Erlendar

Fréttamynd

De la Hoya lagði Mayorga

Oscar de la Hoya vann í gærkvöldi heimsmeistaratitil WBC sambandsins í léttmmillivigt þegar hann sigraði Ricardo Mayorga í hnefaleikabardaga í Las Vegas. Bardaginn var stöðvaður þegar 30 sekúndur voru búnar af 6.lotu.

Sport
Fréttamynd

Leikur West Ham og Tottenham fer fram í dag

Leikur West Ham og Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verður háður á fyrirhuguðum tíma eða kl. 14 í dag þrátt fyrir að sjö af leikmönnum Tottenham séu með matareitrun. Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en mikill vafi lék á því nú í hádeginu að leikurinn gæti farið fram.

Sport
Fréttamynd

Phoenix sló út Lakers

Phoenix Suns tryggði sér í nótt, gegn öllum líkum, farseðilinn í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta þegar liðið vann stórsigur á L.A. Lakers, 121-90. Þetta var sjöundi leikurinn í rimmu liðanna sem endaði 4-3 fyrir Suns sem vann þrjá síðustu leikina og varð aðeins áttunda liðið í sögu NBA til þess að komast áfram eftir að hafa lent 1-3 undir.

Sport
Fréttamynd

Sjö leikmenn Tottenham með matareitrun

Flest bendir til þess að leik West Ham og Tottenham sem fram á að fara í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag verði frestað en sjö af leikmönnum Tottenham eru taldir vera með matareitrun. Beðið er nánari frétta af framvindu mála í herbúðum Tottenham sem ætti að liggja fyrir innan skamms en fulltrúar frá úrvalsdeildinni eru væntanlegir á hótelið þar sem liðið dvelur.

Sport
Fréttamynd

Enn eitt tímabil vonbrigða hjá Man Utd

Sóknarmaðurinn Ruud van Nistelrooy segir í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United í dag að þetta tímabil hafi verið enn ein vonbrigðin fyrir félagið. Þrátt fyrir að liðið hafi landað deildarbikarnum í ár segir Ruud að annað sætið í deildinni muni ekki einu sinni ná að breiða yfir það sem hann kallar óásættanlegan árangur.

Sport
Fréttamynd

Mourinho í Brasilíu

Heimsókn Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea niður til Brasilíu á fimmtudag hefur valdið heilmiklu fjaðrafoki í knattspyrnuheiminum. Mourinho var viðstaddur stórleik brasilíska liðsins Corinthians og argentínska stórliðsins River Plate í suður-ameríkubikarnum. Altalað er um að hann hafi verið að fylgjast með eftirsóttasta sóknarmanni álfunnar, hinum argentínska Carlos Tevez sem leikur með Corinthians.

Sport
Fréttamynd

Notts County hársbreidd frá falli í utandeildina

Guðjón Þórðarson var aðeins hársbreidd frá því að falla niður í ensku utandeildina í knattspyrnu með lið sitt Notts County í dag en lokaumferð deildarinnar var leikin í dag. Liðið bjargaði sér frá falli úr 2. deild með því að gera 2-2 jafntefli við Bury sem náði 2-0 forystu í leiknum. Þess í stað féll Stockford úr deildinni með jafnmörg stig og Notts County sem hefur betri markatölu.

Sport
Fréttamynd

Ísland lagði Hvít-Rússa í Minsk

Ísland lagði Hvít-Rússa, 1-2 í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna nú rétt í þessu en leikurinn fór fram í Minsk. Ísland komst yfir á 27. mínútu með marki Katrínar Jónsdóttur eftir hornspyrnu og Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi. Heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar.

Sport
Fréttamynd

Bayern Munchen þýskur meistari

Jafntefli gegn Kaiserslautern dugði Bayern Munchen til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í knattspyrnu í dag. Helstu keppinautarnir, Hamburg SV töpuðu 4-2 á útivelli á sama tíma gegn Hertha Berlin og eru 6 stigum á eftir Bayern þegar ein umferð er eftir. Þetta er 20. meistaratitill Bayern Munchen.

Sport
Fréttamynd

Anderlecht belgískur meistari

Anderlecht tryggði sér í gærkvöldi belgíska meistaratitilinn í knattspyrnu í 28. sinn í sögu félagsins þegar liðið vann 3-0 sigur á Zulte Waregem. Standard Liege sem varð í 2. sæti missteig sig í titilbaráttunni á sama tíma með því að tapa heimaleik gegn Ghent, 0-2.

Sport
Fréttamynd

Þrjú mörk komin í Minsk

Staðan í leik Íslands og Hvít-Rússa er orðin 1-2 fyrir Ísland í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Minsk. Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi en heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Síðari hálfleikur er nýhafinn. Fyrra mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu íslenska liðsins og hefurKatrín Jónsdóttir verið skráð fyrir því marki.

Sport
Fréttamynd

Ísland komið yfir gegn Hvít-Rússum

Íslenska kvennalandsliðið hefur náð forystu gegn Hvít-Rússum, 0-1 í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn sem hófst kl. 14 fer fram í Minsk. Mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu en ekki hefur fengist staðfest hvort um sjálfsmark var að ræða eða hver fær markið skráð á sig.

Sport
Fréttamynd

Stoke selt

Í gær samþykktu íslensku fjárfestarnir í enska knattspyrnuliðinu Stoke City að selja félagið breska kaupsýslumanninum Peter Coates. Peter Coates var hæstráðandi hjá Stoke á árunum 1985-1999 þegar hópur íslenskra fjárfesta keypti hluti hans í félaginu. Eftir kaupin hélt Coates sæti sínu í stjórninni.

Sport
Fréttamynd

Watford rassskellti Crystal Palace

Vonir Crystal Palace um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nánast hurfu í dag þegar liðið steinlá á heimavelli fyrir Watford, 3-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitaumspili 1. deildar. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Watford eftir helgi og mun sigurvegarinn úr þessari rimmu mæta annað hvort Leeds eða Preston í úrslitaleik um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

San Antonio og Cleveland áfram

San Antonio Spurs og Cleveland komust í gærkvöldi í aðra umferð úrslitakeppninnar í NBA körfuboltanum. Oddaleikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers verður sýndur á Sýn extra klukkan eitt í nótt.

Sport
Fréttamynd

Slagsmál í suður-ameríska boltanum

Slagsmál brutust út þegar brasilíska liðið Corrinthians mætti River Plate frá Argentínu í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Copa Libertadores keppninnar í gær. Að minnsta kosti sex manns meiddust, þar af tveir alvarlega.

Sport
Fréttamynd

Fjórir kylfingar efstir og jafnir

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta hring á Wachovia-mótinu í golfi. Þetta eru Suður-Afríkumennirnir Trevor Immelman og Rory Sabbatini og Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Bill Haas. Allir fóru hringinn á 68 höggum, eða fjórum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Maradona tók fram skóna

Diego Armando Maradona, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, lék knattspyrnuleik í Perú í gær en lið hans lék gegn úrvalsliði heimamanna. Maradona spilaði 75 mínútur í leiknum og skoraði eitt mark af vítapunktinum.

Sport
Fréttamynd

Real vann Racing Santander

Real Madrid vann Racing Santander 3-2 og komst upp í annað sæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnunar í gær. Roberto Carlos skoraði fyrsta mark Real úr vítaspyrnu en Soldado og Robinho skoruðu hin tvö. Real hefur nú eins stigs forskot á Valencia í baráttu liðanna um annað sætið í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Phoenix og LA Lakers í oddaleik

Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Shaq er áttunda undur veraldar

Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum.

Sport
Fréttamynd

New Jersey mætir Detroit

New Jersey Nets er komið í aðra umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni eftir 96-90 baráttusigur á meiðslum hrjáðu liði Indiana Pacers í sjötta leik liðanna í nótt og vann því einvígið 4-2. New Jersey mætir Miami í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Arsenal

Arsenal vann auðveldan 3-1 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og setti með því mikla pressu á granna sína í Tottenham fyrir lokaumferðina í deildinni, en liðin berjast um fjórða sætið sem gefur sæti í meistaradeildinni. Jose Antonio Reyes skoraði tvö mörk á sex mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik og tryggði Arsenal 7. sigurinn á City í röð.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Silkeborg

Íslendingaliðið Silkeborg tapaði í kvöld 1-0 fyrir AaB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson spiluðu báðir allar 90 mínútunar í liði Silkeborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik í Manchester

Staðan í hálfleik hjá Manchester City og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni er 1-1. Freddy Ljungberg kom gestunum yfir á 30. mínútu leiksins, en David Sommeil jafnaði fyrir City nokkrum mínútum síðar. Þá hefur Sunderland yfir 1-0 gegn Fulham í hálfleik, þar sem Anthony Le Tallec skoraði mark heimamanna á 32. mínútu. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham.

Sport
Fréttamynd

Roader fær ekki að taka við Newcastle

Enska knattspyrnusambandið hafnaði í dag beiðni Newcastle um undanþágu til að gera Glenn Roader að framtíðar knattspyrnustjóra félagsins, en Roader hefur sem kunnugt er ekki tilskilin leyfi til að stýra liði í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Sáttur við eftirmann sinn

Sven-Göran Eriksson er mjög ánægður með að núverandi aðstoðarmaður hans Steve McClaren verði sá sem tekur við af honum hjá enska landsliðinu eftir HM í sumar. Hann segir að ekki hafi komið til greina að hafa eftirmann sinn með á HM nema arftakinn væri innanbúðarmaður eins og McClaren.

Sport
Fréttamynd

Lakers - Suns í beinni

Sjötti leikur Los Angeles Lakers og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í Digital Ísland klukkan 2:30 í nótt. Lakers getur komist áfram í aðra umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar með sigri og hefur yfir 3-2 í einvíginu. Phoenix-liðið verður án síns besta varnarmanns í leiknum í kvöld eftir að Raja Bell fékk eins leiks bann fyrir gróft brot á Kobe Bryant í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

McClaren var alltaf fyrsti kostur

Brian Barwick segir að Steve McClaren hafi alltaf verið fyrsti kostur í landsliðsþjálfarastöðuna og þrætir fyrir að Luiz Scolari hafi verið boðin staðan á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Ánægður með ráðningu McClaren

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var mjög ánægður þegar hann frétti að búið væri að ráða fyrrum lærling hans hjá United í stöðu landsliðsþjálfara Englendinga. Steve McClaren var aðstoðarmaður Ferguson hjá Manchester United í nokkur ár og kom til félagsins á miðju tímabili árið 1999 þegar United vann þrennuna frægu það árið.

Sport