Erlendar Trapattoni rekinn frá Stuttgart Ítalski knattspyrnustjórinn Giovanni Trapattoni hefur verið rekinn úr starfi hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart eftir aðeins 8 mánuði í starfi. Það verður fyrrum þjálfari Hansa Rostock, Armin Veh, sem tekur við liðinu í hans stað. Sport 10.2.2006 18:04 Ferguson í sjö leikja bann Framherjinn Duncan Ferguson hjá Everton hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir dólgslega hegðun sína eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik gegn Wigan á dögunum. Ferguson fékk þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið og hefur nú verið dæmdur í fjögurra leikja bann í viðbót. Sport 10.2.2006 17:53 Jafnt í hálfleik í úrslitaleiknum Enn er ekki komið mark í viðureign Fílabeinsstrandarinnar og heimamanna Egypta í úrslitaleiknum í Afríkukeppninni í knattspyrnu sem nú stendur yfir, en í gær tryggðu Nígeríumenn sér þriðja sætið á mótinu. Sport 10.2.2006 17:03 Við getum unnið HM Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United segir engan vafa á því í sínum huga að Englendingar geti sigrað á HM í Þýskalandi í sumar og segir félaga sinn hjá landsliðinu Steven Gerrard á sama máli. Sport 10.2.2006 16:01 Vonast til að komast í landsliðið á ný Varnarmaðurinn sterki hjá Reading, Ívar Ingimarsson, segir í viðtali á heimasíðu félagsins í gær að hann hafi mikinn áhuga á að verða valinn aftur í íslenska landslishópinn fyrir vináttuleikinn við Trinidad og Tóbagó í endaðan febrúar. Ívar verður í eldlínunni í kvöld þegar Reading sækir Southampton heim í beinni á Sýn klukkan 19:35. Sport 10.2.2006 15:26 Næsti þjálfari ætti að verða Breti Dave Richards hjá enska knattspyrnusambandinu, einn þeirra þriggja sem hafa mest að gera með ráðningu nýs landsliðsþjálfara, segir að flest bendi til þess að næsti þjálfari liðsins verði Englendingur - eða öllu heldur Breti. Sport 10.2.2006 14:35 Anton Ferdinand leikmaður mánaðarins Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá West Ham var í dag útnefndur leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni, en Ferdinand hefur verið eins og klettur í vörn liðsins á sínu fyrsta ári í deildinni. Hann skoraði auk þess glæsilegt mark í sigri West Ham á Fulham á dögunum og hefur nú verið orðaður við Barcelona á Spáni. Sport 10.2.2006 14:28 Moyes stjóri mánaðarins David Moyes, stjóri Everton, hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni, en undir stjórn hans var liðið taplaus í deildinni í janúar og hefur nú komist á ágætt ról eftir hreint út sagt skelfilega byrjun í haust. Sport 10.2.2006 14:25 Dallas valtaði yfir Miami Sjóðheitt lið Dallas Mavericks var aldrei í vandræðum með Miami Heat í leik liðanna í NBA í nótt og vann 112-76. Þetta var 13. sigur Dallas í röð í deildinni og var sigurinn svo öruggur að lykilmenn Dallas gátu sest á bekkinn í síðasta leikhlutanum. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas, en Shaquille O´Neal skoraði 23 stig fyrir Miami. Sport 10.2.2006 14:14 Fjórir leikmenn frá Detroit í Stjörnuleiknum Nú í kvöld var tilkynnt hvaða leikmenn skipa lið austurs og vesturs í Stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Houston þann 19. febrúar næstkomandi. Þjálfarar í deildinni völdu fjóra leikmenn frá Detroit í austurliðið og þá eru fimm leikmenn í stjörnuliði í fyrsta sinn. Sport 10.2.2006 00:26 Dallas - Miami í beinni útsendingu Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt þegar heitasta liðið í NBA, Dallas Mavericks, tekur á móti Shaquille O´Neal og félögum í Miami Heat. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og þar verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas-liðið nær að vinna sinn 13. leik í röð í deildinni, sem yrði met í vetur. Sport 9.2.2006 22:44 McLeish hættir í sumar Forráðamenn Glasgow Rangers hafa staðfest að knattspyrnustjóri liðsins Alex McLeish muni láta af störfum í sumar, en lengi hefur verið vitað að til stæði að ráða annan mann í hans stað. McLeish hefur náð góðum árangri með liðið og hefur krækt í sjö titla á þeim fjórum árum sem hann hefur stýrt liðinu, þar á meðal meistaratitlinum á elleftu stundu í vor. Sport 9.2.2006 18:10 Rodman spilar aftur með Brighton Körfuboltamaðurinn Dennis Rodman mun spila tvo leiki til viðbótar með liði Brighton Bears á Englandi eftir að hann sló í gegn í leik með liðinu um daginn. "Stuðningsmennirnir vildu fá hann aftur og við getum ekki brugðist þeim. Við selt tíu sinnum fleiri miða en við gerðum síðast en húsrúm leyfði það ekki," sagði þjálfari Brighton ánægður. Sport 9.2.2006 18:00 Campbell meiddur Varnarmaðurinn Sol Campbell hjá Arsenal er meiddur á ökkla og verður frá keppni í tvær til þrjár vikur. Campbell meiddist í leiknum fræga við West Ham á dögunum, þar sem honum var skipt útaf í hálfleik eftir skelfilega frammistöðu sína og fór leikmaðurinn í leyfi frá liðinu í nokkra daga til að jafna sig. Sport 9.2.2006 17:49 Þjálfarinn er viðvaningur Egypski framherjinn Mido hefur enn ekki sagt sitt síðasta varðandi brottvísun sína úr landsliðinu eftir rifrildi við þjálfara sinn á dögunum og nú hefur hann gefið það út að þjálfarinn og þeir sem standi að liðinu séu eintómir viðvaningar. Sport 9.2.2006 16:31 Forseti Renault dulur Carlos Ghosn, forseti Renault í Formúlu 1, vill lítið gefa upp um framtíðaráform liðsins, en segir að það muni í það minnsta verða með á næsta keppnistímabili. Ghosn er ekki sáttur við framtíðaráform æðstu manna í íþróttinni og segir lið sitt aðeins halda áfram að því tilskyldu að það sjái sér hag í því. Sport 9.2.2006 15:31 Paletta í viðræðum við Liverpool Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Paletta, sem leikur með liði Banfield í heimalandi sínu sem og yngri liðum Argentínu, er væntanlegur til Liverpool um helgina með það fyrir augum að ganga til liðs við enska félagið í sumar. Sport 9.2.2006 16:19 Greenwood látinn Ron Greenwood, fyrrum þjálfari West Ham og enska landsliðsins lést í dag 84 ára að aldri. Greenwood stýrði enska landsliðinu á árunum 1977-82 og West Ham á árunum 1961-74. Mínútu þögn verður á næsta heimaleik West Ham á Upton Park til minningar um Greenwood. Sport 9.2.2006 15:24 Við játum okkur ekki sigraða Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir sína menn ekki ætla að játa sig sigraða í spænska bikarnum þrátt fyrir að vera kjöldregnir í fyrri leik sínum gegn Real Zaragoza í gærkvöldi 6-1. Sport 9.2.2006 15:13 Sjöundi sigur San Antonio í röð Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar. Sport 9.2.2006 14:06 Á eftir að sýna mitt rétta andlit Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi. Sport 9.2.2006 10:03 Þeir rauðklæddu eru ekki samkvæmir sjálfum sér Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur komið Arjen Robben til varnar eftir að leikmenn og þjálfari Liverpool gagnrýndu hann harðlega fyrir leikaraskap sem varð til þess að Jose Reina var rekinn af leikvelli í leik liðanna um síðustu helgi. Sport 9.2.2006 09:34 Þjóðernið skiptir ekki máli Fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, David Beckham, segir að þjóðerni næsta landsliðsþjálfara eigi ekki að skipta nokkru máli, en sem kunnugt er mum Sven Göran Eriksson hætta með liðið að lokinni HM í Þýskalandi í sumar. Sport 9.2.2006 09:27 Real Madrid niðurlægt Stjörnulið Real Madrid var tekið í sannkallaða kennslustund í kvöld þegar liðið sótti Real Zaragoza heim í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins. Zaragoza sigraði 6-1 og eru möguleikar Madrid ansi litlir fyrir síðari leikinn, en hætt er við því að stuðningsmenn liðsins eigi eftir að láta vel í sér heyra eftir þennan skell. Sport 8.2.2006 22:13 Auðveldur sigur hjá Chelsea Chelsea er komið áfram í enska bikarnum eftir auðveldan 4-1 sigur á Everton í kvöld. Arjen Robben, Frank Lampard, Hernan Crespo og John Terry gerðu mörk Chelsea en Arteta skoraði mark Everton úr vítaspyrnu. Þá er Middlesbrough einnig komið áfram í keppninni eftir 1-0 sigur á Coventry og það var Jimmy Floyd Hasselbaink sem skoraði mark liðsins. Sport 8.2.2006 22:05 Charlton lagði Liverpool Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu í kvöld sætan sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2-0. Það voru Luke Young og Darren Bent sem skoruðu mörk Lundúnaliðsins í kvöld, en Liverpool var án Steven Gerrard sem var meiddur. Sport 8.2.2006 22:00 Charlton yfir gegn Liverpool Nú er síðari hálfleikur nýhafinn í leikjunum þremur sem standa yfir í ensku knattspyrnunni. Í úrvalsdeildinni hefur Charlton yfir 2-0 gegn Liverpool á heimavelli sínum. Í enska bikarnum er Chelsea er að eiga náðugt kvöld gegn Everton og er 3-0 yfir og þá hefur Middlesbrough yfir 1-0 gegn Coventry. Sport 8.2.2006 21:14 Richardson ver titil sinn Quentin Richardson, leikmaður New York Knicks, mun verja titil sinn í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina í Houston þann 18. febrúar næstkomandi. Richardson vann keppnina sem leikmaður Phoenix í fyrra. Sport 8.2.2006 20:21 Mido biðst ekki afsökunar Framherjinn Mido vill ekki biðjast afsökunar á framferði sínu í leik Egypta og Senegala í Afríkukeppninni í gær þegar hann reifst hástöfum við þjálfara liðsins og hefur fyrir vikið verið dæmdur í bann frá landsliðinu. Mido segist ekki hafa verið dónalegur við þjálfarann, heldur aðeins krafið hann um útskýringar á því af hverju sér væri alltaf skipt útaf í leikjum liðsins. Sport 8.2.2006 19:42 Fiorentina - Inter í beinni á Sýn Extra Viðureign Fiorentina og Inter Milan verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur klukkan 22:05 á Sýn síðar um kvöldið, eða þegar leik Chelsea og Everton í enska bikarnum er lokið. Sport 8.2.2006 18:37 « ‹ 212 213 214 215 216 217 218 219 220 … 264 ›
Trapattoni rekinn frá Stuttgart Ítalski knattspyrnustjórinn Giovanni Trapattoni hefur verið rekinn úr starfi hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart eftir aðeins 8 mánuði í starfi. Það verður fyrrum þjálfari Hansa Rostock, Armin Veh, sem tekur við liðinu í hans stað. Sport 10.2.2006 18:04
Ferguson í sjö leikja bann Framherjinn Duncan Ferguson hjá Everton hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir dólgslega hegðun sína eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik gegn Wigan á dögunum. Ferguson fékk þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið og hefur nú verið dæmdur í fjögurra leikja bann í viðbót. Sport 10.2.2006 17:53
Jafnt í hálfleik í úrslitaleiknum Enn er ekki komið mark í viðureign Fílabeinsstrandarinnar og heimamanna Egypta í úrslitaleiknum í Afríkukeppninni í knattspyrnu sem nú stendur yfir, en í gær tryggðu Nígeríumenn sér þriðja sætið á mótinu. Sport 10.2.2006 17:03
Við getum unnið HM Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United segir engan vafa á því í sínum huga að Englendingar geti sigrað á HM í Þýskalandi í sumar og segir félaga sinn hjá landsliðinu Steven Gerrard á sama máli. Sport 10.2.2006 16:01
Vonast til að komast í landsliðið á ný Varnarmaðurinn sterki hjá Reading, Ívar Ingimarsson, segir í viðtali á heimasíðu félagsins í gær að hann hafi mikinn áhuga á að verða valinn aftur í íslenska landslishópinn fyrir vináttuleikinn við Trinidad og Tóbagó í endaðan febrúar. Ívar verður í eldlínunni í kvöld þegar Reading sækir Southampton heim í beinni á Sýn klukkan 19:35. Sport 10.2.2006 15:26
Næsti þjálfari ætti að verða Breti Dave Richards hjá enska knattspyrnusambandinu, einn þeirra þriggja sem hafa mest að gera með ráðningu nýs landsliðsþjálfara, segir að flest bendi til þess að næsti þjálfari liðsins verði Englendingur - eða öllu heldur Breti. Sport 10.2.2006 14:35
Anton Ferdinand leikmaður mánaðarins Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá West Ham var í dag útnefndur leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni, en Ferdinand hefur verið eins og klettur í vörn liðsins á sínu fyrsta ári í deildinni. Hann skoraði auk þess glæsilegt mark í sigri West Ham á Fulham á dögunum og hefur nú verið orðaður við Barcelona á Spáni. Sport 10.2.2006 14:28
Moyes stjóri mánaðarins David Moyes, stjóri Everton, hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni, en undir stjórn hans var liðið taplaus í deildinni í janúar og hefur nú komist á ágætt ról eftir hreint út sagt skelfilega byrjun í haust. Sport 10.2.2006 14:25
Dallas valtaði yfir Miami Sjóðheitt lið Dallas Mavericks var aldrei í vandræðum með Miami Heat í leik liðanna í NBA í nótt og vann 112-76. Þetta var 13. sigur Dallas í röð í deildinni og var sigurinn svo öruggur að lykilmenn Dallas gátu sest á bekkinn í síðasta leikhlutanum. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas, en Shaquille O´Neal skoraði 23 stig fyrir Miami. Sport 10.2.2006 14:14
Fjórir leikmenn frá Detroit í Stjörnuleiknum Nú í kvöld var tilkynnt hvaða leikmenn skipa lið austurs og vesturs í Stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Houston þann 19. febrúar næstkomandi. Þjálfarar í deildinni völdu fjóra leikmenn frá Detroit í austurliðið og þá eru fimm leikmenn í stjörnuliði í fyrsta sinn. Sport 10.2.2006 00:26
Dallas - Miami í beinni útsendingu Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt þegar heitasta liðið í NBA, Dallas Mavericks, tekur á móti Shaquille O´Neal og félögum í Miami Heat. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og þar verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas-liðið nær að vinna sinn 13. leik í röð í deildinni, sem yrði met í vetur. Sport 9.2.2006 22:44
McLeish hættir í sumar Forráðamenn Glasgow Rangers hafa staðfest að knattspyrnustjóri liðsins Alex McLeish muni láta af störfum í sumar, en lengi hefur verið vitað að til stæði að ráða annan mann í hans stað. McLeish hefur náð góðum árangri með liðið og hefur krækt í sjö titla á þeim fjórum árum sem hann hefur stýrt liðinu, þar á meðal meistaratitlinum á elleftu stundu í vor. Sport 9.2.2006 18:10
Rodman spilar aftur með Brighton Körfuboltamaðurinn Dennis Rodman mun spila tvo leiki til viðbótar með liði Brighton Bears á Englandi eftir að hann sló í gegn í leik með liðinu um daginn. "Stuðningsmennirnir vildu fá hann aftur og við getum ekki brugðist þeim. Við selt tíu sinnum fleiri miða en við gerðum síðast en húsrúm leyfði það ekki," sagði þjálfari Brighton ánægður. Sport 9.2.2006 18:00
Campbell meiddur Varnarmaðurinn Sol Campbell hjá Arsenal er meiddur á ökkla og verður frá keppni í tvær til þrjár vikur. Campbell meiddist í leiknum fræga við West Ham á dögunum, þar sem honum var skipt útaf í hálfleik eftir skelfilega frammistöðu sína og fór leikmaðurinn í leyfi frá liðinu í nokkra daga til að jafna sig. Sport 9.2.2006 17:49
Þjálfarinn er viðvaningur Egypski framherjinn Mido hefur enn ekki sagt sitt síðasta varðandi brottvísun sína úr landsliðinu eftir rifrildi við þjálfara sinn á dögunum og nú hefur hann gefið það út að þjálfarinn og þeir sem standi að liðinu séu eintómir viðvaningar. Sport 9.2.2006 16:31
Forseti Renault dulur Carlos Ghosn, forseti Renault í Formúlu 1, vill lítið gefa upp um framtíðaráform liðsins, en segir að það muni í það minnsta verða með á næsta keppnistímabili. Ghosn er ekki sáttur við framtíðaráform æðstu manna í íþróttinni og segir lið sitt aðeins halda áfram að því tilskyldu að það sjái sér hag í því. Sport 9.2.2006 15:31
Paletta í viðræðum við Liverpool Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Paletta, sem leikur með liði Banfield í heimalandi sínu sem og yngri liðum Argentínu, er væntanlegur til Liverpool um helgina með það fyrir augum að ganga til liðs við enska félagið í sumar. Sport 9.2.2006 16:19
Greenwood látinn Ron Greenwood, fyrrum þjálfari West Ham og enska landsliðsins lést í dag 84 ára að aldri. Greenwood stýrði enska landsliðinu á árunum 1977-82 og West Ham á árunum 1961-74. Mínútu þögn verður á næsta heimaleik West Ham á Upton Park til minningar um Greenwood. Sport 9.2.2006 15:24
Við játum okkur ekki sigraða Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir sína menn ekki ætla að játa sig sigraða í spænska bikarnum þrátt fyrir að vera kjöldregnir í fyrri leik sínum gegn Real Zaragoza í gærkvöldi 6-1. Sport 9.2.2006 15:13
Sjöundi sigur San Antonio í röð Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar. Sport 9.2.2006 14:06
Á eftir að sýna mitt rétta andlit Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi. Sport 9.2.2006 10:03
Þeir rauðklæddu eru ekki samkvæmir sjálfum sér Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur komið Arjen Robben til varnar eftir að leikmenn og þjálfari Liverpool gagnrýndu hann harðlega fyrir leikaraskap sem varð til þess að Jose Reina var rekinn af leikvelli í leik liðanna um síðustu helgi. Sport 9.2.2006 09:34
Þjóðernið skiptir ekki máli Fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, David Beckham, segir að þjóðerni næsta landsliðsþjálfara eigi ekki að skipta nokkru máli, en sem kunnugt er mum Sven Göran Eriksson hætta með liðið að lokinni HM í Þýskalandi í sumar. Sport 9.2.2006 09:27
Real Madrid niðurlægt Stjörnulið Real Madrid var tekið í sannkallaða kennslustund í kvöld þegar liðið sótti Real Zaragoza heim í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins. Zaragoza sigraði 6-1 og eru möguleikar Madrid ansi litlir fyrir síðari leikinn, en hætt er við því að stuðningsmenn liðsins eigi eftir að láta vel í sér heyra eftir þennan skell. Sport 8.2.2006 22:13
Auðveldur sigur hjá Chelsea Chelsea er komið áfram í enska bikarnum eftir auðveldan 4-1 sigur á Everton í kvöld. Arjen Robben, Frank Lampard, Hernan Crespo og John Terry gerðu mörk Chelsea en Arteta skoraði mark Everton úr vítaspyrnu. Þá er Middlesbrough einnig komið áfram í keppninni eftir 1-0 sigur á Coventry og það var Jimmy Floyd Hasselbaink sem skoraði mark liðsins. Sport 8.2.2006 22:05
Charlton lagði Liverpool Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu í kvöld sætan sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2-0. Það voru Luke Young og Darren Bent sem skoruðu mörk Lundúnaliðsins í kvöld, en Liverpool var án Steven Gerrard sem var meiddur. Sport 8.2.2006 22:00
Charlton yfir gegn Liverpool Nú er síðari hálfleikur nýhafinn í leikjunum þremur sem standa yfir í ensku knattspyrnunni. Í úrvalsdeildinni hefur Charlton yfir 2-0 gegn Liverpool á heimavelli sínum. Í enska bikarnum er Chelsea er að eiga náðugt kvöld gegn Everton og er 3-0 yfir og þá hefur Middlesbrough yfir 1-0 gegn Coventry. Sport 8.2.2006 21:14
Richardson ver titil sinn Quentin Richardson, leikmaður New York Knicks, mun verja titil sinn í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina í Houston þann 18. febrúar næstkomandi. Richardson vann keppnina sem leikmaður Phoenix í fyrra. Sport 8.2.2006 20:21
Mido biðst ekki afsökunar Framherjinn Mido vill ekki biðjast afsökunar á framferði sínu í leik Egypta og Senegala í Afríkukeppninni í gær þegar hann reifst hástöfum við þjálfara liðsins og hefur fyrir vikið verið dæmdur í bann frá landsliðinu. Mido segist ekki hafa verið dónalegur við þjálfarann, heldur aðeins krafið hann um útskýringar á því af hverju sér væri alltaf skipt útaf í leikjum liðsins. Sport 8.2.2006 19:42
Fiorentina - Inter í beinni á Sýn Extra Viðureign Fiorentina og Inter Milan verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur klukkan 22:05 á Sýn síðar um kvöldið, eða þegar leik Chelsea og Everton í enska bikarnum er lokið. Sport 8.2.2006 18:37