Erlendar Mourinho hefur áhuga á Hilario Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist hafa áhuga á að fá portúgalska markvörðinn Hilario til Englands sem varamann Petr Cech. Hilario er þrítugur og hefur áður spilað undir stjórn Mourinho þegar hann stýrði liði Porto á árum áður. Sport 31.5.2006 14:08 Chelsea við það að landa Shevchenko Englandsmeistarar Chelsea hafa nú fengið formlegt leyfi frá AC Milan til að ræða við úkraínska framherjann Andriy Shevchenko og talið er að hann gæti jafnvel farið í læknisskoðun hjá félaginu í dag. Talið er að kaupverðið verði um 34 milljónir punda. Sport 31.5.2006 13:07 Phoenix jafnaði Phoenix Suns hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitaeinvíginu í Vesturdeildinni og í nótt burstaði liðið Dallas Mavericks 106-86 á heimavelli sínum og jafnaði metin í 2-2 í seríunni. Raja Bell var óvænt í byrjunarliði Phoenix í nótt, en hann er meiddur á fæti. Sport 31.5.2006 12:51 Englendingar lögðu Ungverja Enska landsliðið vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur á Ungverjum í vináttuleik í knattspyrnu í Manchester í kvöld. Steven Gerrard og John Terry komu enskum í 2-0, en Pal Dardai sló þögn á áhorfendur með sannkölluðu draumamarki skömmu síðar. Það var svo hinn leggjalangi Peter Crouch sem innsiglaði sigur heimamanna með laglegu marki á 81. mínútu. Sport 30.5.2006 20:55 Englendingar komnir í 2-0 Englendingar eru komnir í 2-0 gegn Ungverjum í æfingaleik þjóðanna í Manchester. Steven Gerrard og John Terry skoruðu mörk enska liðsins með skalla, bæði eftir fyrirgjöf David Beckham. Sport 30.5.2006 20:12 Markalaust í hálfleik á Old Trafford Nú er kominn hálfleikur í æfingaleik Englendinga og Ungverja sem fram fer á Old Trafford í Manchester, en hvorugu liðinu hefur enn tekist að skora. Leikurinn var fremur daufur framan af, en enska liðið óð í færum rétt áður en flautað var til leikhlés. Þar á meðal lét Frank Lampard verja frá sér vítaspyrnu sem Englendingar fengu á vafasaman hátt. Leikurinn er í beinni á Sýn. Sport 30.5.2006 19:54 Del Horno fer ekki á HM Spænski bakvörðurinn Asier del Horno hjá Chelsea fer ekki á HM í Þýskalandi með landsliði sínu eftir að í ljós koma að hann verður frá keppni í þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Spánverjar þurfa því að kalla til varamann fyrir hann í lokahóp sinn. Sport 30.5.2006 19:46 Ætlar ekki að láta hengja sig Raymond Domenech, landsliðsjþálfari Frakka í knattspyrnu, er orðinn hundleiður á ágangi fjölmiðla og þeirri neikvæðu umfjöllun sem framska liðið hefur fengið í blöðunum að undanförnu. Sport 30.5.2006 17:07 Chelsea sektað Englandsmeistarar Chelsea þurfa að punga út 10.000 punda sekt fyrir og fá aðvörun að veitast að dómara í leik liðsins við Fulham þann 19. mars síðastliðinn. Aganefnd úrvalsdeildarinnar komst að þessari niðurstöðu í dag, en Chelsea hafði áður áfrýjað málinu. Chelsea tapaði leiknum 1-0 og voru leikmennirnir æfir út í dómara leiksins í kjöfarið. Sport 30.5.2006 16:55 O´Neill hafnaði Boro Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að knattspyrnustjórinn Martin O´Neill sem áður stýrði meðal annars Glasgow Celtic í Skotlandi, hafi neitað tilboði úrvalsdeildarliðs Middlesbrough um að verða eftirmaður Steve McClaren hjá félaginu. O´Neill hætt þjálfun á sínum tíma af fjölskylduástæðum. Sport 30.5.2006 17:00 Tiger Woods farinn að æfa Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er farinn að æfa fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fer á Winged Foot vellinum í næsta mánuði, en Woods hefur haldið sig til hlés undanfarið eftir lát föður hans. Woods æfði sveifluna á vellinum um helgina og verður væntanlega klár í slaginn á mótinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð. Sport 30.5.2006 16:35 Owen byrjar þrátt fyrir meiðsli Michael Owen verður líklega í byrjunarliði Englendinga í æfingaleiknum við Ungverja í kvöld, þrátt fyrir að eiga við smávægileg meiðsli að stríða á læri. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan 18:55. Stjórnarformaður Newcastle hefur látið í ljós óánægju sína með meðferðina á framherjanum og gagnrýnir vinnubrögð enska landsliðsins, því hann var ekki látinn vita af meiðslum Owen í gær. Sport 30.5.2006 16:28 Kalou til Chelsea Chelsea gekk í dag frá kaupum á tvítuga sóknarmanninum Salomon Kalou frá hollenska liðinu Feyenoord. Kalou kemur frá Fílabeinsströndinni en hefur verið að reyna að fá hollenskt ríkisfang. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Sport 30.5.2006 15:30 Schumacher langt frá því að gefast upp Þýski ökuþórinn Michael Schumacher hjá Ferrari er langt frá því að ætla að leggja árar í bát þó hann hafi orðið fyrir mótlæti í Mónakókappakstrinum um síðustu helgi og ætlar að byggja á góðum akstri sínum, sem skilaði honum í fimmta sæti þó hann hefði þurft að ræsa síðastur í upphafi keppni. Sport 30.5.2006 15:18 Ridgewell semur við Villa Varnarmaðurinn ungi Liam Ridgewell hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa til ársins 2009. Ridgewell fékk nokkuð óvænt tækifæri hjá David O´Leary knattspyrnustjóra á síðustu leiktíð og spilaði 33 leiki í byrjunarliðinu. Sport 30.5.2006 15:15 Owen ekki með í kvöld? Svo gæti farið að meiðslakálfurinn Michael Owen verði ekki með enska landsliðinu í kvöld þegar það mætir Ungverjum í æfingaleik í knattspyrnu, eftir að hann kenndi sér meins á læri eftir æfingu í gær. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:55. Sport 30.5.2006 14:32 Johnson til Everton Forráðamenn Everton hafa nú staðfest að félagið hafi fest kaup á framherjanum Andy Johnson frá 1. deildar liðinu Crystal Palace fyrir 8,6 milljónir punda, sem er metupphæð í sögu Everton. Johnson verður þó ekki formlega kynntur sem leikmaður Everton fyrr en á morgun. Sport 30.5.2006 14:24 Dowie tekinn við Charlton Knattspyrnustjórinn Ian Dowie tók í dag við liði Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn Crystal Palace, þar sem Dowie lét af störfum fyrir skömmu, eru æfir út af ráðningunni og ætla í mál við stjórann. Sport 30.5.2006 14:08 Miami hársbreidd frá úrslitunum Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Sport 30.5.2006 03:53 Vann San Antonio fjórða leikinn? Aganefnd NBA deildarinnar ákvað í dag að draga til baka tæknivillu sem Michael Finley leikmaður San Antonio Spurs fékk í fjórða leiknum gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á dögunum, en úrslit leiksins réðust í framlengingu. Sport 29.5.2006 21:36 Bell á ekki von á að spila fjórða leikinn Bakvörðurinn Raja Bell hjá Phoenix Suns á ekki von á því að verða orðinn klár í slaginn í leik fjögur hjá Phoenix og Dallas í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA annað kvöld. Bell er meiddur á kálfa og segist setja stefnuna á leik fimm á fimmtudagskvöldið, en sá leikur verður einmitt sýndur beint á Sýn. Fjórði leikur Miami og Detroit er í beinni á Sýn í kvöld klukkan 0:30. Sport 29.5.2006 21:15 Met hjá Rafael Nadal Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal sló í kvöld met Argentínumannsins Guillermo Vilas frá árinu 1977 þegar hann skellti andstæðingi sínum Robin Soderling á opna franska meistaramótinu. Þetta var 54. sigur Nadal á leirvelli í röð, sem er afrek sem enginn tennisleikari í sögunni getur státað af í sögunni. Sport 29.5.2006 20:09 Detroit með bakið upp að vegg Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram í Miami í kvöld og verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt. Lið Detroit hefur verið skugginn af sjálfu sér í síðustu leikjum og ljóst er að liðið þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu í kvöld ef ekki á illa að fara. Sport 29.5.2006 18:55 Dowie væntanlega til Charlton á morgun Breskir fjölmiðlar fullyrða að knattspyrnustjórinn Ian Dowie verði kynntur sem næsti stjóri úrvalsdeildarliðs Charlton á blaðamannafundi á morgun. Ef af ráðningu hans verður, má fastlega reikna með að lítil gleði grípi um sig í herbúðum Crystal Palace þar sem Dowie var áður við störf. Sport 29.5.2006 16:50 Á sér draum um að spila með Barcelona Miðjumaðurinn frábæri, Frank Lampard hjá Chelsea, segist eiga sér draum um að spila einn daginn með Spánarmeisturum Barcelona, en kona Lampard er einmitt frá Katalóníu. Sport 29.5.2006 15:43 Bonds kominn upp fyrir Babe Ruth Hinn umdeildi Barry Bonds náði í gær sínu 715. heimahlaupi í bandaríska hafnarboltanum og komst þar með upp fyrir goðsögnina Babe Ruth í annað sæti á lista þeirra sem hafa náð flestum heimahlaupum á ferlinum. Hann vantar þó enn 40 stykki til að ná Hank Aaron sem er í efsta sætinu. Sport 29.5.2006 14:52 Miami - Detroit í beinni í kvöld Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 0:30 í nótt, en þetta er algjör lykilleikur í einvíginu þar sem Miami leiðir 2-1. Fimmti leikurinn í þessu einvígi verður svo einnig sýndur beint á miðvikudagskvöldið en hann fer fram í Detroit. Þá verður fimmti leikur Dallas og Phoenix í beinni á fimmtudagskvöldið. Sport 29.5.2006 14:47 Huth til Everton? Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Everton sé líklegasta liðið til að landa þýska landsliðsmanninum Robert Huth frá Chelsea, en hinn 21 árs gamli miðvörður hefur lítið sem ekkert fengið að spila hjá Englandsmeisturunum og vill fara frá féaginu. Wigan hefur einnig verið á höttunum eftir varnarmanninum, en sagt er að Everton sé tilbúið að greiða fyrir hann 5,5 milljónir punda. Sport 29.5.2006 14:07 Johnson fer til Everton Framherjinn Andy Johnson hjá Crystal Palace hefur ákveðið að ganga í raðir Everton í ensku úrvalsdeildinni og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á miðvikudag, standist hann læknisskoðun. Kaupverðið er 8,5 milljónir punda og talið er að Johnson muni fá um 40.000 pund í vikulaun, en aðeins 5 milljónir punda af upphæðinni verða borgaðar á borðið við undirskrift. Sport 29.5.2006 14:00 Læknisskoðun Rooney flýtt Forráðamenn enska landsliðsins hafa afráðið að flýta læknisskoðuninni sem sker úr um þáttöku Wayne Rooney á HM um eina viku svo hægt sé að kippa nýjum leikmanni inn í hópinn áður en fresturinn til þess rennur út. Rooney sjálfur er bjartsýnn á að ná að vera með á mótinu. Sport 29.5.2006 13:52 « ‹ 161 162 163 164 165 166 167 168 169 … 264 ›
Mourinho hefur áhuga á Hilario Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist hafa áhuga á að fá portúgalska markvörðinn Hilario til Englands sem varamann Petr Cech. Hilario er þrítugur og hefur áður spilað undir stjórn Mourinho þegar hann stýrði liði Porto á árum áður. Sport 31.5.2006 14:08
Chelsea við það að landa Shevchenko Englandsmeistarar Chelsea hafa nú fengið formlegt leyfi frá AC Milan til að ræða við úkraínska framherjann Andriy Shevchenko og talið er að hann gæti jafnvel farið í læknisskoðun hjá félaginu í dag. Talið er að kaupverðið verði um 34 milljónir punda. Sport 31.5.2006 13:07
Phoenix jafnaði Phoenix Suns hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitaeinvíginu í Vesturdeildinni og í nótt burstaði liðið Dallas Mavericks 106-86 á heimavelli sínum og jafnaði metin í 2-2 í seríunni. Raja Bell var óvænt í byrjunarliði Phoenix í nótt, en hann er meiddur á fæti. Sport 31.5.2006 12:51
Englendingar lögðu Ungverja Enska landsliðið vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur á Ungverjum í vináttuleik í knattspyrnu í Manchester í kvöld. Steven Gerrard og John Terry komu enskum í 2-0, en Pal Dardai sló þögn á áhorfendur með sannkölluðu draumamarki skömmu síðar. Það var svo hinn leggjalangi Peter Crouch sem innsiglaði sigur heimamanna með laglegu marki á 81. mínútu. Sport 30.5.2006 20:55
Englendingar komnir í 2-0 Englendingar eru komnir í 2-0 gegn Ungverjum í æfingaleik þjóðanna í Manchester. Steven Gerrard og John Terry skoruðu mörk enska liðsins með skalla, bæði eftir fyrirgjöf David Beckham. Sport 30.5.2006 20:12
Markalaust í hálfleik á Old Trafford Nú er kominn hálfleikur í æfingaleik Englendinga og Ungverja sem fram fer á Old Trafford í Manchester, en hvorugu liðinu hefur enn tekist að skora. Leikurinn var fremur daufur framan af, en enska liðið óð í færum rétt áður en flautað var til leikhlés. Þar á meðal lét Frank Lampard verja frá sér vítaspyrnu sem Englendingar fengu á vafasaman hátt. Leikurinn er í beinni á Sýn. Sport 30.5.2006 19:54
Del Horno fer ekki á HM Spænski bakvörðurinn Asier del Horno hjá Chelsea fer ekki á HM í Þýskalandi með landsliði sínu eftir að í ljós koma að hann verður frá keppni í þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Spánverjar þurfa því að kalla til varamann fyrir hann í lokahóp sinn. Sport 30.5.2006 19:46
Ætlar ekki að láta hengja sig Raymond Domenech, landsliðsjþálfari Frakka í knattspyrnu, er orðinn hundleiður á ágangi fjölmiðla og þeirri neikvæðu umfjöllun sem framska liðið hefur fengið í blöðunum að undanförnu. Sport 30.5.2006 17:07
Chelsea sektað Englandsmeistarar Chelsea þurfa að punga út 10.000 punda sekt fyrir og fá aðvörun að veitast að dómara í leik liðsins við Fulham þann 19. mars síðastliðinn. Aganefnd úrvalsdeildarinnar komst að þessari niðurstöðu í dag, en Chelsea hafði áður áfrýjað málinu. Chelsea tapaði leiknum 1-0 og voru leikmennirnir æfir út í dómara leiksins í kjöfarið. Sport 30.5.2006 16:55
O´Neill hafnaði Boro Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að knattspyrnustjórinn Martin O´Neill sem áður stýrði meðal annars Glasgow Celtic í Skotlandi, hafi neitað tilboði úrvalsdeildarliðs Middlesbrough um að verða eftirmaður Steve McClaren hjá félaginu. O´Neill hætt þjálfun á sínum tíma af fjölskylduástæðum. Sport 30.5.2006 17:00
Tiger Woods farinn að æfa Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er farinn að æfa fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fer á Winged Foot vellinum í næsta mánuði, en Woods hefur haldið sig til hlés undanfarið eftir lát föður hans. Woods æfði sveifluna á vellinum um helgina og verður væntanlega klár í slaginn á mótinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð. Sport 30.5.2006 16:35
Owen byrjar þrátt fyrir meiðsli Michael Owen verður líklega í byrjunarliði Englendinga í æfingaleiknum við Ungverja í kvöld, þrátt fyrir að eiga við smávægileg meiðsli að stríða á læri. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan 18:55. Stjórnarformaður Newcastle hefur látið í ljós óánægju sína með meðferðina á framherjanum og gagnrýnir vinnubrögð enska landsliðsins, því hann var ekki látinn vita af meiðslum Owen í gær. Sport 30.5.2006 16:28
Kalou til Chelsea Chelsea gekk í dag frá kaupum á tvítuga sóknarmanninum Salomon Kalou frá hollenska liðinu Feyenoord. Kalou kemur frá Fílabeinsströndinni en hefur verið að reyna að fá hollenskt ríkisfang. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Sport 30.5.2006 15:30
Schumacher langt frá því að gefast upp Þýski ökuþórinn Michael Schumacher hjá Ferrari er langt frá því að ætla að leggja árar í bát þó hann hafi orðið fyrir mótlæti í Mónakókappakstrinum um síðustu helgi og ætlar að byggja á góðum akstri sínum, sem skilaði honum í fimmta sæti þó hann hefði þurft að ræsa síðastur í upphafi keppni. Sport 30.5.2006 15:18
Ridgewell semur við Villa Varnarmaðurinn ungi Liam Ridgewell hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa til ársins 2009. Ridgewell fékk nokkuð óvænt tækifæri hjá David O´Leary knattspyrnustjóra á síðustu leiktíð og spilaði 33 leiki í byrjunarliðinu. Sport 30.5.2006 15:15
Owen ekki með í kvöld? Svo gæti farið að meiðslakálfurinn Michael Owen verði ekki með enska landsliðinu í kvöld þegar það mætir Ungverjum í æfingaleik í knattspyrnu, eftir að hann kenndi sér meins á læri eftir æfingu í gær. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:55. Sport 30.5.2006 14:32
Johnson til Everton Forráðamenn Everton hafa nú staðfest að félagið hafi fest kaup á framherjanum Andy Johnson frá 1. deildar liðinu Crystal Palace fyrir 8,6 milljónir punda, sem er metupphæð í sögu Everton. Johnson verður þó ekki formlega kynntur sem leikmaður Everton fyrr en á morgun. Sport 30.5.2006 14:24
Dowie tekinn við Charlton Knattspyrnustjórinn Ian Dowie tók í dag við liði Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn Crystal Palace, þar sem Dowie lét af störfum fyrir skömmu, eru æfir út af ráðningunni og ætla í mál við stjórann. Sport 30.5.2006 14:08
Miami hársbreidd frá úrslitunum Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Sport 30.5.2006 03:53
Vann San Antonio fjórða leikinn? Aganefnd NBA deildarinnar ákvað í dag að draga til baka tæknivillu sem Michael Finley leikmaður San Antonio Spurs fékk í fjórða leiknum gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á dögunum, en úrslit leiksins réðust í framlengingu. Sport 29.5.2006 21:36
Bell á ekki von á að spila fjórða leikinn Bakvörðurinn Raja Bell hjá Phoenix Suns á ekki von á því að verða orðinn klár í slaginn í leik fjögur hjá Phoenix og Dallas í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA annað kvöld. Bell er meiddur á kálfa og segist setja stefnuna á leik fimm á fimmtudagskvöldið, en sá leikur verður einmitt sýndur beint á Sýn. Fjórði leikur Miami og Detroit er í beinni á Sýn í kvöld klukkan 0:30. Sport 29.5.2006 21:15
Met hjá Rafael Nadal Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal sló í kvöld met Argentínumannsins Guillermo Vilas frá árinu 1977 þegar hann skellti andstæðingi sínum Robin Soderling á opna franska meistaramótinu. Þetta var 54. sigur Nadal á leirvelli í röð, sem er afrek sem enginn tennisleikari í sögunni getur státað af í sögunni. Sport 29.5.2006 20:09
Detroit með bakið upp að vegg Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram í Miami í kvöld og verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt. Lið Detroit hefur verið skugginn af sjálfu sér í síðustu leikjum og ljóst er að liðið þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu í kvöld ef ekki á illa að fara. Sport 29.5.2006 18:55
Dowie væntanlega til Charlton á morgun Breskir fjölmiðlar fullyrða að knattspyrnustjórinn Ian Dowie verði kynntur sem næsti stjóri úrvalsdeildarliðs Charlton á blaðamannafundi á morgun. Ef af ráðningu hans verður, má fastlega reikna með að lítil gleði grípi um sig í herbúðum Crystal Palace þar sem Dowie var áður við störf. Sport 29.5.2006 16:50
Á sér draum um að spila með Barcelona Miðjumaðurinn frábæri, Frank Lampard hjá Chelsea, segist eiga sér draum um að spila einn daginn með Spánarmeisturum Barcelona, en kona Lampard er einmitt frá Katalóníu. Sport 29.5.2006 15:43
Bonds kominn upp fyrir Babe Ruth Hinn umdeildi Barry Bonds náði í gær sínu 715. heimahlaupi í bandaríska hafnarboltanum og komst þar með upp fyrir goðsögnina Babe Ruth í annað sæti á lista þeirra sem hafa náð flestum heimahlaupum á ferlinum. Hann vantar þó enn 40 stykki til að ná Hank Aaron sem er í efsta sætinu. Sport 29.5.2006 14:52
Miami - Detroit í beinni í kvöld Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 0:30 í nótt, en þetta er algjör lykilleikur í einvíginu þar sem Miami leiðir 2-1. Fimmti leikurinn í þessu einvígi verður svo einnig sýndur beint á miðvikudagskvöldið en hann fer fram í Detroit. Þá verður fimmti leikur Dallas og Phoenix í beinni á fimmtudagskvöldið. Sport 29.5.2006 14:47
Huth til Everton? Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Everton sé líklegasta liðið til að landa þýska landsliðsmanninum Robert Huth frá Chelsea, en hinn 21 árs gamli miðvörður hefur lítið sem ekkert fengið að spila hjá Englandsmeisturunum og vill fara frá féaginu. Wigan hefur einnig verið á höttunum eftir varnarmanninum, en sagt er að Everton sé tilbúið að greiða fyrir hann 5,5 milljónir punda. Sport 29.5.2006 14:07
Johnson fer til Everton Framherjinn Andy Johnson hjá Crystal Palace hefur ákveðið að ganga í raðir Everton í ensku úrvalsdeildinni og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á miðvikudag, standist hann læknisskoðun. Kaupverðið er 8,5 milljónir punda og talið er að Johnson muni fá um 40.000 pund í vikulaun, en aðeins 5 milljónir punda af upphæðinni verða borgaðar á borðið við undirskrift. Sport 29.5.2006 14:00
Læknisskoðun Rooney flýtt Forráðamenn enska landsliðsins hafa afráðið að flýta læknisskoðuninni sem sker úr um þáttöku Wayne Rooney á HM um eina viku svo hægt sé að kippa nýjum leikmanni inn í hópinn áður en fresturinn til þess rennur út. Rooney sjálfur er bjartsýnn á að ná að vera með á mótinu. Sport 29.5.2006 13:52