Innlendar Jafnt í hálfleik gegn Norðmönnum Jafnt er í hálfleik, 19-19, í úrslitaviðureign Íslands og Noregs á þriggja þjóða æfingamótinu í handbolat karla í Noregi. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur Íslands en hann hefur skorað 8 mörk í fyrri hálfleik og Sigfús Sigurðsson þrjú. Sport 15.1.2006 16:13 Þormóður æfir með Stjörnunni Sport 14.1.2006 16:44 Nágrannaslagur í Kaplakrika Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og hófst sá fyrsti kl. 14:00 þar sem topplið ÍBV tekur á móti Fram í Eyjum. Kl. 16:15 mætast í nágrannaslag liðin í öðru og þriðja sæti, FH og Haukar. Sport 14.1.2006 14:10 Ísland valtaði yfir Katar Íslenska landsliðið í handknattleik valtaði yfir Katar 41-20 í fyrsta leik sínum á Umbro Cup mótinu sem fram fer í Noregi um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði hvorki meira né minna en 17 mörk í leiknum, sem eins og lokatölurnar gefa til kynna, var aldrei mjög spennandi. Sport 13.1.2006 20:12 Keflvíkingar upp að hlið granna sinna Karlalið Keflavíkur sigraði Hamar/Selfoss í leik kvöldsins í Iceland Express-deildinni í körfubolta í Keflavík í kvöld 88-77. Keflvíkingar eru með sigrinum komnir með 20 stig á toppi deildarinnar eins og grannar þeirra í Njarðvík, en Hamar/Selfoss er sem fyrr í 10. sætinu með 6 stig eftir 12 umferðir. Sport 12.1.2006 21:31 Ísland sigraði Noreg Íslenska landsliðið í handknattleik lagði það norska í æfingaleik þjóðanna í Noregi í kvöld 31-30, en leikurinn var upphitun fyrir æfingamót sem fram fer þar í landi á næstu dögum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason voru atkvæðamestir í íslenska liðinu með 6 mörk hvor. Íslenska liðið leikur við Katar og Norðmenn á æfingamótinu á næstu dögum. Sport 12.1.2006 20:37 Valur lagði Stjörnuna Valur vann Stjörnuna 23-20 í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld, þar sem Valsstúlkur voru yfir lengst af og unnu verðskuldaðan sigur. Berglind Hansdóttir átti stórleik í marki Vals og varði 20 skot, en Alla Gokorian skoraði 9 mörk. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna. Sport 11.1.2006 22:13 Stórsigrar suðurnesjaliðanna Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, Grindavík vann Breiðablik á heimavelli sínum 88-67 og Keflavíkurstúlkur burstuðu KR 93-39 í Keflavík. Sport 11.1.2006 21:08 KR mætir Keflavík Í dag var dregið í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í karla- og kvennaflokki. Stórleikurinn í karlaflokki er án efa viðureign KR og Keflavíkur, en leikirnir fara fram dagana 21. og 22. janúar næstkomandi. Sport 10.1.2006 13:12 Búið að velja í liðin Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram um næstu helgi og hafa þeir Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur og Herbert Arnarsson þjálfari KR nú valið úrvalslið Íslendinga og erlendra leikmanna sem mætast í karlaflokki, en byrjunarliðin voru að mestu valin af íþróttafréttamönnum. Sport 9.1.2006 14:54 Jökull Elísabetarson úr KR Víkingar fengu í dag liðsauka þegar Jökull Elísarbetarson gekk til liðs við félagið úr KR. Jökull sem verður 22 ára á þessu ári hefur spilað sem varnar og miðjumaður. Sport 8.1.2006 22:55 Aftur stórtap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka tapaði stórt í annað sinn á tveimur dögum fyrir króatíska liðinu Podravka Vegeta í EHF keppninni í handbolta, lokatölur í dag 39-23 fyrir Podravka. Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte skoraði fimm mörk. Sport 8.1.2006 18:38 Stjarnan lagði Víking Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta nú síðdegis. Stjarnan sigraði Víking 24-18 á heimavelli sínum í Ásgarði. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk, en Natasha Damiljanovic skoraði 5 fyrir Víking. Sport 7.1.2006 18:32 Stórtap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka tapaði í dag 37-24 fyrir króatíska liðinu Podravka í EHF-keppninni í handbolta á heimavelli sínum að Ásvöllum, en síðari leikur liðanna fer fram á sama stað. Ramune Pekarskyte skoraði 11 mörk fyrir Haukana, sem komust í 3-0 í leiknum en sáu aldrei til sólar eftir það. Sérstaklega var markvörður Podravka þeim erfiður ljár í þúfu, en hún varði 27 skot í leiknum. Sport 7.1.2006 17:41 ÍBV lagði Gróttu DHL-deild kvenna hófst aftur í dag eftir langt vetrarfrí. ÍBV sigraði Gróttu í Eyjum 31-25. Ivana Velkjovic skoraði níu mörk fyrir Eyjastúlkur, en Renata Horvath skoraði mest fyrir Gróttu, átta mörk. Sport 7.1.2006 16:10 Mikill karakter hjá KR Leikmenn KR sýndu mikinn karakter með því að ná framlengingu og að lokum sigri gegn Fjölni á heimavelli sínum í Iceland-Express deildinni í gær eftir að hafa verið 14 stigum undir þegar 4. leikhluti var hálfnaður. Sport 6.1.2006 11:00 Njarðvík og Grindavík töpuðu Það urðu heldur betur óvænt úrslit í úrvalsdeild karla í kvöld þegar heil umferð var leikin. Efsta lið deildarinnar, Njarðvík, þurfti að sætta sig við tap í Borgarnesi gegn frísku liði Skallagríms 96-78. Þá lágu grannar þeirra í Grindavík mjög óvænt fyrir botnliði Hauka í Hafnarfirði, 98-82. Sport 5.1.2006 21:04 Heil umferð í kvöld Sex leikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Skallagrímur tekur á móti toppliði Njarðvíkur, Hamar/Selfoss mætir Snæfelli, botnlið Hauka fær Grindvíkinga í heimsókn, Þór mætir Hetti, Keflavík tekur á móti ÍR og KR fær Fjölni í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 5.1.2006 16:30 Heiðar Davíð og Ólöf María kylfingar ársins Golfsamband Íslands útnefndi í dag Heiðar Davíð Bragason og Ólöfu Maríu Jónsdóttur kylfinga ársins 2005. Davíð varð Íslands- og stigameistari á árinu, en Ólöf varð sem kunnugt er fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þáttöku á evrópsku mótaröðinni á árinu og spilaði á 12 slíkum á síðasta ári. Sport 4.1.2006 18:59 Heimir í landsliðið í stað Baldvins Baldvin Þorsteinsson hefur þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir EM í Sviss síðar í mánuðinum vegna veikinda. Viggó Sigurðsson hefur í stað hans valið Heimir Örn Árnason, leikmann Fylkis. Sport 4.1.2006 17:23 Moye fær þriggja leikja bann Bandaríkjamaðurinn A.J. Moye hjá Keflavík var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann í úvalsdeild karla í körfubolta fyrir að gefa landa sínum Jeb Ivey ljótt olnbogaskot í viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur þann 30. desember sl. Sport 4.1.2006 02:22 Tveir leikmenn hættir vegna barneigna Heldur hefur fækkað í leikmannahópi kvennaliðs ÍBV í vikunni, þar sem tvær konur í hópnum eru barnshafandi og spila því ekki meira með liðinu í vetur. Þetta eru þær Eva Björk Hlöðversdóttir og Nokolett Varga. Sport 3.1.2006 17:09 Jón Arnór og Helena best Körfuknattleikssamband Íslands hefur útnefnt þau Jón Arnór Stefánsson og Helenu Sverrisdóttur körfuboltamenn ársins á Íslandi árið 2005. Jón Arnór varð Evrópumeistari með liði sínu St. Pétursborg í Rússlandi og var valinn í stjörnulið FIBA Europe. Hann leikur nú í ítölsku A-deildinni með Napoli. Sport 3.1.2006 13:27 Bojovic hættur að þjálfa Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur slitið samstarfi sínu við þjálfara karlaliðsins Predrag Bojovic og við starfi hans tekur Ágúst Björgvinsson, sem þjálfað hefur kvennalið félagsins með mjög góðum árangri undanfarið. Hann mun þó ekki hætta afskiptum sínum af stúlknaliðinu, en aðstoðarmaður hans Yngvi Gunnlaugsson mun væntanlega fá stærra hlutverk á þeim bænum í kjölfarið. Sport 31.12.2005 04:18 Guðjón Skúlason snýr aftur með Keflavík Það kom mörgum í opna skjöldu þegar þeir sáu leikmannahóp Keflvíkinga í leiknum við Njarðvík í kvöld að gamla kempan Guðjón Skúlason var mættur aftur á bekkinn hjá Keflvíkingum. Ekki nóg með það heldur var hann aftur kominn með sitt gamla númer, sem er númer tólf, og Arnar Freyr Jónsson var þess í stað kominn í treyju númer fimm. Sport 30.12.2005 21:34 Njarðvík burstaði Keflavík Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið burstaði granna sína Keflvíkinga 108-84 í Njarðvík í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum og höfðu ágæta forystu eftir fyrsta leikhlutann, en eftir það tóku heimamenn við sér og skutu granna sína í kaf. Sport 30.12.2005 21:16 Baldvin síðasti maður inn í landsliðið Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti í dag að Valsarinn Baldvin Þorsteinsson hefði hreppt síðasta lausa sætið í landsliðshópnum fyrir EM í Sviss í næsta mánuði. Viggó er því búinn að velja þann 16 manna hóp sem fer á mótið, þó enn sé óvíst með þátttöku Jaliesky Garcia vegna meiðsla. Sport 30.12.2005 15:44 Fyrsti sigur Hattar í úrvalsdeild Höttur frá Egilsstöðum vann í kvöld sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur þegar liðið skellti Haukum 85-76 í Hafnarfirði. KR-ingar lögðu Grindvíkinga í fjörugum og spennandi leik 82-81. Hamar/Selfoss tapaði fyrir ÍR 95-72, Skallagrímur sigraði Fjölni 99-81 og loks bar Snæfell sigurorð af Þór á Akureyri 74-72. Sport 29.12.2005 21:15 Fimm leikir í kvöld Í kvöld fara fram fimm leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum. Sport 29.12.2005 15:26 Garcia fer ekki á EM í Sviss Skyttan Jaliesky Garcia hjá Göppingen í Þýskalandi getur ekki farið með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótið í Sviss í næsta mánuði vegna táuppskurðar sem hann fór í rétt fyrir jólin. Garcia verður því frá keppni í janúar og getur því augljóslega ekki leikið með íslenska landsliðinu. Sport 26.12.2005 02:06 « ‹ 67 68 69 70 71 72 73 74 75 … 75 ›
Jafnt í hálfleik gegn Norðmönnum Jafnt er í hálfleik, 19-19, í úrslitaviðureign Íslands og Noregs á þriggja þjóða æfingamótinu í handbolat karla í Noregi. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur Íslands en hann hefur skorað 8 mörk í fyrri hálfleik og Sigfús Sigurðsson þrjú. Sport 15.1.2006 16:13
Nágrannaslagur í Kaplakrika Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og hófst sá fyrsti kl. 14:00 þar sem topplið ÍBV tekur á móti Fram í Eyjum. Kl. 16:15 mætast í nágrannaslag liðin í öðru og þriðja sæti, FH og Haukar. Sport 14.1.2006 14:10
Ísland valtaði yfir Katar Íslenska landsliðið í handknattleik valtaði yfir Katar 41-20 í fyrsta leik sínum á Umbro Cup mótinu sem fram fer í Noregi um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði hvorki meira né minna en 17 mörk í leiknum, sem eins og lokatölurnar gefa til kynna, var aldrei mjög spennandi. Sport 13.1.2006 20:12
Keflvíkingar upp að hlið granna sinna Karlalið Keflavíkur sigraði Hamar/Selfoss í leik kvöldsins í Iceland Express-deildinni í körfubolta í Keflavík í kvöld 88-77. Keflvíkingar eru með sigrinum komnir með 20 stig á toppi deildarinnar eins og grannar þeirra í Njarðvík, en Hamar/Selfoss er sem fyrr í 10. sætinu með 6 stig eftir 12 umferðir. Sport 12.1.2006 21:31
Ísland sigraði Noreg Íslenska landsliðið í handknattleik lagði það norska í æfingaleik þjóðanna í Noregi í kvöld 31-30, en leikurinn var upphitun fyrir æfingamót sem fram fer þar í landi á næstu dögum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason voru atkvæðamestir í íslenska liðinu með 6 mörk hvor. Íslenska liðið leikur við Katar og Norðmenn á æfingamótinu á næstu dögum. Sport 12.1.2006 20:37
Valur lagði Stjörnuna Valur vann Stjörnuna 23-20 í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld, þar sem Valsstúlkur voru yfir lengst af og unnu verðskuldaðan sigur. Berglind Hansdóttir átti stórleik í marki Vals og varði 20 skot, en Alla Gokorian skoraði 9 mörk. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna. Sport 11.1.2006 22:13
Stórsigrar suðurnesjaliðanna Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, Grindavík vann Breiðablik á heimavelli sínum 88-67 og Keflavíkurstúlkur burstuðu KR 93-39 í Keflavík. Sport 11.1.2006 21:08
KR mætir Keflavík Í dag var dregið í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í karla- og kvennaflokki. Stórleikurinn í karlaflokki er án efa viðureign KR og Keflavíkur, en leikirnir fara fram dagana 21. og 22. janúar næstkomandi. Sport 10.1.2006 13:12
Búið að velja í liðin Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram um næstu helgi og hafa þeir Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur og Herbert Arnarsson þjálfari KR nú valið úrvalslið Íslendinga og erlendra leikmanna sem mætast í karlaflokki, en byrjunarliðin voru að mestu valin af íþróttafréttamönnum. Sport 9.1.2006 14:54
Jökull Elísabetarson úr KR Víkingar fengu í dag liðsauka þegar Jökull Elísarbetarson gekk til liðs við félagið úr KR. Jökull sem verður 22 ára á þessu ári hefur spilað sem varnar og miðjumaður. Sport 8.1.2006 22:55
Aftur stórtap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka tapaði stórt í annað sinn á tveimur dögum fyrir króatíska liðinu Podravka Vegeta í EHF keppninni í handbolta, lokatölur í dag 39-23 fyrir Podravka. Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte skoraði fimm mörk. Sport 8.1.2006 18:38
Stjarnan lagði Víking Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta nú síðdegis. Stjarnan sigraði Víking 24-18 á heimavelli sínum í Ásgarði. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk, en Natasha Damiljanovic skoraði 5 fyrir Víking. Sport 7.1.2006 18:32
Stórtap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka tapaði í dag 37-24 fyrir króatíska liðinu Podravka í EHF-keppninni í handbolta á heimavelli sínum að Ásvöllum, en síðari leikur liðanna fer fram á sama stað. Ramune Pekarskyte skoraði 11 mörk fyrir Haukana, sem komust í 3-0 í leiknum en sáu aldrei til sólar eftir það. Sérstaklega var markvörður Podravka þeim erfiður ljár í þúfu, en hún varði 27 skot í leiknum. Sport 7.1.2006 17:41
ÍBV lagði Gróttu DHL-deild kvenna hófst aftur í dag eftir langt vetrarfrí. ÍBV sigraði Gróttu í Eyjum 31-25. Ivana Velkjovic skoraði níu mörk fyrir Eyjastúlkur, en Renata Horvath skoraði mest fyrir Gróttu, átta mörk. Sport 7.1.2006 16:10
Mikill karakter hjá KR Leikmenn KR sýndu mikinn karakter með því að ná framlengingu og að lokum sigri gegn Fjölni á heimavelli sínum í Iceland-Express deildinni í gær eftir að hafa verið 14 stigum undir þegar 4. leikhluti var hálfnaður. Sport 6.1.2006 11:00
Njarðvík og Grindavík töpuðu Það urðu heldur betur óvænt úrslit í úrvalsdeild karla í kvöld þegar heil umferð var leikin. Efsta lið deildarinnar, Njarðvík, þurfti að sætta sig við tap í Borgarnesi gegn frísku liði Skallagríms 96-78. Þá lágu grannar þeirra í Grindavík mjög óvænt fyrir botnliði Hauka í Hafnarfirði, 98-82. Sport 5.1.2006 21:04
Heil umferð í kvöld Sex leikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Skallagrímur tekur á móti toppliði Njarðvíkur, Hamar/Selfoss mætir Snæfelli, botnlið Hauka fær Grindvíkinga í heimsókn, Þór mætir Hetti, Keflavík tekur á móti ÍR og KR fær Fjölni í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 5.1.2006 16:30
Heiðar Davíð og Ólöf María kylfingar ársins Golfsamband Íslands útnefndi í dag Heiðar Davíð Bragason og Ólöfu Maríu Jónsdóttur kylfinga ársins 2005. Davíð varð Íslands- og stigameistari á árinu, en Ólöf varð sem kunnugt er fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þáttöku á evrópsku mótaröðinni á árinu og spilaði á 12 slíkum á síðasta ári. Sport 4.1.2006 18:59
Heimir í landsliðið í stað Baldvins Baldvin Þorsteinsson hefur þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir EM í Sviss síðar í mánuðinum vegna veikinda. Viggó Sigurðsson hefur í stað hans valið Heimir Örn Árnason, leikmann Fylkis. Sport 4.1.2006 17:23
Moye fær þriggja leikja bann Bandaríkjamaðurinn A.J. Moye hjá Keflavík var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann í úvalsdeild karla í körfubolta fyrir að gefa landa sínum Jeb Ivey ljótt olnbogaskot í viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur þann 30. desember sl. Sport 4.1.2006 02:22
Tveir leikmenn hættir vegna barneigna Heldur hefur fækkað í leikmannahópi kvennaliðs ÍBV í vikunni, þar sem tvær konur í hópnum eru barnshafandi og spila því ekki meira með liðinu í vetur. Þetta eru þær Eva Björk Hlöðversdóttir og Nokolett Varga. Sport 3.1.2006 17:09
Jón Arnór og Helena best Körfuknattleikssamband Íslands hefur útnefnt þau Jón Arnór Stefánsson og Helenu Sverrisdóttur körfuboltamenn ársins á Íslandi árið 2005. Jón Arnór varð Evrópumeistari með liði sínu St. Pétursborg í Rússlandi og var valinn í stjörnulið FIBA Europe. Hann leikur nú í ítölsku A-deildinni með Napoli. Sport 3.1.2006 13:27
Bojovic hættur að þjálfa Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur slitið samstarfi sínu við þjálfara karlaliðsins Predrag Bojovic og við starfi hans tekur Ágúst Björgvinsson, sem þjálfað hefur kvennalið félagsins með mjög góðum árangri undanfarið. Hann mun þó ekki hætta afskiptum sínum af stúlknaliðinu, en aðstoðarmaður hans Yngvi Gunnlaugsson mun væntanlega fá stærra hlutverk á þeim bænum í kjölfarið. Sport 31.12.2005 04:18
Guðjón Skúlason snýr aftur með Keflavík Það kom mörgum í opna skjöldu þegar þeir sáu leikmannahóp Keflvíkinga í leiknum við Njarðvík í kvöld að gamla kempan Guðjón Skúlason var mættur aftur á bekkinn hjá Keflvíkingum. Ekki nóg með það heldur var hann aftur kominn með sitt gamla númer, sem er númer tólf, og Arnar Freyr Jónsson var þess í stað kominn í treyju númer fimm. Sport 30.12.2005 21:34
Njarðvík burstaði Keflavík Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið burstaði granna sína Keflvíkinga 108-84 í Njarðvík í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum og höfðu ágæta forystu eftir fyrsta leikhlutann, en eftir það tóku heimamenn við sér og skutu granna sína í kaf. Sport 30.12.2005 21:16
Baldvin síðasti maður inn í landsliðið Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti í dag að Valsarinn Baldvin Þorsteinsson hefði hreppt síðasta lausa sætið í landsliðshópnum fyrir EM í Sviss í næsta mánuði. Viggó er því búinn að velja þann 16 manna hóp sem fer á mótið, þó enn sé óvíst með þátttöku Jaliesky Garcia vegna meiðsla. Sport 30.12.2005 15:44
Fyrsti sigur Hattar í úrvalsdeild Höttur frá Egilsstöðum vann í kvöld sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur þegar liðið skellti Haukum 85-76 í Hafnarfirði. KR-ingar lögðu Grindvíkinga í fjörugum og spennandi leik 82-81. Hamar/Selfoss tapaði fyrir ÍR 95-72, Skallagrímur sigraði Fjölni 99-81 og loks bar Snæfell sigurorð af Þór á Akureyri 74-72. Sport 29.12.2005 21:15
Fimm leikir í kvöld Í kvöld fara fram fimm leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum. Sport 29.12.2005 15:26
Garcia fer ekki á EM í Sviss Skyttan Jaliesky Garcia hjá Göppingen í Þýskalandi getur ekki farið með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótið í Sviss í næsta mánuði vegna táuppskurðar sem hann fór í rétt fyrir jólin. Garcia verður því frá keppni í janúar og getur því augljóslega ekki leikið með íslenska landsliðinu. Sport 26.12.2005 02:06