruggum sigri á Úkraínu 30-20 og lyftu sér í efsta sæti riðlis síns. Spánverjar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Slóvenum í kvöld, en leikur liðanna er ný hafinn. Sport 2.2.2006 19:11 Campbell út úr hópnum Varnarmaðurinn Sol Campbell verður ekki í leikmannahópi Arsenal þegar liðið mætir Birmingham um helgina og segir Arsene Wenger, stjóri liðsins, að hann sé ekki í andlegu ástandi til þess. Campbell æfði ekki með Arsenal í dag, eftir að hafa verið skipt útaf fyrir slaka frammistöðu með liðinu í gærkvöldi. Sport 2.2.2006 19:06 Tap fyrir Norðmönnum Íslenska landsliðið brotlenti í síðari hálfleik gegn Norðmönnum í kvöld og tapaði 36-32 og því er sæti í undanúrslitum mótsins úr sögunni. Ef úrslit í leik Dana og Rússa í kvöld verða okkur í hag, er þó enn möguleiki á að liðið spili leik um fimmta sætið. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 9 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson 6 og Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn 5. Sport 2.2.2006 18:32 Ísland yfir gegn Norðmönnum Íslendingar hafa forystu 16-14 í hálfleik gegn Norðmönnum í lokaleik sínum í milliriðli á EM í Sviss. Ólafur Stefánsson hefur skorað 4 mörk fyrir íslenska liðið, Róbert Gunnarsson 3, og þeir Guðjón Valur, Snorri Steinn og Ásgeir Örn 2 hver. Kjetil Strand hefur farið á kostum hjá norska liðinu og er kominn með 9 mörk í hálfleiknum. Sport 2.2.2006 17:38 Óhress með gamla stjórann sinn Mark Hughes segist óhress með ummæli fyrrum knattspyrnustjóra síns hjá Manchester United eftir leik liðanna í gær, en Sir Alex Ferguson fór þar mikinn í að gagnrýna grófan leik Blackburn. Sport 2.2.2006 16:47 Króatar í undanúrslit Króatar tryggðu sér sæti í undanúrslitum EM í Sviss í dag þegar liðið lagði Serba og Svartfellinga 34-30. Góður lokakafli tryggði Króötum sigurinn í dag eftir að jafnræði hafði verið með liðunum framan af og því er spennan í milliriðli okkar Íslendinga mikil fyrir leikinn gegn Norðmönnum í dag. Sport 2.2.2006 16:39 Shearer er rétti maðurinn fyrir Newcastle Gamla kempan Chris Waddle vill meina að Alan Shearer sé einmitt maðurinn til að koma á jafnvægi í herbúðum Newcastle eftir að Graeme Souness var rekinn í dag, en Shearer hefur verið skipaður aðstoðarmaður Glenn Roader sem mun taka við liðinu tímabundið. Sport 2.2.2006 13:40 Sol Campbell í vandræðum Varnarmaðurinn Sol Campbell hjá Arsenal á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í gærkvöld yfirgaf hann völlinn þegar honum var skipt útaf í hálfleik fyrir að eiga sök á tveimur mörkum West Ham í hálfleiknum. Arsenal tapaði leiknum á heimavelli sínum og menn rekja það mikið til þess að Campbell sé hreinlega ekki í formi. Sport 2.2.2006 13:32 Souness rekinn frá Newcastle Úrvalsdeildarfélagið Newcastle rak í dag knattspyrnustjóra sinn Graeme Souness úr starfi og hefur Glenn Roeder verið skipaður eftirmaður hans tímabundið og Alan Shearer mun verða honum til aðstoðar. Lið Newcastle hefur verið í bullandi vandræðum lengst af í vetur og 3-0 tap liðsins fyrir Manchester City í gær gerði útslagið fyrir Souness. Sport 2.2.2006 13:25 Guðjón Valur ekki sáttur "Við töpum þessu á eigin klaufaskap því ég get ekki séð að þeir hafi verið neitt betri en við," sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hundsvekktur í leikslok, eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króötum í dag. Sport 1.2.2006 22:29 Afleitt kvöld fyrir stórliðin Stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni áttu öll erfitt uppdráttar í leikjum sínum í kvöld. Á meðan Chelsea gerði jafntefli við Aston Villa, náði Liverpool aðeins í annað stigið gegn Birmingham á heimavelli þrátt fyrir að vera manni fleiri, Arsenal tapaði fyrir West Ham á heimavelli og Manchester United tapaði fyrir Blackburn í ævintýralegum leik á Ewoood Park. Sport 1.2.2006 21:54 Chelsea tapaði stigum á Villa Park Chelsea tapaði dýrmætum stigum á Villa Park í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa. Arjen Robben kom gestunum yfir í fyrri hálfleik, en Luke Moore jafnaði í þeim síðari fyrir Villa. Manchester City burstaði Newcastle 3-0 með mörkum frá Riera, Cole og Vassell. Portmouth og Bolton skildu jöfn 1-1. Sport 1.2.2006 21:44 Einar ekki með gegn Norðmönnum Skyttan Einar Hólmgeirsson verður ekki með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins í milliriðlum á morgun eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Króatíu í dag. Einar var að sögn nafna hans Þorvarðarsonar langt fram í síðari hálfleikinn að ná áttum þar sem læknar stumruðu yfir honum við hliðarlínuna. Sport 1.2.2006 21:30 Jol sáttur við kaup Tottenham Martin Jol, stjóri Tottenham, er hæstánægður með kaup félagsins fyrir lokun félagaskiptagluggans og segist búast við miklu af þeim Danny Murphy og Hossam Ghaly. Sport 1.2.2006 20:32 Spánn aftur á toppinn Spánverjar eru komnir aftur á toppinn í 1. milliriðlinum á EM í Sviss eftir sigur á Úkraínu í lokaleik kvöldsins í riðlinum, 31-29. Spánverjar hafa því hlotið 7 stig í riðlinum, Frakkar 6 og Þjóðverjar 5. Spánn mætir Slóveníu á morgun og nægir eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Sport 1.2.2006 21:14 Danir lögðu Norðmenn Danir lögðu Norðmenn 35-31 í lokaleik 2. milliriðilsins í kvöld og skutust með sigrinum upp fyrir okkur Íslendinga á markamun. Danska liðið hefur einu marki betri markatölu en íslenska liðið og því er ljóst að allt verður í járnum í lokaumferðinni á morgun. Sport 1.2.2006 20:58 Stóru liðin undir í hálfleik Manchester United er undir 3-1 í hálfleik á Ewood Park gegn Blackburn í hálfleik, en þar hefur David Bentley skoraði tvö mörk og Lucas Neill bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu á síðustu augnablikum hálfleiksins. Louis Saha minnkaði muninn fyrir United. Þá er Arsenal að tapa 2-1 á heimavelli fyrir West Ham. Sport 1.2.2006 20:51 Frakkar burstuðu Póverja Frakkar áttu ekki í erfiðleikum með Pólverja í 1. milliriðlinum á EM í Sviss í dag og unnu stórsigur 31-21. Frakkar eru þar með á toppi riðilsins með 6 stig, en Spánverjar geta komist í efsta sætið með sigri í Úkraínu í kvöld. Sport 1.2.2006 20:23 Verðum að klára Norðmenn Hreiðar Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins, var ekki kátur eftir tapið gegn Króötum í kvöld. "Þetta er ömurlegt. Við fengum tækifæri til að ná í stig undir lokin, en því miður gekk það ekki eftir, það vantaði herslumuninn. Það var slæmt að missa þá Alex og Einar, en við verðum bara að safna liði og klára Norðmennina á morgun," sagði Hreiðar, sem náði sér ekki á strik í leiknum í dag. Sport 1.2.2006 20:18 Chelsea yfir gegn Aston Villa Nú er kominn hálfleikur í leikjunum þremur sem hófust fyrr í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Aston Villa á útivelli, þar sem Arjen Robben skoraði mark Chelsea. Manchester City er 2-0 yfir gegn Newcastle með mörkum frá Cole og Riera og þá er jafnt hjá Portsmouth og Bolton, 0-0. Sport 1.2.2006 20:37 Eiður Smári í byrjunarliði Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem sækir Aston Villa heim á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður gat ekki leikið með liðinu í síðasta leik vegna veikinda, en er ný mættur aftur í slaginn. Sport 1.2.2006 19:33 Fullyrðir að Hiddink verði næsti þjálfari Englendinga Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að heyrst hafi til Sven Göran Eriksson fullyrða við fólk á matsölustað í Svíþjóð að Guus Hiddink verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, en Eriksson lætur sem kunnugt er af störfum eftir HM í sumar. Sport 1.2.2006 19:24 Balic of stór biti fyrir íslenska liðið Króatar höfðu nauman sigur á íslenska landsliðinu í handbolta á EM í Sviss nú rétt í þessu 29-28 í hörkuleik. Það var ekki síst fyrir stórleik Ivano Balic sem lið Króatíu náði að tryggja sér sigurinn, en hann skoraði 8 mörk í leiknum, mörg þeirra á ótrúlegan hátt og var gríðarlega mikilvægur í varnarleiknum. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7. Sport 1.2.2006 18:33 Jafnt hjá Íslandi og Króatíu í hálfleik Staðan í leik Íslands og Króatíu er jöfn 13-13 í hálfleik. Snorri Steinn Guðjónsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk, þar af 1 úr víti, Ólafur Stefánsson hefur skoraði 3 mörk og þeir Einar Hólmgeirsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru með 2 hver. Sport 1.2.2006 17:40 Rússar sigruðu Serba Rússar unnu í dag næsta auðveldan sigur á Serbum og Svartfellingum í 2. milliriðli á EM í Sviss 29-21. Þetta þýðir að Rússar hafa tekið forystu í riðlinum með 6 stig, en nú klukkan 17 mætast Íslendingar og Króatar í sama riðli. Í 1. milliriðli mættust Þjóðverjar og Slóvenar, þar sem þýska liðið hafði betur 36-33. Sport 1.2.2006 16:19 Sex leikir í kvöld Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í West Ham, Aston villa mætir Chelsea, Blackburn leikur við Manchester United, Liverpool mætir Birmingham, Manchester City tekur á móti Newcastle og Portsmouth fær Bolton í heimsókn. Sport 1.2.2006 15:36 Erfiður leikur við Króata í dag Íslenska landsliðið á mjög erfiðan leik fyrir höndum gegn Króötum í milliriðli 2 í Gallen í dag klukkan 17. Leikur Serba og Rússa er þegar hafinn og klukkan 19:15 eigast við Norðmenn og Danir. Í 1. milliriðlinum mætast Slóvenar og Þjóðverjar klukkan 14:15, þá Pólverjar og Frakkar klukkan 16:45 og Úkraína og Spánn keppa klukkan 19:15. Sport 1.2.2006 15:01 Cech semur til 2010 Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2010. "Ég kom hingað til að vinna titla á sínum tíma og ég hlakka mikið til að halda því áfram á næstu árum," sagði Cech, sem er 23 ára og er talinn einn af betri markvörðum heimsins í dag. Sport 1.2.2006 14:12 « ‹ 216 217 218 219 220 221 222 223 224 … 264 ›
Jafnt í hálfleik hjá Rússum og Dönum Staðan í leik Dana og Rússa er jöfn 13-13 í hálfleik, en þetta er lokaleikurinn í milliriðli okkar Íslendinga. Íslenska liðið þarf að treysta á að Rússar vinni leikinn með 4-5 mörkum til að eiga möguleika á að fá að spila um fimmta sætið í keppninni. Sport 2.2.2006 20:09
Gæti fengið tvöfalt bann Framherjinn skapmikli hjá Everton, Duncan Ferguson, gæti nú átt yfir höfði sér lengra bann en það sem hann fær fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leik Everton og Wigan á þriðjdagskvöldið. Sport 2.2.2006 19:29
Frakkar í undanúrslitin Frakkar tryggðu sér í kvöld farseðilinn í undanúrslitin á EM í Sviss með öruggum sigri á Úkraínu 30-20 og lyftu sér í efsta sæti riðlis síns. Spánverjar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Slóvenum í kvöld, en leikur liðanna er ný hafinn. Sport 2.2.2006 19:11
Campbell út úr hópnum Varnarmaðurinn Sol Campbell verður ekki í leikmannahópi Arsenal þegar liðið mætir Birmingham um helgina og segir Arsene Wenger, stjóri liðsins, að hann sé ekki í andlegu ástandi til þess. Campbell æfði ekki með Arsenal í dag, eftir að hafa verið skipt útaf fyrir slaka frammistöðu með liðinu í gærkvöldi. Sport 2.2.2006 19:06
Tap fyrir Norðmönnum Íslenska landsliðið brotlenti í síðari hálfleik gegn Norðmönnum í kvöld og tapaði 36-32 og því er sæti í undanúrslitum mótsins úr sögunni. Ef úrslit í leik Dana og Rússa í kvöld verða okkur í hag, er þó enn möguleiki á að liðið spili leik um fimmta sætið. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 9 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson 6 og Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn 5. Sport 2.2.2006 18:32
Ísland yfir gegn Norðmönnum Íslendingar hafa forystu 16-14 í hálfleik gegn Norðmönnum í lokaleik sínum í milliriðli á EM í Sviss. Ólafur Stefánsson hefur skorað 4 mörk fyrir íslenska liðið, Róbert Gunnarsson 3, og þeir Guðjón Valur, Snorri Steinn og Ásgeir Örn 2 hver. Kjetil Strand hefur farið á kostum hjá norska liðinu og er kominn með 9 mörk í hálfleiknum. Sport 2.2.2006 17:38
Óhress með gamla stjórann sinn Mark Hughes segist óhress með ummæli fyrrum knattspyrnustjóra síns hjá Manchester United eftir leik liðanna í gær, en Sir Alex Ferguson fór þar mikinn í að gagnrýna grófan leik Blackburn. Sport 2.2.2006 16:47
Króatar í undanúrslit Króatar tryggðu sér sæti í undanúrslitum EM í Sviss í dag þegar liðið lagði Serba og Svartfellinga 34-30. Góður lokakafli tryggði Króötum sigurinn í dag eftir að jafnræði hafði verið með liðunum framan af og því er spennan í milliriðli okkar Íslendinga mikil fyrir leikinn gegn Norðmönnum í dag. Sport 2.2.2006 16:39
Shearer er rétti maðurinn fyrir Newcastle Gamla kempan Chris Waddle vill meina að Alan Shearer sé einmitt maðurinn til að koma á jafnvægi í herbúðum Newcastle eftir að Graeme Souness var rekinn í dag, en Shearer hefur verið skipaður aðstoðarmaður Glenn Roader sem mun taka við liðinu tímabundið. Sport 2.2.2006 13:40
Sol Campbell í vandræðum Varnarmaðurinn Sol Campbell hjá Arsenal á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í gærkvöld yfirgaf hann völlinn þegar honum var skipt útaf í hálfleik fyrir að eiga sök á tveimur mörkum West Ham í hálfleiknum. Arsenal tapaði leiknum á heimavelli sínum og menn rekja það mikið til þess að Campbell sé hreinlega ekki í formi. Sport 2.2.2006 13:32
Souness rekinn frá Newcastle Úrvalsdeildarfélagið Newcastle rak í dag knattspyrnustjóra sinn Graeme Souness úr starfi og hefur Glenn Roeder verið skipaður eftirmaður hans tímabundið og Alan Shearer mun verða honum til aðstoðar. Lið Newcastle hefur verið í bullandi vandræðum lengst af í vetur og 3-0 tap liðsins fyrir Manchester City í gær gerði útslagið fyrir Souness. Sport 2.2.2006 13:25
Guðjón Valur ekki sáttur "Við töpum þessu á eigin klaufaskap því ég get ekki séð að þeir hafi verið neitt betri en við," sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hundsvekktur í leikslok, eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króötum í dag. Sport 1.2.2006 22:29
Afleitt kvöld fyrir stórliðin Stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni áttu öll erfitt uppdráttar í leikjum sínum í kvöld. Á meðan Chelsea gerði jafntefli við Aston Villa, náði Liverpool aðeins í annað stigið gegn Birmingham á heimavelli þrátt fyrir að vera manni fleiri, Arsenal tapaði fyrir West Ham á heimavelli og Manchester United tapaði fyrir Blackburn í ævintýralegum leik á Ewoood Park. Sport 1.2.2006 21:54
Chelsea tapaði stigum á Villa Park Chelsea tapaði dýrmætum stigum á Villa Park í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa. Arjen Robben kom gestunum yfir í fyrri hálfleik, en Luke Moore jafnaði í þeim síðari fyrir Villa. Manchester City burstaði Newcastle 3-0 með mörkum frá Riera, Cole og Vassell. Portmouth og Bolton skildu jöfn 1-1. Sport 1.2.2006 21:44
Einar ekki með gegn Norðmönnum Skyttan Einar Hólmgeirsson verður ekki með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins í milliriðlum á morgun eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Króatíu í dag. Einar var að sögn nafna hans Þorvarðarsonar langt fram í síðari hálfleikinn að ná áttum þar sem læknar stumruðu yfir honum við hliðarlínuna. Sport 1.2.2006 21:30
Jol sáttur við kaup Tottenham Martin Jol, stjóri Tottenham, er hæstánægður með kaup félagsins fyrir lokun félagaskiptagluggans og segist búast við miklu af þeim Danny Murphy og Hossam Ghaly. Sport 1.2.2006 20:32
Spánn aftur á toppinn Spánverjar eru komnir aftur á toppinn í 1. milliriðlinum á EM í Sviss eftir sigur á Úkraínu í lokaleik kvöldsins í riðlinum, 31-29. Spánverjar hafa því hlotið 7 stig í riðlinum, Frakkar 6 og Þjóðverjar 5. Spánn mætir Slóveníu á morgun og nægir eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Sport 1.2.2006 21:14
Danir lögðu Norðmenn Danir lögðu Norðmenn 35-31 í lokaleik 2. milliriðilsins í kvöld og skutust með sigrinum upp fyrir okkur Íslendinga á markamun. Danska liðið hefur einu marki betri markatölu en íslenska liðið og því er ljóst að allt verður í járnum í lokaumferðinni á morgun. Sport 1.2.2006 20:58
Stóru liðin undir í hálfleik Manchester United er undir 3-1 í hálfleik á Ewood Park gegn Blackburn í hálfleik, en þar hefur David Bentley skoraði tvö mörk og Lucas Neill bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu á síðustu augnablikum hálfleiksins. Louis Saha minnkaði muninn fyrir United. Þá er Arsenal að tapa 2-1 á heimavelli fyrir West Ham. Sport 1.2.2006 20:51
Frakkar burstuðu Póverja Frakkar áttu ekki í erfiðleikum með Pólverja í 1. milliriðlinum á EM í Sviss í dag og unnu stórsigur 31-21. Frakkar eru þar með á toppi riðilsins með 6 stig, en Spánverjar geta komist í efsta sætið með sigri í Úkraínu í kvöld. Sport 1.2.2006 20:23
Verðum að klára Norðmenn Hreiðar Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins, var ekki kátur eftir tapið gegn Króötum í kvöld. "Þetta er ömurlegt. Við fengum tækifæri til að ná í stig undir lokin, en því miður gekk það ekki eftir, það vantaði herslumuninn. Það var slæmt að missa þá Alex og Einar, en við verðum bara að safna liði og klára Norðmennina á morgun," sagði Hreiðar, sem náði sér ekki á strik í leiknum í dag. Sport 1.2.2006 20:18
Chelsea yfir gegn Aston Villa Nú er kominn hálfleikur í leikjunum þremur sem hófust fyrr í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Aston Villa á útivelli, þar sem Arjen Robben skoraði mark Chelsea. Manchester City er 2-0 yfir gegn Newcastle með mörkum frá Cole og Riera og þá er jafnt hjá Portsmouth og Bolton, 0-0. Sport 1.2.2006 20:37
Eiður Smári í byrjunarliði Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem sækir Aston Villa heim á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður gat ekki leikið með liðinu í síðasta leik vegna veikinda, en er ný mættur aftur í slaginn. Sport 1.2.2006 19:33
Fullyrðir að Hiddink verði næsti þjálfari Englendinga Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að heyrst hafi til Sven Göran Eriksson fullyrða við fólk á matsölustað í Svíþjóð að Guus Hiddink verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, en Eriksson lætur sem kunnugt er af störfum eftir HM í sumar. Sport 1.2.2006 19:24
Balic of stór biti fyrir íslenska liðið Króatar höfðu nauman sigur á íslenska landsliðinu í handbolta á EM í Sviss nú rétt í þessu 29-28 í hörkuleik. Það var ekki síst fyrir stórleik Ivano Balic sem lið Króatíu náði að tryggja sér sigurinn, en hann skoraði 8 mörk í leiknum, mörg þeirra á ótrúlegan hátt og var gríðarlega mikilvægur í varnarleiknum. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7. Sport 1.2.2006 18:33
Jafnt hjá Íslandi og Króatíu í hálfleik Staðan í leik Íslands og Króatíu er jöfn 13-13 í hálfleik. Snorri Steinn Guðjónsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk, þar af 1 úr víti, Ólafur Stefánsson hefur skoraði 3 mörk og þeir Einar Hólmgeirsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru með 2 hver. Sport 1.2.2006 17:40
Rússar sigruðu Serba Rússar unnu í dag næsta auðveldan sigur á Serbum og Svartfellingum í 2. milliriðli á EM í Sviss 29-21. Þetta þýðir að Rússar hafa tekið forystu í riðlinum með 6 stig, en nú klukkan 17 mætast Íslendingar og Króatar í sama riðli. Í 1. milliriðli mættust Þjóðverjar og Slóvenar, þar sem þýska liðið hafði betur 36-33. Sport 1.2.2006 16:19
Sex leikir í kvöld Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í West Ham, Aston villa mætir Chelsea, Blackburn leikur við Manchester United, Liverpool mætir Birmingham, Manchester City tekur á móti Newcastle og Portsmouth fær Bolton í heimsókn. Sport 1.2.2006 15:36
Erfiður leikur við Króata í dag Íslenska landsliðið á mjög erfiðan leik fyrir höndum gegn Króötum í milliriðli 2 í Gallen í dag klukkan 17. Leikur Serba og Rússa er þegar hafinn og klukkan 19:15 eigast við Norðmenn og Danir. Í 1. milliriðlinum mætast Slóvenar og Þjóðverjar klukkan 14:15, þá Pólverjar og Frakkar klukkan 16:45 og Úkraína og Spánn keppa klukkan 19:15. Sport 1.2.2006 15:01
Cech semur til 2010 Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2010. "Ég kom hingað til að vinna titla á sínum tíma og ég hlakka mikið til að halda því áfram á næstu árum," sagði Cech, sem er 23 ára og er talinn einn af betri markvörðum heimsins í dag. Sport 1.2.2006 14:12