Erlendar Úrslitakeppnin hefst á laugardagskvöld Úrslitakeppnin í NBA deildinni í körfubolta hefst á laugardagskvöldið og hægt verður að fylgjast náið með gangi mála í beinum útsendingum á Sýn og NBA TV á Digital Ísland. Þegar hefur verið staðfest að fyrsti leikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á sunnudagskvöldið um klukkan tíu. Hér fyrir neðan gefur að líta yfirlit yfir hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Sport 20.4.2006 14:53 Samningar eru ekki í höfn Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segir að fréttir ZDF í gær þess efnis að hann sé búinn að samþykkja samningstilboð frá Chelsea séu þvættingur. Umboðsmaður hans tekur í sama streng og neitar alfarið að búið sé að skrifa undir eitt eða neitt - en segir þó að samingaviðræður gangi vel og reiknar með að allt verði í höfn fyrir HM í sumar eins og fyrirhugað var. Sport 20.4.2006 14:32 Pires staðfestir samningstilboð frá Villarreal Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur nú staðfest að andstæðingar Arsenal í Meistaradeildinni, spænska liðið Villarreal, hafi boðið honum tveggja ára samning. Pires er með lausan samning í sumar og verður þá frjálst að skipta um félag, en hann vill samt helst vera áfram í herbúðum Arsenal. Þar á bæ vilja menn hinsvegar aðeins bjóða honum eins árs samning - en Pires sækist eftir tveggja ára samningi. Sport 20.4.2006 14:28 Gerrard fer ekki til Real Madrid Rafa Benitez segir að ekkert sé til í þeim fregnum að Steven Gerrard muni ganga til liðs við spænska stórliðið Real Madrid í sumar og segir fyrirliðann alls ekki til sölu. Forráðamenn Real hafa ekki farið leynt með áhuga sinn á Gerrard í spænskum fjölmiðlum síðustu daga. "Málið er mjög einfalt - Gerrard er ekki til sölu," sagði Benitez. Sport 20.4.2006 14:23 Deildarkeppninni lokið Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Sport 20.4.2006 12:53 Mikið eftir af þessu einvígi Arsene Wenger var sáttur við sigurinn á Villarreal í Meistaradeildinni í kvöld, en sagði sína menn hafa verið of stressaða til að ná að bæta við öðru marki í leiknum - það hefði verið óskastaða fyrir síðari leikinn á Spáni í næstu viku. Sport 19.4.2006 21:47 Minnesota tekur á móti Memphis Í nótt fer fram síðasta umferðin í deildarkeppninni í NBA deildinni. Leikur Minnesota Timberwolves og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland og hefst klukkan 12 á miðnætti. Í kvöld ræðst svo endanlega hver uppröðun liða verður í úrslitakeppninni, þar sem Memphis verður í eldlínunni en leikmenn Minnesota fara í sumarfrí eftir leik kvöldsins. Sport 19.4.2006 20:25 Ballack hefur samþykkt fjögurra ára samning við Chelsea Þýska stöðin ZDF heldur því fram í dag að hún hafi heimildir fyrir því að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Bayern Munchen sé þegar búinn að samþykkja fjögurra ára samning við Englandsmeistara Chelsea og segir að nú eigi aðeins eftir að skrifa undir samninginn. Forráðamenn Chelsea hafa ekki fengist til að tjá sig um málið frekar en umboðsmaður hins 29 ára gamla leikmanns. Sport 19.4.2006 21:29 Sigurinn gefur okkur von Steve Bruce hrósaði varamanni sínum Mikael Forssell í hástert eftir að framherjinn finnski skoraði sigurmark Birmingham gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. "Þetta mark sem hann skoraði gæti hafa verið mikilvægasta mark félagsins í langan tíma, en það á eftir að koma í ljós á næstu dögum. Fyrir viku óttaðist ég að við værum búnir að vera, en strákarnir hafa sýnt frábæra baráttu og nú erum við komnir í ágæta stöðu til að bjarga sæti okkar í úrvalsdeildinni," sagði Bruce. Sport 19.4.2006 21:20 United verður á toppnum á næstu árum Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segir að eftir tvö ár í skugga Chelsea og Arsenal, muni United aftur verða á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Sport 19.4.2006 20:13 Dirk Nowitzki tekur við verðlaunum í kvöld Þýski framherjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks var kjörinn besti leikmaður ársins 2005 af FIBA og mun hann taka við verðlaunum fyrir lokaleik Dallas Mavericks í deildarkeppninni í kvöld. Nowitzki bar þýska landsliðið á herðum sér í Evrópukeppni landsliða síðasta sumar og var vel að titlinum kominn. Hann þykir einnig koma sterklega til greina með að verða valinn verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni í ár. Sport 19.4.2006 21:05 Dýrmætur sigur Birmingham Lærisveinar Steve Bruce í Birmingham unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Blackburn 2-1 á heimavelli sínum St. Andrews í kvöld og halda þar með í vonina um að forðast fall í fyrstu deildina. Nicky Butt kom heimamönnum yfir í leiknum, en fyrrum leikmaður Birmingham Robbie Savage jafnaði metin fyrir gestina. Það var svo finnski framherjinn Mikael Forssell sem skoraði sigurmark Birmingham á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sport 19.4.2006 20:55 Arsenal lagði Villarreal Arsenal lagði Villarreal 1-0 í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Kolo Toure sem skoraði mark heimamanna á 41. mínútu í síðasta Evrópuleik Arsenal á Highbury. Það er því ljóst að allt getur gerst í síðari leiknum sem fram fer á Spáni í næstu viku. Sport 19.4.2006 20:41 Montgomery þjálfar Warriors áfram Chris Mullin, stjórnarformaður Golden State Warriors, hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Mike Montgomery muni stýra liðinu áfram á næsta tímabili þrátt fyrir lélegt gengi þess enn eitt árið í vetur. Golden State hefur ekki komist í úrslitakeppnina í 12 ár í röð og olli gríðarlegum vonbrigðum í ár. Montgomery kom inn í NBA deildina fyrir tveimur árum eftir árangursríkan feril í háskólaboltanum, en hefur gengið erfiðlega að aðlagast atvinnumennskunni. Sport 19.4.2006 19:52 Lemgo burstaði Göppingen Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lemgo burstaði Göppingen 32-23. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu 3 mörk hvor fyrir Lemgo, en Jaliesky Garcia Padron skoraði 7 mörk fyrir Göppingen. Kiel vann auðveldan útisigur á Lubbecke 40-31, þar sem Þórir Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir Lubbecke og var markahæstur sinna manna. Sport 19.4.2006 20:01 Jafnt í hálfleik hjá Birmingham og Blackburn Staðan í leik Birmingham og Blackburn er jöfn 0-0 á St. Andrews þegar flautað hefur veirð til leikhlés. Birmingham þarf nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeildinni. Sport 19.4.2006 19:41 Arsenal hefur forystu gegn Villarreal Arsenal hefur yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var varnarmaðurinn Kolo Toure sem skoraði markið á 41. mínútu. Leikurinn er fjörugur og skemmtilegur og hafa bæði lið fengið fjölda færa til að skora. Sport 19.4.2006 19:37 Toure kemur Arsenal yfir Varnarmaðurinn Kolo Toure hefur komið Arsenal yfir gegn Villareal á Highbury á 41. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning hjá Alexandr Hleb. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og hafa bæði lið fengið ágæt marktækifæri. Hann er sýndur beint á Sýn. Sport 19.4.2006 19:26 Alonso sigurviss á Imola Fernando Alonso segir að lið hans Renault hafi alla burði til að sigra á Imola-brautinni í San Marino um helgina. "Við erum liðið sem allir eru að keppa við sem fyrr og ég er viss um að við verðum í baráttunni um sigurinn í San Marion," sagði Alonso, sem hefur unnið tvær af þremur fyrstu keppnum ársins og hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Sport 19.4.2006 18:51 John Lyall látinn John Lyall, fyrrum stjóri West Ham og Ipswich lést eftir að hafa fengið hjartaáfall í gær, hann var 66 ára gamall. Lyall stýrði West Ham frá árinu 1974 til 1989 og tók við Ipswich árið eftir það. Hann gerði West Ham-liðið tvisvar að bikarmeisturum, árin 1975 og 1980 og kom Ipswich í úrvalsdeildina árið 1991-92. Sport 19.4.2006 18:38 Southgate og Viduka ekki með annað kvöld Varnarmaðurinn Gareth Southgate og Mark Viduka eru meiddir og verða ekki með liði sínum Middlesbrough í fyrri leik liðsins gegn Steua Búkarest í Rúmeníu annað kvöld. Þetta er fyrri leikur liðsins í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Viduka er meiddur á læri en Southgate er meiddur á ökkla. Sport 19.4.2006 18:28 Leikur Arsenal og Villareal að hefjast Nú styttist í að flautað verði til leiks á Highbury í leik Arsenal og Villareal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, en þetta er fyrri viðureign liðanna. Arsenal teflir fram sínu hefðbundna liði en Freddy Ljungberg kemur þó inn fyrir Jose Antonio Reyes sem er í leikbanni. Tvo fastamenn vantar í vörnina hjá spænska liðinu, markvörðurinn Mariano Barbosa kemur inn fyrir Sebastien Viera og Cesar Arco kemur inn fyrir Juan Manuel Pena. Leikurinn er í beinni á Sýn. Sport 19.4.2006 18:22 Birmingham mætir Blackburn Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Birmingham freistar þess að krækja í gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttunni. Blackburn er í baráttu um Evrópusæti og því er allt undir hjá lærisveinum Mark Hughes sömuleiðis. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að aldrei komi til greina að segja af sér þó liðið falli niður í fyrstu deild. Sport 19.4.2006 18:11 Upson framlengir við Birmingham Matthew Upson hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Birmingham til ársins 2008. Varnarmaðurinn knái er meiddur sem stendur og verður frá í sex mánuði, en samningur hans átti að renna út nú í sumar. Upson hefur átt í miklum vandræðum með meiðsli í allan vetur, en stjóri hans Steve Bruce hefur miklar mætur á honum og er ánægður með að vera búinn að tryggja sér þjónustu varnarmannsins áfram. Sport 19.4.2006 17:31 Real hefur augastað á Steven Gerrard Benito Floro, yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, hefur gefið út að Steven Gerrard fyrirliði Liverpool sé einn þeirra leikmanna sem félagið ætli sér að reyna að kaupa í sumar. Gerrard skrifaði sem kunnugt er undir nýjan samning við Liverpool síðasta sumar, en nú hefur Floro gefið það út að hann og brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter séu þeir leikmenn sem efstir séu á óskalista spænska félagsins. Sport 19.4.2006 17:21 Tímabilinu lokið hjá Hermanni Hermann Hreiðarsson hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir að gefa Luis Boa Morte hjá Fulham olnbogaskot í leik Charlton og Fulham á dögunum. Hermann ákvað að áfrýja ekki dómi sambandsins og missir því af síðustu þremur leikjum sinna manna í deildinni. Sport 19.4.2006 17:15 Skammarleg framkoma Webber og Iverson Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Sport 19.4.2006 04:08 Arenas og Redd skoruðu báðir 43 stig Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Sport 19.4.2006 04:26 Stuðningsmenn vilja skammarkrók í enska boltann Fréttavefur BBC greindi í kvöld frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var meðal stuðningsmanna knattspyrnuliða á Englandi, en þar kom fram að meira en helmingur þeirra 43.000 manns sem spurðir voru, vilja að leikmönnum sem gerast sekir um grófar tæklingar verði refsað með því að vera settir í skammarkrók eins og tíðkast í ruðningi þar í landi - ekki ósvipað fyrirbæri og tveggja mínútna brottvísanir í handbolta. Sport 18.4.2006 21:09 Allt undir hjá Washington og Milwaukee Það verður allt í járnum í kvöld þegar Washington Wizards og Milwaukee Bucks mætast í NBA deildinni, en leikurinn verður í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland. Fjögur lið eru enn að kljást um uppröðun í síðustu fjögur sætin inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni og eru nánast jöfn í einum hnapp, en auk þessara liða eru Indiana og Chicago með nánast sömu stöðu og vilja t.d. öll forðast það í lengstu lög að mæta Detroit Pistons í fyrstu umferðinni. Sport 18.4.2006 21:36 « ‹ 181 182 183 184 185 186 187 188 189 … 264 ›
Úrslitakeppnin hefst á laugardagskvöld Úrslitakeppnin í NBA deildinni í körfubolta hefst á laugardagskvöldið og hægt verður að fylgjast náið með gangi mála í beinum útsendingum á Sýn og NBA TV á Digital Ísland. Þegar hefur verið staðfest að fyrsti leikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á sunnudagskvöldið um klukkan tíu. Hér fyrir neðan gefur að líta yfirlit yfir hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Sport 20.4.2006 14:53
Samningar eru ekki í höfn Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segir að fréttir ZDF í gær þess efnis að hann sé búinn að samþykkja samningstilboð frá Chelsea séu þvættingur. Umboðsmaður hans tekur í sama streng og neitar alfarið að búið sé að skrifa undir eitt eða neitt - en segir þó að samingaviðræður gangi vel og reiknar með að allt verði í höfn fyrir HM í sumar eins og fyrirhugað var. Sport 20.4.2006 14:32
Pires staðfestir samningstilboð frá Villarreal Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur nú staðfest að andstæðingar Arsenal í Meistaradeildinni, spænska liðið Villarreal, hafi boðið honum tveggja ára samning. Pires er með lausan samning í sumar og verður þá frjálst að skipta um félag, en hann vill samt helst vera áfram í herbúðum Arsenal. Þar á bæ vilja menn hinsvegar aðeins bjóða honum eins árs samning - en Pires sækist eftir tveggja ára samningi. Sport 20.4.2006 14:28
Gerrard fer ekki til Real Madrid Rafa Benitez segir að ekkert sé til í þeim fregnum að Steven Gerrard muni ganga til liðs við spænska stórliðið Real Madrid í sumar og segir fyrirliðann alls ekki til sölu. Forráðamenn Real hafa ekki farið leynt með áhuga sinn á Gerrard í spænskum fjölmiðlum síðustu daga. "Málið er mjög einfalt - Gerrard er ekki til sölu," sagði Benitez. Sport 20.4.2006 14:23
Deildarkeppninni lokið Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Sport 20.4.2006 12:53
Mikið eftir af þessu einvígi Arsene Wenger var sáttur við sigurinn á Villarreal í Meistaradeildinni í kvöld, en sagði sína menn hafa verið of stressaða til að ná að bæta við öðru marki í leiknum - það hefði verið óskastaða fyrir síðari leikinn á Spáni í næstu viku. Sport 19.4.2006 21:47
Minnesota tekur á móti Memphis Í nótt fer fram síðasta umferðin í deildarkeppninni í NBA deildinni. Leikur Minnesota Timberwolves og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland og hefst klukkan 12 á miðnætti. Í kvöld ræðst svo endanlega hver uppröðun liða verður í úrslitakeppninni, þar sem Memphis verður í eldlínunni en leikmenn Minnesota fara í sumarfrí eftir leik kvöldsins. Sport 19.4.2006 20:25
Ballack hefur samþykkt fjögurra ára samning við Chelsea Þýska stöðin ZDF heldur því fram í dag að hún hafi heimildir fyrir því að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Bayern Munchen sé þegar búinn að samþykkja fjögurra ára samning við Englandsmeistara Chelsea og segir að nú eigi aðeins eftir að skrifa undir samninginn. Forráðamenn Chelsea hafa ekki fengist til að tjá sig um málið frekar en umboðsmaður hins 29 ára gamla leikmanns. Sport 19.4.2006 21:29
Sigurinn gefur okkur von Steve Bruce hrósaði varamanni sínum Mikael Forssell í hástert eftir að framherjinn finnski skoraði sigurmark Birmingham gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. "Þetta mark sem hann skoraði gæti hafa verið mikilvægasta mark félagsins í langan tíma, en það á eftir að koma í ljós á næstu dögum. Fyrir viku óttaðist ég að við værum búnir að vera, en strákarnir hafa sýnt frábæra baráttu og nú erum við komnir í ágæta stöðu til að bjarga sæti okkar í úrvalsdeildinni," sagði Bruce. Sport 19.4.2006 21:20
United verður á toppnum á næstu árum Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segir að eftir tvö ár í skugga Chelsea og Arsenal, muni United aftur verða á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Sport 19.4.2006 20:13
Dirk Nowitzki tekur við verðlaunum í kvöld Þýski framherjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks var kjörinn besti leikmaður ársins 2005 af FIBA og mun hann taka við verðlaunum fyrir lokaleik Dallas Mavericks í deildarkeppninni í kvöld. Nowitzki bar þýska landsliðið á herðum sér í Evrópukeppni landsliða síðasta sumar og var vel að titlinum kominn. Hann þykir einnig koma sterklega til greina með að verða valinn verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni í ár. Sport 19.4.2006 21:05
Dýrmætur sigur Birmingham Lærisveinar Steve Bruce í Birmingham unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Blackburn 2-1 á heimavelli sínum St. Andrews í kvöld og halda þar með í vonina um að forðast fall í fyrstu deildina. Nicky Butt kom heimamönnum yfir í leiknum, en fyrrum leikmaður Birmingham Robbie Savage jafnaði metin fyrir gestina. Það var svo finnski framherjinn Mikael Forssell sem skoraði sigurmark Birmingham á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sport 19.4.2006 20:55
Arsenal lagði Villarreal Arsenal lagði Villarreal 1-0 í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Kolo Toure sem skoraði mark heimamanna á 41. mínútu í síðasta Evrópuleik Arsenal á Highbury. Það er því ljóst að allt getur gerst í síðari leiknum sem fram fer á Spáni í næstu viku. Sport 19.4.2006 20:41
Montgomery þjálfar Warriors áfram Chris Mullin, stjórnarformaður Golden State Warriors, hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Mike Montgomery muni stýra liðinu áfram á næsta tímabili þrátt fyrir lélegt gengi þess enn eitt árið í vetur. Golden State hefur ekki komist í úrslitakeppnina í 12 ár í röð og olli gríðarlegum vonbrigðum í ár. Montgomery kom inn í NBA deildina fyrir tveimur árum eftir árangursríkan feril í háskólaboltanum, en hefur gengið erfiðlega að aðlagast atvinnumennskunni. Sport 19.4.2006 19:52
Lemgo burstaði Göppingen Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lemgo burstaði Göppingen 32-23. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu 3 mörk hvor fyrir Lemgo, en Jaliesky Garcia Padron skoraði 7 mörk fyrir Göppingen. Kiel vann auðveldan útisigur á Lubbecke 40-31, þar sem Þórir Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir Lubbecke og var markahæstur sinna manna. Sport 19.4.2006 20:01
Jafnt í hálfleik hjá Birmingham og Blackburn Staðan í leik Birmingham og Blackburn er jöfn 0-0 á St. Andrews þegar flautað hefur veirð til leikhlés. Birmingham þarf nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeildinni. Sport 19.4.2006 19:41
Arsenal hefur forystu gegn Villarreal Arsenal hefur yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var varnarmaðurinn Kolo Toure sem skoraði markið á 41. mínútu. Leikurinn er fjörugur og skemmtilegur og hafa bæði lið fengið fjölda færa til að skora. Sport 19.4.2006 19:37
Toure kemur Arsenal yfir Varnarmaðurinn Kolo Toure hefur komið Arsenal yfir gegn Villareal á Highbury á 41. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning hjá Alexandr Hleb. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og hafa bæði lið fengið ágæt marktækifæri. Hann er sýndur beint á Sýn. Sport 19.4.2006 19:26
Alonso sigurviss á Imola Fernando Alonso segir að lið hans Renault hafi alla burði til að sigra á Imola-brautinni í San Marino um helgina. "Við erum liðið sem allir eru að keppa við sem fyrr og ég er viss um að við verðum í baráttunni um sigurinn í San Marion," sagði Alonso, sem hefur unnið tvær af þremur fyrstu keppnum ársins og hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Sport 19.4.2006 18:51
John Lyall látinn John Lyall, fyrrum stjóri West Ham og Ipswich lést eftir að hafa fengið hjartaáfall í gær, hann var 66 ára gamall. Lyall stýrði West Ham frá árinu 1974 til 1989 og tók við Ipswich árið eftir það. Hann gerði West Ham-liðið tvisvar að bikarmeisturum, árin 1975 og 1980 og kom Ipswich í úrvalsdeildina árið 1991-92. Sport 19.4.2006 18:38
Southgate og Viduka ekki með annað kvöld Varnarmaðurinn Gareth Southgate og Mark Viduka eru meiddir og verða ekki með liði sínum Middlesbrough í fyrri leik liðsins gegn Steua Búkarest í Rúmeníu annað kvöld. Þetta er fyrri leikur liðsins í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Viduka er meiddur á læri en Southgate er meiddur á ökkla. Sport 19.4.2006 18:28
Leikur Arsenal og Villareal að hefjast Nú styttist í að flautað verði til leiks á Highbury í leik Arsenal og Villareal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, en þetta er fyrri viðureign liðanna. Arsenal teflir fram sínu hefðbundna liði en Freddy Ljungberg kemur þó inn fyrir Jose Antonio Reyes sem er í leikbanni. Tvo fastamenn vantar í vörnina hjá spænska liðinu, markvörðurinn Mariano Barbosa kemur inn fyrir Sebastien Viera og Cesar Arco kemur inn fyrir Juan Manuel Pena. Leikurinn er í beinni á Sýn. Sport 19.4.2006 18:22
Birmingham mætir Blackburn Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Birmingham freistar þess að krækja í gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttunni. Blackburn er í baráttu um Evrópusæti og því er allt undir hjá lærisveinum Mark Hughes sömuleiðis. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að aldrei komi til greina að segja af sér þó liðið falli niður í fyrstu deild. Sport 19.4.2006 18:11
Upson framlengir við Birmingham Matthew Upson hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Birmingham til ársins 2008. Varnarmaðurinn knái er meiddur sem stendur og verður frá í sex mánuði, en samningur hans átti að renna út nú í sumar. Upson hefur átt í miklum vandræðum með meiðsli í allan vetur, en stjóri hans Steve Bruce hefur miklar mætur á honum og er ánægður með að vera búinn að tryggja sér þjónustu varnarmannsins áfram. Sport 19.4.2006 17:31
Real hefur augastað á Steven Gerrard Benito Floro, yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, hefur gefið út að Steven Gerrard fyrirliði Liverpool sé einn þeirra leikmanna sem félagið ætli sér að reyna að kaupa í sumar. Gerrard skrifaði sem kunnugt er undir nýjan samning við Liverpool síðasta sumar, en nú hefur Floro gefið það út að hann og brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter séu þeir leikmenn sem efstir séu á óskalista spænska félagsins. Sport 19.4.2006 17:21
Tímabilinu lokið hjá Hermanni Hermann Hreiðarsson hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir að gefa Luis Boa Morte hjá Fulham olnbogaskot í leik Charlton og Fulham á dögunum. Hermann ákvað að áfrýja ekki dómi sambandsins og missir því af síðustu þremur leikjum sinna manna í deildinni. Sport 19.4.2006 17:15
Skammarleg framkoma Webber og Iverson Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Sport 19.4.2006 04:08
Arenas og Redd skoruðu báðir 43 stig Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Sport 19.4.2006 04:26
Stuðningsmenn vilja skammarkrók í enska boltann Fréttavefur BBC greindi í kvöld frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var meðal stuðningsmanna knattspyrnuliða á Englandi, en þar kom fram að meira en helmingur þeirra 43.000 manns sem spurðir voru, vilja að leikmönnum sem gerast sekir um grófar tæklingar verði refsað með því að vera settir í skammarkrók eins og tíðkast í ruðningi þar í landi - ekki ósvipað fyrirbæri og tveggja mínútna brottvísanir í handbolta. Sport 18.4.2006 21:09
Allt undir hjá Washington og Milwaukee Það verður allt í járnum í kvöld þegar Washington Wizards og Milwaukee Bucks mætast í NBA deildinni, en leikurinn verður í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland. Fjögur lið eru enn að kljást um uppröðun í síðustu fjögur sætin inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni og eru nánast jöfn í einum hnapp, en auk þessara liða eru Indiana og Chicago með nánast sömu stöðu og vilja t.d. öll forðast það í lengstu lög að mæta Detroit Pistons í fyrstu umferðinni. Sport 18.4.2006 21:36