Erlendar

Fréttamynd

Nýr stjóri tilkynntur hjá Charlton eftir helgi

Forráðamenn úrvalsdeildarliðs Charlton ætla að tilkynna nýjan knattspyrnustjóra og þjálfarateymi hans þann 30. maí næstkomandi. Fjöldi stjóra hafa nú mætt í viðtal til félagsins og eins og staðan er í dag þykir líklegast að Ian Dowie, fyrrum stjóri Crystal Palace, verði næsti stjóri Lundúnaliðsins.

Sport
Fréttamynd

Morientes ekki orðinn leikmaður Valencia

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia tók það fram í dag að þó félagið hefði náð samkomulagi við Liverpool um kaup á spænska framherjanum Fernando Morientes, sé hann ekki orðinn leikmaður Valencia ennþá, því enn sé nokkuð í land með að semja um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan.

Sport
Fréttamynd

Mido fer frá Tottenham

Tottenham hefur ákveðið að festa ekki kaup á framherjanum Mido sem verið hefur í láni hjá félaginu frá Roma í rúmt ár. Mido byrjaði vel hjá Tottenham og var orðinn algjör lykilmaður í liðinu áður en hann lenti í erfiðum meiðslum í lok leiktíðar.

Sport
Fréttamynd

Staðfestir brottför sína frá Milan

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko staðfesti í dag að hann færi frá liði AC Milan á Ítalíu af fjölskylduástæðum sem hann hafði greint frá fyrir nokkru og mun hann því væntanlega fara á fullu í viðræður við Englandsmeistara Chelsea á næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

Kveður Arsenal með söknuði

Franski miðjumaðurinn Robert Pires, sem leikið hefur með Arsenal síðustu ár en hefur nú gengið til liðs við spænska liðið Villarreal, segist eiga eftir að sakna andrúmsloftsins hjá Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Richard Dunne semur við City

Miðvörðurinn Richard Dunne hefur gert nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City. Dunne gekk til liðs við félagið árið 2000 og hefur verið lykilmaður þess allar götur síðan. Hann er 27 ára gamall og er í írska landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Alonso reiknar með óvæntum úrslitum

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault reiknar fastlega með því að óvænt nöfn gætu orðið á meðal efstu manna í Mónakókappakstrinum um helgina.

Sport
Fréttamynd

Stojakovic ekki með Serbum á HM

Stórskyttan Peja Stojakovic hjá Indiana Pacers verður ekki í landsliðshópi Serba á HM í körfubolta í sumar. Þetta staðfesti landsliðsþjálfarinn Dragan Sakota við ESPN sjónvarpsstöðina í gær. Þjálfarinn segist ætla að tefla fram yngri landsliðsmönnum í sumar til að veita þeim aukna reynslu, en bendir á að allir sterkustu leikmenn liðsins verði kallaðir inn í hópinn fyrir EM árið 2007.

Sport
Fréttamynd

Lennon fór á kostum

Vængmaðurinn ungi Aaron Lennon frá Tottenham þótti vera eini leikmaðurinn sem stóð sig virkilega vel í leik B-liðs Englendinga og Hvít-Rússa í gær. Lennon segist sjálfur vera tilbúinn ef hann honum verði gefið tækifæri á HM í sumar og félagar hans Michael Carrick og Jermaine Jenas hjá Tottenham eru sammála.

Sport
Fréttamynd

Dickov kominn aftur heim

Skoski framherjinn Paul Dickov hefur gert tveggja ára samning við gamla félagið sitt Manchester City eftir að hann var látinn fara frá Blackburn á dögunum. "Ég er í skýjunum yfir að vera kominn aftur í City og ég veit að menn segja alltaf svona hluti þegar þeir ganga til liðs við nýtt félag, en ég er í raun stuðningsmaður City og börnin mín líka, svo að þetta er sannkallaður draumur fyrir mig," sagði Dickov.

Sport
Fréttamynd

Rooney missir af riðlakeppninni á HM

Eftir myndatöku í dag kom í ljós að framherjinn Wayne Rooney verður örugglega ekki með enska landsliðinu í riðlakeppninni á HM sem hefst 9. júní, en hann mun fara í aðra læknisskoðun þann 14. júní til að ganga endanlega úr skugga um hvort hann getur komið við sögu í síðustu leikjum liðsins í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Detroit jafnaði gegn Miami

Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna.

Sport
Fréttamynd

Samningur Brown framlengdur hjá Cleveland

Forráðamenn Cleveland Cavaliers hafa ákveðið að Mike Brown verði áfram aðalþjálfari liðsins eftir að hann leiddi það til 50 sigra í deildarkeppninni og alla leið í oddaleik gegn Detroit Pistons í undanúrslitum Austurdeildarinnar á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Chimbonda segist vera á leið til Tottenham

Bakvörðurinn knái hjá Wigan, Pascal Chimbonda, segist viss um að hann muni ganga í raðir Tottenham í næstu viku. Wigan hefur þegar neitað þriggja milljón punda tilboði frá Tottenham í kappann og vill félagið fá meira en helmingi hærri upphæð fyrir hann.

Sport
Fréttamynd

Englendingar töpuðu fyrir Hvít-Rússum

B-lið Englands gerði lítið til að hrífa landsliðsþjálfara sinn Sven-Göran Eriksson í dag þegar það tapaði 2-1 fyrir Hvít-Rússum í æfingaleik sem haldinn var í Reading. Rangstöðufnykur var af marki enska liðsins, sem var arfaslakt í leiknum og missti þar að auki markvörðinn Robert Green í meiðsli sem þýða að hann missir af HM.

Sport
Fréttamynd

Fleiri forföll í enska landsliðshópnum

Það hefur heldur betur dregið til tíðinda í æfingalandsleik Englendinga og Hvít-Rússa sem fram fer í Reading í kvöld. Markvörðurinn Robert Green meiddist illa þegar hann tók útspark og Hvít-Rússarnir jöfnuðu metin í 1-1 í kjölfarið. Strax hefur fengist staðfest að Green getur ekki farið með Englendingum til Þýskalands og mun því Scott Carson taka stöðu hans í hópnum.

Sport
Fréttamynd

B-lið Englands yfir gegn Hvít-Rússum

Varalið Englendinga leikur æfingaleik við Hvít-Rússa í kvöld og hefur yfir 1-0 í hálfleik. Enska liðið getur þakkað fyrir að vera með forystu í leiknum eftir að rússneska liðið átti stangarskot undir lok hálfleiksins. Það var Jermaine Jenas sem kom enska liðinu yfir á 35. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla Michael Owen í þverslánna, en endursýning í sjónvarpi sýndi reyndar að Owen var rangstæður þegar hann skallaði knöttinn.

Sport
Fréttamynd

Bolton hækkar tilboð sitt í Johnson

Bolton gerði í dag 8,5 milljón punda tilboð í framherjann Andy Johnson hjá Crystal Palace og jafnaði þar með tilboð Wigan frá því fyrir skömmu. Bæði tilboð hafa verið samþykkt af hálfu Palace og nú er það Johnson sem velur til hvors liðsins hann vill fara í sumar.

Sport
Fréttamynd

Bell missir af næsta leik með Phoenix

Skotbakvörðurinn Raja Bell hjá Phoenix Suns verður ekki með liðinu í öðrum leik úrslitaeinvígisins við Dallas Mavericks eftir að hafa tognað illa í leik liðanna í nótt. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í byrjun leiksins og kom ekki meira við sögu eftir það, en um helmingslíkur eru taldar á að hann verði með í næsta leik.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Þórðarson hættur hjá Notts County

Guðjón Þórðarson er hættur störfum hjá enska liðinu Notts County. Guðjón staðfesti þetta í samtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum NFS nú rétt eftir klukkan 18. Guðjón sagðist nokkrar mismunandi ástæður að baki ákvörðun sinni, en vildi ekki ræða þær nánar. Guðjón segist fjarri því að vera hættur að þjálfa og er nú á heimleið, þar sem hann mun fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni.

Sport
Fréttamynd

Morientes til Valencia

Spænski framherjinn Fernando Morientes hjá Liverpool gekk í dag í raðir Valencia í heimalandi sínu, en kaupverðið hefur ekki fengist uppgefið. Morientes náði sér aldrei á strik hjá enska liðinu á því ári sem hann var í herbúðum þess og skoraði aðeins 12 mörk í þeim 60 leikjum sem hann spilaði.

Sport
Fréttamynd

Larsson sagði nei við Celtic

Stjórnarformaður Glasgow Celtic segist hafa reynt að lokka sænska framherjann Henrik Larsson aftur til skoska liðsins á dögunum, en Larsson sagði þvert nei. Hann var ítrekað beðinn að framlengja dvöl sína hjá Evrópumeisturunum, en er harðákveðinn í að snúa aftur heim til Svíþjóðar og spila með gamla liðinu sínu Helsingborg.

Sport
Fréttamynd

Redknapp semur við Portsmouth

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp skrifaði í dag undir þriggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið Portsmouth, en eldri samningur hans við félagið rann út í lok síðustu leiktíðar. Redknapp þótti standa sig vel eftir að hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum og undir hans stjórn slapp liðið við fall í 1. deildina með ótrúlegum hætti.

Sport
Fréttamynd

Pires semur við Villarreal

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur gert tveggja ára samning við spænska liðið Villarreal. Pires hefur verið hjá Arsenal í sex ár, en hann var með lausa samninga í sumar og komst ekki að samkomulagi við forráðamenn Arsenal um nýjan samning.

Sport
Fréttamynd

Diaw tryggði Phoenix sigurinn í Dallas

Franski framherjinn Boris Diaw átti sinn besta ferlinum í nótt þegar Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og lagði Dallas Mavericks 121-118 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin.

Sport
Fréttamynd

Skýr skilaboð hjá eiganda Cleveland

Dan Gilbert, eigandi NBA-liðs Cleveland Cavaliers, hefur sent stuðningsmönnum liðsins skýr skilaboð fyrir framtíðina. Í gær keypti hann auglýsingar fyrir um 25.000 dollara í stærstu blöðunum í Ohio-fylki, þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir árið og lét í það skína að nýr samningur við ofurstjörnuna LeBron James væri efst á forgangslista félagsins.

Sport
Fréttamynd

Keane gæti spilað á næstu leiktíð

Michael Kennedy, umboðsmaður miðjumannsins Roy Keane hjá Glasgow Celtic, segir ekki loku fyrir það skotið að leikmaðurinn spili með liðinu á næstu leiktíð. Keane fer til sérfræðings þegar hann kemur heim úr sumarleyfi sínu á næstu vikum og þá verður líklega tekin ákvörðun um framhaldið. Talið er að það muni freista Keane að spila með liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en hann á sem kunnugt er eitt ár eftir af samningi sínum við meistarana.

Sport
Fréttamynd

Verðum að ræða við konuna hans Shevchenko

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko tilkynnir forráðamönnum AC Milan á morgun hvort hann ætli sér að framlengja samning sinn við félagið eða ganga til liðs við Englandsmeistara Chelsea. Félagi hann Gennaro Gattuso ætlar að gera sitt til að reyna að sannfæra framherjann sterka um að vera áfram í Mílanó.

Sport
Fréttamynd

Stubbs framlengir

Miðvörðurinn Alan Stubbs hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Everton um eitt ár, eða út árið 2007. Hann á að baki yfir 150 leiki með Everton og er 34 ára gamall. Stubbs hefur einnig leikið með Celtic í Skotlandi og Sunderland á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Sommeil til Sheffield United

Franski varnarmaðurinn David Sommeil sem látinn var fara frá Manchester City á dögunum, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við nýliða Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Sommeil sagði við undirritun samningsins að það hefði alltaf verið draumur hans að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni, sem hann segir þá sterkustu í Evrópu.

Sport