Erlendar

Fréttamynd

Grosswallstadt burstaði Gummersbach

Íslendingaliðin Grosswallstadt og Gummersbach áttust við í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og er skemmst frá því að segja að Grosswallstadt valtaði yfir andstæðinga sína 32-20. Einar Hólmgeirsson skoraði 7 mörk fyrir Grosswallstadt og Alexander Petersson skoraði 5 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk.

Sport
Fréttamynd

Wigan lagði Aston Villa

Nýliðar Wigan báru sigurorð af Aston Villa 3-2 í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Wigan var skrefinu á undan allan leikinn og vann mikinn baráttusigur, sem heldur vonum liðsins um Evrópusætið á lífi enn sem komið er. Henry Camara skoraði tvö mörk fyrir Wigan og Jimmy Bullard eitt, en hjá Villa voru það Juan Pablo Angel og Liam Ridgewell.

Sport
Fréttamynd

Barcelona lagði AC Milan

Barcelona vann gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á AC Milan á San Siro í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Það var Ludovic Giuly sem skoraði sigurmarkið með frábærum hætti eftir góðan undirbúning frá brasilíska snillingnum Ronaldinho. Barcelona er því með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn sem verður á heimavelli liðsins í Katalóníu á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Shearer ætlar að taka sér gott frí

Framherjinn Alan Shearer ætlar ekki að vinna sem þjálfari hjá liði Newcastle á næsta keppnistímabili þegar hann verður búinn að leggja skóna á hilluna, heldur ætlar hann að taka sér frí frá knattspyrnu í óákveðinn tíma.

Sport
Fréttamynd

Barcelona komið yfir

Barcelona er komið í mjög vænlega stöðu í einvíginu við AC Milan, en Ludovic Giuly var rétt í þessu að koma Barcelona yfir á San Siro eftir glæsilega sendingu frá Ronaldinho. Markið er Börsungum gríðarlega mikilvægt, en þeir eiga síðari leikinn eftir á heimavelli. Markið kom á á 57. mínútu og var einstaklega vel að því staðið hjá Barcelona.

Sport
Fréttamynd

Markalaust á San Siro í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í fyrri viðureign AC Milan og Barcelona á San Siro í Mílanó í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en hvorugu liðinu hefur tekist að skora. Það var Gilardino hjá Milan sem komst næst því að skora þegar hann átti skot í stöngina á marki Barcelona. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Mido stefnir á að vera með gegn Arsenal

Framherjinn Mido hjá Tottenham stefnir á að ná byrjunarliðssæti hjá liðinu fyrir leikinn gegn Arsenal um næstu helgi, en það er einhver mikilvægasti leikur Tottenham í háa herrans tíð. Mido hefur átt við erfið nárameiðsli að stríða og var hans sárt saknað í leiknum gegn Manchester United í gær. Martin Jol segir Mido líklega geta byrjað að æfa á fullu á næstu tveimur dögum og á von á að geta teflt honum fram gegn Arsenal um helgina.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðin klár

Nú styttist í að flautað verði til leiks í fyrri undanúrslitaleik AC Milan og Barcelona í Meistaradeildinni, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. AC Milan hefur unnið keppnina sex sinnum en Barcelona aðeins einu sinni. Milan hefur aldrei fallið úr keppni í undanúrslitunum. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn hefja leikinn mikilvæga á San Siro.

Sport
Fréttamynd

Einn leikur í kvöld

Einn leikur verður á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þegar Wigan tekur á móti Aston Villa. Wigan hefur gengið frekar illa að undanförnu og hefur ekki náð sigri í síðustu fjórum leikjum. Nýliðarnir eru þó talsvert fyrir ofan Villa í töflunni og vilja eflaust næla í sigur á heimavelli sínum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Orðinn hundleiður á spurningum um framtíð sína

Thierry Henry brást hinn versti við á blaðamannafundi í dag þegar hann var enn eina ferðina spurður út í framtíð sína hjá Arsenal. Blaðamannafundurinn var hugsaður fyrir viðureign Villarreal og Arsenal í Meistaradeildinni, en þegar blaðamenn spurðu Henry út í framtíð hans hjá Arsenal, lét sá franski þá heyra það.

Sport
Fréttamynd

Carlsley áfrýjar rauða spjaldinu

Lee Carlsley, leikmaður Everton, hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem hann fékk í leiknum gegn Chelsea um páskahelgina. Stjóra Everton þótti spjaldið alls ekki sanngjarnt en ef spjaldið stendur, mun Carlsley missa af restinni af tímabilinu. Hann hefur ekki komið mikið við sögu í vetur vegna erfiðra meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Svartsýnn á að Shearer nái sér

Freddy Shepherd hjá Newcastle segist óttast að ferli Alan Shearer sé lokið eftir að hann meiddist á hné í leik gegn Sunderland um helgina, en bætir við að hann muni þó aldrei afskrifa mann eins og Shearer. Aðeins þrír leikir eru eftir af tímabilinu og það kemur væntanlega í ljóst á fimmtudag hvort fyrirliðinn hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Schumacher ákveður sig fljótlega

Ross Brawn hjá Ferrari segir að Michael Schumacher muni að öllum líkindum taka ákvörðun um framtíð sína á allra næstu mánuðum, en mikið hefur verið rætt um hvort hann hætti að keppa eða gangi jafnvel til liðs við Renault.

Sport
Fréttamynd

Kirkland verður áfram ef liðið heldur sér uppi

Markvörðurinn Chris Kirkland sem spilað hefur sem lánsmaður hjá West Brom í vetur segist vel geta hugsað sér að ganga til liðs við félagið til frambúðar, svo fremi sem það haldi sér í úrvalsdeildinni. Kirkland er leikmaður Liverpool, en hefur fengið að vita að hann sé ekki inni í myndinni sem aðalmarkvörður þar á bæ. Framtíð markvarðarins er því með öllu óráðin - því ekki er útlitið gott hjá liði West Brom í fallbaráttunni.

Sport
Fréttamynd

Cech ætlar að vera með gegn Liverpool

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech segist staðráðinn í að spila með liði sínu Chelsea gegn Liverpool í undanúrslitum enska bikarsins á laugardaginn, en hann þurfti að fara af velli meiddur á hné í deildarleik um páskana. "Ég skarst illa á fætinu í leiknum, en í ljós kom að þetta var ekkert alvarlegt svo ég er bjartsýnn á að geta spilað gegn Liverpool," sagði Cech.

Sport
Fréttamynd

Ætlar ekki að taka Ronaldinho úr umferð

Carlo Ancelotti er mjög bjartsýnn á að hans menn í AC Milan nái að slá Barcelona út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar, en liðið er nú í þriðja sinn í undanúrslitum á síðustu fjórum árum. Ancelotti ætlar ekki að setja sérstakan mann til höfuðs brasilíska snillingsins Ronaldinho og segir varnarmenn sína fullfæra um að halda aftur af honum.

Sport
Fréttamynd

Nú þurfum við að sanna okkur

Frank Rijkaard segir að öll lið gangi í gegn um það að þurfa að komast fram úr sér sterkari og reyndari liðum til að verða Evrópumeistarar og segir að nú sé kominn tími til fyrir sína menn í Barcelona að gera einmitt það gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 18:30 í kvöld.

Sport
Fréttamynd

San Antonio tók efsta sætið í Vesturdeildinni

Meistarar San Antonio tryggðu sér í nótt efsta sætið í Vesturdeildinni þegar liðið burstaði Utah Jazz á heimavelli sínum 115-82 og verður liðið því með heimavallarréttinn alla leið í úrslitin. Manu Ginobili skoraði 18 stig fyrir San Antonio og nýliðinn Deron Williams skoraði sömuleiðis 18 fyrir Utah.

Sport
Fréttamynd

Hungrið í hámarki

Fyrri leikur stórliðanna AC Milan og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu fer fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er beðið af mikilli eftirvæntingu. Meiðsli eru í sóknarlínum beggja liða en Henrik Larsson fór meiddur af velli í leik Barcelona gegn Villareal í spænska boltanum á föstudag og getur ekki leikið í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ferill Shearer mögulega á enda

Framherjinn Alan Shearer gæti hafa spilað sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni á ferlinum, en hann meiddist á fæti í leik Newcastle og Sunderland í dag. Hann fer í myndatöku á morgun og þá verður skorið um hversu alvarleg meiðsli hans eru. Shearer sjálfur segist óttast að ballið sé búið, en hann hefur skorað 206 mörk í 404 leikjum fyrir Newcastle.

Sport
Fréttamynd

West Brom náði aðeins í eitt stig

West Brom er þremur stigum frá því að komast upp að hlið Portsmouth og bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeilidnni í knattspyrnu eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Bolton á heimavelli sínum í kvöld. Möguleikar West Brom eru þó ekki sérstaklega góðir þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Chelsea

Chelsea vann í dag öruggan 3-0 sigur á Everton á heimavelli sínum Stamford Bridge og er því komið með aðra höndina á Englandsbikarinn annað árið í röð. Frank Lampard, Didier Drogba og Michael Essien skoruðu mörk Chelsea í dag, en Lee Carlsley var rekinn af leikvelli hjá Everton í upphafi síðari hálfleiks í stöðunni 1-0 fyrir Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Ekkert kampavín hjá Chelsea í dag

Manchester United vann í dag góðan útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og kom þar með í veg fyrir að Chelsea gæti tryggt sér meistaratitilinn með sigri á Everton í dag. Tvö mörk frá Wayne Rooney á fyrsta hálftímanum komu United í veglega stöðu, en Jermaine Jenas minnkaði muninn fyrir heimamenn á 52. mínútu. Tottenham sótti hart að marki United það sem eftir lifði leiks, en varð að sætta sig við fyrsta tap sitt á heimavelli í átta mánuði.

Sport
Fréttamynd

King er úr leik hjá Tottenham

Miðvörðurinn Ledley King spilar ekki meira með liði sínu Tottenham Hotspurs á leiktíðinni eftir að í ljós koma að hann brákaði bein á fæti sínum í viðskiptum við Duncan Ferguson hjá Everton á laugardaginn. Meiðslin setja stórt strik í reikninginn fyrir Tottenham í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni og það sama má segja um vonir leikmannsins um sæti í enska landsliðinu á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Ljóst hvaða lið ná í úrslitakeppnina

Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá vann Detroit 64. leik sinn í vetur sem er félagsmet og ljóst að liðið verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina.

Sport
Fréttamynd

Meistaradeildin lykillinn að ákvörðun Henry

Emmanuel Adebayor, félagi Thierry Henry hjá Arsenal, segist viss um að gengi liðsins í Meistaradeildinni á næstu vikum muni skera úr um það hvort Henry vilji verða áfram hjá félaginu eða fara eitthvað annað. Henry á enn eftir að framlengja samning sinn við Lundúnaliðið og um fátt annað hefur verið meira rætt á Englandi í vetur.

Sport
Fréttamynd

Scolari líklega út úr myndinni

Brasilíski þjálfarinn Luiz Felipe Scolari verður tæplega einn þeirra sem koma helst til greina sem næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu. Scolari, sem er núverandi þjálfari Portúgala, segist ekki ætla að taka neinar ákvarðanir um framtíð sína fyrr en að heimsmeistaramótinu loknu, en Englendingar hafa sem kunnugt er ákveðið að tilkynna nafn næsta þjálfa fyrir HM í Þýskalandi í sumar.

Sport
Fréttamynd

Celtic afhentur bikarinn í dag

Skotlandsmeisturum Glasgow Celtic var í dag afhentur meistarabikarinn í skosku úrvalsdeildinni eftir jafntefli á heimavelli gegn Hibernian. Celtic hafði reyndar tryggt sér titilinn í umferðinni á undan en það vantaði þó ekki að væri mikið um dýrðir á heimavelli liðsins þegar flautað var til leiksloka í dag.

Sport
Fréttamynd

Real niður í fjórða sætið

Stórlið Real Madrid er komið niður í fjórða sætið í spænsku úrvalsdeildinni eftir leiki dagsins. Helstu keppinautar Real um Meistaradeildarsætið, Osasuna og Valencia, héldu sínu striki um helgina - en Real varða að láta sér nægja jafntefli gegn spútnikliði Getafe í kvöld. Það var Julio Baptista sem kom Real yfir í leiknum sem sýndur var á Sýn, en heimamenn jöfnuðu metin undir lokin.

Sport
Fréttamynd

Enn skorar Fowler

Robbie Fowler skoraði fjórða mark sitt í fimm leikjum fyrir Liverpool í dag þegar liðið marði sigur á Blackburn á Ewood Park 1-0. Markið kom á 29. mínútu leiksins og voru leikmenn Blackburn ósáttir því þeim þótti markið ekki hafa átt að standa vegna rangstöðu. Þetta var sjöundi sigur Liverpool í röð í deildinni og nú vantar liðið aðeins eitt stig úr síðustu leikjunum til að tryggja sæti sitt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Sport